Morgunblaðið - 21.03.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.03.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐlh Þriðjudagur 21. marz 1961 Eldfastur H H pOtliS Frauðsfeinn Hefi nokkrar íbúðir til sölu í fjölbýlishúsi við Stóra- gerði, fokheldar og lengra komnar. Ennfremur nokkur einstaklingsherbergi. Hagkvæmir greiðslu- skilmálar. Allar upplýsingar í Stóragerði 10 3. hæð kl. 10—6. íbúðir B I E R I IM e Laugavegi 6 — Sími 14550 lngrid Bergman og Lars Schmith Ieggja upp í gönguferð með hundana. Hiporus frauðsteinn er sá eldfasti stelnn sem mest hefir verið notaður hér á landi í hverskonar kynditæki vegna eftirtalinna kosta: ■ir Auðveldar hitajöfnun Fljót upp'hitun og afkæling ★ Brennslusparnaður allt að 50% ir Hefur 4 sinnum meiri einangrun en venjulegur steinn. Engin krókódílstár. — hafði þá ekki séð Ingrid Bergman í full fimmtán ár. Hann mundi eftir henni sem ungri, lífsglaðiri konu með ótal framtíðarásetlanir í huga og bjóst nú við að hitta fyr- ir lífsreynda, hlédræga mið- aldra konu. — En sú Ingrid, sem ég sá, segir hann, — var enn ung, kyrrlát, tíguleg kona. Síðan segir blaðamaðurinn frá kvikmyndinni — sögu- þræðinum og hversu Ingrid fari vel úr hendi að sýna hina veiku konu í faðmi hins sterka manns, verða sterka í samvistunum við hinn unga elskhuga. En nóg um það — lítum bak við tjöldin og gefum bandaríska blaða- manninum orðið: — Áður en atriði var kvik- myndað var Ingrid vön að halda þétt að sér höndunum og horfa eins og starandi fram fyrir sig. Þegar Litvik gaf merki, gekk hún inn í hlutverk sitt af ótrúlegri ná- kvæmni og hrífandi ein- lægni. Milli atriða var ekki að sjá á henni nein merki skapillsku eða tilgerðarlegra tilburða. Gamall sviðsmaður sagði mér að hann hefði aldrei, á 30 ára starfsferli sínum, séð svo hæverska, blíða og' næma kvikmynda- stjörnu. í einu atriði var ekki annað sýnna en Litvik væri gráti nær, meðan hann horfði á Ingrid leika sterkt grátatriði — enda féllu þar engin krókódílstár. Eiginkona Lars Schmiths Þegar Ingrid Bergman er ' ekki að leika, heldur blaða- maðurinn áfram, ver hún tíma sínum sem eiginkona Lars Schmiths. Þau hjónin búa í húsi.-ípm stendur í fal- legum skógþ — ekki ýkja langt frá París. Það var áð- ur sveitasetur en hefur ver- ið innréttað mjög nýtízku- lega. Koma þar fram miklar og skemmtilegar andstæður, sem gefa heimilinu sérstæðan svip. Ingrid er hraustleg og frjálsleg í framkomu —• hún notar engan andlitsfarða heima við en lítur þó ekki út fyrir að vera hóti eldri en 35 ára. — Ég skil ekki hvers vegna sumt fólk neitar að viðurkenna aldur sinn, segir hún, — ég er orðin 43 ára og sé enga ástæðu til að halda því leyndu. Ingrid var afar samvinnu- þýð mgðan ég tók myndir af henni, bæði heima og í kvik- myndaverinu, en ekki vildi hún láta mynda sig á al- mannafæri. Sem dæmi má geta þess, að börnin hennar voru í Rómaborg um þessar mundir og einn dag ætlaði hún til Parísar að kaupa eitt- hvað handa þeim áður en þau kæmu heim. Þegar ég bað um að fá að fylgjast með henni sagði hún: — Nei, alls ekki, þú ferð þá að taka myndir og fólk fer að taka eftir hver við erum. Og þá get ég ekkert verzlað. — og sé enga ástæðu til að leyna því Eg er orðin segir Ingrid Bergmann SÍÐAN kvikmyndaleikkonan Ingrid Bergman giftist leik- stjóranum Lars Schmidt hefur verið heldur hljótt um hana í heimspressunni — enda eru það venjulega skilnaðir, giftingar, barneignir og hneykslismól, sem vekja áhuga blaðanna. dagana. Margir hafa ála henni og dæmt hana — fyrir hvað? fyrir að v heiðarleg gagnvart sjá sér? Að viðurkenna eðli og tilfinmngar? Að leita 1 hamingjunnar, þar sem \ taldi að hana væri að fini Ekki skal hér um það dæ: hvort dómar manna Ingrid Bergman hafa átt i á sér eða hvort dómar tilfinningamál annarra e það yfirleitt. Áður en kvikmyndun leik- atriðis hefst. Á sínum tíma voru ásta- og hjónabandsmál Ingrid Bergman mikið umfjölluð, enda af nokkru að taka, því að Ingrid hefur lagt mikið í sölumar fyrir ástina um Ein mesta leikkona vorra tíma En hvernig skyldi nú v< komið högum Ingrid Be man? Fréttir hafa her okkur að 'hún hafi leikið n góðum árangri í kvikmy sem gerð hefur verið ei skáldsögu Francoise Sagan „Aimez-vous Brahms“. hve góðum? Fyrir nokkru sagði banda- rískur blaðamaður og Ijós- myndari frá för sinni til Parísar. í þeirri gleðinnar borg hitti hann Anatole Lit- vak, sem stjórnaði töku myndarinnar. Litvak hvatti hann til að koma í kvik- myndaverið og kynna sér töku myndarinnar, kvaðst hafa fengið afbragðsleikara í aðalhlutverkin — Anthony Perkins, Yves Montand og Ingrid Bergman, sem væri ein mesta leikkoria vorra tíma. — Og ég stóðst ekki freist- inguna, sagði blaðamaðurinn,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.