Morgunblaðið - 17.03.1961, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 17.03.1961, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 17. marz 1961 ÍJTGEFANDI: SAMBAND UNGRA SJALFSTÆÐISMANNA RITSTJÖRI: JAKOB MÖLLER Séra Friðrik látinn VERT ER, og raunar skylt, að minnast séra Friðriks Frið- rikssonar á fyrstu æskulýðssíðunni, sem birtist, eftir að lát hans spurðist. Svo mikil voru störf hans og áhrif, og svo mikil er þakkarskuld allra ungra Is- lendinga við hann. Séra Friðrik hóf störf sín fyrir íslenzkan æskulýð fyr- ir meira en 60 árum. Hann fékk köllun sína um það leyti, sem snið var að kom- ast á íslenzka bæjarmenn- ingu, — um það leyti, sem íslenzkur æskulýður þurfti á að halda nýju félagslifi til að sálarheilbrigði hans mætti haldast og þroski hans að ná fram. Fyrsta átak séra Friðriks var stofn- un K.F.U.M., og síðan kom hvað af öðru: K.F.U.K., skátafélag, íþróttafélag, söng félag og ef til vill fleira. Það verður ekki rakið hér eða þýðing alls þessa, en víst er, að störfin voru mörg og mikilvæg. Þótt störfin væru mikil, var maðurinn sjálfur enn meiri. Islendingar eru fámenn þjóð. Þó eigum við sem betur fer marga góða menn, en sem eðlilegt er fáa, sem kalla má mikilmenni. Þó kemur okkur það orð í hug, þegar við hugsum til séra Friðriks. Séra Friðrik hafði tvö meginein- kenni: hann var trúaður maður og hann var hámenntaður maður. Menntun hans kom fram í víðtækri þekkingu, — hverjum nema honum myndi um áttrætt hafa dottið í hug að velta því fyrir sér á leiðinni upp á Akranes, hvernig ætti að sanna Pýþagórasarregluna? Menntun hans kom einnig fram í velvilja hans og mannlegri afstöðu. Eitt af mörgu; sem líf hans og verk kenna okkur, er, að það er verðugt starf fyrir hina menntuðustu og beztu menn að helga sig leiðsögn æskulýðsins. Þór Vilhjálmsson. Séra Friðrik Friðriksson. ÍM/ASÍSf# : .. x Snævi þakin fjöll við fsafjörð. Vandað Stefnishe'U Stefnir á erindi til allra, sem vilja kynnast sjónarmiðum æskunnar Skíðaskóiinn á ísarirði Komið er út nýtt hefti af Stefni, tímariti Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Er það fyrsta hefti þessa árs. Sú breyting hefur nú orðið á ritstjórn tíma- rttsins, að Guðmundur H. Garð- arsson viðskiptafræðtngur, sem verið hefur ritstjóri um rúm- lega tveggja ára skeið, hefur látið af því starfi. Við hefur tekið Jóhann J. Ragnarsson lögfræð- ingur, ritari stjórnar S.U.S. Efni hins nýútkomna heftis er þetta: í forystugrein ritsins, „Við- |sjánni“, fjallar ritstjórinn um verklýðsmál, aðstöðu einstakl- inga til atvinnurekstrar og um hervarnir vestrænna þjóða. Birt er erindi, sem Þorsteinn Thorarensen flutti á stjórnmála- námskeiði Heimdallar um utan ríkismál fyrr í vetur og heitir: Asía og Afríka rísa upp. Fylgja því margar myndir. Fiskiðnaður á atómöld nefnist grein eftir Othar Hansson. Er þar fjallað um helztu þætti fiskiðn- aðar íslendinga og brugðið upp mynd af framtíðinni eins og greinarhöfundur hugsar sér hana. Greininni fylgja myndir, m. a. nokkrar myndir, sem sýna þýð- 5ngu breyttra flökunaraðferða, og myndir af hinum vönduðu umbúðum, sem íslenzkur