Morgunblaðið - 14.03.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.03.1961, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 14. marz 1961 MORCVNBLAÐIÐ 13 fnlla • Ræða Ólafs Thors í gærkvoldi: Við viljum sfundu og með eigin gjörðum, — en hvorki gjörðum né mísgjörðum annarra Herra forseti. Já, margt er skrýtið í kýrhausn um. Það er ekki ofsögum sagt af því, hugsaði ég, þegar ég heyrði háttvirtan 2. þingmarm Vestfirð inga, Hermann Jónasson, halda iræðu þá, sem hann hélt hér áð- an. Og eitthvað er nú púðrið lé- legt, þegar skot jafn landskunnr ar skyttu geiga svo illilega. Á ræðu háttvirts þingmanns Karls Kristjánssonar þarf enginn að láta í ljósi neina undrun. En toáðir voru þessir háttvirtu þing- rnenn hálfgrátandi í nafni Jóns Sigurðssonar. Það skilst kannske betur, hvað fyrir þeim vakir og undir býr, iþegar gærunni er svipt af. Hvert einasta málsatriði, sem háttvirt- ur þingmaður Hermann Jónasson sagði um landhelgismálið er marg rætt hér á Alþingi og í blöðun- um, og það þarf karlmenni sem hann nú er til að jórtra þetta ennþá einu sinni í alþjóðará- heyrn, hlustenda, sem flestir eru toúnir að heyra þetta og líka heyra það hrakið með jafnföstum rökum og gert hefur verið. Ég skal nú varpa ljósi yfir þetta mál. Mánudaginn 27. febrúar skýrði ég nokkrum forystu- mönnum stjórnarandstöðunnar frá því samkomulagi, sem ríkis stjórnin átti kost á, til lausnar landhelgisdeilunni við Breta og Alþingi nú hefir samþykkt. Ég hafði gaman af því, að við- torögðin urðu nákvæmlega þau, sem við í ríkisstjðrninni höfðum gert ráð fyrir. Kommúnistar sáu strax, að forn vinátta við Breta yrði með (þessu endurreist og hættulegum ásteytingarsteini með því rutt úr götu vestrænnar samvinnu. Það var þetta, sem þeim sárnaði mest. Framsóknarmenn hins vegar skildu að samningarnir voru ekki engöngu storsigur þjóðarinn ar, heldur líka stjórnarinnar. Það sveið þeim sárast. Báðir áttu sammerkt {. því að setja önnur sjónarmið ofar heill seti,jarðarinnar. Reiði sumra leiðtoga Fram- sóknar heltók þá svo gersamlega, að meðfædd hyggindi fengu ekki motið sín. Þess vegna lét Her- mann Jónasson í fljótræði ginn ö'St til að verða við óskum komm únista um flutning á vantrausts tillögu þeirri, sem hér er til um- ræðu. Fögnuðu kommúnistar því ákaft. Þeir hafa lengi gengið með þann ástæðulausa ótta, að við tækjum Framsókn í stjórnina. Nú töldu þeir sig hafa sett undir lekann, þegar Hermann Jónas- Kon^ lánaði nafn sitt sem fyrsti flutningismaður á vantraustinu. 1 En það er í fleiru en þessu, eem reiðin hefur yfirbugað skyn semi þeirra Hermanns Jónasson- *r og Eysteins Jónssonar í þessu máli. Það er auðvitað ömurleg tilhugsun, að það skuli geta hent eðalleiðtoga næstfjölmennasta flokks þjóðarinnar að fyllast reiði og heift, þegar þjóðin vinn ur einn sinn eftirminnilegasta sigur, í stað þess að gleðjast, fagna og þakka. Hitt er svo frá flokkslegu sjón armiði nær enn auðnulausara, að þeim sem alltof oft hættir til að rniða allt við einhliða hagsmuni flokks síns, skuli bregðast svo herfilega bogalistin, þegar mest á ríður. Hvað myndi þeir Her- mann Jónasson og Eysteinn Jóns son og aðrir slíkir ekki vilja til vinna nú, þegar nær öll þjóðin fagnar sigrinum í hjarta sínu, og ekkert síður Framsóknarmenn en aðrir, að þeir hefðu borið gæfu til að vera meðal sigurveg- aranna, en ekki í félagi við hinn fokreiða Breta, Dennis Welch og aðra slíka? Og hvað var auðveldara en tefla taflinu þannig? Ef öfund in í okkar