Morgunblaðið - 21.03.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.03.1961, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 21. marz 1961 M OR CT’nnr 4fíiQ 13 Að verja líf sitt og frelsi FLESTIR þeir, sem einhverju sinni hafa dvalið í sveit, hafa tekið eftir því, með hversu mik- illi áfergju hvolpar semja sig að háttum hinna stærri hunda. Sé hvolpur innan dyra, en eldri hundur utan, bregzt það ekki, að í hvert sinn, sem hinn eldri finnur hjá sér hvöt til að gelta að vegfarendum, er eins og hvert það hljóð, sem hann rekur upp, bergmáli í hvolpinum. Sá litli setur allan sinn metnað í að gelta með sama ofsa og hinn stærri, eins og hann telji allt álit sitt í augum málsmetandi hunda þar undir komið, að hann geti sýnt af sér a. m. k. jafn- mikinn dólgshátt og hinn stærri. Slíkar minningar vakna gjarn- an hjá manni þessa síðustu daga, er hinir rauðu hvolpar hérlendis hefja gelt mikið að manni, sem hefur það eitt til saka unnið að hafa barizt fyrir frelsi föð- urlands síns á hættustund — og því miður árangurslausri bar- áttu. Sýnilegt er af ofsa hvolp- anna, að nú liggur mikið við — og nú verði sóma þeirra ekki við bjargað hjá bolabítunum austan við þilið, nema þeir sýni af sér ennþá meiri grimmd og ofstopa, en þeir hafa viðhaft fram til þessa. Einræðisvargar þurfa alltaf að hafa eitthvað til að hata og ofsækja, eitthvað til að drepa, einhverja til að kenna um allt það, sem aflaga hefur farið í heiminum. Kommúnistar í Rúss- landi völdu sér eignastéttirnar, „auðvaldið“, og kirkjuna, naz- istar í Þýzkalandi völdu sér Gyðinga, og hvolparnir hér hafa bæði fyrr og nú valið sér þá menn, sem komizt hafa lifandi úr klóm kommúnismans og leit- að sér friðlands hér. Mörgum mun enn í fersku minni, með hvílíkum ofsa kommúnisti einn steypti sér yfir menntamann frá Litháen, er hér hafði setzt að, einhvern prúðasta og meinlaus- asta mann, sem sézt hefur í þessu landi, fyrir það eitt, að hann fékkst ekki til að þakka Rússum fyrir að hafa gleypt í sig föðurland hans. Nú er það enn flóttamaður frá Eystrasaltslöndunum sælu, sem einræðispeðin hér hafa valið sér til að ofsækja. Og sakirnar, sem á hann eru bornar, eru ekki aðr- ar en þessar: Hann barðist fyrir frelsi ættjarðar sinnar. Með öðr- um orðum: hann aðhafðist ná- kvæmlega hið sama og and- spyrnuhreyfingin í Noregi, Dan- mörku, Hollandi, Frakklandi og öllum . þessum löndum, sem kramin voru undir járnhæli ein- ræðisins á stríðsárunum. Hing- að til hef ég engan mann heyrt saka þessa föéurlandsvini um glæpi, aftur á móti heyrt menn keppast við að bera á þá lof fyrir hetjudáðir — jafnvel hæla þeim fyrir að hafa komið svo og svo mörgum nazistum fyrir kattarnef. Kommúnistar hér kalla Eðvald Hinriksson mann- drápara og glæpamann. Mér er vitanlega allsendis ókunnugt um, hvort einhverjir landráðamenn eistneskir eða landræningjar úr liðsveitum nazista eða kommún- ista hafa fyrir hans tilstilli hald- ið í fyrra lagi á fund lærimeist- ara síns i neðra, en jafnvel þótt svo hefði viljað til, sé ég ekki, að hann sé ámælisverðari fyrir það en fyrrnefndir frelsisvinir undirokuðu landanna. Það er heilög skylda hvers manns að verja föðurland sitt og þjóð sína, forða henni frá undirokun og tortímingu ef unnt er, jafn- vel þótt sú barátta kunni