Morgunblaðið - 19.03.1961, Side 5

Morgunblaðið - 19.03.1961, Side 5
Sunnudagur 19. marz 1961 MORGUNBLAÐIÐ 5 í SAMBANDI við einvígi þeirra Ingimars og Floyds um heþns- meistaratitilinn í hnefaleik varð M'bl. vart við, að mjög almenn- ur áhugi er á þeirri íþrótt meðal þíóðarinnar. I>ví var þessi spurn ing lögð fyrir nokkra menn: Finnst yður, að það hafi verið rétt ráðið af Alþingi á sínum tímg að banna hnefaleika með lögum? * * * Alfcert Guðmundsson, formað- ur íþróttafélags Reykjavíkur: Nei, mér finnst alrangt að banna hnefaleika og efast um, að Alþingi eða nokkur annar að- li geti bannað einstaklingum ið iðka þær íþróttir, sem ?eir óska að leggja stund á. Þeir, sem banna irildu íþrótta- mönnum að æfa hnefaleik a bentu aðallega eða eingöngu á slysahættuna máli Eínu til stuðnings, en sú hætta er tfyrir hendi í öllum greinum íþrótta, og sízt meiri í hnefaleik- um en gengur og gerist. Á að banna glímuna? Allar íþróttir eru Ijótar og hættulegar, ef þær eru iðkaðar af ruddum, en allar eru þær að sama skapi fagrar og ihollar, þegar menn, sem hafa sannan íþróttaanda til að béra, iðka þær. * * * Axel Jónsson, stjórnarmaður í íþróttasambandi íslands: Mín skoðun er sú, að Alþingi ihefði ekki átt að grípa inn í iþróttastarfsemina á þennan hátt. Talað er um hættu sem stafi af iðkun hnefa- leika, en hér hafa orðið slys í mörgum íþrótta greinum, sem engum kemur til hugár að banna. Ef brögð hefðu orðið hér að slysum af völdum hnefaleika, ihefði íþróttahreyfingin að sjálf- sögðu gripið í taumana sjálf, enda það staðið henni nær en löggjafanum. Hún hefði íþugað iriálið og metið allar aðsíöður, áður en ákvörðun hefði verið tek Hatur vekur illdeilur en kærleikurinn i breiðir yíir alla bresti. Vi.rir menn geyma þekking sína en munnur afglapans er yfirvofandi hrun. Heimskingjanum er ánægja að fremja svívirðing, «n vizkan hyggnum manni. I>að sem edik rr tönnunum og reykur augunum, það er letinginn þeim, er hann senda. Komi hroki, kemur smán, en hjá lít- illátum er vizka. Auðæfi stoða ekki á degi reiðinnar, en réttlætið frelsar frá dauða. (^Orðskviðirnir. Söfnin Ásgrimssafn, Bergstaðastræti 74 er opið þriðjud., fimmtud. og sunnudaga frá kl. 1.30—4 e.h. hjóðminjasafnið er opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. frá kl. 1,30—4 eh. Minjasafn Keykjavíkurhæjar, Skúla túni 2, opið daglega frá kl. 2—4 e.h. nema mánudaga. Bókasafn Dagshrúnar, Freyjugötu Í7, opið föstud. 8—10 e.h., laugard. og eunnud. 4—7 eh. Bæjarbókasafn Reykjavíkur sími: 32306 — Aðalsafnið, Þingholtsstræti 29a tltlán: Opið 2—10, nema laugard. 2—7 og sunnud. 5—7 Lesstofa: Opin 10—10 nema laugard. 10—7 og sunnud. 