Morgunblaðið - 22.03.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.03.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 22. marz 1961 Henzie Raeborn Dr. E. Martin E. Browne ur. Ógleymanlegur öllum, sem nokkuð höfðu af honum að segja. —Hann var einn af hvatamönn- um . þess, að Religious Drama Society varð til, en eftir heims- fundinn í Rauyomont í fyrra, þar sem E. Martin Browne var einn aðalmaðurinn, er það félag að undirbúa heimssamtök, til kynn- ingar þessari bókmenntagrein, og til samvinnu fyrir þá, sem hafa á henni sérstakan áhuga. Hann hefir fært nokkra gamla helgi- leiki til nútimaforms og séð um útgáfu þeirra. Og það mun vera að mestu leyti verk hans, að leik- irnir í York voru endurvaktir. Auk alls þessa hefir E. Martin Browne komið við sögu ýmsra leikhúsa og leikflokka í Englandi fyrr og síðar, enda hefir hann verið heiðraður á ýmsan hátt, t. d. gerður að félaga í „The hljóta að hafa áhuga á að njóta þess, er þau hafia að bjóða. Ýms- ir leikmenntamenn mnnu ef til vill einnig kannast við nafn E. Martin Browne sökum þess ,að hann hefir í mörg ár verið for- seti í British Drama League, sem munu vera heimsins fjölmenn- ustu samtök, er fást við leikræn efni. Það er heiður að því fyrir okk- ar Þjóðleikhús að bjóða þeim hjónum að hafa upplestur í leik- húsinu n.k. mánudagskvöld, og frá mínum bæjardyrum séð er það einnig háskólanum til sóma að hafa boðið þessum merka manni að flytja þar fyrirlestra. Þó að fyrirlestrarnir fari fram á vegum guðfræðideildarinnar, eru þeir almennir, og frjáls aðgang- ur bæði stúdentum og öðrum. Við fyrirlestrana mun frúin aðstoða mann sinn með upplestri ein- stakra kafla úr leikbókmenntum, til skýringar efninu. Að lokum vil ég aðeins taka það fram, að áhugaefni þeirra er ekki aðeins að kynna kirkju- lega leiklist í þrengstu merkingu, heldur nútímaskáld, sem náð hafa áheyrn og athygli langt út fyrir raðir kirkjulega sinnaðra manna, sökum þess að þau eru snillingar, sem tala til aldarinn- ar á sinn sérstæða hátt, eins og t. d. Eliot og Fry, sem enn eru allt of lítið kunnir meðal þjóðar vorrar. Jakob Jónsson Sigurður Haukdal formaður F.I.A. AÐAIFUNDUR Félags islenzkra atvinnuflugmanna árið 1961 var haldinn föstudaginn 17. þ.m. Af- greidd voru venjuleg aðalfundar störf. Stefáni Magnússyni, frá- farandi formanni, og öðrum stjórnarmönnum voru færðar þakkir fyrir unnin störf. Núverandi stjórn félagsins skipa þessir menn: Sigurður Haukdal, formaður, Ragnar Kvaran, varaformaður, Jón R. Steindórsson, gjaldkeri, Henning Á. Bjarnason, ritari, og Skúli Br. Steinþórsson, erl. bréf- ritari. Varamenn í stjóm eru: Bjarni Jensson og Guðlaugur Helgason. Upplesfur í Þjódleikhúsinu og fyrirlestur í Háskólanum ENSKI leikstjórinn, leikarinn og prófessorinn E. Martin Browne, les upp og flytur fyrirlestra, ásamt frú sinni, leikkonunni Henzie Raeburn. Upplestur í Þjóðleikhúsinu og fyrirlestrar í guðfræðdeild háskólans. Árið um kring er stöðugur straumur ferðamanna, sem fer um ísland frá Ameríku til Evrópu. í þessum hópi er margt menntamanna, sem mikill feng- ur væri að því að hafa nánari kynni af og gætu flutt með sér hin ágætustu menningaráhrif. Þegar ég hugsa til þessa, kemur mér í hug lækur, sem rennur óvirkjaður fram hjá bænum, En því meira gleðiefni er það, þeg- ar einhverjir gefa sér tóm til að stanza í nokkra daga, og miðla oss af þeim verðmætum, er