Morgunblaðið - 21.03.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.03.1961, Blaðsíða 3
Þriðjudagúr 21. marz 1961 MORGUNBLAÐIÐ 3 að geta hiklaust Mikill munur tekið skipin — sagði Þórarinn Bjórnsson, skipherra á Þór TOGARINN Othello H 581 frá Hull lá utan á Þór við Austur- garðinn í gærmorgun, er við komum niður á bryggju. Skip- in voru nýkomin inn. Lög- regluþjónar voru um borð í togaranum, sem er 600—700 lesta kolaskip frá Hellyers skipafélaginu — Það er ekki nokkur vafi á að hann var fyrir innan mörkin á Selvogsbanka, meira að segja innan við gömlu 12 mílna mörkin, sagði Þórarinn Björnsson, skip- herra á Þór, er við hittum hann um borð. Þórarinn, sem tók þennan fyrsta brezka togara við ólög- legar veiðar eftir að Bretar viðurkenndu 12 mílna mörkin, tók einnig fyrsta brezka tog- arann í landhelgi eftir að fjögurra mílna mörkin voru sett 1952. Það var York City frá Grimsby, og urðu í því máli þriggja daga réttarhöld í Reykjavik. Þórarinn skýrði svo frá að milli kl. 4 og 5 síðdegis á sunnudag hafi Þór komið að togaranum Othello að veiðum með trollið úti norðan við Geirfugladrang. Þá var vonzku veður 6—9 vindstig og mikill sjór — Við settum út dufl, og sendum þrjá menn í gúmmí- bát yfir í togarann. Hefðum við ekki haft gúmmíbátinn, þá hefðum við ekki komizt um borð. Þeir eru mikið þarfa- þing, sagði Þórarinn. Togaramenn tóku bátinn upp og létu herskipið Puma vita hvernig komið var, en það var statt vestan við Bjarg. Herskipið óskaði eftir að mæla staðinn og Þórarinn féllst á að bíða eftir því. En um ellefu leytið voru varðskipsmenn búnir að missa af duflunum og þá var enginn ástæða til að bíða, að því er Þórarinn sagði Herskipinu var tilkynnt um það og það sagði skipstjóran- um á togaranum að hlýða Þór og fara með honum inn. ^ — Það er geysilegur munur fyrir okkur sem réttargæzlu- menn að geta tekið togarana alveg hiklaust, sagði Þórarinn Björnsson. Þetta gátum við ekki gert áður en samkomulag náðist. Togararnir keyrðu þá bara blákaldir út og kölluðu á herskipin. Næðist ekki til þeirra, komu hinir bara á vett- vang og ætluðu að keyra á okkur. Þeir hafa víst séð stærri byssur en okkar — Er erfitt fyrir fiskiskipin að staðsetja sig þarna? -— Ekki ef þau hafa góða ratsjá. — Hafið þið áður komizt í kast við þennan togara? — Við þekkjum skipið úr þorskastríðinu, en ég veit ekki hvort sami skipstjóri er á h.on- um. Ég hefi ekki sjálfur talað við hann, því veðrið var svo slæmt að illfært var milli skip anna. En ég held að hann hafi fallizt á að hann væri ekki á réttum stað, þegar okkar menn komu um borð. Vil ekki lenda í klandri Skipstjórinn á Othello, Rii. í Sakadómi Reykjavíkur í gær: Dómendurnir við borð- ið, Pétur Björnsson, skipstjóri, Valdimar Stefánsson, sakadóm ari og Jónas Jónsson skip- stjóri. — Gengt þeim við borð- ið eru Taylor skipstjóri, og hönd undir kinn styður dóm- túlkurinn Snæbjörn Jónsson. — Bak við Taylor sést Bjarni Helgason fyrsti stýrimaður á Þór. — (Ljósm.: Ó. K. M.). Richard Taylor I 'I Þelr voru ekkert hrlfnir af því að vera komnir í höfn í Reykjavík í stað þess að draga fisk úti á Selvogsbanka þesssir brezku sjómenn á Othello m m m m_ hard Taylor að nafni, er mynd arlegur ungur maður, 29 ára gamall. Hann var niðri í káetu sinni með sjókortið fyrir fram an sig. Brian Holt, ræðismaður Breta var að fara frá honum, er við komum um borð. — Sjáið þið, ég er með nýju línurnar merktar hér inn á kortið, sagði hann og benti á sjókortið sitt. Við fórum frá Bretlandi á sunnudegi og á laugardag höfðu þær gengið í gildi. — Við vorum að veiðum lVz sjómílu fyrir utan mörkin og í nánd við okkur