Morgunblaðið - 17.03.1961, Page 15
Föstudagur 17. marz 1961
MORGVNBLAÐIÐ
15
Elías Ingimarsson fiskimatsmaður;
Bætt nýting fisksins
Fyrir rúmu ári skrifaði ég smá-
grein í Mbl. um verðmæti fisk-
aflans og veiðafærakostnað. Þess-
ir tveir þættir útgerðarinnar
eru þær meginstoðir sem afkoma
ihennar byggist á. Það er viður-
ikennd staðreynd, að islenzki
þorskurinn og ýsan eru þær beztu
fisktegundir til matvælafram-
leiðslu, sem völ er á og ættu
þessvegna að geta verið í hæsta
verðflokki. Enda hefur nú verið
frá því skýrt, að íslenzki frysti
fiskurinn sé seldur á Bandaríkja-
xnarkaði fyrir hæsta verð og sá
eini sem fengið hefir hinn verð-
mæta stimpil „Geod house
keeping“. Hitt er svo einnig stað
reynd, að íslenzki fiskurinn er
mun verðminni heldur en sá
norski sem hráefni til vinnslu.
Nú spyrja menn: Hversvegna?
Getur það verið að fiskur, sem
seldur er á hæsta verði þegar
hann hefur verið frystur, sé
keyptur inn á lægra verði en
hjá næstu nágrönum? Hver er
orsökin?
■ Nýtum fiskinn verr en aörar
|i þjóöir.
' Orsökin er einfaldlega sú, að
við nýtum fiskinn miklu verr
en t. d. Norðmenn. Að við nýt-
um fiskinn verr, er afleiðing
margra orsaka, sem hér verður
gerð tilraun til að ræða.
Ein örlagaríkasta ástæðan er
sú, að við höfum í mörg ár verið
að auka þá veiðiaðferð, sem
drepur fiskinn á hafsbotni. Það
er netaveiðin. Jafnframt hafa
netasvæðin þokast stöðugt lengra
frá landinu, eða með öðrum orð.
jum, á dýpra og dýpra vatn.
Fiskur sem legið hefur dauður
í sjó, þó ekki sé nema um stutt-
an tíma, getur aldrei verið fyrsta
flokks vara og gæði fisksins
versna í réttu hlutfalli við dýpt
vatnsins sem hann liggur undir.
Net sem liggja í sjó, þótt ekki
sé nema sólarhring drepa alltaf
meira eða minna af fiskinum,
sem í þau kemur. Hér er því
verið að drepa fiskinn á hafs-
botni og þar með minnka verð-
mæti hans stórkostlega. Reynt
hefur verið að frysta aðeins
fyrsta flokks fisk og hefur því
hlutfallslegt magn af netafiskin-
um til frystingar farið stöðugt
minnkandi ár frá ári.
Blóögaður of seint.
Önnur veigamikli orsök er sú,
að fiskurinn er að verulegu leyti
blóðgaður of seint. Þess hefir
ekki verið gætt eins og skyldi a%
blóðga fiskinn strax og hann
kemur uppúr sjónum, én það er
alveg nauðsynlegt, ef fiskurinn
á að halda notagildi. Til þess
að hægt sé að nýta fiskinn full-
komlega, verður hann að vera
laus við blóðbletti og þunnildi
blóðlaus, en það getur ekki orðið
nema að fiskurinn sé blóðgaður
lifandi.
Þriðja stóra orsökin er, að
frystihúsin hafa ekki hugsað
nægjanlega mikið um að nýta
þann fyrsta flokks fisk, sem þaU
hafa fengið til vinnslu. Hugsað
hefir verið aðallega um hraðann
og afköstin. Efnahagsstefna
okkar, undanfarandi ár, hef-
ir leitt af sér kapphlaup
frystihúsanna, um sem mest
framleiðslumagn. Afkoma þeirra
hefur byggt fyrst og fremst á
kassafjöldanum sem framleiddur
hefur verið. Þegar náðst hefir
lágmarksnýting, sem reiknað hef-
ir verið með við útreikning upp-
bótanna, hefir hver kassi bætt
afkomuna, en aukin nýting hefði
þýtt dýrari vinnu og kannske
minnkandi afköst. En frystihús-
in hafa ekki haft framleiðslu-
bókhald, svo að ekki var eðlilegt
að framleiðendur hefðu mikinn
áhuga fyrir slíku nostri, þar sem
hitt var tryggt eins og að fram-
an segir.
Fullt verömæti fyrir fiskinn
Ég hygg að heilbrigðan grund-
völl fyrir útgerð hér hjá okkur
sé ekki að finna fyrr en við höf-
um náð fullu verðmæti fyrir
fiskinn en það verður ekki gert
nema fjarlægðar verði þær orsak-
ir núverandi ástands, sem hér
hefir verið lóent á.
