Morgunblaðið - 21.03.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.03.1961, Blaðsíða 2
2 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 21. marz 1961 Tæknifélagið rekur upplýsingaþjónustu TÆKNIFRÆÐINGAFÉLAG ís- lands var, sem kunnugt er, stofn- að 6. júlí s.l. og hefir nú opnað skrifstofu í Tjarnargötu 4, sími: 11739. Félagið hefir m. a. komið á fót upplýsingaþjónustu fyrir þá ungu menn, er hug hafa á tækni íræðinámi. Fram til þessa, hefir hér verið skortur á, að slíkar upplýsingar væru fáanlegar á ákveðnum stað. Oft hafa sendiráðin útvegað upp- lýsingar erlendis frá viðvíkjandi skólunum og hafa þau sýnt hina mestu hjálpsemi og lipurð í þessu sambandi. Á skrifstofu tæknifærðingafé- lagsins eru nú veittar upplýsing- ar um hina mismunandi tækni- fræðiskóla, sem félagið mælir með. Verið er að útbúa upplýs- ingaskýrslur um tæknifræðiskóla í ýmsum löndum og námskostnað við þá. Leitið upplýsinga um skólana Þeim mönnum, er hug hafa á tæknifærðinámi, er sérstaklega bent á, að hafa samband við fé- lagið, til þess að fá leiðbeiningar um val á skóla, því þeir eru mismunandi og misdýrir. Sérstak lega skal tekið fram, að margir tækniskólar eru til úti í lönd- um, og gefa þeir mjög mismun- andi menntun og tækifæri að oámi loknu. Félag vort mælir t. d. með tæknifræðiskólum í Danmörku, Sviiþjóð og Þýzkalandi, viður- kenndum af viðkomandi ríkjum og stéttarfélögum tæknifræðinga í sömu löndum, eins og t. d. Ingeniör-Sammenslutningen Dan mörku og Verein Deutscher Ingenieure, Þýzkalandi. Nauðsynlegt er að ungir menn, sem hug hafa á tæknfræðinámi, kynni sér vel, áður en nám er hafið, þá skóla, sem völ er á og þá möguleika, sem þeir gefa að námi loknu. Hér á landi er tilfinnanlegur skortur á tæknifræðingum til starfa hjá opinberum aðilum og einkafyrirtækjum. Er því mikil vægt fyrir atvinnulif þjóðarinnar að vaxandi hópur ungra og efni- legra manna hazli sér völl á þessu sviði. (Frétt frá Tæknifræðingafélagi íslands). Dr. Robert MacKay Sendiherra Kanada flylur fyrirlesfra við Háskólann Sveinn Valfells LAGA- og viðskiptadeild Há- skóla íslands hefir boðið sendi- herra Kanada á íslandi, dr. Ro- bert A. MacKay, að flytja tvo fyrirlestra við háskólann. Sendi- herrann flytur fyrirlestra þessa, sem fjalla um stjórnarskrá og stjórnskipan Kanada, n.k. mið- vikudag 22. marz og föstudag 24. marz kl. 5,30 e.h. báða dagana. Fyrirlestrarnir verða fluttir í I. kennslustofu. Sendiherra, dr. MacKay tók doktorspróf í stjómvísindum árið 1924 við Princeton-háskóla og gegndi prófessorsembætti í þeirri grein frá 1925—1947, lengstum við Dalhousie-háskólann í Nova Scotia, Kanada. Eftir 1947 hefir hann starfað að utanríkismálum lands síns og var m. a. fasta- fulltrúi Kanada með ambassa- dorstign hjá Sameinuðu þjóðun- um 1955—1958. Árið 1958 varð hann sendiherra Kanada í Nor- Félagsfundur ,lngolfs6 í kvdld SLYSAVARNADEILDIN „Ingólf ur“ heldur almennan