að kosta mannslíf. Þegar svo fer, er það árásaraðilinn, sem ber ábyrgðina á hinum týndu manns lífum, en ekki hinn, sem gerir það eitt að verja líf sitt og frelsi. Og hverjum dettur í hug, að Eistland hafi ráðizt á Rússlapd eða Þýzkaland að fyrra bragði? Umræddur flóttamaður hefur dvalið hér í ein fimmtán ár, er mér tjáð, hefur fengið íslenzkan ríkisborgararétt, er kvæntur ís- lenzkri konu og á með henni mannvænleg böm. Mér er einn- ig sagt, að hann leysi vel af hendi öll störf sín hér og hafi allsstaðar komið sér vel hjá al- mennilegu fólki. Og upp á hvað höfum við þá að klaga? Er nokkur ástæða til þess, að við förum að hjálpa Rússum í þeirra endalausu sláturtíð? Hvað varð- ar okkur um „réttarrannóknir" þeirra manna, sem engin lög eða mannréttindi virða, nema þegar þeim sjálfum hentar, og víla ekki fyrir sér að leggja fram falsskjöl, leiða ljúgvitni og dæma á þeim forsendum til dauða alsaklausa menn, sem þeim leikur hugur á að losna við? Sé það rétt, að maður þessi hafi reynzt hinu nýja föður- landi sínu góður sonur, er því skylt, og vonandi ljúft, að veita honum fulla vemd og láta orða- skak ofbeldishunda og mann- orðsþjófa, erlendra jafnt og innlendra, sem vind um eyrun þjóta. Og verum þess minnugir, að það eru ekki þeir flóttamenn, er undan hafa komizt morðvél- um einræðisaflanna, sem okkur stafar mest hættan af, heldur þær nöðrur, sem við kappölum við okkar eigið brjóst. Það er ekki nóg að berjast við komm- únismann með orðum einum; hann hefur velt þyngra hlassi en því. Yið verðum einfaldlega að hætta því dekri við þessa ofbeldisstefnu, sem hér hefur viðgengizt áratug eftir áratug, og skipa henni þar til sætis, sem henni hæfir. Eins og það er heilög skylda hvers manns að verja föðurland sitt, ætti það að vera heilög skylda hvers lýð- ræðisþegns að verja lýðræðið, hverju sem til þarf að kosta. Ef við áttum okkur ekki á því heldur fyrr en seinna, er ekkert liklegra en börnin hans Eðvalds Hinrikssonar éigi eftir, ásamt börnunum okkar, að upplifa sömu skelfingarnar og dundu yfir hann — að berjast gegn ofbeldinu fyrir frelsi föðurlands- ins — bíða ósigur og verða að flýja eitthvað út í heiminn í leit að nýju föðurlandi. Torfi Ólafsson. Kuldaleg góuveðrátta á Ströndum GJÖGRI, 17. marz. — Hér hefur verið leiðinleg veðrátta alla gó- una, kuldar og stormar og í gær og í dag hefur verið norðaustan bylur. Fé er allt á fullri gjöf og eiginlega hefur ekki verið hægt að róa í þrjár vikur. Eyrarbræður lögðu hákarlalínu fyrir hálfum mánuði en þeir hafa lítið fengið, þá sjaldan hefur gef- ið, svo þeir gætu vitjað um hat'.a. — Regína. Tímastýrð umferðaljós Á GATNAMÓTUM Hverfis- götu og Snorrabrautar voru menn í vikunni að vinna að því að setja upp umferðarljós, en þau hafa ekki verið þarna áður. Einnig er búið að koma upp staurum fyrir ný um- ferðarljós á gatnamótum Laugavegar og Nóatúns og komin eru til landsins ljós, sem setja á upp á gatnamótum Laugavegar og Klapparstígs og Tryggvagötu og Kalkofns- vegar. Þessi Ijós verða að því leyti frábrugðin þeim sem fyrir eru í bænum, að þau verða tímastýrð, kvikna ekki fyrir- áhrif skynjara, að því er Guð mundur Pétursson tjáði Mbl. Verður tímastillingin miðuð við hina ýmsu tima dagsins og umferðina, sem þá er. Einnig er ætlunin að