Morgunblaðið - 21.03.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.03.1961, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 21. marz 1961 MORGVNBLAÐIÐ 15 IEF AÐRAR þjóðir hefðu látið svo lítið að hlusta eftir inn- anlandsmálum íslendinga undanfarnar vikur, mundu þær hafa heyrt herbresti og tröllkvennalæti norður í heim. Hitt mundu þær eiga erfiðara með að skilja, að þessi borg- arastyrjöld mörlandanna stæði um það, hvort heimila skuJi að laga hálfónýtt bjór-gutl. En þetta er nú eitt harðasta deilumál með þjóðinni; þing- menn verja dýrmætum tíma sínum í umræður um gutlið, ýmis félög halda um það langa fundi, sérstök blöð eru gefin út í sama tilgangi, auk þess sem almenningur ræðir málið laust Oig fast. Það hefir jafnvel komið skapsmunum sumra manna svo úr jafnvægi, að ekkert virðist geta lagað þá, nema þá helzt bjór og hann sterkari en 3 Vá %. Skiptast menn í tvær and- stæðar fylkingar, sem kalla mætti Bjórbelgi og Bjórfjend- ur. Eru þeir fyrrnefndu þorst- látir mjög og telja að ekkert geti bætt betur þann kvilla Sen bjór upp á þrjú og hálft, en þeir síðarnefndu vilja með engu móti leyfa þeim fyrr- nefndu að svala þorsta sín- ’um. Hafa þessar tvær fylk- ingar nú upphafið harðar deilur, láta báðar ófriðlega og bíta í skjaldarrendur. Minnir viðureignin helzt á Heljarslóðarorustu, en henni lýsir Gröndal m. a. svona: .......... „Þá reis sól upp og var nú Svalförum og Tartaraliði fylkt undir hömr- unum .... Sló nú í bardaga, og var það skömm hríð, því að loftið fylltist allt af óvætt- um og il'lum lýð og varð allt kvikt; þar voru forynjur í öllum myndum, hálfir manna búkar, armleggir, hendr, læri, fætr, rassar búklausir og fótalausir, hausar, augu og eyru; var allt þetta á flugi í loptinu og hafði leðurblöku- vængi; þar voru og jötunux- ar, flugdrekar og finngálkn, fiskar fljúgandi og vængjuð naut og nykrar, og fílar, og spjó allt slí'ku eitri og ó- lyfjan, að það var engum mennskum manni fært móti því að vega.“ 1 Nú þori ég ekki fyrir mitt litla líf að taka afstöðu til þessa stórkostlega deilumáls; þori sem sagt í hvorugan fót- inn að stíga af ótta við að tapa á því atkvæðum, ef ég kýnni einhvern tímann að bjóða mig ! fram til Alþingis eða bæjar- stjórnar. En lesendum til 1 dægradvalar langar mig ti>l að rifja hér upp sumt af því, , sem íslenzk skáld hafa kveðið um bjór á liðnum öldum. Ef Bjórbelgir telja mig fjalla um þetta hugsjónamál af of mik- illi léttúð og Bjórfjendum finnst of vel talað um það Djöfulsins spilverk, sem 3%% bjórinn er, þá bið ég báða aðila að hafa hugfast, að ég gerí hér ekki annað er. vitna í orð annarra manna. Forfeður vorir virðast hafa verið miklir bjórþambarar og farið misjafnlega með, sam- anber miður kurteislegar að- farir Egils ættföður vors við gestgjafa sinn, Ármóð skegg. En bjór Ármóðs hefir greini- lega staðið meira en 3og hálft. Ein elzta bjórvísan er í Sigurdrífumálum, og virðist höfundur þeirra hafa verið istuðningsmaður Péturs Sig- urðssonar (alþingismanns): „Bjór færik þér/ brimþings apaldr,/ magni blandinn/ ok megintíri./ Fullr er hann ljóða/ ok líknstafa/ góðra galdra/ ok gamanrúna.“ Bæði Snorri Sturluson og Sturla Þórðarson frændi hans virðast hafa kunnað meta öl- ið, Snorri segir: „Þi'ggja kná með gulli glöð/ gotna ferð at ræsi mjöð.“ Þegar kemur fram á mið- aldir okkar, virðast það eink- um vera mætir guðs menn, sem hæla bjórdrykkju, þótt ótrúlegt megi virðast. Sjálfur Hallgrímur Pétursson kveður: „Yndi er að sitja öls við pel/ og gamna sér,/ en fallegt er að fara vel,/ þótt ör sé sá, sem á skenker.“ Það er greinilegt, að Hallgrímur fylgir hófdrykkjustefnunni, sem nú er mjög umdeild. Annað frægt sálmaskáld, sr. Ólafur á Söndum (sá, sem orti „Vors herra Jesú vernd- in blíð veri með oss á hverri tíð“) hefir líka látið freistast af bjómum. Hann kveður: „Gleður mig enn sá góði bjór,/ guði sé þök'k og lof;/ þó mín sé drykkjan megn og stór/ og mjög við of,/ mun þó ei reiðast dróttinn vór/ — hýr gleður hug minn.