Við verðum að hætta að drepa
fiskinn á hafsbotni. í því sam-
bandi væri æskilegast að leggja
alveg niður netaveiðina. Það
minnsta sem verður að gera, er
að banna netjaveiði á djúpu
vatni, segjum t. d. yfir 50 faðma
eða kannski öllu heldur, að banna
netaveiði nema innanfjarða, þar
sem gera má ráð fyrir að hægt
sé að vitja netanna flesta daga
ársins. Væri þá sjálfsagt að
takmarka tímann sem netin
mættu liggja óumvitjuð í sjón-
um.
Við verðum að taka upp
strangt mat á nýjum fiski, sem
byggist fyrst og fremst á því,
hvort fiskurinn hefir verið blóðg-
aður nægilega snemma.
Nú er komið á ferskfiskmat,
sem hið nýskipaða matsráð og
framkvæmdastjórn þess stjórna.
Vonandi á þetta mat eftir að
reynast þjóðinni vel, enda hygg
ég að nýtir menn séu þar að
verki. Matsráðið kemur til með
að hafa nokkur fjárráð og veltur
því á miklu að rétt sé af stað
farið. ___
Slægingarstöð
Ég hygg að miklir erfiðleikar
verði fljótlega á vegi þessara
manna, en væri ekki athugandi
hvort ekki væri rétt að byrja á
því að koma upp móttöku og
slægingarstöð fyrir bátafiskinn
hérna í Keykjavík. Stöð þessi
úthlutaði svo fiskinum til hinna
ýmsu kaupenda og gæti þá hlut.
ast til um að enginn fiskkaup-
andi keypti meira en hægt væri
að verka sómasamlega á hæfileg-
um tíma, áður en fiskurinn yrði
fyrir geymsluskemmdum. Ef slík
stöð reyndist vel hér í Reykja-
vík, þá mundi rrfatsráðið hafa
forustu um að byggja aðrar
slíkar á stærstu verstöðunum
úti á landi.
Við verðum að viðurkenna þá
staðreynd að þróun fiskiðnaðins
hefir ekki stefnt í rétta átt nú
síðustu árin. Við megum ekki
spara vinnu, ef það hefur í för
með sér minnkandi verðmæti
aflans. Fyrst og fremst er það
vinnan sem er raunhæfar þjóð-
artekjur. Sá hluti aflans, sem
fer fyrir erlend veiðafæri, olíur
o. fl. er ekki þjóðartekjur. Hér
þarf öll þjóðin að leggja hönd
að verki. Byrja ætti í barnaskól-
um að kenna börnum að þekkja
fiskinn og byggingarlag hans.
Það er t. d. meiri nauðsyn að
---------------------------------i
börnin þekki beinagrind þorsks-
ins heldur en árnar í Kína og
Indlandi, að allri landafræði-
þekkingu ólastaðri. Matsráðið
ætti að beita sér fyrir að stofn.
aður yrði flökunarskóli og fisk-
flökun yrði gerð að iðngrein.
Ráðið mun bráðlega fá ágæta
aðstöðu til slíks þar sem rann-
sóknarstofa Fiskifélagsins hefur
senn ráð á góðu húsnæði til
þeirra hluta. Á vegum sölusam-
taka frystihúsanna ferðuðust
Englendingar um landið í sumar
og haust til þess að kenna flök-
un. Enginn vafi er að þetta var
spor í rétta átt. Á handbragði
þessara manna gátum við glögg-
lega séð hvað okkur er ábótavant.
Þegar flökunarskóli er kominn
á og farinn að útskrifa iðnaðar-
menn í flökun, þá er grundvöllur
fyrir því að slíkir menn fái sína
vinnu betur borgaða en aðrir við
fiskflökun. Þá mun þar fara
saman, myndun verðmæta og
bætt afkoma þeirra manna, sem
verðmætin skapa.
Umfram allt megum við aldrei
láta það henda okkur aftur að
reka aðalatvinnuveg þjóðarinnar,
fiskveiðar og fiskverkun með rík-
isstyrkjum reiknuðum út af
reiknimeisturum, enda þótt hag-
fræðingar séu.
Síldarskip
M/S Vabak, 4000 hl., 308, br. reg. tonn, 430 d.v.
tonn til sölu fyrir £ 10.000. Byggt úr tré 1944 í Eng-
landi sem tundurduflastæðari (sviper). Endurinn-
réttaður í Noregi 1955 til síldveiða. P. t. á síld-
veiðum við Mörekysten, Fyrsta flokks vélaútbún-
aður. Rafmagnsupphitun og eldavél. Öll nýtízku
tæki: Asdic, radar, miðunarstöð, talstöð o. fl.