garð yfir sigrinum hefði ekki lamað dómgreind þeirra, myndu þeir án efa hafa viðhaft þann vopnaburðinn, sem þeim er tamastur, þ.e.a.s. að eigna sjálfum sér heiðurinn af annarra gerðum. Þá hefðu þeir sagt. Jú. stórsigur, satt er það. En hverjum er hann að þakka nema okkur, sem þjörmuðum svo að stjórninni ,að hún þorði ekki annað en herða kröfurnar gegn Bretum. Að sönnu var auðsann að að Framsóknarmenn höfðu engin áhrif í þessu, hvorki til né frá. En hvað um það, ólíkt hefði þetta þó verið skárra hlut skipti en hitt, sem þeir í blindni völdu sér og lauk með því að greiða atkvæði — 1) gegn því að semja frið á hafinu og bægja með því mikilli hættu frá dyrum varðskipsmann anna og annarra íslenzkra sjó- manna, 2) gegn því, að Bretar viður- kenni 12 mílurnar, 3) gegn því, að Bretar viður- kenni nýja fiskveiðilögsögu okk ar utan 12 mílnanna, að stærð 5065 ferkílómetra, 4) gegn því, að Bretar skuld bindi sig til að láta hlutlausan dómstól, en ekki vopnavald út- kljá hugsanlegan ágreining um fiskveiðilögsögu okkar um alla framtíð, 5) gegn því, að íslendingar haldi áfram að afla heimilda til og viðurkenningar á áframhald andi stækun landhelginnar, — svo sumt af því helzta sé nefnt. ★ Það er sannarlega ekki of mælt, að þetta séu auðnulausir og heillum horfnir menn, sem vissulega þurfa að læra betur af lífinu. Bezta ráðið til þess hefði kann ske verið að fallast á tillögu þeirra um þjóðaratkvæði. Þá hefðu þeir fengið það, sem þeir verðskulda. Það er mikil fórn af okkar hálfu að standa gegn þess ari sjálfsmorðstilraun þeirra. En hvorki í þessu máli né öðru má Alþingi víkjast undan skyldu sinni né skapa varhugavert for- dæmi. Ég ræði þetta stórmál ekki frekar. Það er margrætt, útrætt og afgert. Sagan geymir það á spjöldum sínum og við, sem sig urinn unnum, teljum okkur gæfu menn, en andstæðingana brjóst- umkennanlega. Ég vík þá stuttlega að öðrum ákærum á okkur. Háttvirtir hlustendur hafa heyrt ræðu aðalákærandans Her manns Jónasonar. „Mér vinnst ekki tími til að ræða brigðmælgi ríkisstjórnar- innar í efnahagsmálunum“, sagði Hermann Jónasson. Til þess þurfti tunguliprari og skáld- mæltari mann, sem ratar jafnt innan sem utan landhelgi, á sjó sem undir sjó, þ.e.a.s. háttvirtan þingmann Karl Kristjánsson. En af hverju skyldi Hermanni Jónas syni ekki hafa verið trúað fyrir þessu? Ástæðan er sú, að vinir hans sögðu hver við annan „öðrum ferst en honum ekki“. Þetta er nefnilega sami maðurinn, sem 1956 myndaði stjórn og tilkynnti þjóðinni í nafni sjálfs sín og Karls Kristjánssonar: „Stjórpin hefir verið stofn uð til samstarfs á grundvelli nýrrar stefnu“. Nú átti að aflétta sköttum. Hætta niðurgreiðslum og uppbót um. Greiða skuldir. Lægja verð- bólguna. Og umframt allt skyldi varnarliðið rekið úr landi. Tæpum 5 misserum síðar gaf þessi sami maður út aðra tilkynn ingu, svohljóðandi: „í ríkisstjórninni er ekki samstaða um nein úrræði í þessum málum, sem að mínu áliti geti stöðvað hina háska- legu verðbólguþróun, sem verður óviðráðanleg". Síðan gafst hann upp og baðst lausnar frá ábyrgð og önnum st j órnarf ormennskunnar. Það var ekki ýkja langt milli þessara tilkynninga Hermanns Ólafur Thors forsætisráðherra Jónassonar. En furðu mörgum heitum hafði v-stjórninni þó tek izt að bregðast. Sköttum var ekki aflétt, heldur hækkaðir sem nam 1090 millj. kr. árlega, auk stór eignaskattsins. Niðurgreiðslum og uppbótum var ekki hætt, held ur stórauknar. Skuldir ekki lækk aðar, heldur hækkaðar um 