Morgunblaðið - 14.03.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.03.1961, Blaðsíða 20
20 MORGUISBLAÐIÐ Þríðjudagur 14. marz 1961 DÆTURNAR VITA BETUR SKALDSAGA EFTIR RENÉE SHANN an. En Priscillu þótti vænt um mömmu hennar, þrátt íyrir augljósa skapgalla hennar, rétt eins og hún sjálf, dóttir hennar elskaði hana. Og Priscilla vor- kenndi henni líka, var hún viss um. Það hafði verið bæði skiln. ingur og meðumkun í rödd hennar þegar hún var að tala um hana, og þegar hún sagði, að það værj allt annað þó að Susy gifti sig og færi að heiman. Allt annað. Þar var víst ein- mitt lykillinn að þessu vand- ræðamáli. En hvers vegna var það allt annað? Mamma hennar hefði betur látið ógert að grípa inn í samtal þeirra. Priscilla hefði kannske sagt henni ástæð- una, en nú varð hún að finna hana út hjálparlaust. Susy og hún voru báðar átján ára, báðar einkabörn, báðar . . . Janet stöðvaðist. Var hún núna fyrst að skilja, hvað Priscilla hafði verið að fará kring um? Prisc- illa, sem eins og Janet vissi, kom sér svo vel saman við manninn sinn, pabba Susy. Þarna var mismuninn að finna. Priscilla var hamingjusöm í hjónaband- inu sínu en það var mamma hennar ekki. Janet fékk fvrir hjartað. Hún vildi alls ekki þurfa að trúa þessu, sem nú var- að verða henni ljóst. Hún vildj geta talið sjálfrí sér trú um, að hún væri að vaða reyk. En því meir sem hún reyndi til þess arna, því erfiðara varð það. Allt benti ein mitt til þess, að nú hefði hún rekizt á réttu skýringuna á and- úð móður sinnar gegn hjóna- bandi hennar. Og ef svo væri, þá . . . . Nú stöðvaðist vagninn við flugvöllinn. Flugvél sveimaði í hring yfir vellinum. Hún flýtti sér til afgreiðslubyggingarinnar og varpaði frá sér öllum þessum dauflegu hugsunum. Hún ætlaði ekki að hugsa meira um mömmu sína. Ekki í bili. Hún vildi ekki láta spilla þessum endurfundi ■ þeirra Nigels. Þau áttu það i hvorugt skilið. — Parísarvélin. Rétt að koma, ! ungfrú. Farþegarnir eru að | koma gegn um tollinn núna. j Hún var nokkrum mínútum á undan áætlun. Hún gat séð í spegli, sem var I við hendina, að ekkert var at- j hugavert við útlit hennar. Hún leit út alveg það sem hún var: ung, velbúin stúlka, sem var að taka á móti manninum, sem hún elskaði. Stúlka sem hafði vand- að útlit sitt sem mest hún mátti. Stúlka með ljómandi augu og geislandí af gleði. Og nú varð svipur hennar enn meira geisl- andi, er hún sá Nigel koma í átt- ina til hennar. til hennar. — Elskan . . . Ó, Nigel, elskan! — Ó, Janet! Þetta er búið að vera langur tími! — Fjóra daga. — Mér finnst það fjögur ár. Fólk horfði á bau, er þau gengu fram hjá, og ein eða tvær konur brostu m#ð ofurlitlum öfundarsvip og löngunar. Hugsa sér svona ástarsælu! Það var ánægjulegt, að sjá tvær ungar manneskjur, svona hamingju. samar og ástfangnar. Nú voru þau að losa sig úr faðmlögunum, brosandi, og skoðuðu hvort annað frá hvirfli til ilja, og fundu, hve ástfangin þau voru. — Ég var búin að gleyma, hvað þú varst falleg, Janet. — Og ég mundi ekki hvað þú varst stór, Nigel. Hann greip töskuna sína og tók hana undir arminn. — Hvað eigum við nú að gera? Fá okkur að borða hérna eða fara inn í borgina? — Eins og þú vilt. — Ég held maður fái góðan mat hérna. Eigum við ekki bara að borða hérna og fara svo inn í borgina? Á ég ekki að koma heim með þér til athugunar og skoðunar? — Jú, elskan. Mamma og pabbi ætla bæði að verða heima. Nigel glotti. — Ég er dauð- hræddur. Ég hef aldrej fyrr beð- ið neinn um hönd stúlku. Hún brosti. — Pabbi gefur þér blessun sína hiklaust. Ég er viss um, að þér fellur vel við hann. Nigel herti takið um arm hennar. — Það er nú lika aðal. atriðið, að hann geti þolað mig. ■— Það getur hann, vertu viss. — Og mamma þín? Janet svaraði: — Við skulum tala um það undir borðum, elsk- an. Bara ekki núna. Hún er að gera mér erfitt fyrir. En þetta hlýtur allt að lagast. Hún leit á hann. En núna rétt fyrstu mír.