þeir hafa yfir að ráða. Um næstu helgi eru væntanleg hingað til borgarinnar hjón, sem ég tel mikinn feng að því að fá í heimsókn. Er það enski leik- stjórinn og prófessorinn E. Mart- in Browne og frú hans, leikkonan Henzie Raeburn, sem einnig er prófessor. Þau munu hafa upp- lestrakvöld á mánudagskvöldið kemur í Þjóðleikhúsinu, en síðan mun E. Martin Browne flytja tvo fyrirlestra á vegum guðfræði- deildar háskólans á þriðjudag og miðvikudag. Það eru þó nokkur dæmi þess, að visindamenn og menntafröm- uðir í ýmsum greinum, er heima eiga í Evrópu, stunda fyrirlestra og kennslustörf við ameríska há- skóla. Fara þeir þá á milli tvisv- ar á ári. Gefur að skilja, að til slíks veljast ekki aðrir en af- burðamenn. Við guðfræðiháskól ann heimskunna, Union Theoloci- cal Seminary í New York hefir hin síðustu ár verið stofnuð sér- stök deild, sem helguð er leik- fræðum, og er þar leikmennt stunduð í stórum stíl. Þar hafa bæði Mr. E. Martin Browne og frú hans verið prófessorar undan farin'ár, og eru þau nú að koma frá þeim störfum, og eru á leið heim til Englands. Heima í föðurlandi sínu hefir E. Martin Browne mjög komið við sögu leiklistarinnar, bæði sem leikstjóri og forystumaður í víð- Misjöfn nflabrögð ó Dolvík Óvenjulegt loðnumagn tækum félagssamtökum. Hann hefir t. d. stjórnað frumsýningum á sjónleikum hins fræga skálds, T. S. Eliot, og að minnsta kosti sumum leikum eftir Christopher Fry. I nokkrum þeirra hefir kona hans leikið þýðingarmikil hlut- verk. Þeir, sem lesið hafa leikrit þessarra sérkennilegu leikrita- skálda eða séð þau á sviði, ættu því að hafa sérstaka ástæðu til að gleðjast yfir heimsókn þeirra hjónanna. Yfirleitt hefir E. Mart- in Browne haft mestan áhuga á ljóðleikum, trúarlegs eðlis. Með þessu á ég ekki aðeins við þá leiki, sem fluttir eru í kirkjum, heldur einnig sjónleiki, sem að kjarnanum til eru trúarlegs eðlis. En E. Martin Browne hefir gert meira en að sinna nútímaskáld- unum. Hann hefir einnig látið sér annt um að endurvekja fornan, kirkjulegan leikstíl miðalda- kirkjunnar, við hæfi nútímans. Hann var samverkamaður hins afburða gáfaða og snjalla manns, dr. Bell, biskups í Chichester, sem nokkrum íslenzkum guðfræð ingum var persónulega kunnug- Royal Society of Literature", og sæmdur heiðursmerkinu C. B. E. (Commander of the Order of the British Empire.). Eitt af síðustu afrekum E. Martin Browne sem leikstjóra er uppsetning hans á hinum fræga Daníelsleik, sem er saminn upp úr leik frá 12. öld og hefir vakið geysilega athygli bæði vestan og austan hafs. Frú Browne, — leikkonan Henzie Raeburn — hefir starfað t. d. við Shakespeareleikhúsið heimskunna í Startford-on-Avon og í leikflokknum Pilgrim Play- ers, sem maður hennar veitti for- stöðu um skeið. Auk þess hefir hún skrifað nokkra sjónleiki, leikið í kvikmyndum og sjón- varpi. Ég skrifa þessar línur til að kynna það fyrir Reykvíkingum, að hér eru engir meðal-menn á ferðinni. Verkefni þeirra innan leikhúss og kirkju eru þess eðlis, að bæði leikarar, prestar, stúdent ar í guðfræði og bókmennta- deild, og yfirleitt allir, sem leik- mennt og bókmenntum unna, DALVÍK, 20. marz. — Þótt tíð hafi verið stirð og umhleypinga- söm undanfarið og allvetrarlegt yfir að lítast, hafa samgöngur eða sjósókn ekki truflazt af þeim sök- um fram að þessu. Aflabrögð eru að vísu ærið misjöfn. Gnásleppu- veiðin hefur