fiskur er seldur í á mörkuðum Vestur- Evrópu og Ameríku. Ógnun úr austri nefnist bókar- kafli eftir bandaríska stjórnmála- manninn Barry Goldwater. Er hann þýddur úr nýútkominni bók, sem á íslenzku myndi heita Samvizka hægrimanna. Guðmundur H. Garðarsson á grein í ritinu, sem nefnist Efna- hagsþróun og erlendir fjármagns- flutningar. Henni fylgir kort, sem sýnir lán Alþjóðabankans til Evrópulanda á undanfömum ár- um, svo og myndir. Loks er í þessu nýútkomna Stefnishefti grein eftir Harald Jóhann J. Ragnarsson SÍÐASTLIÐINN vetur fengum við vinkona min og ég þá ágætu hugmynd að taka sumarfríið í marz, og þá var bara eftir að ákveða hvert við ættum að fara. Við rákumst á auglýsingu í dag- blöðunum um, að skíðaskólinn á ísafirði væri rétt tekinn til starfa. Þar sem ég vinn I verzhminni Sport og hef kynnzt hinum brenn andi áhuga skíðamanna, fannst Guðmundur H. Garðarsson Teitsson, sem heitir Fjallaspjall og fleira. Fylgja henni margar Ijósmyndir, sem höfundurinn hefur tekið. Þetta hefti Stefnis er prýði- lega úr garði gert, greinarnar fróðlegar og um mikilvæg mál og myndir til skýringar efninu vel valdar og vel prentaðar. Stefirir er tímarit, sem á erindi til allra þeirra, sem vilja fylgjast með sjónarmiðum ungra manna í þjóðmálum og menningarmál- um. Þá er tímaritið svo ódýrt, að verð þess ætti fáa að fæla frá að kaupa það, — árgangur- inn kostar 50 kr. tii áskrifenda, en hvert hefti 15 kr. Ritið er þessa dagana á leið til áskrifenda. Þá «>r það til sölu í bókaverzl- uuuni. okkur tilvalið að nota þetta tæki færi. Við höfðum ekki komið til ísafjarðar áður, en staðurinn olli okkur ekki vonbrigðum, þar sem hann teygir sig út í hafið til að taka á móti gestum sínum. Og skíðaskálinn sjálfur er fyrir mynd sinna líkra. í skálanum eru herbergi fyrir 16 nemendur, en við vorum samt aðeins tvær frá Reykjavík. Aðbúnaður er allur mjög góður, heit böð og góður matur. Til að komast í brekku, eru aðeins nokkur skref frá skál anum, og þar eru brekkur við allra hæfi. Skíðakunnátta er ekki einu sinni nauðsynleg, skíðakenn arinn Haukur Sigurðsson getur gert góðan skíðamann úr litlum efniviði. Við vöknum kl. 8 á morgnana, borðum vel framreiddan morgun mat, og siðan er farið á skíði til hádegis og svo aftur frá kl. 2—4. En auðvitað er okkur í sjálfs- vald sett, hvort við viljum baka okkur lengur í sólskininu, því sól in er heit í háfjöllunum, og ekki lengi gert að verða brúnn. Á kvöldin er svo safnazt sam an við arineld, sagðar sögur, spil- að á gitar og sungið eða leikinn borðtennis. Um helgar koma svo í heimsókn ísfirðingar, sem ekk ert drekka nema sólarkaffi, og þá er líf og fjör í skálanum. Það er rétt að geta þess, að nú dvelst í skálanum, skíðakennar- inn Steinþór Jakohsson, sem und anfarið hefur dvalizt í Bandaríkj unum og meðal annars kennt ekki óþekktari stjörnum en Marilyn Monroe og Jane Maynsfield. Skólagjaldið er líka mjög hag stætt, alls kr. 2000,- fyrir mán uðinn. Þarna er hægt að dvelja frá nokkrum dögum til 2ja mán- aða og gefur skólinn kennara-rétt indi eftir veturinn. Staðurinn hefur oft verið kall aður Paradis skíðamanna, og