Morgunblaðið - 17.03.1961, Page 3
' Föstudagur 17. marz 1961
MORKUISPT 4 Ð1Ð
3
VIÐ vorum á hringferð í
bænum að leita okkur að
efni úr bæjarlífinu.
— Því ekki að bregða
sér vestur á Grandagarð?
sagði ljósmyndarinn.
— Já, því ekki það?
Sigurður Eyleifsson var að
dæla olíu í bát sem lá við
bryggjuna fram undan bíla-
voginni. Hann stóð við dæl-
una kempulegur og hress í
bragði.
— Sæll Siggi, sagði ljós-
myndarinn. — Hvað segirðu?
— Ekkert. Ertu nú farinn
að mynda fyrir Þjóðviljann?
— Segirðu ekkert. Ljúgðu
þá einhverju í okkur, segir
ljósmyndarinn.
— Það er ekki hægt að
ljúga neinu í ykkur þessa
blaðamenn, þið eruð svo upp-
fullir ......
— . . . . af sannleikanum,
skjótum við inn L
—o—■
Bílstjórinn okkar kemur nú
að olíuvagninum og bendir á
mælinn og segir:
Siggi snýtir sér hraustlega að sið gamalla togarasskipstjéra.
fær maður þá lán?, spyr ljós-
myndarinn.
— Hjá Fiskveiðasjóði, Stofn
lánadeildinni og í bönkunum.
— Þarf maður að leggja
nokkra tryggingu nema bát-
inn?
— Já, ég geri ráð fyrir því.
— Er svo ekki nóg að
borga bara vextina árlega?
— Nei, ég er hræddur um
að þeim þætti það lítið.
— En ef maður hefir nú
enga tryggingu?
Bílstjórinn skýtur enn
inn í:
— Það er langbezt að eiga
ekki neitt ef maður ætlar
að kaupa sér bát.
— Hvað taka bátarnir nú
mikla olíu í hvert sinn?,
spyr ljósmyndarinn.
— Þetta frá 50 og upp í
10 þúsund lítra.
Þeir taka nú tal saman um
báta og sjóstangaveiðar, ljós-
myndarinn, bílstjórinn og
Siggi. Ég rölti frá og góni
upp í sólina því ég ætla
hvorki að kaupa mér bát né
fara að stunda sjóstangaveið-
ar. —• vig.
Ekki hægt aö Ijúga í blaðamenn
■— Já, þú hefir teljara. —
Svona apparat ætti að setja á
alla, sem vinna.
— Já, einmitt, segir Sigurð
ur og hlær dátt. — Hann
mundi ekki snúast hratt hjá
ykkur núna.
— Heyrðu Siggi. Hvað á
maður að gera ef maður ætl-
ar að kaupa sér bát? Hvar
Mælir með stofnun
saksóknaraembættis
ALLSHERJARNEFND neðri
deildar hefnr skilað áliti um
frv. ríkisstjórnarinnar um
breyting á lögum um með-
ferð opinberra mála. Eins og
éður er skýrt frá er efni frv.
tvíþætt. í fyrsta lagi gerir
það ráð fyrir, að stofnað
verði embætti saksóknara1
ríkisins, sem fari með ákæru
valdið, og í öðru lagi gerir
það ráð fyrir fjölgun saka-
dómara í Reykjavík í 3—5,
og verði einn yfirsakedóm-
arL
— ★ —
/ Melri hluti allsherjarnefndar
tnælir með samþykkt frv., en
ininni hlutinn (Gunnar Jóhanns
eon) er frv. andvígur og skil-
aði séráliti. í áliti meiri hlut-
ans segir, að þeir Valdimar
Stefánsson og prófessor Theó-
dór Líndal, hafi mætt á fundi
nefndarinnar til viðræðna um
efni frv. Mælti sakadómari með
samþykkt frv. óbreytts og taldi
það vera til bóta. Theódór Lín-
dal mælti með þeim breyting-
um, sem lúta að sakadómara-
embættinu, en að því er breyt-
ingu á meðferð ákæruvalds
varðar, taldi hann hins vegar
of skammt gengið í frv., en
taldi þó mega við það sitja, að
nauðsynlegum breytingum yrði
komið fram í áföngum.
