Morgunblaðið - 17.03.1961, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.03.1961, Qupperneq 1
24 siður með Barnalesbok 18. árgangur 63. tbl. — Föstudagur 17. marz 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsiaa S.-Afríkumenn kvíða pdiitískri einangrun Leitast við að halda tengsium við Bretland ' London, 16. marz. — (Reuter) — ÁKVÖRÐUN Verwoerds um úrsögn úr brezka samveldinu er óafturkallanleg. í dag gekk hann á fund Elísabetar Bretadrottningar og tilkynnti henni formlega úrsögn Suð- ur-Afríku úr brezka samveldinu. Tilkynningu Verwoerds um úrsögn, sem hann birti í stuttri ræðu á samveldisráðstefnunni, laust niður eins og eldingu. — I Suður-Afríku hefur ákvörðunin vakið áhyggjur og almenn- an kvíða. Allt í einu rennur það upp fyrir mönnum hve geig- vænleg áhrif úrsögnin getur haft á fjármála- og efnahagslíf lands- ins. Þá sjá menn fram á pólitíska einangrun Suður-Afríku. Ekk- ert ríki í brezka samveldinu mælti kynþáttastefnu hennar bót. 'it SNÝR HIÐ BRÁÐASTA HEIM Verwoerd hefur ákveðið að hætta Við fyrirhugaða tveggja daga heimsókn til Bonn í Þýzkalandi. Ástæðan er að hann verður að hraða sér heim til Suður-Afríku vegna ólgunnar, sem fylgir í kjölfar ákvörðunar hans. Hann lýsti því yfir í London á fundi með blaðamönnum, að stjórn Suður-Afríku myndi nú þegar hefjast handa um aðgerðir til að draga úr því efnahagslega og viðskiptalega áfalli, sem íylgir úrsögninni. Hann sagði m. a. að Suður-Afríka myndi halda áfram að vera á Sterlingssvæðinu og héldi þannig fjármála- tengslum við Bretland. 'jf SKIPTAR SKOÐANIR Annars eru skoðanir mjög skiptar um þessa atburði. Full- trúar hvítra landnema í Afríkulöndum lýsa yfir áhyggjum og harmi vegna þeirra. Sir Boy Walensky í Ródesíu sagði m. a.: — Þetta eru þáttask/i. Nú hefjast galdraofsóknirnar gegn hvítum mönnum í Afríku af fullum krafti. Hinsvegar er Diefenbaker, forsætisráðherra Kanada, jafn- ^ Alit Gaitskells Gaitskell foringi verkamanna- flokksins tók til máls: — Ég held að okkur sé það öllum ljóst, að brezka samveldið hefur síðustu daga þolað mestu þrengingar í sögu sinni. Víðtækra áhrifa mun gæta af þessum atburðum, ekki aðeins innan samveldisins held- ur miklu víðar. — Ég veit, sagði Gaitskell, að sumir eru þeirrar skoðunar að þessi atvik leiði til hrörnunar og upplausnar brezka samveldisins. En við sem sitjum hérna megin í salnum teljum þvert á móti að þessir atburðir styrki trú okkar á samveldinu og þýðingu þess fyr ir allt mannkynið. Gaitskell réðist á kynþátta- stefnu Suður-Afríku. Hann sagði Frh. á bls. 2 Myndin sýnír Verwored, forsætisráðherra Suður-Afríku, með hvíta dúfu. Hann Iýsti yfir úrsögn lands síns úr brezka sam- veldinu. Hann upplýsir nú að Nkrumah frá Ghana hafi sett honum úrslitakosti. Allsherjarþing SÞ vítir Suður Áfrlku harður í málinu og áður. Hann segir að úrsögn Suður-Afríku hreinsi andrúmsloftið. En það var einmitt Diefenbaker, sem réðist harkalegast á Suður-Afríku áður en Verwoerd tók ákvörðun sína. ’jf ÓSIGUR MENZIES OG MACMILLANS Tveir af mikilhæfustu stjórnskörungum brezka samveldis- Ins eru taldir hafa beðið alvarlegan persónulegan ósigur við úr- sögn Suður-Afríku. Þeir eru Menzies, forsætisráðherra Ástralíu, en svo hagar til í Ástralíu, þótt ekki sé beinlínis ríkjandi kyn- þáttaaðgreiningur, að það er stefna stjórnarinnar að heimila nær eingöngu hvítum mönnum landnám þar. Hinn maðurinn, sem hefur hlotið alvarlegan hnekki, er Mac- millan, forsætisráðherra Bretlands, en hann tók að sér hlutverk eáttasemjara á samveldisráðstefnunni og þóttist viss um að ekki Og Adloi Sfevenson snýsf gegn nýlendustefnu Portúgoln New York, 16. marz. — (Reuter) — EKKI er ein oáran stök fyrir Suður-Afríku-mönnum. 