Morgunblaðið - 21.03.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.03.1961, Blaðsíða 24
ÍJbróttir Sjá bls. 22 oraiutMaMín Ég er 43 ára Sjá bls. 10 66. tbl — Þriðjudagur 21. marz 1961 Háseta tók út af m.b. Klæng Bergsteinn Stefán Sófus Jóhann Gestur Jakob Kristinn Nábist um borð en lézt i böfn • * ÞORLÁKSHÖFN, 20. marz: — Á sjöunda tímanum síðast- liðinn sunnudagsmorgun tók háseta út af mótorbátnum Klæng ÁR 2 frá Þorlákshöfn. Hásetinn, Egill Snjólfsson frá Efri-Sýrlæk í Villingaholtshreppi, náðist um borð í bátinn aftur, en lézt skömmu síðar. Stjórnarkjör í sjálfseignar- mannadeild Frama í da<j og á morgun Listi lýðræðissinna er A-listinn 0 Fataðist sundið Báturinn var á leið í róður ©g var kominn um það bil hálftíma siglingu frá Þorláks höfn, þegar Egill heitinn féll af einhverjum ástæðum fyr- ir borð. Nokkur ylgja var úti fyrir, er þetta gerðist, og vestan átt. Egill var vel synt- ur og tók þegar sundtökin, en fataðist fljótt sundið. • Varpaði sér til sunds Einn skipsfélaga hans, Hörð ur Björgvinssson frá Þorláks höfn, varpaði sér þá til sunds og náði honum eftir að hann var búinn að vera 10—15 mínútur í sjónum. Egill var þá orðinn meðvitundarlaus, en komst til meðvitundar eftir nokkrar lífgunartilraun- ir um borð í bátnum. • Skyndileg breyting Strax og mennirnir bóðir voru komnir um borð var haldið til Þorlákshafnar, og virtist félög- um Egils að hann væri kominn úr allri hættu, þegar komið var í höfn. Kallað var á lækni frá Selfossi, en á meðan hann var á leiðinni til Þorlákshafnar, varð breyting á líðan Egils, og var hann lótinn er læknirinn kom. Lífgunartilraunum var haldið áfram í marga tíma með súr- efnistækjum, en þær tilraunir báru ekki árangur. í DAG hefst stjórnarkosn- ing í Bifreiðastjórafélaginu Frama. Kosið er í skrifstofu félagsins Freyjugötu 26 og hefst kosningin í dag kl. 1 e.h. og stendur til kl. 10 síðd. Á morgun heldur kosning- unni áfram á sama stað og tíma og lýkur kl. 10 síðd. á miðvikudag. Tveir listar eru í kjöri. A- listi sem borinn er fram af aður þekktum forustumönnum bifreiðastjóra undir forustu Berg steins Guðjónssonar, sem verið hefur formaður félagsins í 14 ár og í stjórn félagsins í samtals 18 ár. Hefur hann ásamt stuðnings mönnum sínum barizt fyrir og komið í framkvæmd öllum helztu hagsmunamálum . stéttarinnar enda notið mikils trausts hjá bifreiðastjórum eins og sést bezt á því, að þeir hafa valið hann til forustu í málum sínum hátt á annan áratug. Nú hefur kommúnistum tekizt að rjúfa þá einingu lýðræðis- sinna sem verið hefur um hags munamál bifreiðastjóra og feng ið í lið með sér ýmsa framsóknar menn sem sett hafa annarleg sjónarmið ofar þeim félagslegu og hyggjast nú fella Bergstein Guðjónsson, en kjósa í hans stað Moskvu-kommúnistann Ingjald ísaksson. Þess er vænzt, að Framafélagar hrindi þessari pólitísku árás kommúnista og tryggi með at- kvæði sínu að kommúnistar nái ekki tökum á hagsmunasamtölr um bifreiðastjóra, Listi Iýðræðissinna er þannig skipaður: Form., Bergsteinn Guðjónsson. Bústaðav. 