Morgunblaðið - 17.03.1961, Síða 23
Föstudagur 17. marz 1961
MORGVNBLAÐIÐ
23
Sambúð
Fi'amh. af bls. 13
treysti og bæti fiina góðu sam-
Ibúð milli landanna.
Áhrif lausnar fiskveiðideilunnar
— Hvaða áhrif álítið þér að
íslenzk-brezka samkomulagið um
lausn fiskveiðideilunnar muni
Ihafa, að því er snertir Færeyjar
og Grænland?
— Danska stjórnin hefur
kynnt sér þetta nýja samkomu-
lag af miklum áhuga. Hún hefur
fjallað um fiskveiðitakmörkin
við Færeyjar og Grænland af
mikilli alúð og áhuga. Þess vegna
mun damska stjórnin nú með
gaumgæfni yfirvega hin nýju
viðhorf, sem íslenzk-brezka sam-
komulagið hefur skapað. En ég
(hefi ekki fengið neinár upplýs-
ingar um afstöðu ríkisstjórnar-
innar frá utanríkisráðuneytinu.
— Hvernig hafið þér og kona
yðar kunnað við yður hér á ís-
landi?
— Við hlökkuðum til þess að
koma hingað í fyrra og ennþá
meira til þess að koma heim
eftir ,,sumarfríið“ í vetur, segir
Bjarne Paulson, sendiherra að
lokum.
Sendiherrahjónin eiga eins og
kunnugt er tvö börn, 20 ára son,
Olaf Bjarne, sem stundar nám í
stærðfræði og eðlisfræði við
ÍNiels Bohrs stofnunina við
Kaupmannahafnarháskóla, og 18
éra dóttur, Brita Agnete, sem
einnig stundar nám í Danmörku
og verður stúdent á næsta ári.
Bjarne Paulson sendiherra er
eins og kunnugt er íslenzkur í
föðurætt og hefur rækt góðan
frændskap við hina íslenzku
ættingja sína. En hann er að
öllu leyti uppalinn í Danmörku
og hefur frá því hann lauk námi
verið danskur embættismaður.
Ber.diherrann og kona hans, frú
Agnete Paulson, hafa þann stutta
tima sem þau hafa dvalið hér á
íslandi getið sér ágætt orð sem
glæsilegir og dugandi fulltrúar
hinnar dönsku frændþjóðar.
— Bæiarstjórn
Frh. af bls. 2
Kópavogs um málið af hálfu
Eeykjavíkurbæjar og ennfremur
verið litið svo á, að Skipulags-
nefndin fjallaði um það að því
er Kópavog snerti, hefði ekki
þótt ástæða til frekari ráðstaf-
ana. Sér hefði einnig verið kunn
ugt um að skipulagsstjóri ríkisins
hefði margsinnis rætt þessi mál
við bæjarstjórann, auk þess sem,
skipulagsstjórinn hefði í janúar
mánuði sl. farið suður í Kópavog
ásamt próf. Bredsdorff, ráðu-
nauti Rvíkurbæjar í skipulags-
málum, og skipulagsstjóra Reykja
víkurbæjar gagngert til að ræða
þessi mál. Hefði Þar verið ákveð-
ið að setja inn í samkeppnisskil-
málana, að skipuleggja ætti land-
ið bæði á svæði Kóbavogs og
. Reykjavíkur sem eina heild, en
jjþó þannig, að koma mætti því í
1 framkvæmd í hvoru sveitarfélagi
jum sig óháð hinu. Loks sagði
fiborgarstjóri, að taka bæri tillit
■ til þess að hér væri um hug-
myndasamkeppni að ræða, sem
hvort sveitarfélagið um sig gæti
iagt til grundvallar við endan-
legar skipulagsákvarðanir, en
hvorugt væri bundið af.
Leysist vonandi
* Alfreð Gíslason tók stuttlega
til máls aftur, kvað leitt að til
þessa skyldi hafa komið og spurð
ist fyrir um hvort líkur væru á að
ágreiningur þessi mundi hafa á-
hrif á framkvæmd samkeppninn
ar.
Geir Hallgrímsson benti í því
sambandi m.a. á það, að í skil-
málum samkeppninnar væri gert
ráð fyrir því, að hægt yrði að
framkvæma tillögurnar óháða
hvor annarri, enda þótt samræmi
væri haft með þeim. Að öðru
leyti lét borgarstjóri í ljós þá
von, að þessi ágreiningur, sem,
telja yrði standa milli skipulags-
stjóra ríkisins og bæjarstjórnar-
innar í Kópavogi, leystist á vin-
samlegan hátt.
— Skaðabætur
Frh. af bls. 24
þrátt fyrir þetta gáleysi hans,
næg ástæða til að skipta sök á
slysinu, o.g verður hún lögð
óskoruð á dtefnda (frystihúsið).