Minni hluti nefndarinnar legg
ur hins vegar til, að frv. verði
vísað til ríkisstjórnarinnar, m.a.
vegna þess, að það muni hafa
í för með sér mikinn kostnað
fyrir ríkissjóð og vegna þess,
að nefndinni muni ékki vinnast
tími til að leita umsagna lög-
lærðra mantia eða samtaka
þeirra á þessu þingi.
Bílstjórinn (með hatt): — Það ætti að setja teljara á alla
sem vinna.
Sigggi: — Já! Ilann gengi þá ekki hratt hjá ykkur núna.
(Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
Samsala á eggjum
LANDBÚNAÐARNEFND
neðri deildar flytur að beiðni
landbúnaðarráðherra frv. til
laga um breyting á lögum
um framleiðuluráð landbún-
aðarins, verðskráningu, verð-
miðlun og sölu á landbún-
aðarvörum o. fl. — Er til-
laga nefndarinnar þannig:
) — ★ —
„Aftan við 38. gr. laganna
komi ný málsgrein svo hljóð-
andi:
Með samþykki landbúnaðar-
ráðherra getur framleiðsluráð
ákveðið, að enginn megi verzla
i heildsölu með egg og gróður-
húsaafurðir, nema með leyfi
framleiðsluráðs“.
— ★ —
í greinargerð frv. kemur
fram, að frv. þetta er flutt
vegna þess, að ákvæði núgild-
andi laga um þessi efni eru
ekki nógu ótvíræð til að fram-
leiðsluráð landbúnaðarins geti
viðurkennt Sölusamband eggja-
framleiðenda sem einkasöluað-
ila á eggjum, eins og ráðið
hafði þó gert í sept. 1958.
Telja eggjaframleiðendur, að
samsala á eggjum sé þeim
nauðsynleg m.a. af eftirtöldum
ástæðum:
1. Framleiðendur eru yfirleitt
langt frá markaðsstað.
2. Aðalsölusvæðið, Reykjavík og
nágrenni, er orðið það stórt,
að ógerlegt er að dreifa eggj-
um nema á skipulagsbundinn
hátt.
3. Starfrækja þarf fullkomnar
eggjageymslur, þar sem fram-
leiðendur hafa fæstir tök á
að geyma egg hver fyrir sig,
sem oft er nauðsynlegt, þegar
framleiðsla og neyzla fer
ekki saman.
4. Tryggja þarf framleiðendum
sem jafnast og eðlilegast verð
á eggjum, en slíkt er óhugs-
andi, þegar famleiðendur
selja hver samkeppni við
annan og \i, .ujög misjöfn
skilyrði.
5. Tryggja þarf neytendum góð
og vel með farin egg með
því að stuðla að vöruvöndun
og heilbrigðu eggjamati.
6. Pakka þarf eggin í neytenda-
pakkningar fyrir kjörbúðir.
— ★ —
Þá kemur það einnig fram í
grg. frv., að eggjaframleiðendur
á Suðvesturlandi, utan Reykja-
vikur, telja æskilegt, að sölu-
tilhögun verði breytt í það horf,
„að öll egg verði seld í gegnum
sölusamtök, sem viðurkennd
verði af framleiðsluráði“. — í
Reykjavík er mikill meiri hluti
eggjaframleiðenda þó andvígur
þessari tilhögun.
Loks fylgir greinargerðinni
umsögn yfirdýralælínisins í
Reykjavík, Páls A. Pálssonar,
sem virðist taka undir sjónar-
mið framleiðenda.
Flugfélagið
leigir SAS-vél
FLUGFÉLAG fslands hefur nú
tekið á leigu DC-6b flugvél frá
SAS til millilandaflugs á áætl-
unarleiðum. Kemur flugvélin
hingað um eða upp úr helginni.
Auk þess hefur félagið leigt sams
konar flugvél frá danska félag-
inu Nordair til einnar leiguferð-
ar um helgina. — Starfsmenn
Flugfélagsins búa sig nú undir
að taka sjálfir við stjórn DC-6b
flugvélar, sem væntanlega verð-
ur keypt Jjma» skamms — af
SAS.