436 millj. kr. Verðbólguskessan ekki svelt í hel, heldur þyngdist hún um fjórðung. Varnarliðið ekki hrakið á brott, heldur var það áhorfandi að þessu fátíða fyrir brigði og hafði Bandaríkjafor- seti greitt inngangseyri fyrir það allt með tölu með bandarísku gulli úr þeim sjóðum, sem ætl aðir voru til að tryggja öryggi Bandaríkjanna. Allt er þetta flestum í fersku minni, sorgarsaga, sem m.a. veld ur því, að aðstaða Hermanns Jón assonar til árása og brigzlyrða út af brigðmæli annarra er örðug, svo hóflega sé að kveðið. Það er nefnilega svo, að sá, sem leggur svona mikinn vanda óleystan á annarra herðar, heldur bezt heiðri sínum og sjálfsvirðingu með því að vera sanngjarn og dómmildur, en ekki reiður og 'ofsafullur. ★ En engin ríkisstjórn má telja sínum heiðri borgið með því einu, að einhver annar hefi verið henni verri. Núverandi stjórn vill því skoða sjálfa sig í spegli reynslunnar frá því hún tók við völdum hinn 20. nóv. 1959. Við viljum standa og falla með eigin gjörðum, en hvorki gjörð- um né misgjörðum annarra. Fyrst er þá að athuga, hverju stjórnin hét þjóðinni við valda tökuna 20. 11 1959. Ég ga.f þá svohljóðandi yfir- lýsingu á Alþingi fyrir hönd stjórnarinnar: „Að undanförnu hafa sér- fræðingar unnið að ýtarlegri rannsókn á efnahagsmálum þjóðarinnar. Skjótlega eftir að þeirri rannsókn er lokið, mun ríkisstjórnin leggja fyrir Al- þingi tillögur um lögfestingu þeirra úrræða, er hún telur þörf á. Athuganir hafa þó þeg- ar leitt í ljós, að þjóðin hefur um langt skeið lifað um efni fram, að hættulega mikill halli hefur verið á viðskiptum þjóð- arinnar við útlönd, tekin hafa verið lán erlendis til að greiða þennan halla og að erlend lán til stutts tíma eru orðin hærri en heilbrigt verður talið. Munu tillögur ríkisstjórnarinnar mið- ast við að ráðast að þessum kjarna vandamálanna, þar eð það er meginstefna ríkisstjórn- arinnar að vinna að því, að efnahagslíf þjóðarinnar komist á traustan og heilbrigðan grund völl, þannig að skilyrði skapist fyrir sem örastri framleiðslu- aukningu, allir hafi áfram stöð- uga atvinnu og lífskjör þjóðar- innar geti í framtíðinni enn farið batnandi. í því sambandi leggur ríkisstjórnin áherzlu á, að kapphlaup hefjist ekki á nýj an leik milli verðlags og kaup- gjalds og að þannig sé haldið á efnahagsmálum þjóðarinnar, að ekki leiði til verðbólgu. — Til þess að tryggja, að þær heildarráðstafanir, sem gera þarf, verði sem réttlátastar gagn vart öllum almenningi, hefur ríkisstjörnin ákveðið: 1) að hækka verulega bætur almannatrygginga, einkum fjöl- skyldubætur, ellilífeyri og ör- orkulífeyri, — 2) að afla aukins lánsfjár til íbúðabygginga almennings, — 3) að koma lánasjóðum at- vinnuveganna á traustan grund- völl, — 4) að endurskoða skatta- kerfið með það fyrir augum fyrst og fremst að afnema tekju skatt á almennar launatekjur. Varðandi verðlag landbúnað- arafurða mun reynt að fá aðila til að semja sín á milli um mál ið. Ella verður skipuð nefnd sérfræðinga og óhlutdrægra manna, er ráði fram úr því. Ríkisstjórnin mun taka upp samningu þjóðhagsáætlana, er verði leiðarvísir stjórnarvalda og banka um markvissa stefnu í efnahagsmálum þjóðarinnar, beita sér fyrir áframhaldandi uppbyggingu atvinnuveganna um land allt og undirbúa nýjar framkvæmdir til hagnýtingar á náttúruauðlindum landsins. Þá þykir ríkisstjórninni rétt að taka fram, að stefna hennar í landhelgismálinu er óbreytt eins og hún kemur fram í sam- þykkt Alþingis hinn 5. maí 1959“. ★ Þetta eru loforð okkar og fyrirheit og við teljum okkur nú þegar hafa efnt flest þeirra og komið hinum áleiðis, svo sem nú skal sannað. Við hröðuðum rannsókn sér- fræðinganna, , tókum ákvarð- anir, en lögðum síðan heildar- tillögur okkar fyrir Alþingi. Þær réðust að „kjarna vanda- málsins", eins og heitið var. Ætlunin var að stöðva verð- bólguna, þessa óðaverðbólgu, sem Hermann Jónasson taldi ó- umflýjanlega, er hann baðst lausnar, og skapa nýjan grund- völl fyrir híilbrigt atvinnulíf í landinu. Það hefur tekizt betur en við þorðum að vona, þegar stjórnin var mynduð. Vísitalan er í dag aðeins 104 stig í stað óðaverðbólgunnar. Atvinnuleysinu, sem stjórnar- andstaðan boðaði og hlakkaði yfir að verða mundi banabiti stjómarinnar, hefur okkur tek- izt að bægja frá dyrum almenn- ings, þrátt fyrir aflabrest á tog- urum og síldveiðum og verð- falli á mjöli og lýsi, en þetta hvort tveggja veldur því, sam- kvæmt nýrri skýrslu frá Fram- kvæmdabanka íslands, að þjóð- artekjurnar minnkuðu um 500 millj. kr. árið 1960. Fram til síðustu daga hefur tekizt að hindra kapphlaup kaupgjalds og afurðayerðs, enda þótt Framsókn og Alþýðu- bandalagið hafi með ráði og dáð reynt að endurvekja verðbólg- una til lífs, með því óbrigðula ráði og ef til vill nokkuð kom- ist áleiðis síðustu vikurnar. Er það grár leikur með fjöregg þjóðarinnar. En hvað þá um hin loforðin? Því er fljótsvarað: 1) Fjölskyldubætur, ellilífeyr- ir og örorkulífeyrir hefur verið aukinn úr 125.9 millj. kr. árið 1959 í 282.0 millj. kr. árið 1960 og verður á þessu ári 348.0 millj. kr. 2) Ríkisstjórninni tókst á ár- inu 1960 að afla svo mikils fjár til íbúðabygginga almennings, að útlán húsnæðismálastjórnar námu 71.8 millj. kr. Til saman- burðar er, að vinstri-stjórnin útvegaði í þessu skyni ekki meira fjármagn en svo, að útlán húsnæðismálastjórnar árið 1957 námu aðeins 45.7 millj. kr. og árið 1958 48.8 millj. kr. 3) Varðandi lánasjóðina hefur stjórninni tekizt að útvega all- mikið lánsfé. Er sjóðum land- búnaðarins að vísu enn fjár vant, en aðkoman var þar svo herfileg, að fyrsta átakið var að bjarga þeim frá gjaldþroti, en síðan voru þeim útvegaðar 36 millj. kr. 4) Loforðið um lækkun tekju skatts og útsvars einstaklinga var af mikilli röggsemi efnt strax í fyrra, og í byrjun hausts þingsins verða lögð fram ýtar- leg frumvörp um svipaðar leið- réttingar félögum til handa. Þetta eru stórvirki, sem aðrar þjóðir ætla sér áratug eða tugi til. 5) Stjórninni tókst í þinghlé- inu um áramótin 1959 og ’60 að leiða deiluna um landbún- aðarverðið til farsælla lykta. 6) Samning þjóðhagsáætlunar- innar er í undirbúningi. 7) Fyrirheitið um landhelgis- málið hefur stjórninni nú tekizt að efna svo farsællega, að mörgum þykir með ólíkindum og flestir fagna í hjarta sínu af heilum hug. Eru þá upptalin öll loforðin. ★ En margt fleira hefur stjórn- in unnið sér til ágætis. Nefni ég þar til sem dæmi: Niðurlagn- ingu Innflutningsskrifstofunnar, stóraukið verzlunarfrelsi, nýju bankalöggjöfina, einkum að því er Seðlabankann varðar, sam- einingu tóbaks- og áfengisverzl- ananna, skjóta afgreiðslu fjár- laga, merkan undirbúning stór- huga framkvæmdaáætlunar ís- lenzku þjóðarinnar á næstu ár- um, aðra margþætta og merka löggjöf á sviði dómsmála, menntamála, iðnaðarmála, land- búnaðarmála og sjávarútvegs, þ. á.m. 400 millj. króna lánaleng- inguna, sem ætlað er að létta af skuldaklafanum, sem vinstri- Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.