- úturnar vil ég ekki hugsa um annað en það, hvað það er ind- aelt, að þú skulir vera kominn og hvað ég elska þig. — Og ég þig. Og svo vill svo til, að foreldrar mínir biða með óþreyju eftir að sjá þig. Ég hef lofað að koma með þig til þeirra á morgun. Þau eru afskaplega spennt að eignast tengdadóttur. Bara hún gæti sagt bað sama um sína foreldra. Það setti hún að geta. Þar var kaldhæðni ör- laganna, að hún skyldi ekki geta það. Hún beið þangað til þau voru sezt að rólegu litlu borði í flugvallarmatsölunni, þangað til Nigel hafði pantað mat og þang- að til hann sagði: — Hvað er að, elskan? Eitthvað er ekki eins og þú vildir, að það væri, er ég viss um. Svo mikið er ég farinn að þekkja þig. Er það mamma þín? Finnst henni þú of ung til að giftast? Janet óskaði þess, að það væri raunverulega ástæðan. — Það segir hún. — En ef pabba þínum finnst það ekki? Ef út í það er farið, er hann sá eini, sem allt veltur á. — Mamma hefur líka atkvæði í málinu. Nigel hleypti brúnum. — Er hún að spilla þesu fyrir alvöru? — Já. Hún er eindregið and- vig trúlofun okkar, elskan. Og t því með, að ég giftist og fari til Washington .... — Þú ætlar vonandi ekki að j segja mér, að þú munir láta hana hafa nein úrslitaáhrif um þetta? Það er áreiðanlega nóg ef jþú hefur samþykki pabba þíns. Nei, Janet, þú færir aldrei að neita að giftast mér, af þvi að ] mamma þín er því mótfallin? Röddin var svo áhyggjufull, að Janet vissi varla, hvernig hún ætti að svara. En hún sagði ' samt, að ekkert og enginn gæti hindrað hana í því að giftast honum. Að minnsta kosti von- aði hún að svo væri. Það var bara það, að . . . . — Nigel! Ég veit varla hvað ég á að segja. Nigel greip hönd hennar föstu taki. — Hlustaðu nú á, elskan. Þykir þér nokkuð vænt um mig? •— Þú veizt ég eiska þig. — Þá getur verið sama um allt annað. Hann hallaði sér fram yfir borðið. — Elskan mín, hvað er það, sem stendur raunverulega í veginum? Þú ert átján ára, gott og vel, en fjöldinn allur af stúlk- um giftist á þeim aldri. Mamma mín var meira að segja heldur yngri, og hefur hennar hjóna- band þó farið með afbrigðum vel. Ég hef aldrei vitað hamingju samari hjón en foreldra mína. Janet svaraði í örvæntingu sinni: — Það er nú einmitt það, sem að er. Ég hef aldrei vitað ó- hamingjusamari hjón en mina foreldra. Nigel leit á hana með með- aumkun. — Það var leiðinlegt að heyra. Ég vissi heldur ekki, hvað ástandið var slæmt, fyrr en nú þessa síðustu daga. — Nú, en jafnvel þótt svo sé, þá sé ég ekki, hvað það á að þurfa að gera þér til. Vitanlega þykir mér fyrir því, en þar fyrir geturðu ekki látið það hafa á- hrif á giftinguna þína. Janet neri saman höndum. — En ég sé bara ekki, hvernig hjá því verður komizt. Hún hikaði og þreifaði sig áfram að álykt- uninni, sem hún hafði gert á Skáldið ocf mamma litla 1) Þú heldur, að þú sért svo 2) .... Tunglskinssónötuna með út- 3) ....að hafa hemil á músíkgáf- músíkalskur, en mér finnst ekkert varpshljómsveitinni. En nú ætla ég unum, því Harry Belafonte kemur tilkomumikið þó þú getir flautað.... að biðja þig.... næst. r L ú á Ieanwhile THIS NOTE IS ^ SIGNED "HARA?y.*..BUT IN THE CORNER THERE'S A LAUNDRV MARK T . ... ITS/VI. T.'f £ HELLO, m GLAD TO SEE VOU...PERHAPS VOU CAN TELL ME ABOUT THIS BABy..." THAT'S THE MAN TRAIl--AND HE HAS THE BABVj DROP DOWN IN FRONT OF HIM/ PULL UP ALONGSIDE, AND KEEP VOUR HANDS IN SIGHT f « — Undirskriftin er Hafliði . . . En hérna í horninu er þvottahús imerki . . Það sr ,.M. T.“- Á meðan. 