Varanleg örorka Jóhannesar af
völdum slyssins, var metin 75
prósent.
í héraði voru honum dæmdar
alls tæplega 32© þús. krónur auk
vaxta.
f Hæstarétti
Hæstiréttur hækkaði bótakröf-
urnar um nokkra fjárhæð, eða
upp í nær 366.000 krónur auk
vaxta.
f forsendum dómsins segir
m. a. á þessa leið. eftir að kröf-
um hefur verið lýst, en Tryggvi
Sigurðsson krafðist einnig þar
rúmlega 550 þús krónur í bætur
til handa syni sínum.
Gagnáfrýjendur hafa krafizt
þess, að þeir verði aðeins taldir
bera að hálfu fébótaábyrgð á
tjóninu og að þeim verði aðeins
dæmt að greiða aðaláfrýjanda
kr. 162.841,50 með 6% ársvöxt-
um frá 21. júní 1957 til greiðslu-
dags og málskostnað í héraði og
að mati dómsins, en málskostnað
ur fyrir Hæstarétti verði látinn
falla niður.
Síðan segir í forsendu á þessa
leið:
„Eftir að dómur var kveðinn
upp í héraði hefur verið lagt
fram vottorð frá Árna Björns-
syni, lækni, dags, 7. marz sl.,
þar sem hann telur ekki ástæðu
til að breyta örorkumati því, sem
lagt var fram í héraðsdómi. Þá
hafa dómarar Hæstaréttar farið
á slysstaðinn og athugað að-
stæður þar.
1. Með vísan til 39. greinar
laga nr. 29/1947 um vernd bama
og ungmenna og 16., 18. og 19.
greina laga nr. 23/1952 um ör-
yggisráðstafanir á vinnustöðum
má fallast á þá skoðun héraðs-
dómsins, að ekki sé ástæða til
að. skipta sök á slysinu og að
hann beri að leggja óskoraða á
gagnáfrýjendur . . . Síðan er
fjallað um einstaka liði fjár-
krafnanna og loks segir í dóms-
orðum:
„Gagnáfrýjendur, Júpiter hf.,
greiði in solidum aðaláfrýjanda,
Tryggva Sigurðssyni f. h. sonar
hans, Jóhannesar Tryggvasonar,
kr. 365.683,00 með 6% ársvöxtum
frá 21. júní 1957 til greiðsludags
og kr. 42.000,00 í málskostnað í
héraði og fyrir Hæstarétti, að
viðlagðri aðför að lögum.“
Stofustúlkur — Danmörk
2 duglegar stofustúlkur geta
komist að á 1. fl. hóteli í Kaup-
mannahöfn frá maí—nóvember.
Umsóknir ásamt meðmælum send
ist til fru direkt0r Hauberg, Park
Hotel, Jarmers Plads Kþbenhavn
V. Danmark.
Samhomur
Æskulýðsvika K.F.U.M. og K.
í Laugarneskirkju
í kvöld tala Jóhannes Sigurðs-
son, prentari og Benedikt Arn-
kelsson, oand. theol. Kórsöngur
og einsöngur. Allir velkomnir.
Kristniboðsfélagið í Reykjavík
Aðalfundur mánud. 20. marz
kl. 8.30. — Áríðandi að meðlimir
fjölmenni.
Stjórnin.
Fíladelfía
Georg Gústafsson frá Svíþjóð
talar í kvöld. og næstu kvöld
kl. 8.30. Verið með frá byrjun.
Allir velkomnir.
— Minningarorb
Fram. af bls. 17
litla, á leiðinni til sjúkrahússins.
Jóna var vel greind og sérstak
lega prúð og hæglát að eðlisfari,
sem nú kom sér vel i þeim erfiðu
veikindum sem hún átti við að
búa sl. eitt ár. Hún tók veikind-
um sínum með slíku jafnaðargeði
að fullorðnir mættu vera sæmdir
af þeirri stillingu sem hún sýndi.
Hún gladdist yfir hverju smá-
vægislegu sem fyrir hana var
gert eða að henni rétt, eins og
henni hefðu verið færðar stórar
gjafir. Og þegar maður á hraðri
ferð, sem oft kom fyrir, rétt að-
eins lét hana sjá sig í dyragætt-
inni, var þakklæti hennar og bros
ið slíkt, að hún vék ekki úr hug-
anum lengi á eftir. Þess vegna
veit ég, að þótt æviskeið hennar
yrði ekki lengra, skilur hún hér
eftir margaj; ljúfar og fagrar
minningar, hjá öllum þeim er
henni kynntust, eðlilega mestar
og beztar hjá foreldrum, systkin-
um og öðrum nákomnum ættingj-
um, en einnig meðal hinna mörgu
vandalausu sem höfðu orðið því
láni aðnjótandi að geta talist til
vina hennar eða kunningja. Þann
ig heldur hún áfram að lifa með-
al okkar, í hugljúfum og fögr-
um minningum sem við eigum
um hana.
