Morgunblaðið - 14.03.1961, Blaðsíða 1
24 síður
18. árgangur
60. tbl. — þriðjudagur 14. marz 1961
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Máttvana málflutningur um vantráust
Þakkarefni öllum góð-
um mönnum að ófríðn-
um er lokið
(JTVARPSUMRÆÐURNAK I gærkvöldi voru um van-
trauststillögu þá, sem stjórnarandstæðingar hafa flutt.
Hefði því átt að' mega búast við, að þeir kæmu fram með
einhverjar nýjar og alvarlegar sakir á hendur núverandi
ríkisstjórn, en svo var ekki. Kom berlega í ljós, að þessi
tillöguflutningur þeirra var mjög vanhugsaður og málflutn-
ingur þeirra allur máttlaus og tilþrifalítill.
Talsmenn stjórnarflokkanna sýndu fram á það með
skýrum rökum, að lausn ríkisstjórnarinnar á fiskveiðideil-
unni við Breta var skynsamleg og að þar var svo vel á
málum okkar haldið sem bezt mátti verða. Benti síra
Gunnar Gíslason m.a. á, að með samkomulaginu hefðum
við ekki látið neitt, sem við áður höfðum, heldur einungis
fengið það, sem við ekki höfðum — og að fyrir mestu væri,
að við hefðum fengið frið.
Viðkvæmt deilumál leyst
Guðlaugur Gíslason sýndi
fram á, að vinstri stjórnin
hefði tekið við blómlegu búi
eem henni hefði á skömmum
tíma tekizt að koma á barm
gjaldþrots. Mesta gagn, sem
Hermann Jónasson hefði gert
þjóð sinni, var þegar hann við-
urkenndi mistök sín og gafst
upp við stjórn þjóðarbúsins
1958.
Um lausn landhelgisdeilunn-
er sagði Guðlaugur, að með
henni væri úr sögunni erfitt
og viðkvæmt deilumál. Ríkis-
stjórnin hefði unnið mikið og
þarft verk fyrir þjóðarheildina
og um leið áunnið sér traust
hennar og virðingu.
Sigur hins íslenzka
málstaðar
Gunnar GislaSon taldi við-
brögð þjóðarinnar sýna, að mik-
ill meiri hluti hennar fagnar
sigri hins íslenzka málstaðar,
enda hefðu vonbrigðin yfir und-
irtektum þjóðarinnar ekki leynt
sér í ræðum stjórnarandstæð-
inga að undanförnu. Um sam-
komulagið í heild mætti segja,
eð við hefðum ekkert látið, sem
við hefðum áður haft, heldur
hefðum við þvert á móti fengið
margt, sem við hefðum ekki haft
óður. Og þýðingarmest væri, að
við hefðum fengið frið. En stjórn
erandstaðan virtist ekki leggja
mikið upp úr því, að endir hef-
ur verið bundinn á þennan ófrið.
Sjónarmið kommúista væri
öllum skiljanlegt, sagði Gunnar,
(það væri rússneska sjónarmiðið.
Þeirra æðsta ósk væri sú að
kynda undir ófrið milli okkar og
annarra vestrænna ríkja. En að
(þetta skuli einnig vera sjónar-
mið Framsóknarflokksins kæmi
meir á óvart, og á því fyndist
ekki önnur skýring en hið inni-
lega samband fHrystuimanna
Framsóknar og kommúnista, því
eð engu væri líkara en að for-
ystumenn Framsóknarflokksins
hefðu gengið kommúnistum al-
gerlega á hönd.
Pjölmörg verkefni leyst
Jónas G. Rafnar gerði grein
fyrir nokkrum þeim verkefnum,
sem núverandi ríkisstjórn vinnur
nú að því að leysa. Unnið væri
að því að tryggja fjárhag rækt-
unarsjóðs og byggingasjóðs og
koma þeim á réttan kjöl eftir þá
óreiðu, sem vinstri stjórnin hefði
skilið þá eftir í; gerðar hefðu ver
ið ráðstafanir til þess að koma
upp nýjum lánaflokkum við
stofnlánadeild sjávarútvegsins og
stuttum lánum breytt í löng lán.
Frh. á bls. 2
Picasso
kvœnfur
44 ára aldursmunur
CANNES, Frakklandi, 13.
marz. (Reuter) — Hinn
heimsfrægi málari Pablo
Picasso, sem er 79 ára að
aldri, hefur kvænzt fyrir-
sætu sinni, hinni 35 ára
Jacqueline Roques. Hjóna-
vigslan fór fram fyrir 11
dögum í smábænum Vall-
auris við Miðjarðarhafið
Hana framkvæmdi bæjar-
stjórinn í Vallauris, Paul
Derigon.
Haft er eftir málaran-
um, að hann sé ákaflega
ánægður yfir því að hafa
haldið þessu leyndu allan
þennan tima. — Picasso
hefur verið ekkjumaður
síðan 1955, er kona hans,
Olga Koklova, lézt — en
þau voru gift í 38 ár.