taka grænu og rauðu ljósin úr sambandi á þeim tímum sem umferðin er minnst, til að tefja ekki vegfarendur og hafa í staðin gul blikandi Ijós. Þá gilda sömu umferðareglur á þessum hornum og þegar engin umferðárljós eru þar. (Myndina tók Sv. Þormóðs) l Fjölsótt árshátíð Skjaldar Stykkishólmi, 5. marz. ÁRSHÁTÍÐ Sjálfstæðisfélagsins Skjöldur í Stykkishóln.i var hald in í samkomuhúsinu þar laugar- dagskvöldið 4. marz s.l. Var þar mikið fjölmenni samankomið og fór hátíðin eins og alltaf áður sérstaklega vel fram og félaginu og þeim sem undirbjuggu hana til verðugs sóma. Hófst hún með sameiginlegu borðhaldi. Haraldur Jónasson formaður félagsins setti hátíðina en kynnir kvöldsins var Magnús Ó. Jónsson bifreiðastjóri. Tvöfaldur kvar- tett undir stjórn Víkings Jóhanns sonar söng og Bryndís Jónsdóttir og Þórhildur Pálsdóttir sungu með gítarundirleik. Þá var keppni í ræðumennsku sem Ólafur Guðmundsson sveitar- stjóri stjórnaði og spreyttu 5 ræðumenn sig á margvíslegu efni og var þeim fyrirmunað að segja eitt sérstakt orð, annars voru þeir úr leik. Einnig stjórnaði Ólafur spurningaþætti. Ræðumaður kvöldsins var Sig- urður Ágústsson alþm., en hann og frú hans komu um daginn úr Reykjavík til að sitja fagnað þennan. Minntist hann mjög á landhelgismálið og þá sigra sem unnizt hefðu í því og var máli hans vel fagnað. A að löghelga barsmíðar? FYRIR nokkru voru tveir Ne-| andertalsmenn leiddir upp á pali suður á Floridaskaga, annar hvít- ur, hinn þeldökkur. Börðu þeir hvor annan, þar til annar féll í rot. Sagt er að tekjur af þessari sýningu á ruddamennsku hafi gefið milljónir í aðra hönd Þessi atburður hefur gefið til- efni til þess, að einhver öfl telja, að nú sé tímabært, að Alþingi felli úr gildi einhver skynsam- legustu lög, sem sett hafa verið í þessu landi: Bann gegn þeirri| tegund ruddamennsku, sem af misskilningj hefur hlotið nafnið hnefa-„leikar“. Það vildi svo til, að á Alþingi var alger samstaða um þessa lagasetningu, þing- mönnum til mikillar sæmdar og verðugs hróss, enda varð ‘af þessu meiri og. betri landkynn- ing fyrir ísland en vitað er um í háa herrans tíð. Sl. sunnudag eru nokkrir menn til kvaddir í Morgunblaðinu að bera vitnj um það, að sjálfsagt sé að lýsa þessa ruddamennsku lögmæta á ný. Röksemdir þeirra eru í stuttu máli þær, að menn geti meitt sig við iðkun fleiri íþróttagreina. Þessi malflutning ur er vitanlega út i hött. Það er rétt, að menn geta fótbrotnað á skiðum, nefbrotnað í knatt- spyrnu og gengið úr liði í glímu. En þegar slíkt kemur fyrir, er það óhapp. Aftur á móti er það þáttur í sjálfri hnefa-„leika“- keppninni að berja mann nið- ur. Það er sem sé ekkj óhapp eða óviljaverk, ef maður er rotaður og borinn burtu rænulaus í bar- smíðakeppni heldur snilldarlega af sér vikið. Hver viti borinn maður sér, að slíkar „röksemdir" fá ekki staðizt. Hitt er öllu furðulegra, sem fram kemur í viðtali við sjálfan yfirlögregluþjón bæjar- ins Erling Pálsson, hinn mæt- asta mann, er hann lætur hafa þetta eftir sér: „Gott er líka, að menn kunni að verja sig, en það læra þeir í hnefaleikum". Eigum við, venjulegi-r borgarar, að trúa því, að menn geti ekki gengið óhultir um götu Reykja- víkur án þess að „kunna að verja sig“? Eg hélt, að starf lögregl- unnar í siðuðu