félagsfund í kvöld kl. 8,30 í slysavarnahús- inu á Grandagarði. Þar mun Guð mundur Jörundsson útgerðarm., flytja frásagnarþátt, Gestur lesa upp og Auðunn Hermannsson framkvst.. ræða félagsmál. Auk þess verður kvikmyndasýning og kaffi. Arsþing iðnrekenda ÁRSÞING iðnrekenda, sem jafn- framt er aðalfundur Félags ísl. iðnrekenda, var sett í Leikhús- kjallaranum s.l. laugardag. Formaður félagsins, Sveinn B. Valfells, setti fundinn. Fundair- stjóri var Kristján Jóhann Kristj ánsson. Sveinn B. Valfells flutti ítar- lega ræðu um hag iðanaðarins á s.l. ári og störf félagsins og ým is þau mál, sem nú eru á döfinni Oig varða afkomu iðnaðarins. Lagði Sveinn m.a. áherzlu á, að greiða þyrftí úr lánsfjárvanda iðnaðarins og einnig þyirfti sem fyrst að breyta skatta- og útsvars lögunum. í lok ræðu sinnar ræddi Sveinn sérstaklega al- menna þátttöku þjóðfélagsþegn- anna í atvinnurekstrinum í formi almenningshlutafélaga. Hafði hann rætt þetta mál á ársþingi iðnrekenda 1957, en það er fyrst á undanförnum 1 til 2 árum, sem almennur áhugi fyrir þessu kerfi hefur vaknað hér á landi. Lýst var úrslitum stjórnarkosn inga og eiga þessir menn nú sæti í stjórninni: Formaður: Sveinn B. Valfells. Meðstjórnendur. Ásbjörn Sigurjónsson, Gunnar J. Firiðriksson, Hannes Pálsson og Sveinn Guðmundsson. Varamenn: Árni Jónsson og Axel Kristjáns son. Kosið var í starfsnefndir þings ins, sem skila munu áliti og til- lögum í helztu málum, er liggja fyrir þinginu. Næsti fundur ársþingsins verð ur haldinn í Leikhúskjallaranum á fimmtudag kl. 2 og munu þá skatta og tollanefnd, allsherjar- nefnd og viðskipa- og veirðlags- málanenfd skila áliti sínu. Hvatarfundar Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt heldur fund í Sjálfstæðishúsinu fimmtudagskvöld kl. 8,30. egi og á íslandi með aðsetri í Osló. Sendiherrann hefir ávallt sýnt íslendingum og íslenzkum málefnum mikla vinsemd, og hef- ir hann stuðlað mjög að nánum menningartengslum milli Kanada og íslands. Sr. Friðriks minnzt ó Akronesi AKRANESI, 20. marz. — Sem kunnugt er dvaldist séra Friðrik Friðriksson un langt árabil á Akranesi og vann að mesta áhuga máli sínu, að fá æskufólk til fylgd ar við frelsarann ævilangt. Hann var hér umkringdur af börnum og unglingum sem ann- ars staðar og kom á fót deild í KFUM. Þá starfaði séra Friðrik hér, settur sóknarprestur um tveggja ára skeið, í fjarveru séra Þorsteins Briem. f viðurkenning- arskyni fyrir störf séra Friðriks gerði bæjafélagið hann að heið- ursborgara Akraness. Fór sú at- höfn fram í Akraneskirkj u 1. marz 1947. í síðasta skipti kom séra Friðrik fyrir réttu ári og prédikaði þá í Akraneskirkju og kvaddi hina mörgu vini á Akra- nesi. Við andlát hans var hans veg- lega minnzt hér heima. Á föstu- dag, daginn fyrir útför hans, var minningarstund um hann í öll- um skólum bæjarins. í gagnfræða skólanum komu nemendur sam- an. Skólastjórinn, Ólafur Haukur Árnason og