11
»- 1
ið.
Hætta að sigla
*
ef Islendingar landa í Grimsby
SakaruppgjÖf breytir þar engu um,
segir Welch
Einkaskeyti til Mbl.
frá Grimsby.
SKIPSTJÓRAR, stýrimenn og
vélstjórar í Grimsby hafa ákveðið
að hætta að sigla, ef íslenzkir tog-
arar landa eða gera tilraun til að
land þar í höfn. Ef löndunarbann
verður sett, mun það haldast þar
til ákærur íslendinga gegn skip-
stjórum um ólöglegar veiðar hafa
verið felldar niður og deila skipa
eigenda og skipstjóra, stýrimanna
og vélstjóra í Grimsby hefur ver-
ið leyst með samningum.
Dennis Welch formaður félags
yfirmanna á togurum í Grimsby
sngði mér, að hér væri átt við
kærur, sem íslendingar hefðu
borið fram eftir að gefnar voru
upp sakir fyrir sex mánuðum. í
orðsendingum þeim, sem ríkis-
stjórnir Bretlands og Islands hafa
skipzt á, hefur hvergi verið
minnzt á þessar síðustu kærur
íslendinga.
Framh. á bls. 23.
Næsti áraiugur verði frægur
af framgangi lýöræðisins
Kennedy vill að lýðveldi S-Ameríku
vinni sameiginlega að tíu ára áætlun
Washington, 13. marz (Reuter)
KENNEDY, forseti bar í dag fram
þá uppástungu, að lýðveldin í
Ameríku vinni sameiginlega að
viðtækri tíu ára áætiun í því
augnamiði, að næsti áratugur
verði frægur í sögunni vegna
framgangs lýðræðisins.
Forsetinn hafði móttöku í Hvíta
húsinu fyrir sendifulltrúa hinna
ýmsu ríkja Suður-Ameríku og
þingmenn Bandaríkjaþings og
lagði þar fram áætlun í tíu lið-
um. Fulltrúar Kúbu og Dómini-
kanska lýðveldisins voru ekki við
staddir, þar sem Bandaríkin hafa
slitið stjórnmálasambandi við
þau lönd. Kennedy minntist á
hið slæma samband við þau, og
sagði, að bandamenn Bandaríkj-
anna í framförum og framgangi
væru bandalög frjálsra ríkis-
stjórna sem ynnu að því að fjar
lægja harðstjórn frá þessum hluta
heimsins, þar sem hún ætti sér
engan rétt. Sagði Kennedy, að
því skyldu Ameríkuríkin tjá
Kúbu og Dominikanska lýðveld-
inu einlæga vináttu sína með von
um, að þau ríki gætu brátt snúið
aftur til samfélags frjálsra
manna.
Með starfi frjálsra þjóða
Forsetinn sagði, að Bandaríkin
stæðu nú frammi fyrir því sama
afli, sem í aldaraðir hefði stefnt
heimsfriðnum í voða — því afli,
sem reyndi að færa harðstjórn
Frh. á bis. 23
í LEOPOLDVILLE hefur ver-
ið haldið áfram samningavið-
ræðum um að hermenn Sam-
einuðu J’jóðanna fái að hverfa
aftur til hafnarbæjarins Mat-
adi, en þaðan voru þeir hrakt-
ir fyrir viku siðan eftir all-
harða bardaga.
f dag ræddust þeir við Miki
Abþas, staðgengill Dayals að-
alfulltrúa Hammarskjölds og
Bomboko, utanríkisráðherra
Kongó. Er talið, að samkomu-
lag hefi nú náðst um, að evr-
ópskir hermenn úr liði SÞ fái
að koma þangað og fylgjast
með hafnarvinnu og uppskip-
un, en fái að öðru leyti ekki
nein völd í bænum. Endanlegt
samkomulag mun ekki nást
fyrr en þeir Kasavubu og Ileo
eru komnir til Leopoldville.
300 Evrópumenn í Kivu
Tíu Evrópumenn, þar af
þrjár nunnur voru fluttar til
Leopoldville og komið beint
á sjúkrahús. Hafði fólk þetta
sætt misþyrmingum af stuðn-
ingsmönnum Lumumba í Kivu
héraði. Um það bil 300 Evrópu
menn eru enn í Kivu og hefur
því fólki verið neitað um að
fara þaðan.
Meðfylgjandi mynd var
tekin þegar hinir súdönsku
hermenn SÞ fóru frá Mat
adi. Fremst er danskur
læknir, Finn Behrendt i
viðræðum við Delvaut ráð
herra í stjórn Kasavubus.
Fundur utanríkis-
málaráðherra
f DAG og á morgun stendur yfif
í Stokkhólmi fundur norrænna
utanríkismálaráðherra. Utanríkis
málaráðherra, Guðmundur f. Guð
mundsson, og ráðuneytisstjóri ut
anríkisráðuneytisins, Agnar Kl.
Jónsson, sitja fund þennan.