77, Hreyfill; Varaform. Stefán Hirst, Álfheimum 31, Bæjarleiðir; Ritari, Sófus Bend- er, Hrísateig 15, Borgarbíl; Með stjórnandi, Jóhann V. Jónsson, Frh. á bls. 2 Þrenn ný lög frá Alþingi EFRI deild Alþingis sam- þykkti á fundi sínum í gær þrenn ný lög. Voru það frum- varp um lánasjóð íslenzkra námsmanna, frumvarp um Framkvæmdabanka íslands og frumvarp til nýrra ábúðar- laga. Frú Jóhanna Magnúsdóttir frá Staðarhrauni látifl SUNNUDAGINN 19. þ.m. lézt hér í bæ á 93. aldursári frú Jóhanna Katrín Magnúsdóttir, ekkja séra Stefáns Jónssonar, prófasts á Staðarhrauni. Frú Jóhanna Magnúsdóttir var af Langholtsætt, fædd í Syðra- Langholti í Hrunamannahreppi 9, sept. 1868, dóttir Magnúsar bónda þar Magnússonar (sem var föðurbróðir sr. Magnúsar Andrés sonar á Gilsbakka og þeirra syst kina, séra Guðmundar Helgason ar í Reykholti og þeirra systkina, og móðurbróðir séra Árna Þórar- inssonar á Stóra-Hrauni). Hún giftist 1894 séra Stefáni Jónssyni, prófasti í Mýraprófastsdæmi, sem sat á Staðarhrauni frá 1892 til 1927. — Þau hjóhin voru barn laus. Egill heitinn Snjólfsson var 22 ára að aldri, ógiftur, einka- sonur hjónanna á Efri-Sýrlæk Oddnýjar Egilsdóttur og Snjólfs Snjólfssonar. Hann hafði róið margar vertíðir frá Þorlákshöfn. — M.Bj. stjórn og trúnaðarráði félags ins og studdur af lýðræðis- sinnum og B-listi kommún- ista. A-listi lýðræðissinna er skip- Kynþáttaaðcfreininfj t Sovétríkjunum MOGADISCIO (tp), 17. marz: j lands, að allir sómalskir ríkisborg Sjö stúdentar frá Sómalílandi, ara, sem enn eru í Moskvu, verði sem eru nýkómnir til Mogadiscio frá námsdvöl við háskólann í Moskvu, hafa kvartað undan því kallaðir heim, og að þetta mál verði tekið upp á vettvangi Sam einuðu þjóðanna. við ríkisstjórn sína, að í Sovét- ríkjunum sé gerður greinarmún ur á mönnum eftir kynþáttum, og bitni það mjög á Afríkumönn um, sem þar séu við nám. Þeir lýstu því yfir, að kommúniskir ernindrekar hefðu lokkað þá til þess að fara til Sovétríkjanna til náms, með því að gefa þeim al- ranga hugmynd um ástandið þar, og í Mskvu -hefðu þeir búið við alls óþolandi skilyrði. Sovézkir ríkisstarfsmenn hefðu knúð þá til að lifa í algerri einangrun frá rússneskum stúdentum og stúdentum annarra þjóða, sem við nám voru í Mskvu. Hinir blökku stúdentar kváðust hafa verið gersamlega varnarlausir gegn þessari niðurlægjandi með ferð. Stúdentarnir hafa nú farið þess á leit við ríkisstjórn Sómalí Þýzkur sjómaður á sjúkrahús í Eyjum VESTMANNAEYJUM, 20. marz. Seinnipartinn í dag kom varðskip ið Óðinn með skipverja af þýzk um togara hingað til Vestmanna- eyja. Skipverjinn var lagður hér á sjúkrahúsið. Hann mun þó ekki hafa slasazt, heldur þjáðist hann af þrálátum eyrnaverk, svo talið var ráðlegra að flytja hann á sjúkrahús. Þessi þýzki togari var að veiðum einhvers staðar skammt frá Eyjum. Óðinn hélt þegar aftur úr höfn, er tekið hafði verið á móti Þjóðverjan- um. Lýðrœðissinnar sjálfkjörnir Hundrað lestir AKRANESI, 20. marz. — Á laug- ardag fiskuðu bátarnir hér sam- anlagt hundrað lestir. Enginn einn skaraði fram úr. Þeir voru með 4,' 5 og 6 lestir, og þaðan af mihna. Tveir bátar réru í gær og fengu lítið sem ekkert. Tuttugu bátar eru á sjó héðan í dag. — Tungufoss kom hingað skömmu eftir hádegi með poka handa Sem entsverksmiðjunni, og síðan lest- ar hann hrogn. — Oddur. í launþegadeild Frama LISTI lýðræðissinna í Laun- þegadeild Bifreiðastjórafélags ins Frama varð sjálfkjörinn þar sem kommúnistar fengu þar engan mann til að ganga erinda sinna. Stjórn Iýðræðisssinna í deildinni er þannig skipuð: Formaður, Samúel Björnsson, Eskihlíð 12, Landleiðir; Varform. Grímur Friðbjöirnsson, Bræðra- borgarst. 