8TAK8TEII\IAR
Þér hræsnarar
Þjóðviljinn heldur í gær áfram
hinum siðlausu árásum á eist-
neska flóttamanninn Eðvald Ilin-
riksson. Blaðið krefst þess, að
hérlendis verði höfðað mál gegn
honum og könnuð „sönnunar-
gögnin“. Síðan segja þessir sið-
lausu mannorðsþjófar um Morg-
unblaðið og Alþýðublaðið, að
„vitfurlegra og drengilegra hefði
verið að láta slík mistök ekki
leiða sig út í ófæruna“. Á Þjóð-
viljinn hér við það að Morgun-
blaðið og Alþýðublaðið hefðu
ekki átt að leyfa flóttamannin-
um að skýra mál sitt, heldur hefði
hann átt að liggja undir hinum
svívirðilega rógi kommúnista-
blaðsins, án þess að geta borið
hönd fyrir höfuð sér. Þessir herr-
ar ættu að hlífast við að taka sér
í munn orðið drengskapur, því að
þeir hafa gerzt sekir um ódrengi-
legustu árás, sem um getur hér-
lendis. Svo leyfa þessir meni
sér einnig að nefna plögg þau,
sem Rússar hafa búið til eftir ZO
ára „sönnunargögn“.
Að myrða mann
í árásargreininni upphaflegu er
því lýst, að ákveðinn maður, sem
hundeltur hafði verið, hefði að
lokum gripið til þess ráðs að
hengja sig. Fer ekkert milli mála
að þeirri ábendingu er beint til
hins eistneska flóttamanns að
fyrirfara sér, því að árásunum
muni ekki fyrr linna. Hann hefur
þó lýst yfir, að til slíkra úrræða
muni hann ekki grípa og vissu-
lega mun íslenzkur almenningwr
styrkja hann og fjölskyldu hans
svo, að morðtilraun þeirra konun-
únista takist ekki. En þá segir
yÞjóðviljinn frá því, að vestur-
þýzkur afbrotamaður hafi verið
framseldur og bendir á að eins
eigi að fara með hinn eistneska
flóttamann. Yita þeir herrar, sem
þessi orð skrifa þó vel, hver þá
yrðu örlög hans og það veit öll
íslenzk alþýða. Hann yrði þá
pyndaður og síðan líflátinn. Rit-
stjórar Þjóðviljans segja þannig
blygðúnarlaust, að íslenzka ríkis-
valdið eigi að stuðla að pólitísku
morði. Slíkt sySleysi hefur aldrei
áður sézt í íslenzku blaði, en það
varpar vissulega nýju ljósi á hugs
unarhátt íslenzkra kommúnista.
Þeir virðast sem sagt ekki r~tla
að vera eftirbátar flokksbræðra
sinna í öðrum löndum, ef 'æir
geta komið við þeim aðferðum,
sem þar er beitt.
Ógæfa
Ey strasaltsr í k j anna
Að ýmsu Ieyti svipaði Eystra-
saltsríkjunum tii fslands. Þan
voru smáríki, sem börðust fyrir
frelsi sínu. En frelsið öðluðust
þau upp úr fyrri heimsstyrjöld-
inni, eins og við íslendingar. Þar
voru geysimiklar framfarir, sem
byggðust á vilja þjóðanna til að
sýna umheiminum að þær ættu
tilverurétt sem sjálfstæðar þjóð-
ir. En skyndilega ráðast kúgar-
arnir inn í landið, svifta hana
frelsi, undiroka, myrða og flytja
úr landi forystumenn. Þeir bein-
línis uppræta þjóðirnar. Hver
maður með ærlegt blóð hlaut að
berjast gegn þessum böðlum föð-
urlands síns og sjálfsagt hefur
Eðvald Hinriksson gert það eins
og aðrir, enda var hann mikils-
metinn í landi sínu og meðal ann-
ars lífvörður sjálfs forsetans.
En þessir böðlar og kúgarar láta
sér ekki nægja að ræna þjóðirnar
frelsi og uppræta þær, heldur
hundelta þeir þá flóttamenn 2ð
árum síðar, sem fengið hafa land-
vistarleyfi í öðrum löndum. Og
hið hryggilega skeður að ákveðn-
ir íslendingar láta hafa sig til að
aðstoða þessi illmenni. Verða pær
rúblur sjálfsagt ekki fáar, -en
kommúnistar fái nú í óreiðusjóði
sína fyrir þessa nýju frammistöðu
í þágu hins erlenda kúgunarvalds.