Sverrir Sverrisson, skólastjóri iðaskólans hér og kennari við gagnfræðaskólann, minntust séra Friðriks," og sókn- arpresturinn, séra Jón M. Guð- jónsson, las upp kafla úr prédik- un eftir hann. Nemendur sungu ásamt viðstöddum sálm og ljóð eftir séra Friðrik. Fyrsta skák Tals off Botvinniks Einvígi um heimsmeistaratitil í skák hófst í Moskvu s.l. mið- vikudag, milli þeirra Tal og Botvinniks. Fyrstu skákinni lauk með sigri Botvinninks, en hann hafði hvítt. Drottningakaup urðu snemma í skákinni, í 11 og 12 leik og staðan var þá nokkuð jöfn. Svart ur þ.e. Tal hafði þó heldur betri stöðu eftir byrjunina, en reyndi of lengi að halda spennunni í stöðunni, þannig, að Botvinnik gat náð betra tafli þegar spenn an leystist og vann Botvinnik þá peð og varð nú bið á skákinni eft ir 40. leik. Tal gaf taflið næsta morgun, er hann hafði haft tíma til að kanna stöðuna. Gaf hann taflið án þess að þeir settust að tafl- borðinu og þurfti Botvinnik ekki að leika biðleikinn. Hér birtist skák þeirra í heild. 1. c2—c4, Rg8—Í6. 2. Rbl—c3, e7—e6. 3. d2—d4, Bf8—b4. 4. e2 — o3, 0—0. 5. Bfl—d3, d7—d5. 6. a2—a3, d5xc4. 7. Bd3xc4, Bb4 —d6. 8. Rgl—f3. Rb8—c6. 9. Rc3 —b5, e6—e5, 10. Rb5xBd6, Dd8x ræðu. Bd6. 11. d4xe5, DdöxDdlf. 12. KelxDdl, Rf6—g4. 13. Kdl—e2, Rc6xe5. 14. Bc4—d5, c7—c6. 15. Bd5—e4, Bc8—e6. 16. Rf3—d2, Ha8—d8. 17. h2—h3, Rg4—f6. 18. Be4—c2, Hd8—d7. 19. b2—b3, Hf8—d8. 20. Hhl—dl, Re5—d3. 21. Bc2xRd3, Hd7xBd3. 22. Bcl —b2, Hd3—d5. 23. Bb2xRf6, g7x Rf6. 24. b3—b4, Be6—f5. 25. Rd2 —b3, Bf5—d3f 26. Ke2—el, b7— b6. 27. Hal—cl, Bd3—e4. 28. f2— f3, HdðxHdlf 29. HclxHdl, Hd8 xHdlf 30. KelxHdl, Be4—d5. 31. Rb3—d4, c6—c5. 32. b4xc5, b6x c5. 33. Rd4—b5, a7—a6. 34. Rb5 —c7, Bd5—c4. 35. Rc7—e8, f6— f5. 36. h3—h4, Kg8—f8. 37. Re8 —d6, Bc4—fl. 38. g2—g3, Kf8— e7. 39. Rd6xf5f, Ke7—e6. 40. e3 —e4, Ke6—e5. Leiðrétting ÞEGAR skýrt var frá kirkjuvik unni í Lágafellssókn hér í blað- inu féll niður nafn frú Kristrún- ar Eyvindardóttur, sem hélt þar "f'NAIShnúhr ✓ SV SO hnútar Snjákoma t to/mm \7 Skúrir K Þrumur Kuktaski! Hifaski! H Hm » L*La<,» Yfir hafinu suður af fslándi er mikið háþrýstisvæði (yfir 1030 millibar). Hins vegar er alldjúp lægð (990 mb) yfir Suður-Noregi og önnur grynnri lægð yfir Grænlandi, en að baki hennar er kalt há- þrýstisvæði yfir Labrador, enda er 33 st. frost í Goose Bay. Hitaskil liggja frá Græn landi yfir ísland til Norður- sjávar. Er 2—4 st. hiti á SA- Grænlandi, en 15—35 st. frost á NA-Grænlandi. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi ,SV-land til Vestfjarða og SV gola í nótt en sunnan kaldi eða stinningskaldi og rigning á morgun. Norðurland til SA-lands og miðin: Hægviðri í nótt en SV kaldi og sums staðar rign- ing á morgun. í barnaskólanum fór minning- arathöfnin fram með líkum hætti. Skólastjórinn, Njáll Guðmunds- son, flutti minningarorð um hinn látna barnavin. Börnin sungu sálma eftir séra Friðrik. í iðnskól anum