1 íyrir framan hann- — Þetta er þessi Markús . . — Komið þið sælir, ég er feg- og hann hefur drenginn. Lentu ] inn að sjá ykkur. Þið getið ef til vill sagt mér um þennan dreng . . — Róðu upp að vélinni og lof- aðu okkur að sjá hendurnar á þér- leiðinni úr borginni. — Sérðu til, elskan. Ég held, að mamma sé að spilla fyrir giftingunni vegna þess að hún sé hrædd um, að ef hún samþykkir hana og ég fer með þér til Washington, muni pabbi yfirgefa hana. Og henni getur meira að segja dott- ið í hug, að einhver önnur sé í spilinu. En ef ég verð kynr heima, finnst henni öllu muni verða óhætt. Hún heldur, að pabbi takf meira tillit til mín en sin, og muni aldrei skilja við hana meðan ég er heima. Og ég hef meira að segja hugboð um, að þetta sé rétt hjá henni. Og ef svo er, hvernig get ég þá haldið áfram með það að giftast þér, hversu mikið sem ég elska þig. Hvernig get ég gert það, sem get ur eyðilagt líf mömmu algjör- lega? Hún var fegin að hafa lokið af að segja þetta. Orðin höfðu komið skipulagi á hugsanir henn ar, sem höfðu verið á ringulreið alla leiðina úr borginni. Svona var ástandið í sem fæstum orð- um sagt. Þetta var grimmilegt og ósanngjarnt, en það leit helzt svo út, sem hún og Nigel yrðu að fórna sjálfum sér fyrir ham- ingju móður hennar. Ef þá ham- ingju skyldi kalla, því að mamma hennar var alls ekki hamingjusöm. En hvað mundi gerast ef ótti móður hennar ætti við rök að styðjast, og faðir hennar yfirgæfi hana jafnskjótt sem Janet væri gift? Hvernig mundi henni líða, með það á meðvitundinni, að hún ætti sjálf sök á því öllu? Því að yfirgæfi hann hana, átti hún engan eftir að haila sér að. Hún yrði bara sflíltvarpiö Þriðjudagur 14. marz 8.00 Morgunútvarp (Boén — 8.05 Morg unleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar —• 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tónleik- ar — 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 ,,Við, sem heima sitjum“ (Dagrún Kristjánsdóttir). 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til- kynningar — 16.05 Tónleikar. 18.00 Tónlistartími barnanna (Jón G. Þórarinsson). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20,00 Útvarp frá Alþingi: — Umræða í sameinuðu þingi um tillögu til þingsályktunar um vantraust á ríkisstjórnina; síðara kvöld. Þrjár umferðir, 20, 15 og 10 mín., alls 45 mínútur til handa hverjum þingflokki. Dagskrárlok um kl. 23,20. Miðvikudagur 15. marz 8.00 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morg unleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar — 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tónleik* ar — 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. -• 12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp (Fréttír. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir, veð« urfr. og tilk. — 16.05 Tónleikar). 18.00 Útvarpssaga barnanna: ..Skemmtl legur dagur'4 eftir Evi Bögenæs IV. (Sigurður Gunnarsson kenn- ari) 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.30 Fréttir. 20.00 Framhaldsleikrit: „Úr sögu For« syteættarinnar44 eftir John Gals- worthy og Muriel Levy; fimmtl kafli þriðju bókar: „Til leigu4*. Þýðandi: Andrés Björnsson. Leikstjóri: Indriði Waage. Leik* endur: Valur Gíslason, Þorsteinn Ö. Stephensen, Helgi Skúlason. Margrét Guðmundsdóttir, Guðf björg Þorbjarnardóttir, Jón Aðils. Hildur Kalman, Rúrik Haralds- son, Baldvin Halldórsson og Helg* Löve. 20.35 Einsöngur: Enski tenórsöngvarin* Charles Craig syngur óperuaríur^ 20.55 Vettvangur raunvísindanna: Örn* ólfur Thorlacius fil. kand. kynnir enn starfsemi fiskideildar At* vinnudeildar háskólans. 21.10 Tónleikar: Nonetto eftir Aarr* Merikanto (Finnskir hljóðfæra- leikarar flytja. — Frá Sibeliusar** vikunni í Helsinki á liðnu ári). 2130 „Saga mín“, æviminningar Pad- erewskys; V. (Arnl Gunnarssoa fil. kand.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. v 22.10 PassíuSálmar (36). 22.20 Hæstaréttarmál (Hákon Guð- mundsson hæstaréttarritari). 22.40 Harmonikuþáttur í umsjá Henry® J. Eylands og Högna Jónssonarj í þættinum leikur Grettir Björa* son. 23.10 Dagskrárlok#

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.