Ég lýk þessum fátæklegu orð-
um mínum með því að senda
þeim hjónunum Málfríði Hall-
dórsdóttur og Arnóri Stígssyni
mínar innilegustu samúðarkveðj
ur í hinni miklu sorg þeirra, —
svo og öllum öðrum ættingjum
og vinum litlu hjartkæru stúlk-
unnar, sem nú verður flutt heim
á ísafjörð til greftrunar þar.
Helgi Helgason
Félagslíf
Knattspyrnufélagið Fram
Æfing verður fyrir Mfl. 1. fl.
og 2. fl. karla á Framvellinum
í kvöld kl. 8 e. h.
Þjálfarinn.
Sandvíkurhreppsfólk
Skemmtikvöld í Skátaheimil-
inu laugard 18. marz kl. 8.30. —
Mætið öll.
;\Vikan er komin út
< ►
; ;efni blaðsins er
ÍMEÐAL ANNARS.
Marzgreinin. Helgi Sæm-
undsson skrifar um tungu-
málanámið í skól-uium.
Næturlíf í París. Blaða-
maður Vikunnar segir frá
viðburðum næturinnar í
borg borganna.
Konan í samfélagri 20. ald-
arinnar. Grein eftir Dr.
Matthías Jónasson.
Slappið af við vinnuna.
Nokkur góð læknisráð til
húsmæðra.
Lýst eftir fegurðardrottn-
ingu. Vikan tekur að sér
hluta fegurðarsamkeppn-
innar og heitir þeim góð-
um fundarlaunum, sem
bendir á „þá réttu.“ I
næsta blaði á eftir birtist
fyrsta myndin af þátttak-
anda.
Hamingjuleitin. Ástarsaga
eftir Margaret Causins.
Krákusilfur fyrir fimm
þúsund pund. Sagt frá
svæsnum svikahrappi.
Júdó, japönsk glíma, sem
konur og karlar í Reykja-
vík iðka.
O0
o»
o*
Innilega þakka ég öllum sem heimsóttu mig á 60 ára
afmælinu með gjöfum, skeytum, og blómum,
Guð blessi ykkur öll.
Guðmunda Guðmundsdóttir,
Sólbrekku, Garðahreppi
Innilega þakka ég öllum nær og fjær, sem auðsýndu
mér vinsemd á 70 ára afmæli mínu 15. febr. s.l. með
símskeytum, heimsóknum og gjöfum. — Kær kveðja.
Ebenezer Sívertsen, Stykkishólmi.
Hjartans þakkir til allra, sem glöddu mig með gjöfum,
skeytum og heimsóknum í tilefni 70 ára afmælinu mínu
6. marz sL
Cuð blessi ykkur öll.
Margrét Gísladóttir, Grundarfirði
í‘CMJSF'S €MA.JL/
Kvöld
17. marz
1961
Gðte de pors Portuqaise
Svínakótiletta með ristuðum
ferskjum og sósu að potrú-
gölskum hætti. Fransksteiktar
kartöflur.
IB WESSMAN.
Verzlun í Hafnarfirði
Til sölu er matvöru- og nýlenduvöruverzlun í full-
um gangi á góðum stað í Hafnarfirði.
Upplýsingar gefur
ÁRNI GUNNLAUGSSON, hdl.,
Austurgötu 10, Hafnarfirði
sími 50764 kl. 10—12 og 5—7.
Nýkomið
Hvítar ermastuttar peysur úr hollnzku
ullargarni á telpur 2ja—10 ára.
Verð frá kr. 88.00.
Einnig mikið úrval af telpugolftreyjum.
Mjög gott verð.
Verzlunin ÁSA
Skólavörðustíg 17 — Sími 15188.
ARBORITE
Plast-plötur
listar — lím
H. Benediktsson hf.
sími 38300.
Móðir okkar og tengdamóðir
4i ÁGUSTA guðrún jónsdóttir
Lækjargötu 5, Hafnarfirði,
sem andaðist 11. þ.m. verður jarðsungin frá Fríkirkj-
unni £ Hafnarfirði laugardaginn 18. þ.m. Athöfnin hefst
með húskveðju að heimili hinnar látnu kl. J,30.
Börn og tcngdabörn.
Innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
3ja herb. íbúð
ásamt einu herbergi í kjallara, samtals um 100 ferm.
í fjölbýlishúsi í Vesturbænum er til sölu. Ibúðin
er á mjög góðum stað á hitaveitusvæði í suðurenda
hússins. Upplýsingar í síma 19176.
samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar
og tengdamóður
ÞÓRU EIRlKSDÓTTUR
Skerseyrarvegi 2 Hafnarfirði
Guðlaug Magnúsdóttir, Ingimundur Jónsson,
Guðrún E. Magnúsdóttir, Bjarni Þ. Jónsson.