talaði skólastjórinn, Sverr- ir Sverrisson, og sungið var. Rödd séra Friðriks Á öllum stöðunum hljómaði rödd séra Friðriks sjálfs af segul- bandi. Það var síðasta kveðja hans til æskunnar á Akranesi, er hann mælti inn á bandið að skiln aði í síðustu ferð sinni hingað upp eftir. Mikill innileiki hvíldi yfir þess um stundum og þátttaka nem- enda almenn og einlæg. Á sunnu dag var messa í Akraneskirkju. Þar flutti sóknarpresturinn minn ingarræðu um séra Friðrik, og allir sálmarnir, fimm, sem sungn- ir voru við guðþjónustuna, voru eftir hann. -— Á útfarardegi séra Friðriks var gefið frí í öllum skólum bæjarins. — Oddur. Sjálfstæðis- kveimafélagið Edda HAND A VINNUK V ÖLD Sjálf- stæðiskvennafélagsins Eddu í Kópavogi verður í kvöld 21. marz kl. 8,30 að Melgerði 1. Málfundur í Þór Akranesi, 20. marz. ÞÓR, félag ungra Sjálfstæðis- manna á Akranesi, heldur mál fund í kvöld (þriðjudag) kl. 8,30 í fundarsal félagsins að Vesturgötu 38. — Félagar fjöl- mennið. — Frami Frh. af bls. 24 Álfheimum 15, B.S.R.; Gestur Sigurjónsson, Lindarg. 63, Hreyf ill; Varastjórnandi, Jakob Þor- steinsson, Sigluv. 16, B.S.R.; Kristinn Níelsson, Drápuhl. 22, Hreyfill; —• Trúnaðarmannaráð, Guðjón Hansson, Framnesv. 54, Hreyfill; Ólafur Sigurðsson, Njálsg. 108, Hreyfill; Jens Páls- son, Sogaveg 94, B.S.R.; Einar Helgason, Ásvallag. 4, Borgarbíl; Varm. í Trúnaðarmr., Hörður Guðmundsson, Meðalholti 12, Bæjarleeiðir; Guðbjartur Kjart- ansson, Drápuhlið 17, Hreyfill; Endurskoðandi, Tryggvi Kristj- ánsson, Meðalholti 5, Hreyfill; Varaendurskoðandi, Þorvaldur Þorvaldsson, Langag. 124, B.S.R.; í stjórn styrktarsjóðs, Sigurjón Jónsson, Laugavegi 145, Hreyfill; Varam. Einar J. Guðmundsson, Ránargötu 6A, Hreyfill; í Bíla- nefnd, Ingimundur Ingimundar- son, Vallartröð 1 Hreyfill; Bjarni Einarsson, Kópavogsbr. 44, B.S.R, Narfi Hjartarson, Máavhl. 38, Bæjarleiðir; Arnljótur Ólafsson, Holti, Seltjarnarn. Borgarbíl; Jón Vilhjálmsson, Ægissíðu 96, Hreyfill; Varam. í bílanefnd, Magnús Vilhjálmsson, Nökkvav. 54, Hreyfill; Kristján Sveinsson, Hamrahl. 23, B.S.R.; Þórir Þórð- arson, Hólmgarði 18, Bæjarleið- ir; Skúli Helgason, Leifsgötu 3, Borgarbíl; Guðmundur Ámunda- son, Snorrabr. 30 Hreyfill; — í’ Gjaldeyrisnefnd, Haraldur Kr. Guðjónsson, Skjólbr. 9, Hreyfill; Gunnlaugnr Ólafsson, Sólheirrj um 35, Borgarbíl; Varm. í gjaldl skrn., Karl Þórðarson, Úthlíð 16, Hréyfill; Olgeir Sigurðsson, Bogahlíð 11, Bæjarleiðir; í fjár- öfln húsb.sj., Páll S. Guðmunds son, Freyjugötu 5, Hreyfill; Pálll Valmundsson, Skólagerði 1, B.S.R. Varam., Þórir Tryggva- son, Boghlíð 2i2, Borgarbíl; Jón, Ingvarsson, Shellvegi 2, Hreyfill; í skemmtinefnd, Ólafur H. Ja- kombsson, Langholtsv. 188, Hreyfi ill; Sveinn Jónasson, Engihlíð 12, B.S.R. Varamenn, Garðar örn Kjartansson, Skeiðarvog 135, Bæjarleiðir; Herbert Ásgríms- son, Tunguvegi 15, Borgarbíl. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.