t.d. verið mjög rýr, enda vart komina sá tími sem grásleppan gengur venjulega upp að landinu. Engar landlegur Þorskveiðarnar hafa aftur á móti gengið vonum betur, og eng- ar landlegur orðið um nokkurt skeið. Björgúlfur, sem stundar togveiðar, hefur komið inn öðru hverju með 20—35 tonn eftir 2—3 daga útivist, og einu sinni með 20 tonn eftir sólarhring. Hannes Hafstein stundar netaveiðar, og er það í fyrsta skipti sem slíkar veiðar eru stundaðar héðan á þessum árstíma. Það hefur heppn azt ágætlega, aflinn eftir nóttina jafnaðarlega 6—7 lestir af óslægð um fiski. Allt er þetta stór þorsk ur og nokkur hluti hans kominn að hryggningu, að því er virðist. Loðnuveiðar Óvenjulegt loðnumagn hefur verið á miðunum úti fyrir undan- farið, og fiskurinn svo síltroðinn að með ólíkindum er, en loðnan hefur ekki gengið í fjörðinn fyrr en nú. Vélbáturinn Hafþór hefur stundað loðnuveiðar undanfarna daga og alltaf fengið fullfermi, og í dag er hann búinn að fá tvær hleðslur hér fram á víkinni, svo augljóst er að þorskurinn hefur nóg æti, sem lofar góðu urn framhald þorskveiðanna. — SPJ. •^Steðji^eða^Prestur H.H. skrifar: „Steðji var í mínu ungdæmi nefndur steinn sá sem stendur í Skeiðhól, en hann er milli Hvamms og Hvítaness í Kjós. Aldrei heyrði ég hann nefnd- an öðru nafni, fyrr en löngu síðar Staupastein. Merk kona, fædd í Kjósinni, sagði mér í tilefni þess sem stóð í Morgunblaðinu 19. þ. m. að hún hefði heyrt hann nefndan Prestinn. Gaman væri að hinn ágæti fréttaritari Morgunblaðsins í Kjósinni, Steini Guðmundsson á Valdastöðum, gengi úr skugga um hið rétta í þessu efni og skrifaði blaðinu það, og að steinninn fengi aftur sitt rétta nafn, þegar hans er getið í blöðum og annars stað- ar“. Velvakandi vonar að Steini sjái þessar línur og sjái sér fært að skrifa nokkrar línur þessu varðandi. Ég fletti upp í Árbók Ferða- félagsins um þetta og þar er steinninn kallaður Staupa- steinn. JPatentvegurjpfir Vatnaiökid í gær bættist Velvakandi í þann stóra og marglita hóp þeirra sem ræða og skrifa um ferðamál á íslandi. Ekki gekk ég þó eins langt og maður nokkur, sem nýlega lagði til í grein að lagður yrði að vetr- inum vegur yfir Vatnajökul, til notkunar fyrir ferðamenn að sumrinu. Þetta væru einir litlir 120 km, og ferðamenn mundu hafa ákaflega mikla ánægju af að aka þessa leið í bezta veðri, að því er hann taldi. Bjartsýnin lengi lifi! Vel- vakandi fór líka að láta sig dreyma. Hvað það væri dá- samlegt að aka í bíl beint upp í jökulröndina, sem alltaf væri auðvitað óbreytt eftir vetur- inn og áfram yfir jökulinn eftir braut, sem lögð væri í janúar, og engin stórhríð hefði getað unnið á eða bráðið krap fært í kaf, hvað þá jöklaþýfið fræga, sem í vor stöðvaði heil- an leiðangur jöklamanna, út- búinn með snjóbila og allan hugsanlegan útbúnað. Hvílík- ur dýrðar patentvegur það væri! • Himin^fir^tjaldstað Vatnajökull er stórkostlegur staður. Varla er að efa að út- lendu ferðamennirnir yrðií hrifnir, eftir vikuna veður- tepptir í tjöldum í hríð í júní- mánuði eða júlímánuði, þegar tjöldin væru komin næstum á kaf. Eða kannski það mætti að vetrinum útbúa himinn yfir væntanlega tjaldstaði á jöklinum? Já, það er margt sem viB gætum gert til að laða að ferða menn, ef allir legðu fram sín- ar hugmyndir. Við gætum orð ið frumlegasta ferðamanna- land í heimi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.