Morgunblaðið - 22.03.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.03.1961, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvik'udagur 22. marz 1961 Taugakerfi kynsldðanna listamennirnir GREIN þessi er eftir bandaríska leikritaskáldið Tennessee Willi- ams, og birtist hún fyrir nokkru í sunnudagsblaði bandaríska dag blaðsins The New York Times. Tilefni greinarinnar er ádeila, er birzt hafði nokkru áður í sama blaði eftir bandaríska blaðakonu, Marya Mannes, er starfar við tímaritið The Reporter. Grein sína nefnir blaðakonan „Plea for Fairer Ladies", og gagnrýnir hún þar leikritaval í leikhúsum á ar. Því var það, að ég hrópaði ekki á móti eins og hún, heldur reyndi ég að sefa hana með skyn samlegri skilgreiningu á mínu POV í listum, og sýna henni fram á, hvar okkur greindi á. (En hér ætla ég að nema staðar andartak til að skýra frá því, að POV er handhæg stytting á heitinu „point of view“ eða sjónarmið, sem not- að er á kvikmyndamáli).. Ég reyndi að sannfæra frúna af eins mikilli hógværð og mér var unnt, Úr „Endgame“ eftir Samuel Beckett, höfund Ieikritsins Beðið eftir Godot. Broadway í New York. SÍegir hún að of mörg þeirra leikrita, sem þar voru sýnd á síðasta leikári, hafi haft óþægileg áhrif á amer- íska leikhúsgesti — þeir hafi ver ið „kvaldir, hneykslaðir eða blátt áfram sofnað af að horfa á ógeð- felldar persónur gera ógeðfellda hlniti, talandi ógeðfellt mál“. Leik ritaskáldin Tennessee Williams og Lillian Hellman kveður hún hafa kosið „að kafa niður í orma- gryfjur“. Loks nefnir blaðakon- an óhemju vinsældir söngleiks- ins My Fair Lady sem sönnun þess, að menn hafi fremur smekk fyrir það, sem er fagurt og geð fellt í lífinu. Og hefst nú grein leikritaskálds ins: Ormagryfjur Síðast þegar ég var í Holly- wood, hringdi til mín kona að morgni dags — þekkt blaðakona með afkáralegan smekk á fötum, en heilbrigðan smekk á kvik- myndum — og réðst að m.ér eins og tígrisdýrsmóðir, sem ver unga sinn. „Ég vil vita, hvers vegna þér eruð alltaf að kafa ofan í ormagryfjur!" spurði hún. Þannig er, að mér geðjast að konunni, enda er ég áfjáður les- andi kvikmyndatímarita og hef átt margar skemmtilegar stundir við lestur sumra af hinum útvötn uðu skammargreinum hennar um stjörnur, er hegðuðu sér þannig, að þær særðu sómakennd henn- að ég sækti efnivið og persónur ekki í göturæsi, heldur í höfuð- straum lífsins. Mér tókst ekki að breyta því POV, sem hún hafði tileinkað sér, en þó virtist mér sem ögn hefði dregið úr ofsa henn ar. Fröken Marya Mannes hefur svipað POV og fröken Hedda Hopper (önnur blaðakona í Holly wood), og jafnvel móðir mín, sem oft segir við mig: „Sonur! Úr því að það er svo margt óskemmti- legt í heiminum, hvers vegna þarf þá endilega að vera að setja það á sviðið?" Það var hryggð fremur en reiði í rödd móður minnar, þegar hún sagði þetta, en einhvern veginn gerði það ekki spurninguna auð- veldari viðfangs fyrir mig, eink um þegar við það bættist, að son urinn hefur hræðilega sektartil- finningu í nærveru mömmu, þótt hann sé á miðjum aldri. Ég er ekki viss um, að ég hafi einu sinni reynt að svara henni, en mér til undrunar heyrði ég hana einu sinni sjálfa svara spurning- unni. Kona, sem var í heimsókn, spurði: „Frú Williams, hvers vegna sóar sonur yðar gáfum sín- um á svo sjúkleg viðfangsefni?" Og móðir mín svaraði um hæl, rétt eins og hún hefði alltaf vit- að svarið: „Sonur min skrifar um lífið“ — og hún sagði það með sannfæringu. Stærilegur hópur Mér þykir leitt að þurfa að tala um mín eigin verk og verja þau í svari mínu til fröken Mann- es, því að ég var ekki eini söku- dólgurinn, sem hún dró fyrir dóm. Aðrir verjendur í málinu eru Lillian Hellman, Albert heit- inn Camus, Jean Genet og fleiri geri ég ráð fyrir, svo sem Bertolt Brecht, Samuel Beckett, Jean Anouilh, Eugene Ionesco, Fried- rich Duerren matt og Edward Al- bee. Þetta er glæsilegur hópur manna, og ég er hreykinn að vera talinn meðal þeirra og vona, að varnarræða mín verði þeim ekki fjötur um fót. Ég er einnig að vona, að einhverjir þeirra geti tekið sér hlé frá hinu spillandi sköpunarstarfi sínu og talað sínu máli sjálfir. Við skulum byrja á staðreynd- unum. Strax og ég hafði lesið verk fröken Mannes, sem óneit- anlega gefur til kynna, að árið 1960 hafi svo til öll Broadway- leikhús ekki haft annað á boðstól- um en leikrit full af hryðjuverk- um, úrkynjun og sjúklegum við- bjóði, athugaði ég auglýsingar á sýningum þessara leikhúsa. Þar taldi ég fimmtán söngleiki og revíur. Af hinum níu leikritun- um, sem til sýningar voru, komst ég að því, að aðeins eitt eða tvö gæti hugsazt að yrðu talin spill- andi af fröken Mannes og hennar POV-bræðrum — hið stórfeng- lega og fyndna aðflutta verk, „Duel of Angels" eftir Jean Gir- audoux, og verðlaunaleikrit Lilli- ans Hellman, „Toys in the Attic“. Hin sjö viðfangsefnin, sem um ræðir, viðurkenna að vísu af mál- snilld og dramatískum yfirburð- um, að það er margt í tilveru mannsins, sem ekki er eins á- nægjulegt og menn gætu óskað, en þó er varla hægt að kalla þau „sjúkleg“ leikrit eða jafnvel úr- kynjuð, og frá húmanisku sjón- armiði eru þau öll eindregið já- kvæð. Að öllu þessu athuguðu virðist mér sem hættumerki frök en Mannes hafi verið óþarft, eða hún geri að minnsta kosti of mik- ið úr hættunni. Þó að hún skrifi af hófsemi, sem er einsdæmi meðal bræðra hennar, er hún augsýnilega þyrst í blóð, og það sem ég er að halda fram, er, að það er ekki mikið blóð að hafa, að minnsta kosti ekki í námunda við Times Squ- are; ekki nóg til blóðgjafar fyrir hvítvoðung með lítinn fingur- skurð. Við skulum nú taka fyrir mitt POV og hinna verjandanna frammi fyrir þessum óvæga og æ háværari dómstóli. Ég leyfi mér að halda því fram ,að frá mínu sjónarmiði hefur leikhúsmenning á okkar dögum stigið sitt stærsta skref listrænt séð með því að opna og lýsa upp kytrur, þak- herbergi og kjallarakompur mann legrar breytni og hátternis og hleypa inn þangað fersku lofti. Fröken Hopper gefur þessu heit- ið „göturæsi"; sama gerir Doro- thy Kilgallen (önnur blaðakona), og fröken Mannes líka er ég hræddur um, að minnsta kosti gefur hún það í skyn. Ég held, að það hafi ekki orðið mjög sjúklegur heldur mjög heil brigður vöxtur í uppsprettulind þessa tíma og efniviðar, sem stendur opin dramatískri list og leiksviðinu, kvikmyndatjaldinu og jafnvel sjónvarpinu, þrátt fyr- ir sjónarmið „ábyrgðarmanna“. Sjónarmiðið, sem ég er að verja, er í stuttu máli þetta: að enginn mikilvægur þáttur í lífi manns og breytni ætti að vera lokaður þeim, er skrifar fyrir kvikmyndir, leikhús og sjónvarp á þessum örlagatímum, svo fram- arlega sem það er gert í heiðar- legum tilgangi og af smekkvísi. Og ég vil bæta því við, að bar- átta við þessar framfarir í drama tisku frelsi er eins konar barátta fyrir því menntastigi fasismans, Tennessee Williams Visit", „Toys in the Attic", „The Zoo Story“, „Krapp’s Last Tape“, „Camino Real“ og „The Connec- tion“, en flest þessara verka eru svo fjarri Broadway, að ekki get- ur talizt hætta af þeim. Virðflileiki mannkynsins! Heróp þeirra, sem vilja koma skapandi höfði okkar undir exina, er: látið okkur fá leikrit, sem und irstrika virðuleika mannkynsins. Það út af fyrr sig er ágætt. Hið eina, sem hér er að, frá mínu sjónarmiði er, að okkur kemur Teíiiressee WilEiams rilar um leikrilagerð sem leiddi af sér bókabrennur nazistanna og „lagfærslu" á öll- um sviðum lista í Sovét-Rúss- landi stalinstímabilsins. Og ef menn muna eftir leik- húsaauglýsingunum, sem ég nefndi áður, getur svo farið, að þeir fallist á mín sjónarmið og telji, að þess háttar lagfærsla á listaverkum eins og „Caligula", „The Threepenny Opera“, „The Svísmynd úr „Fools are Passing Through" eftir Svisslend- inginn Friedrich Dúrrenmatt. Lekritið var frumsýnt í New York 1958. ekki saman um, hvað þetta há- stemmda slagorð þýðir í raun og veru; hvað er sannleikurinn um virðuleikann og mannkynið? Fólkið er auðmjúkt og ótta- slegið og sakbitið í hjarta sínu. Þetta á við um okkur öll — sama hve við streitumst við að láta á öðru bera. Sannfæring okkar um virðuleika okkar og jafnvel sóma er mjög veik, og þar af leiðandi höfum við meiri áhuga á persón- um á leiksviðinu, sem deila með okkur duldri sekt og ótta, og við viljum, að þær segi: „Ég skil þig. Við erum bræður; ástandið er óglæsilegt, en við skulum horf- ast í augu við það og berjast saman“. Það er ekki virðuleiki manns- ins, sem ég tel að ræða þurfi, heldur tvískinningurinn í mann- inum. Það er vitanlega freistandi fyr- ir mig að leggja hér út frá per- sónum í mínum eigin verkum —. Blanche DuBois, Serafina Delle Rose og jafnvel sjúku prinsess- unni Kosmonopolis — en ég ætla að reyna að sýna örlítinn virðu- leika og tala í þess stað um leik- rit Brechts, „Mother Courage", sem að mínum dómi er mest allra nútímaleikrita. Mother Courage — Móðir hug- rekki — var lítilmenni. Hun græddi á lengsta stríði í sögunni, fylgdi á eftir herjunum í vagni, sem varð æ tötralegri útlits, með vöruruslið sitt, sem hún seldi á eins háu verði og hún frekast gat, Eitt sinn afneitaði hún jafnvel syni sínum og lét lífláta hann, án þess að frá henni kæmi nokkurt óp annað en nístandi óp í hjarta hennar. En hvers vegna? Vegna þess að vagninn knúði hana á- fram og vitskert dóttir hennar Framh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.