35, Steindór; Ritari, Kárj Sigurjónsson, Sólvallag. 68A Steindór; Varastjórnendur Adam Jóhannsson, Sólvallagötu 20, Steindór; Tómas Sigurðsson, Hringbraut 23 Hafnarf., Land- leiðir; Flokkur Adenauers vinnur stórlega á BONN, 20. marz (Reuter). — Flokkur Adenauers, Kristilegi lýðræðisflokkurinn vann mikið á í sveitarstjórnarkosningum sem fram fóru í fylkjunum Norður- Rín-Westfalen og Neðra Sax- landi. Um líkt leyti og úrslitin voru tilkynnt kom Willy Brandt for- ingi þýzkra Jafnaðarmanna heim úr Ameríkuför sinni. Fer nú að draga að kosningabaráttu milli hans og Adenauers, en litið er á sveitarstjórnarkosningar þessar sem síðustu skoðanakönnun, áður en slagurinn hefst. 45% atkvæða Kristilegi flokkurinn vann sig- ur í Norður-Rín-Westfalen. Hlaut hann þar 3,7 milljónir atkvæða eða um 45% atkvæða. í sam.bæri- legum kosningum fyrir fjórum árum hafði hann 38,2%. Jafnaðar menn fengu nú 40,7%, en höfðu 45% árið 1956. í Neðra Saxlandi er Jafnaðar- mannaflokkurinn enn öflugasti flokkurinn. Hlaut hann 38% at- kvæða eða álíka mikið og 1956. Kristilegi flokkurinn jók fylgi sitt hinsyegar stórlega, úr 20% í 28%. Smáflokkar töpuðu í kosn ingunum. Virðist nú stefna óðum að hreinu tveggja flokka kerfi í Þýzkalandi. Hrifinn af Kennedy Þessi úrslit voru lítið fagnaðar efni fyrir Willy Brandt foringja Jafnaðarmanna, sem kom í dag Eldur í viftustokk f GÆRMORGUN um hálf ellefu leytið kom upp eldur á Vestur- götu 33. Þegar slökkviliðið kom á vettvang lagði mikinn reyk frá tveim álmum hússins. Eldur reyndist vera laus í viftustokk, sem liggur utan á húsinu frá kaffi brennslu, sem þarna er. Slökkvi liðinu tókst fljótlega að kæfa eld- inn, og urðu skemmdir litlar sem engar á húsinu. heim úr Ameríkuför sinni. Hann ræddi við fréttamenn en vildi ekki tala um kosningar þessar, heldur um Ameríkuför sína. Hann sagði að hún hefði orðið á- nægjuleg og lærdómsrík, sérstak lega þó dagstund sú sem hann eyddi með Kennedy hinum nýja forseta. Brandt sagði að það hefði vak- ið athygli sína hve viðhorf demo kratastjórnar Kennedys eru á ýmsan hátt gerólík viðhorfum Eis enhowers. Hann sagði að Kenn- edy væri miklu frjálslyndari, hreyfánlegri og virkari í stjórnar aðgerðum. Taldi Brandt að nú væri mikil hætta á því, að Þjóð- verjar misstu aðstöðu sína til að hafa áhrif á Bandaríkjastjórn, nema Þjóðverjar ijálfir fengju djarfari og hugmyndaríkari þjóð- arforustu. i Nauðugur í í njósnahring j LONDON, 20. marz. (Reuter) I Einn hinna ákærðu í njósna- I réttarhöldunum brezku sagði fi í dag, að hann hefði streitzt á móti þegar hinir rússnesku njósnarar þvinguðu hann til að afhenda sér ýmis leynileg gögn um vopnatilraunir brezka flotans. Maður þessi sem heltir Henry Houghton starfaði við tilraunastöð brezka flotans í Portland og hafði m.a. aðgang að mjög þýðingarmiklum teikningum af ýmsum tUrauna vopnum. 2 Ég var neyddur með hótun V um tU að starfa með njósnur t unum, en þegar ég tók ljós- £ myndir af teikningunum stillti I ég jafnan svo til, að myndin á 1 filmunni varð óskýr. Á mynd l unum var hægt að sjá helztu íi útlínur, en þær voru nógu I mikið út úr fókus til þess að 1 hin þýðingarmiklu smáatr'ði I sáust ekki. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.