1 dag for- dæmdi Allsherjarþing SÞ yfirgang þeirra í gæzluverndarsvæðinu Suðvestur-Afríku. Ályktunartillaga um þetta var samþykkt með 74 samhljóða atkvæðum. Níu ríki lýstu því yfir að þau greiddu ekki atkvæði. Því var lýst yfir að Suður-Afrika væri ógnun við heimsfriðinn. — kæmi til úrsagnar. Úrslita- kostir London, 16. marz. (Reuter) VERWOERD, forsætisráð- herra, skýrði nokkrum blaðamönnum frá því í kvöld, að hann hefði ein- skis átt úrkostar annars, en að segja Suður-Afríku úr samveldinu. Það hefði verið Nkrumah, forseti Ghana, sem setti honum algera úrslitakosti. Nkrumah tilkynnti Ver- woerd, að öll málamiðlun væri útilokað, — annað hvort yrði Suður-Afríka að víkja úr samveldinu — eða Ghana. í brezka þinginu Neðri málstofan brezka var troðfull síðdegis í dag bæði þing- sæti og áhorfendapallar. Alvara grúfði yfir málstofunni, þegar Macmillan forsætisráðherra gekk í salinn til að gera þingi grein fyrir síðustu atburðum. Hann sagðist verða að viður- kenna að úrsögn Suður-Afríku væri alvarlegur og beiskur ósig- ur. En hann sagði að allt hefði verið reynt til að miðla málum. Fyrst það hefði ekki tekizt teldi hann að það hefði í rauninni ver- ið útilokað. Og úr því svo var komið, þá var það eina sæmandi lausnin að Suður-Afríka gengi úr samvelrinu. Macmillan lagði áherzlu á það að Bretland vildi eftir sem áður viðhalda hinu nána samstarfi við Suður-Afríku jafnt á sviði fjár- mála, menningarmála og land- varna. Hann kvaðst vona, að ekki liðu mjög mörg ár, þar til Suður Afríka fengi að nýju inngöngu í brezka samveldið, enda væri öllum heirdil aðild að því án tillits til uppruna, litarf ars eða j trúar ] Diefenbaker Samve’dið styrkist segir Diefenbaker LONDON, 16. marz (Reuter) — Diefenbaker, forsætisráð- herra Kanada, sagði á blaða- mannafundi í dag, að brezka samveldið væri sterkara og andrúmsloftið hreinna í því eftir að Suður-Afríka er á brott gengin. — Samtök verða ætíð sterk ari við það að stíga skref fram á við, sagði hann og bætti því við, að sér virtist að samveldið styrktist nú með hverjum fundi sem haldinn væri. Frh. á bls. 2. Bandaríkin voru meðal þeirra sem greiddu atkvæði með for- dæmingu á Suður-Afríku, og eru það skýrustu merki sem enn hafa komið fram um ein- arða stefnu Kennedy-stjórnar- innar í Afríkumálum. Þá gerðist það í öryggisráð- inu, að Adlai Stevenson, full- trúi Bandaríkjanna, greiddi at- kvæði með tillögu um að rann- sóknarnefnd SÞ færi til portú- gölsku Angóla á vesturströnd Afríku til að kynna sér ástandið þar. Stevenson lagði áherzlu á það, að Bandaríkin litu á Portú gal sem vinaríki en þau teldu sig bregðast skyldum sínum ef þau svikjust um að benda á þá geigvænlegu hættu sem yfir vofir í Angóla, ef ekki er taf- London, 16. marz (Reuter) ÞAÐ var tilkynnt í London í kvöld, að fimm af þingmönnum Verkamannaflokksins hefðu ver- ið reknir úr þingflokknum, fyrir að snúast gegn stefnu hans í mik- ilvægum atriðum. Hinir brottreknu eru Michael arlaust hafizt handa um efna- hagslega og félagslega upp- byggingu meðal hinna inn- fæddu. Hann sagði að ef ekkert væri að gert mætti búast við því að sama ástand yrði í Angóla eins og raunin hefur á orðið í Kongó. Hann bað Portúgala um að láta sér segjast í þessu. Þeir* ættu ekki að spyrna broddun- um við, heldur taka því meS þökkum að rannsóknarnefnd SÞ kæmi til nýlendunnar, þar sem svo óróasamt hefur verið að undanförnu. Það væri öll- um fyrir beztu, Portúgölum sjálfum og íbúum Angólu, að vinsamlegt samstarf tækist við SÞ um lausn vandamálanna í framtíðinni. Foot, Sidney Silverman, Emery Hughes, S. O, Davies og William Baxter. Þeir tilheyrðu allir hin- um róttæka vinstri armi Verka- mannaflokksins, sem hefur hald ið uppi stöðugri gagnrýni á Gait- skell foringja flokksins, einkum í utanríkis- og landvarnarmálum. Fimm þingmenn reknir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.