Uppl. Vega Shipping Co. A/S
Storgate 7, Oslo, Norge
LESBÓK BARNANNA
GRETTISSAGA
11
129. En er þeir Björn fund-
ust, sagöi hann Gretti, að hon-
um þótti nú mikið að orðið,
— „og mun þér ekki vera hér
vært lengur“.
Grettir kvaðst hendur sínar
©g líf eiga að verja, — „en
illa er það, er þér mislíkar“.
L<eitaði Grettir nú brott af
Mýrum og fór um haustið á
Geitlandsjökul og stefndi á
landssuður eftir jöklinum og
hafði með sér ketil og elds-
virki.
Grettir fór þar til, er hann
fann dal í jöklinum. Hann sá
þá fagrar hlíðar grasi vaxnar
og smákjörr.
130. Grettir bjóst nú þar um
og gerði sér skála .Tók hann
sér sauði til matar, en það
þótti honum ótal, hve margur
sauðijr þar var í dalnum.
Svo hefir Grettir sagt, að
fyrir dalnum hafi ráðið blend
ingur, þurs einn, sá er Þórir
hét, og í hans trausti hafði
Grettir þar verið.
Gretti þótti svo dauflegt I
dalnum, að hann mátti þar
eigi lengur vera. Gekk hann
þá af jöklinum og fór suður
um land og allt til Austfjarða.
131. Það frétti Þórir úr
Garði, að Grettir lá úti á
Reykjaheiði, og safnaði mönn
lim og reið á heiðina. Grettir
varð nálega eigi fyrr var við,
en þeir komu að honum.
Hann var þá við sel, er þar
Btóð skammt frá veginum. Þá
▼ar hann við annan mann.
Varð þá skjótt til ráða að
taka og bað Grettir, að þeir
skyldu fella hestana og draga
þá inn í selið og svo gerðu
þeir. Þórir reið um fram norð
ur eftir heiðinni og fann ekki
Gretti. Sneru þeir nú aftur.
132. Þá mælti Grettir: „Eigi
mun þeim ferðin þykja góð, ef
vér finnumst eigi. Nú skaltu
geyma hesta okkar, en eg skal
fara til mois við þá. Væri
þeim það hjáleikur, ef þeir
kenndu mig eigi“.
Tók Grettir sér þá annan
búning og hafði síðan hött
niður fyrir andlitið og hafði
staf í hendi, gekk síðan á
veginn fyrir þá. Þeir heilsuðu
honum og spurðu, hvort hann
hefði nokkura menn séð ríða
um heiðina.
5. árg.
★ Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson ★ 17. marz 1961
POSTURINN
-K
Bréf
frá
veiði-
manni
Kæra Lesbók!
Þú þekkir sjálfsagt,
hvernig það er, þegar
pabbi fer í veiðitúr. Hann
er að heiman alla helgina
og veiðir og veiðir, kemur
heim seint á sunnudags-
kvöld. Enginn fiskur.
M-amma er hálf örg. Það
er eins gott að passa sig
að nefna ekki öngul, þá
getur maður sjálfur feng-
ið skell á rassinn.
Nú er þó loksins fund-
ið ráð til að losna við
-all-ar þessar hörmungar.
f Ameríku hafa þeir fund
ið upp ágætt veiðitæki,
sem vonandi flyzt hingað
áður en langt um líður.
Ég hlakka til að geta gef-
ið paibba það. Mamma
verður líka fegin, þá þarf
hún ekki að sleppa honum
út, þó hann fái veiðidellu.
Þetta er fiskur úr
plasti, með vél og öllu
saman, ætlaður til að
nota við sportfiskirí í bað
kerinu. Það er hægt að
kaupa flskinn, færið,
stöngina, öngulinn og beit
una í fínum gjafakass-a.
Áður en fiskinum er
sökkt í æstar öldur bað-
karsins, er hann trekktur
upp —, og svo syndir
hann um, þar til veiði-
manninum tekst að láta
hann bíta á. Um leið fer
sjálfvirkur vélbúnaður af
stað, sem lætur fiskinn
berjast fyrir „lífi“ sínu aí
öllum kröftum, áður en
veiðimanninum tekst að
draga hann á land.
Hérna sjáið þið mynd
af mér, þegar ég var að
prófa veiðitækin. Svo má
pabbi. Haldið þið það
verði munur?
Með veiðikveðju
Stebbi.
— ★—
Bréfið
hennar Þór’j
Sæl og blessuð, kæra
Lesbók!
Ég hefi mjög gaman af
að lesa þig og ég safna
þér alltaf. Ég ætla að
senda þér tvær krossgát-
ur, og ef þú vilt birta þær,
þá mátt þú það. Þær eru
svona: