Morgunblaðið - 17.03.1961, Side 17
■vudagur 17. marz 1961
MORCUNBLAÐ1Ð
\7
Ludvig G. Braathen skipa-
eigandi sjöfugur í dag
ÁGÆTIJR vinur minn, Ludvig G.
Braathen skipaeigandi í Osló
verður sjötugur í dag. Af því til-
efni vildi ég minnast hans með
fáum orðum og meðal annars geta
þess, sem hann hefur unnið ís-
lenzkri skógrækt.
Hann er fæddur í Drammen við
Oslóarfjörð á þessum degi fyrir
70 árum. Hann er af bændafólki
Ikominn og þó að hafið og síðar
loftið hafi orðið athafnasvæði
hans, er hugur hans oft við skóg-
rækt og búskap.
L. G. Braaten varð snemma að
sjá sér farborða á eigin spýtur.
Ungur að árum fór hann til Eng-
lands og var ráðinn í að fara til
Suður-Ameríku þegar heimsstyrj
öldin fyrri brauzt út 1914. En
hann sneri þá heim til Noregs og
hóf skipaútgerð í smáum stíl eft-
ir stríðið. Hann var einn hinna
fyrstu í Noregi til þess að byggja
©líuflutningaskip, og floti hans
er nú að mestu slík skip. Braath-
en á nú um eða yfir 160 þúsundir
lesta í skipum, en það er miklu
imeiri skipaeign en allir íslend-
ingar eiga samanlagt. Samt telst
hann ekki meðal hinna stærstu
„reiðara" í Noregi, en það er af
Jjví að hann hefur á síðari árum
einbeitt orku sinni að flugi og
flutningum í lofti.
Árið 1938 vildi hann koma á
flugsamgöngum milli Evrópu og
Ameríku, en þá var slíkt álitin
fjarstæða af mörgum. Svo kom
stríðið og þá þrengdist um hagi
manna í Noregi og margir urðu
að flýja land. Nokkurn hluta
stríðsáranna var Braathen í Sví-
J)jóð og hafði því meira athafna-
svið en hann hefði haft í Noregi.
Enda var það svo að í stríðslok-
in eða skömmu þar á eftir átti
hann stærsta flugflota, sem til
þess tíma hafði nokkurn tíma
verið í eins manns eigu.
Þá hóf Braathen flugsamgöng-
ur milli Suður-Ameríku og Hong
Kong, en það er lengsta flugleið,
sem rekin hefur verið af einum
manni. Af flugleið þessari ber
félag hans nafnið Braathen S. A.
F. E. (South America — Far
East), og má segja að félagið
hafi borið nafn með rentu, því að
á þessari löngu leið hefur hvorki
orðið slys á mönnum né óhöpp
með vélar þau 10 ár, sem Braath-
en fékk leyfi til að halda þessu
flugi uppi. En réttindi þessi voru
tekin af Braathen og átti að af-
henda þau SAS fyrir nokkrum
árum.
f>á varð það, að samvinna mikil
©g góð tókst með Loftleiðum og
Braathen, sem hefur haldizt fram
á þennan dag. Hefur hún orðið
bóðum aðilum til framdráttar og
báðum í hag.
Fyrir þessa samvinnu lágu leið-
ir Braathens hingað til lands, og
þegar hann leit auðnir og hrjóst-
ur í umhverfi bæjarins blöskraði
honum trjá- og skógleysið. Varð
það til þess að fundum okkar bar
saman árið 1955. Hann lagði þá
fram mikla fjárhæð til þess að
igróðursetja skóg hér á landi, og
síðan hefur hann ár hvert lagt
fram tillag til framhalds á þessu.
Nú er búið að gróðursetja nærri
30 hektara barrskóg í hlíðum
Stálpastaða í Skorradal fyrir þess
ar gjafir hans. Þar sem landrými
er nú þrotið á þeim slóðum hefur
verið byrjað að gróðursetja ann-
an Braathenskóg í hlíðum Hauka-
dals í Biskupstungum. Þessir
skógar verða fagur vottur hins
falýja og góða hugarþels, sem
Lúdvig G. Braathen ber til ís-
lands og íslendinga, og þeir hafa
þegar gefið öðrum gott fordæmi
um það, hversu unnt sé að gefa
gjafir, sem hvorki mölur né ryð
fær grandað.
En það er ekki að ástæðulausu
að Braathen valdi skógræktina
umfram annað, er hann vildi sýna
vináttu í verki. Hann á sjálfur
geisi víðlenda skóga í Austurdal
í Noregi. Að flatarmáli eru þeir
um 25 þúsund hektarar og gefa ár
hvert af sér mikinn arð. Þeim
arði hefur Braathen einvörðungu
varið til þess að stækka skógana.
Munu fáir eða jafnvel enginn ein-
staklingur í Noregi hafa gert
meira í því að færa út skóga-
mörkin og auka skóglendið, en
hann. Ég hef tvívegis átt þess
kost að skoða nokkra af þessum
skógum hans og dvelja með hon-
um þar í nokkra daga, og það hef-
ur verið mjög lærdómsríkt.
Þótt L. G. Braathen sé sjötug-
ur í dag er hann enn í fullu fjöri
og fullur áhuga á ýmsum málum,
en þó mun flugið og flugsamgöng
ur vera honum hjartfólgnast.
Eitt kvöld er við Braathen og
norski skógstjórinn, Alf Langsæt
er sátum saman á árbakka uppi í
Austurdal eftir langan og góðan
dag og spjölluðum um heima og
geima varð Braathen meðal ann-
ars að orði: Norðmenn hafa um
langan aldur verið meðal fremstu
siglingaþjóða heims. Nú færast
samgöngurnar æ meira upp í loft
ið, og mér finnst mér bera skylda
til þess að gera hvað ég get til
þess að við Norðmenn verðum
ekki eftirbátar annarra á því
sviði, og ég hef hugsað mér að
leggja fram alla krafta mína og
efni til að þetta megi verða. Skip
in hef ég bara til þess að tryggja
undirstöðuna að starfi mínu í
þágu flugsins. Þannig mæltist
honum, og mér fannst það vel
sagt. L. G. Braathen hefur ávallt
séð lengra fram en flestir sam-
tíðarmanna hans og svo mun enn.
En slíkir menn reka sig oft á
þröngsýni og þurfa að sigrast á
mörgum erfiðleikum. Braathen
hefur átt við mikla erfiðléika að
etja á sviði flugsins, en væntan-
lega blæs byrlegar fyrir honum.
og félagi hans áður en líður.
Dugnaður hans, þrautseigja og
framsýni munu sigra. Og ekki er
vafi á, að síðar meir munu land-
ar hans kunna að meta brautryðj
endastarf hans að verðleikum og
hans mun verða getið meðal
merkustu manna þar í landi.
Vinir og kuningjar Lunvigs G.
Braathens senda honum og ætt-
ingjum hans hlýjar kveðjur héð-
an frá fslandi og minnast hans
sem hins trausta manns og trygga
vinar. --
Hákon Bjarnason
Jóna Arnórsdóttir
Minning
Fædd 18. marz 1949
Dáin 10. marz 1961
f FYRRADAG fór fram í Foss-
vogskirkju kveðjuathöfn um litla
yndislega stúlku, Jónu Arnórs-
dóttur, frá ísafirði. Hún andaðist
10. þ.m. og vantaði aðeins nokkra
daga til þess að hún næði tólf
ára aldri.
Þótt kynni okkar Jónu litlu
yrði ekki löng, þá hafði þegar
tekizt með okkur góð vinátta,
sem með svo snöggum hætti hef-
ur verið bundinn endi á. Þess
vegna setur að mér mikinn trega
‘að hugsa til þess að eiga aldrei
framar von á því, að fá að sjá
hana aftur.
Það var í júní-mánuði s.l. að
við sáumst fyrst, er við urðum
samferða með flugvél heim, frá
Danmörku, þar sem hún hafði
verið í rannsókn hjá hinum víð-
fræga lækni, dr. Busch, — á löm
unarsjúkdómi sem þá um vorið
hafði orðið vart hjá henni. Því
miður gat þessi læknir, sem svo
miklar vonir höfðu verið bundn
ar við, ekkert fyrir hana gert,
en huggaði þær mæðgur með
því, að með tímanum gæti þetta
lagazt aftur. Svo varð og, að
nokkru leyti.
Þegar ég s.l. haust kom í heim-
sókn til Jónu, þar sem hún lá
á Sjúkrahúsi ísafjarðar, mátti
þegar sjá miklar bataframfarir
hjá henni. Sem smám saman juk-
ust sVo, að hún gat orðið setið
framaná rúminu sínu, áður en
hún var send hingað suður á Land
spitala. Þar átti að æfa haná að
ganga aftur, eins og hún sagði
mér sjálf nokkru eftir að hún
kom að vestan. Og með aðhlynn-
ingu góðra handa hjúkrunarliðs
spítalans, hæfilegri hvatningu —
og eigin viljastyrk gat Jóna litla
áður en langt um leið gengið aft-
ur. Hvílík gleði var það ekki.
En oft skiptast með snöggum
hætti veður í lofti, — og þannig
varð einnig hér. Á fáum dögum
elnaði henni sóttin, — og ennþá
lá leiðin til sjúkrahúss.
Það var á leiðinni þangað, dag-
inn, áður en hún dó,
að hún sagði mér frá því þegar
hún vann þá þraut, sem Krist-
björn Tryggvason, læknir, — sem
hún dáði mjög og þótti vænt um,
— hafði sett að skilyrði fyrir því
að hún fengi að fara af spítalan-
um, og hún brosti sínu fallega
brosi. Hún hafði getað lyft ferða
töskunni sinni í þá hæð frá gólf-
inu, sem læknirinn hafði ákveðið.
„En hann vissi víst ekki að dótið
mitt var allt í henni þá“ bætti
litla stúlkan við, og brosið lék
um varir hennar.
Eftir að hafa sett hana í rúm-
ið, það sama og hún hafði legið
í áður, á barnadeild Landspítal-
ans, kvaddi ég hana með því lof-
orði, að koma oft í lieimsókn til
hennar. Þetta var hinzta kveðju
stund okkar í þessu lífi.
Nóttina eftir lagði móðir henn-
ar — öðru sinni á tæpu ári — af
stað með elsku litlu stúlkuna sína
áleiðis á fund dr. Busch, og í þetta
sinn upp á von og óvon.
Flugvélin sem flutti þær gat
ekki lent í Kaupmannahöfn eins
og ráðgert hafði verið, og var því
snúið til Antverpen. Þar dó Jóna
Framh. á bls. 23
Árni Gubmundsson
Kveðja
í DAG verður til moldar borinn
Árni Guðmundsson. úr Vest-
mannaeyjum, valinn maður að
tryggð, drenglund og sálarþreki.
Hann lézt á Vífilsstöðum hinn
11. þ.m., 48 ára að aldri eftir
langa vanheilsu.
Hörð eru þau kjör að vera
dæmdur úr leik í blóma lífsins,
sviptur kröftum til að ryðja sér
braut að settu marki Af söng
starfsins heyrast aðeins veikir
ómar. Daganna ilmur berst aldrei
að vitum ferskur eða nýr. Glit
þeirra er deyft mistri fjarskans
og einangrunarinnar.
Séu vöggugjafir miklar, ímynd
unaraflið ríkt og skyggnin víð,
verður slíkt hlutskipti enn sorg-
legra en annars væri, því að þá
gat verið fleiri kosta völ á morgni
ævinnar. Þjáningin er systir næm
leikans, sem sprettur upp af
eðliskostum, og er guðsgáfa, en
veldur þó oft böli, sem kann að
vera þungbært eins og ill örlög,
eða getur jafnvel skapað þau. Sú
er þó bót í máli, að slík æviraun,
sem hér um ræðir, gefur dýran
auð í aðra hönd, og má vel kenna
þau verðmæti við gull, því að
málmi þeim grandar ekki ryð.
Árni Guðmundsson fæddist 6.
marz 1913 í Vestmannaeyjum.
Voru foreldrar hans Guðmundur
skipstjóri og skipasmiður á Há-
eyri í Eyjum, Jónsson, Guð-
mundssonar, og kona hans,
Jónína Steinunn Sigurðardóttir,
snikkara í Nýborg, Sveinssonar.
Árni úr Eyjum, eins og hann
hagleiksmanna að telja í báðar
ættir. Ólst hann upp í Eyjum við
sjósókn nokkuð fram yfir ferm-
ingu, en lagði þá leið sína til
Reykjavíkur að afla sér mennt-
unar, fyrst við Gagnfræðaskóla
Reykvíkinga og tók þar gagn-
fræðapróf. Litlu síðar fór hann
í Kennaraskóla fslands og útskrif
aðist þaðan voriS 1935. ^ þriðja
bekk þess skóla kynntumst við
Árni úr Eyjum, eins og hann
þá og oftast síðan var nefndur
af kunningjum sinum. Góður
andi var innan bekkjar og skóla
yfirleitt, en eigi hygg ég ofmælt,
að fjórir í bekknum hafi einna
fastast haldið hópinn. Þeir
nefndu stundum hvern annan fóst
bræður. Var Árni þeirra yngstur,
en leggur nú fyrstur út á djúpið
mikla.
Árni minnti mig alltaf á
skuggablóm, líkt og honum væri
ljóss vant. Svo grannleitur var
hann og fölur yfirlitum. Um var-
irnar lék þó oftast bros, og úr
augunum var sem stafaði
bjarma af innri glóð. Ef til vill
hefur banamein hans, brjóst-
veikin, þá þegar verið búin að
læsa í hann klóm sínum. Gæti
hún, eða eitthvað annað, hafa
sett á hann þroskasvip fyrir ald-
ur fram. Rúmlega tvítugur stóð
hann mér og fleiri talsvert eldri
félögum jafnfætis í dómgreind og
víðsýni, en framar að hógværð og
stillingu. Gamansamur var hann
jafnan, en aldrei hvefsinn, glað-
vær, en gætti ávallt hófs í fögn-
uði sínum, fundvís á broslegu
hliðarnar í fari manna, en aldrei
nærgöngull við þá. Langvarandi
sjúkdómsbaráttu og þungt dauða
stríð háði hann án allrar æðru
og hafði glettnisorð alltaf tiltæk
fram á hinztu stund, áhuginn á
þvi, sem gerðist og honum var
auðið að sinna, þrátt fyrir lítið
og dvínandi þrek, sívökull.
Á meðan Árni gegndi kennslu
við barnaskólann í Vestmanna-
eyjum árin 1935—’47, sem var
ærið starf heilsutæpum manni,
hlóðust á hann ýmis önnur trún-
aðarstörf í þágu kaupstaðarins.
Meðal annars var hann bæjar-
fulltrúi fimm ár, þar af forseti
bæjarstjórnar tvö hin síðustu
þeirra. Eftir að Árni fluttist sem
sjúklingur að Vífilsstöðum 1947,
var hann lífið og sálin í félags-
og velferðarmálum sjúklinga,
hafði t. d. með höndum forstöðu
námsflokka og stjórn bókasafns
þeirra árum saman og var með
afbrigðum ötull við bókaútvegun
handa þeim. Kynntist sá, er
þetta ritar, dálítið bókaaðdrátt-
um Árna af eigin reynd. Var
gaman að sjá, hve fast hann gekk
fram í þessu nauðsynjamáli vist-
manna á Vífilsstöðum.
Þegar í skóla kom fram, að
Árni var skáldmæltur vel og rit
fær. Nokkrir söngtextar hans eru
kunnir, og eftir hann liggja ljóð,
smásögur og margt greina á
prenti, sumt í blöðum, er hann
sjálfur stýrði.
Árni kvæntist 31. des. 1939 Ásu
Torfadóttur frá Áshóli í Eyjum.
Hafa þau eignazt þrjú börn, sem
öll eru á lífi og hún hefur annazt
af dáð og dug í hinum löngu
veikindum manns síns, og um
leið búið honum kært athvarf,
þegar sjúklingurinn hefur fengið
heimfararleyfi um stundarsakir
af hælinu, enda var hjónaband
þeirra ástrikt og Árni mjög ljúf-
ur heimilisfaðir. Þótt helsjúkur
væri, dró hann oft og tíðum furðu
mikla björg í bú.
Ýmsum kann að virðast svo, að
brottför sjúklings með ólækn-
andi mein sé gleðiefni, en ekki
hryggðar. Þegar ég nú kveð vin
minn, Árna úr Eyjum, hinztu
kveðju fyrir mína hönd og ann-
arra bekkjarsystkina, verður mér
þó söknuður og iðrun efst í hug;
söknuður eftir ógleymanlegan
félaga, iðrun yfir því að hafa van
rækt það, sem oss bar skylda til:
fulltingi við hann og fjölskyldu
hans öll þessi mörgu veikindaár,
eða að minnsta kosti ofurlítð
meiri samúð. Sjúklingarnir á
Vífilsstöðum hafa séð á bak for-
sjármanni sínum og oddvita
nokkurs konar. Mest hafa þó
vandamennirnir, ekkjan og börn-
in misst.
Oss gleymist það stundum, að
ekki er ávallt stærst eftirsjá að
fyrirvinnu heimilis, svo nauðsyn
leg sem hún þó er, heldur sjúkl-
ingnum, barninu eða öldungnum,
sem oft og tíðum er þungamiðja
þess eða miðdepill, gefur því
framar öðru gildi, líf og yl. Slík-
ur miðdepill er þá eins konar
helgidómur eða arinn þess, ja^n-
vel þó að líkaminn dveljist fjar-
vistum. Andinn getur samt verið
alls staðar og ávallt nálægur^
einnig eftir að hann virðist vera
floginn burt úr þessari jarðvist
líkt og fugl til ósýnilegrar álfu.
Ég hygg, að hún, sem á nú um
sárast að binda, geti af heilum
hug tekið undir með skáldinu,
sem kvað eftir viðskilnað við
unnustu sína:
Þú hvarfst mér, og burt ég
í fjarska fór,
en fann þig þó,
hvert sem ég sneri,
sem titrandi óm í auðum kór
og angan úr tómu keri.
Megi sú angan frá altari minn-
inganna gefa lífi hennar og störf-
um tilgang um ókomin ár. Ég
samfagna henni vegna þess, að
hann skuli nú hafa lokið því, sem
erfiðast er, þó að þau endalok
yrðu fyrr en vér góðvinir hans
hefðum viljað. En annar ræður.
Með gamanyrði og bros á vör-
um, en aðdáanlegri stillingu, tók
hann við sínum hinzta þjáninga-
bikar, eins og hann ávallt hafði
tekið hverju, sem að höndum bar.
Vitneskjan um það er oss harla
geðfelld. Þá mynd af Árna úr
Eyjum geymum vér lengst í þakk
látum huga.
Þóroddur Guðmundsson.