þjóðfélagj væri j meðal annars það, að verja borg I arana gegn árásum ofbeldis- manna? Það er býsna primitivit þjóðfélag, ef menn þurfa að æfa einhverja sérstaka slagsmálatil- burði til að verja sig. Annars skiptir það í sjálfu sér minstu máli þótt einn hnefaleika maður roti annan. Það er þeirra mál, og þjóðfélagið stendur jafn rétt eftir sem áður. En það er mál okkar allra, ef það skal talið íþrótt að berja fólk. Barsmíðar og kennsla í barsmíðum miðar áð því einu- að gera menrj að meiri ruddum, — líkamsárásir í formi hnefaleika eru til þess eins að „brútalísera“ menn. Það er vafalaust þetta sjónarmið, sem vakti fyrir hinu háa Alþingi, er það bannaði þennan ósóma. Við þessar línur vihlj ég að eins bæta þessu: Það var ekki fyrr búið að banna hnefaleika, en íþróttafélag eitt hér í bæn- um tók af kappi að auglýsa I kennslu í „júdó“, stór-háskalegri íþrótt sem upprunnin mun vera austur í Japan og hefur það með i al annars til síns ágætis að- þeir, | sem leiknir eru í henni, geta í snarkasti beinbrotið menn eða gengið frá þeim að fullu og öllu. Vera má, að „júdó“ sé þáttur í | því að „kunna að verja sig“ En með leyfi að spyrja: Gegn hverj um ber slíka nauðsyn til að verja sig? Eg spyr máske eins og barn, en aldrei hefi ég orðið þess var, að ekki sé ó'iætt að ganga um götur höfuðstaðar hins unga íslenzka lýðveldis, sáttur við Guð og menn, í fullkomnu andvaraleysi. fslendingar eru friðsamir menn og yfirleitt bezta fólk. Það er al- gjör óþarfi að kenna þeim bar- smíðlar eða önnur fantabrögð. Það er ekki aðeins óþarfi, það er siðleysi, villimennska. Thorolf Smith. Vísitalan 104 stig SAMKVÆMT skýrslu Hagstofu fslands var vísitala framfærslu- kostnaðar 1. marz 1961 104 stig'. Og hefur haldizt óbreytt frá 1. febr. sl. Hinir ýmsu liðir t. d. vörur, þjónusta, opinber gjöld o. fl. eru allir óbreyttir frá 1. febr. Að lokum söng Árni Helga- son nýjar gamanvísur. Síðan var stiginn dans. Kristján Bjartmars fyrrum oddviti var heiðursgestur árs- hátíðarinnar, enda varð hann 75 ára þennan sama dag. Ávarpaði Sigurður Ágústsson alþingis- maður afmælisbarnið. Færði hann Kristjáni þakkir fyrir störf hans í þágu kauptúnsins og í þágu Sjálfstæðisflokksins og hátíðargestir hylltu Kristján í lok ræðu alþingismannsins. «$» «$» ♦*♦ ♦♦♦ «$» ♦♦♦ ♦♦♦ ♦< ÚRSLIT í 6. umferð sveitakeppni meistaraflokks hjá Bridgefélagi kvenna urðu þessi: Sveit Sigríðar Ólafsdóttur vann sveit Þorgerðar Þórarins- dóttur 39:33 4—0. Sveit Dagbjartar Bjarnadóttur vann sveit Sigríðar Jónsdóttur 54:44 4—0. Sveit Eggrúnar Arnórsdóttur vann sveit Ástu Flygering 61:21 4—0. Sveit Elínar Jónsdóttur vann sveit Guðrúnar Einarsdóttur 78:49 4—0. Sveit Laufeyjar Þorgeirsdóttur vann sveit Júlíönu Isebarn.81:38 4—0. Úrslit í 7. umferð. Sveit Þorgerðar vann sveit Elínar 73:29 4—0. Sveit Sigríðar Ó. vann sveit Sigríðar J. 55:33 4—0. Sveit Dagbjartar vann sveit Ástu 58:52 4—0. Sveit Júlíönu vann sveit Egg- rúnar 60:54 4—0. Sveit Laufeyjar vann sveit Guðrúnar 66:29 4—0. Að sjö umferðum loknum er staðan þessi: 1. sveit Dagbjartar 20 stig 2. — Laufeyjar 20 — 3. — Eggrúnar 19 4. — Sigríðar Ó. 19 — 5. — Eiinar 15 _ 6. — Júlíönu 16 7. — Ástu 10 8. — Sigríðar 9 — 9. — Þorgerðar 5 — 10. — Guðrúnar 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.