Morgunblaðið - 14.03.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.03.1961, Blaðsíða 22
22 MORGriVBLAÐlÐ Þriðjudagur 14. marz 1961 Við neðri enda skíðalyftunnar. Sjá má mótorhúhið og pallinn sem Iagt er af stað frá. Fyrstu tveir KR-ingarnir nota sér lyftuna. Myndirnar tók Sveinn Þormóðsson. Æsíspennandi leikur Rúmena 03 Tékka um heimsmeistaratitilinn skarandi vel. Rúmenar skoruðu fyrsta markið, en Chermak jafnaði. Komst hvorugt iiðið meira en 1 mark yfir — alltaf var skiptzt á um að skora. í hálfleik stóð 4 gegn 4. Rétt fyrir lok venjulegs tíma stóð 7—6 fyrir Rúmeníu. En þá var dæmt víti á Rúmena og Rada jafnaði fyrir Tékka. • Vítakast eftir vítakast Fyrri framlengin 2x5 mín leið og tókst hvorugu liðinu að skora. Er næsta óvenjulegt að svo langur tími liði í handknatt- leik án marka. Aftur var framlengt. Þá er dæmt vítakast á Tékka og Moser skorar fyrir Rúmena. Samtímis er Rada — einm bezti maður Tékka rekinn af velli í 2 mínutur. En ekkert mark kom meðan hann var af velli og það féll í hans hlut að jafna. Gerði hann það úr vítakasti. Rétt fyrir lok síð- arj framlengingar skoraði Costacheii sigurmarkið fyrir Rúmena við ofsafögnuð áhorf. enda. # Sáu leikinn fslensku leikmennirnir voru meðal áhorfenda að þessum leik. Töldu þeir Tékka hafa leikið bet- ur, en þeir hefðu gert þá skyssu að hafa ekki meiri hraða í leikn- um. Of mikil sigurvissa hafi og skemmt fyrir Tékkunum. Það má að lokum minna á að einustu stigin sem Tékkar töp- uðu í allri þessari keppni voru þessi tvö gegn Rúmeníu og 1 gegn íslandi. ísland og Rúmenía mættust í síðustu heimsmeistara- keppni. Þá vann ísland með 2 marka mun 13—11. Framfarir hafa orðið miklar hjá Rumenum síðar — en þá ekki síður hjá ísl. liðinu, enda er nú víða talað um að Rúmenía og fsland hafi komið mest á óvart allra liða. Glæsileg skíðalyfta KR Á SUNNUDAGINN var vígð í Skálafelli fyrsta og eina full- komna skíðalyftan sem reist hef- ur verið á Iandinu. Það er skíða- deild KR sem þarna hefur verið að verki og á stuttum tíma unn- ið hið mesta þrekvirki við að koma lyftunni upp. Geir Hall- grímsson borgarstjóri opnaði lyftuna og setti hana í gang, en síðan fór mikill fjöldi skíðafólks ungra sem gamalla, í lyftunni upp snarbratta brekkuna á ör- stuttum tíma og naut góðs veð- urs sem veðurguðirnir skömmt- uðu KR-ingum þennan dag. brekkuna er 2,2 m. á sekúndu. Lyftan er af svonefndri T-gerð og framleidd í Austurríki. Inn- flytjandi og verktaki við uppsetn ingu er Landsmiðjan. Lyftan er knúin 15 kw. rafmótor. • Frábært starf Verkið við uppsetningu hófst í ágúst og var að mestu lokið skömmu eftir áramótin. eða alls 45.650 kr. Gefin verk- fræðileg vinna, teikningar og akstur nemur 10 þús. kr. Þrír KR-ingar hafa unnið meir en 250 stundir hver í sjálfboðavinnu. Eru það þeir Ólafur Nilsson, Marteinn Guð jónsson og Hilmar Steingríms- son. • Vígsla og hóf Geir Hallgrímsson borgarstjóri vígði lyftuna og setti hana í gang. Hélt hann við það stutta en Framh. á bls. 23 S E X T Á N þúsund manns horfðu á úrslitaleik heims- Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, flytur ávarp. Að því loknu setti hann skíðalyftuna í gang og notkun hennar hófst. KR lagt hart að sér við verkið Hafa félagsmenn í skíðadeild og margir unnið frábært og sjaldgæft sjálfboðaliðastarf. Unnu þeir allan gröft við upp- setningu hliða sem eru 5 tals- ins en aðkeypt fagvinna aðal- lega við endastöðvarnar tvær nemur kr. 20.211. — Fram til 6. febrúar höfðu KR-ingar unnið samtals 1858 klukku- stundir í sjálfboðavinnu. Er sú vinna metin á 25 kr. tímann meistarakeppninnar, sem fram fór í Dortmund í Þýzkalandi milli Kúmeníu og Tékkóslóvakíu. Leikur- inn var afar spennandi og svo jafn að