svona einn tugur brezkra togara Ég hafði sett út gott dufl og tog- aði út frá því. — Ég hef aldrei lent í klandri af neinu tagi, og kæri mig ekki um að lenda í neinu Ég var svo viss um að ég væri í fullum rétt, að ég sagði við strákana þegar varðskipið kom: „Þeir eru í eftirlitsferð“. Og svo skiptum við okkur ekk ert af þeim. Varðskipið setti út dufl, en svo liðu 45 mínútur. Það var V-NV vindur og bæði duflið og skipið rak inn. Þá settu þeir út annað dufl, en það hefur líka rekið inn. Við létum herskipið vita og það ætlaði að koma. En klukkan 11 kölluðu þeir á okkur og Framh. á bls. 23- STAKSTEIMAR Hvað segja bændur um kommúnisma Framsóknar? Séra Gunnar Gíslason ræddi m.a. um það í útvarpsræðu sinni um vantrauststillögu stjórnar- andstöðunnar um dagipn, hver af staða bænda væri til kommún- istadekurs Framsóknarflokksins. Komst hann þá> m.a. að orð'i á þessa leið: „Og ég spyr: Hvað segið þið bændur og búalið, sem til þessa hafið fylgt Framsóknarflokknum að málum? Er ykkur það fagnað- arefni að forystulið ykkar geng- ur til liðs með kommúnistum til þess að viðhalda illindum milli okkar og einnar mestu lýðræðis- þjóðar heims, þjóðar sem við um langan aldur höfum haft góð samskipti og viðskipti við, þar til þessi deila bar skugga á? Er ykk- ur það fagnaðarefni að forystu- lið ykkar er með framferði sínu vitandi eða óvitandi að leiða ykk- ur inn fyrir járntjald kommún- ismans? Nei, ég veit að ykkur er þetta áhyggjuefni en ekki gleði- efni. Allt kommúnistadekur er fjarlægt vilja og hugsunarhætti íslenzkra bænda, enda vita þeir hvað þeirra bíður, ef ríki komm- únismans kæmist hér á“. Ótrúlegt er að bændur iniran Framsóknarflokksins leggi bless- un sína yfir þetta framferði Fram sóknarleiðtoganna. Berast fréttir af því víðs vegar frá af landinu, að mikil óánægja ríki meðal Framsóknarmanna með frain- komu flokksforystu sinnrar. Þingslit fyrir páska Það mun áform ríkisstjórnar- innar að Alþingi Ijúki störfum sínum að þessu sinni fyrir pá.ska. Mun nú verða lögð áherzla á að hraða afgreiðslu þeirra mála, sem nauðsynlegt er að gangi fram. Eru enn allmörg mál, sem eftir er aff afgreiða, en allar líkur beirda þó til að þingið ætti að geta lokiff störfum sínum í þessum mánuði. Ef það tekst verður þetta þing allmiklu styttra en þing undan- farinna ára. Er það vissulega vcl farið. Alþingi hefur oft setið vik- um og jafnvel mánuðum saman aðgerðalítið. Núverandi ríkis- stjórn hefur hins vegar tekizt aff 'uirdirbúa mál sín svo vel og leggja þau það snemmta fyrir þing, að þinghald hefur ekki taf- 5zt úr hófi fram. Eldhúsdagsumræður munu væntanlega fara fram áður en þingi verður slitið. Mun þeim samkvæmt venju verða útvarp- að. Verður því ekki annað sagt en útvarpshlustendur hafi átt þess góðan kost að fylgjast með þingstörfum, þar sem betta eru þriðju útvarpsumræðurnar á skömmum tíma. Kommúnistar í miklum vanda Kommúnistar eru mi í miklum vanda staddir. Þeir finna, að yfir- gnæfandi meirihluti þjóðarinnar fagnar lausn landhelgisdeilunn- ar og telur að ríkisstjórnin hafi haft um hana farsæla forystu. Æsingar og uppná.m kommúirista í þessu máli falla því í gryttan jarðveg. Við þetta bætis-t svo það, að mikil andúð ríkir meðal almenn- ings gegn hinu pólitíska verk- fallsbrölti kommúnista. Kom það greinilegast í Ijós í Iðju- kosningunum, þar sem kommún istar fóru hinar herfilegustu hrakfarir. Þegar á allt þetta er litið finna kommúiristar að aðstaða þeirra er mjög veik um þessar mundir. Verður því að teljast ólíklegt, að þeir áræði að leggja út í trek- ari verkfallsævintýri að sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.