það er sannnefni, nema hvað það er ekki aðeins fyrir skíðamenn, held ur okkur öll, ykkur líka, — það er dásamlegt líf svo frábrugðið öllu öðru. Staðnum verður aldrei fylilega lýst, en ég vil hvetja ykkur til að koma sjálf og sjá og reyna. Katrín Hákonardóttir. Musica Novu FYRIR RÚMRI VIKU fóru fram að Hótel Borg tónleikar Muica Nova við húsfylli og frá bærar viðtökur áheyrenda. Upp- haflega voru áheyrendum einung is ætluð sæti í gyllta salnum, en áður en varði safnaðist saman svo mikill mannfjöldi, að opna varð inn í matsal veitingahúss- ins. Á tónleikunum komu fram i fyrsta sinn þrír ungir hljóðfæra leikarar — þeir Sigurður Örn Steingrímsson, fiðluleikari, Krist inn Gestsson, píanóleikari og Pét- ur Þorvaldsson cellóleikari. Auk þeirra lék Gísli Magnússon, píanó leikari. Fyrst á efnisskránni var Fanta sía ópus 47 fyrir fiðlu og píanó eftir Arnold Schönberg, sem þeir léku Sigurður og Kristinn. Verk- ið hefur ekki áður verið flutt hér- lendis, það er mjög nýstárlegt, samið árið 1949, og mun sam- kvæmt upplýsingum efnisskrár tónleikanna vera talið meðal á- gætustu verka samtíðarinnar. Þar næst lék Kristinn sónötu fyr ir píanó, eftir Igor Stravinsky, öllu aðgengilegra verk þorra á- heyrenda en hið fyrra, — samið árið 1924. Síðasta verkið á efnisskránnl og það sem vakti áheyrendum einna mesta hrifningu var sónata fyrir celló og píanó op. 40 eftir Dmitri Shostakovitch, Pétur Þor- valdss. og Gísli Magnúss. léku og urðu þeir að endurtaka einn þátt sónötunnar. Á hljómleikunum var vígður nýr konsertflygill af Petrofgerð, hið hljómfegursta hljóðfæri. Glímukyiuiing FYRIR nokkru bauð stjórn Glímudeildar U.M.F.R. nokkrum gestum að vera viðstöddum sýn. ingu á æfingakerfi Lárusar Saló mónssonar í glímu. Meðal gesta voru ýmsir af eldri forystu. mönnum ungmennafélagshreyf- ingarinnar, Jóhannes Jósefsson, glímukappi á Borg, fyrsti for- maður U.M.F.Í., og Þórhallur Bjarnason, Helgi Hjörvar, Hail. dór Hansen og forystumenn íþróttamálanna í dag, Benedikt G. Waage, Gísli Halldórsson og Erlingur Pálsson, og ennfremur margir eldri glímukóngar, Ágúst Kristjánsson, Skúli Þorleifsson og Quðmundur Ágústsson. Einn- ig voru mættir foreldrar margra drengjanna, sem nýlega eru byrjaðir að læra glímu á drengjanámskeiði U.M.F.R. Lárus Salómonsson kennarl glímudeildar U.M.F.R. bauð gesti velkomna og skýrði æfingafyrir. komulag sitt. Ungu drengirnir byrjuðu og glímdu af kappi og dugnaði. Síðan sýndu 20 glímu- menn upphitunaræfingar, brögð og vamir við þeim. f hléi milli sýninga las Óskar Halldórsson, kennari, upp kvæði Gríms Thomsen, Bændaglíman. Síðan glímdi Lárus við hina ýmsu glímumenn og sýndu þeir hartnær öll brögð, sem fyrir- finnast í íslenzkri glímu og brýndi Lárus fyrir nemendum sínum algera afslöppun í glím- unni, m. a. lét hann glímukapp- ana leggja sig með háum brögð- um og hélt síðan áfram eins og ekkert hefði í skorizt. Þá sýndu feðgarnir Ármann og Lárus nokkur brögð, lofthnykk, mjaðmahnykk og fleiri brögð. Að lokum tóku til máls Skúll Þorsteinsson, Helgi Hjörvar og Guðmundur J. Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.