tvívegis varð að framlengja hann að venju- legum leiktíma loknum — 2x5 mín. hvoru sinni — til að fá úrslit. Og að því loknu hafði Rúmenía eitt mark yf- ir, skoraði 9 mörk gegn 8. • Róleg byrjun Bæði lið byrjuðu af varfærni og léku mjög rólega. Tékkar hafa í öllum fyrri leikum sett upp mikinn hraða, en höfðu nú snarbreytt um aðferð. Markverð- ir beggja urðu brátt aðalmenn leiksins — báðir vörðu frarnúr- # 500 m brekka * Lengd skíðalyftunnar er 500 metrar og á þeim kafla er hæð- armismunur 130 m. Lyftan getur mest flutt 206 manns á klukku- stund þessa vegalengd en hraðinn sem fólkið fer í lyftunni upp Gunnlaug- ur 4 marka hœsti maðurinn ■ Berlingske Tidende birtu 1 mánudagsblaði sinu lista yfir markahæstu menn heims- meistarakepppinnar í hand- knattleik. Illjóðar hann svo: Ivanescu Rúmeníu 24 mörk Rada Tékkóslóvakíu 24 mörk Maresch Tékkóslóv. 24 mörk Gunnl. H. ÍSland 22 mörk Grojan Tékkóslóv. 21 mark Haberhauffe Þýzkal. 21 mark J. P. Hansen Danm. 20 mörk Það er athyglis- og ánægju- vert að í efstu sætunum eru aðeins núv. og fyrrverandi heimsmeistarar og íslendingur Enn einn sigur fyrir ísland. ÍSLAND HLAUT 6. SÆTI fyrir síðustu mín. leiksins Þ A U urðu úrslit heimsmeistarakeppninnar í handknattleik að tsland hlaut 6. sætið eftir jafnan, tvísýnan og góðan leik gegn Ðönum, þar sem eitt mark skildi frændþjóðirnar. Heimsmeistar- ar urðu Rúmenar (sjá frétt annars staðar á síðunni). Tékkar hlutu annað sætið, Svíar unnu Þjóðverja með 17 mörkum gegn 14 og hrepptu Svíar því þriðja sætið, en þjóðverjar það fjórða. Danir unnu hið fimmta, fsland hlaut sjötta, Noregur hið sjöunda og Frakkland varð áttunda í röðinni. Norðmenn unnu Frakka eftir framlengdan leik með 23 mörkum gegn 12. Þessi úrslit eru fyrir fslendinga mesti sigur sem íslenzkt flokkalið hefur hlotið. Og það sem meira er um vert, ísland hefur nú unnið sér það álit í þessari grein, að enginn efast um að það eigi þetta sæti skilið og allir skoða íslcnzka liðið fyllilega í flokki með beztu liðum heims í þessari grein. 4:0 eftr 10 mín. fyrir fsland íslenzka liðið náði góðum leik gegn Dönum og hélt danska liðinu niðri lengst af. Eygði ís- land lengi allöruggan sigur, en á síðustu mínútum tókst hinum margreyndu Dönum að jafna — og sigra með eins marks mun. Einar Sigurðsson skoraði fyrsta mark leiksins á ann- arri mínútu af línu og er Hjalti markvörður varði víti á 4. mínútu hafði íslenzka liðið fengið gott sjálfstraust. Náði liðið mjög góðum Ieik- kafla þegar í byrjun. Ragnar skoraði annað mark á 7. mín. og örskömmu síðar skoraði Einar Sig. og Örn 3. og 4. mark íslands. Hafði íslenzka liðið öll tök á leiknum fyrstu 10 mínúturnar, en þá var eins og Danir vöknuðu af vondum draumi. í hálfleik stóð 8 gegn 7 fyrir íslenzka liðið. í upphafi síðari hálfleiks jók íslenzka liðið enn forystu sína um tvö mörk (Birgir og Einar) en er 7 mín. -voru af leik stóðu leikar jafnir. Á Lokasókn Dana Þá náði íslenzka liðið mjög góðum leikkafla og hlaut óspart lof fyrir frá um 6 þúsund áhorfendum. Skor- uðu íslendingar 4 mörk á stuttum tíma (Kristján, Gunnlaugur úr vítakasti, Ragnar og Gunnlaugur). — Voru þá 10 mínútur til leiks loka. Hægðu þá fslendingar leikhraðann. Náðu Danir sókn og skoruðu 5 síðustu mörk leiksins og tryggðu sér með því fimmta sæti keppn- innar. « í skeyti þýzku fréttastof- unnar er það tekið fram að sig- ur Dana hafi hlotnazt þeim fyr. ir mikla keppni. Leikur Dana var lélegur og án nokkurs sókn arþunga. Á köflum léku Islend- ingar aftur á móti mjög vel og fjölbreytilega. En hinn sænski dómari kom þeim mjög úr jafn- vægi með dómum sinum. Flest- ir áhorfenda tók undir óánægju • íslendinga með ópum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.