“ Skylt er að geta þess, að sr. Ólafur varár við misnotk- un öls: „Vond ofdrykkjan veldur oft,/ að vináttan for- gár öll,/ sundurþykkjan fer senn á loft/ og sárleg föll,/ sumum fer það heldur gróft,/ — hýr gleður hug minn.“ — En klerkur nær sér aftur á strik í náestu vísu, hefir sennilega dreypt vel á krús- inni, áð'ur en hann orti hana: „En þegar dánumenn drekka vel,/ sem drjúgum oft hefur skeð,/ þá vex af ölinu vin- áttuþel/ og virðing með;/ veizlu góða ég svoddan tel/ — hýr gleður hug minn.“ Greinileg hrifning er í þess- ari hressilegu vísu Bjarna Thór.: „Gamall mjöður gleð- úr þjóð/ ginnir hann vatn af tönnum,/ geðjast allvel góma- slóð/ og gisnum kverkarönn- um,/ vekur líf og veitir móð/ vesælustu mönnum/ inn þá borinn er á bjóð/ í gullbún- um könnum.“ Björn M. Ólsen rektor kveð- ur: „Nú heitum,. bræður, að heiðnum sið/ á Þór./ Hann félagi voru leggi lið/ og bjór/ og auðgi safnið að eigum fornum/ en einna þó mest að| drykkjarhornum . .. .“ Og síð-, ar: ,Nú drekkum freyðandi fulla skál/ af bjór/ og heit- um þambandi þyrstri sál/ á Þór.“ (Úr Fornfræðingasöng). Hannes Hafstein orti margt um bjór, t. d.: „Það þarf víst HRINGUNUM. C/igii)iþó*&cc ekkj að eggja neinn/ af ykk- ur til að þjóra,/ þið kunnið tökin hver og einn við koníakk og bjóra." Og: „Eld- gamli Carlsberg, ágæti bjór/ áður en hverfur söng vorn heyrðu ....“ Og: „Þeir fóru að hitta Halberg/ og hugg- uðu sig við Carlsberg/ og gamli, gamli Carlsberg/ þeim gerði beztu skil.“ Eftir daga þei-rra Ólsens og Hannesar fer bjórvisum að fækka, enda hætti hann þá bráðlega að flytjast til lands- ins með löglegum hætti. Um áhrif víns, góð og ill, gleði þess og ömurleg eftirköst hefir mikið verið ort og er enn, en það verður ekki týnt til hér, því að nú er varla minnzt á annað en bjór. Ég vona, að það sem hér hefir verið fram talið af bjór- kveðskap geti orðið báðum deiluaðilum til nokkurrar hugnunair. Bjórvinum getur verið hvatning í því að rifja það upp, sem skáldin hafa gott kveðið um bjórinn (þótt sennilega hafi ekkert þeirra verð að lofa 3Vfe% bjór), og bjórfjendum líka, því að þeir geta með þessu sannað, hve bjórinn getur leitt jafnvel frómustu menn á villigötur og freistingar. Annars er báðum þessum flokkum hin mesta nauðsyn á að koma sér stríðssöngvum og herhvöt, til að herða baráttu- viljann og glæða hugsjóna- eldinn. — RJÓH. Volkswagen '59 til sýnis og sölu í dag. — Verð kr. 103 þús. Gamla bílasalan RAUÐARA Skúlag. 55. — Sími 15812. Gerum vil bilaða krana og klósettkassa. Vatnsveita Reykjavíkur Símar 13134 og 35122 Gúmmíhanzkar Gúmmíhanzkar nýkomnir. HALLDÓR JÓNSSON HF. • Heildverzlun Hafnarstræti 18 Símar: 1 25 86 — 23995. Húseigendur á hitaveitusvæðinu: Hitna sumir miðstöðvarofnarnir illa? Er hitareikningurinn óeðlilega hár? Ef svo er þá get ég lagfært það. — Hafið samband við mig og ég mun segja yður hvað verkið mun kosta. Tek að mér að hreinsa og lagfæra miðstöðvarkerfi. Ábrygist góðan árangur. Ef svo skyldi fara að verkið mistækist, þurfið þér ekkert að greiða fyrir vinnuna. BALDUR KRISTIANSEN, pípulagningam. Njálsgötu 29 — Sími 19 13 1. Höfðatúni 2 -— Sími 24866 Sækjum — Sendum Höfum móttöku á eftirtöldum stöðum: Efnalaugin Lándin, Hafnarstræti 18. Nýju efnalauginni Laugav. 20b og FiehersunQi. Efnalaugin Hjálp, Bergstaðastræti 28. Grenimel 12, Skóbúðinni Álfheimum. Toledo Langholtsvegi 128 og Ásgarði 20—24 Skeifunni, Blönduhlíð 35. Skóverkstæðið Grens.ásvegi 26. Verzlun Steinnes, Seltjarnarnesi. Verzluninni Sólvallagötu 27. Efnalaug Hafnarfjarðar. Skeifan, Snorrabraut. Efnalaugin Sunna, Hafnarfirði R aðsvefnbekkurinn er fallegur Minerva * herraskyrtur Síslétt efni Strauning óþörf - Fást í fimm litum Fermingarskyrtur stærðir 32—36 Laugavegi 38. — Snorrabr. 38. EGGERT CLAESSEN og GtTSTAV A. SVEINSSON hæstaréttarlögm en,j. Þórshamrí við Templarasund. þægilegur Bólstrariitn Hverfisgötu 74

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.