2—7. Útibúið Hólmgarði 34: Opið alla virka daga 5—7. Útibúið Hafsvallagötu 16: Opið alk> virka daga frá 17.30—19.30. Tæknibókasafn IMSÍ í Iðnskólahús- Inu Skólavörðutorgi er opið virka daga frá kl. 13—1S, nema laugardaga kl. 1,30—4 e.h. in. íþróttahreyfingin mótmælti ákvörðun Alþingis á sinni tíð, enda var það og er álit hennar, að löggjafinn eigi ekki að skipta sér af hinni frjálsu íþróttastarf- semi. Ég er því þess vegna hlynntur, að Alþingi afnemi þessi bannlög og leyfi íþróttahreyfi- ingunni sjálfri að hlutast til um eigin mál. * + * Erlingur Pálsson, yfirlögreglu- þjónn: Nei, það var ekki rétt ráðið. Hnefaleikar og. knattspyrna skara langt fram úr öðrum íþróttum, hvað vinsældir og áhuga alls al- mennings snert- ir, og bönn á slík um greinum eru gersamlega þýðingar- 1 a u s. Menn berjast eftir sem áður, en það er betra að sterkir menn kunni leikreglur og viti, hvað þeir mega leyfa sér, en slái ekki í blindni. bað er hættulegt. Gott er líka, að menn kunni að verja sig, en það læra þeir í hnefaleikum. Öllum íþróttum fylgir áhætta, —■ menn geta jafn- vel ofreynt sig til s'kaða á göngu — og menn hafa stórslasazt í öll- um greinum íþrótta. Ég veit eng in dæmi þess, að menn hafi slas- azt alvarlegar í hnefaleikum en öðrum íþróttum. * * * Jón Eiríksson, íþróttalæknir: Já, tvímælalaust. Enda þótt á- verkar eða slys af völdum hnefa- leikaíþróttarinnar hjá amatör- hnefaleikurum séu e.t.v. ekki al- gengari en hjá öðrum keppendum í sumum öðrum íþróttagreinum, þá álít ég, að það uppeldisgildi, sem íþróttir eigi að veita, sé ekki fyrir hendi í hnefaleikaíþróttinni, nema síður sé. Ég álít, að um svo margar aðrar hollar og þroskandi íþróttagreinar sé að ræða, að við íslendingar getum ökkur áð skað- lausu verið án hinnar „spenn- andi“ hnefaleikakeppni. — í svona hundaveðri er ég altaf vanur að hafa smápela með br jóstglætu í töskunni... ★ Eva^— Elskan hann Jón er svo gleyminn Vinkonan: — Já, það er nú meira. Á dansleiknum í gær gerði ég ekki annað en minna hann á, að það ert þú, en ekki ég, sem hann er trúlofaður. — ★ — , — Ég er feginn að ég er ekki ftali. — Hvers vegna? — Ég kann ekki stakt orð í ítölsku. ★ Anna: — Hvað sem öðru líður Gefin hafa verið saman í hjóna band í Bristol í Englandi, ungfrú Elsa Eiríksdóttir, hjúkrunarkona og Samuel Grednik Bird, útvarps og sjónvarpsvirki. Heimilisfang þeirra er 152 Park Rd. Bristol, England. Gefin hafa verið saman í hjóna band af sr. Garðari Svavarssyni, ungfrú Jónína Helga Þórðardéttir skrifstofustúlka, Hjallavegi 16, Rvík og Svavar Júlíusson, sölu- stjóri, Lönguhlíð 13, Rvík. Heim- ili ungu hjónanna er að Sörla- skjóli 40, Reykjavík. Opinberað hafa trúlofun sína ungfrú Hjördís Alda Hjartárdótt ir, Nökkvavogi 17 og Guðmund- ur Guðbrandsson, Barmahlíð 6. Tíbrá frá Tindastóli titrar um rastir þrjár. Margt sér á miðjum firði Mælifellshnjúkur blár Þar rís Drangey úr djúpi. Dunar af fuglasöng bjargið- og báðum megin beljandi hvala-þröng. Einn gengur hrútur í eynni. Illugi Bjargi frá dapur situr daga langa dauövona .bróður hjá. Jónas Hallgrímsson: Á sjó og landi (Við Drangey). Loftleiðir hf. — Leifur Eiríksson er væntanlegu^ frá New York kl. 8,30. Fer til Glasgow og Amsterdam kl. 10. Edda er væntanleg frá N. Y. kl. 7, fer til Osló, Khafnar og Helsingfors kl. 8,30. Eimskipafélag Reykjavíkur h. f.: — Katla er á leið til Póllands. Askja er á leið til Genova. Hafskip hf. — Laxá fór 17. þ.m. frá Santiago áleiðis til Havanna. Jöklar hf. — Langjökull er væntan- legur í dag til I»orlákshafnar. Vatna- jökull er í Amsterdam Skipadeild SÍS.: — Hvassafell er í Odda. Arnarfell er í Keflavik. Jökul- feíl er á leið til Reyðarfjarðar. Dísar- fell er í Hull. Litlafell er á Ölafsvík. Helgafell er í Rvík. Hamrafell er á leið til Rvíkur. klæðir Georg sig eins og heldri maður. Hanna: — Er það? Ég hef aldrei séð hann klæða sig. ★ Nemandinn: — Ég hef lagt þess ar 10 tölur saman. Kennarinn: — Gott, drengur minn. Neandinn: — Og hér eru hinar 10 útkomur. ★ Hún: — Ég er að hugsa um að biðja mömmu að koma hingað. Hann: — Elskan mín, þú vissir þó að ég var bara að stríða þér í morgun, þegar ég sagði að þú mættir ekki fá þér nýjan hatt. íbúð óskast til leigu 3—4 herb. Sími 35617. Byg’gingarfélagi sem hefur lóð óskast. Eða fokheld 5 herb. íbúð. Tilb. sendist Mbl. sem fyrst, merkt. „Tvíbýlishús 1825“. íbúð Stór stofa og eldhús til leigu í kjaliara, rétt við Miðbæinn. Tiiboð merkt: „Hitaveita — 92“ sendist afgr. Mbl. Viðtækjavinnustofan Laugavegi 178 — Símanúmer okkar er nú 37674. Til leigu er skemmtileg 4 herb. hæð með sérinngangi, í nýju húsi. Reglusemi áskilin. — Tilboð merkt: „Nýtt hverfi — 91“ sendist afgr. Mbl. Atvinnuveitendur Ungur maður með verzl- unarskólamentun óskar eft ir einhverskonar vinnu á kvöldin. Margt kemur til greina. Uppl. í síma 15667 eftir kl. 7 í kvöld. TIL SOLU prjónavél (ekki plast) — Mjög góð Person prjónavél no. 6 140 nálar á borð til sölu með öllu tilheyrandi. Eelzt aðeins á 4800 kr. Kennsla getur komið til greina. sími 344Ö7. BREIÐFIRÐINCABUÐ Gömlu dansarnir í kvöld kl. 9. Hljómsveit Þorsteins Eiríkssonar Dansstjóri: Helgi Eysteinsson Sala aðgöngumiða hefst kl. 8 — Sími 17985. Breiðfirðingabúð Páskaferð Klúbburinn gengst fyrir 5 daga skemmtiferð á Snæ- fellsnes um páskana. Farið verður frá Reykjavík kl. 9 skírdagsmorgun og komið aftur á 2. páska- dag kl. ca. 8 að kvöldi. Alla þá daga, sem dvalið verður fyrir vestan verður ferðast um Snæfellsnes og á kvöldin verða fjölbreyttar kvöldvökur. Verði ferðarinnar verður mjög í hóf stillt eða 500 kr. Til kynningar á Klúbbnum og starfsemi hans hefur verið ákveðið að leyfa almenningi á aldrinum 16—25 ára þátttöku í ferð þessari, en klúbbmeðlimir hafa forgangsrétt til mánudags 20. marz. Þátttaka til- kynnist í síma 15937 kl. 2—4 daglega og verða þar veittar allar upplýsingar um ferðina. Þátttáka verður að tilkynnast fyrir laugardag 25. marz. STJÓRNIN. Meistarafélag húsasmiða Trésmiðafélag Reykjavíkur Árshátíð félaganna verður í Sjálfstæðishúsinu laugardaginn 25. marz. Upplýsingar á skrif- stofu trésmiðafélagsins. Skemmtinefndin. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar heldur árlegan bazar sinn í Góðtemplarahúsinu þriðjudaginn 21. marz. — Opnað kl. 14.00.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.