Morgunblaðið - 22.03.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.03.1961, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLÁÐIÐ Miðvikudagur 22. marz 1961 Árshátíð Knattspyrnufélagsins Fram verður haldin í Tjarnarcafé laugardaginn 8. apríl n.k. og hefst kl. 7 með borðhaldi. Fjölbreytt skemmtiatriði. — Félagar eru beðnir um að tilkynna þátttöku sína í Bólstrun Harðar, Laugavegi 58, — Carl Bergmanns, Njálsgötu 26, eða Verzl. Straumnes, Nesvegi 33. Nefndin Húseigendur! ATHUGIÐ: — Vorannirnar eru að byrja. — Pantið handrið og girðingar tímánlega. — Mörg falleg mynstur, háar og lágar girðingar. Alltaf eitthvað við allra hæfi. MOSAIK H.F. Þverholti 15 — Sími 19860, eftir lokun 10775 velklædd velur Söluumbob HrÍA^pn G JjídoAan ? — Taugakerfi Framh. af bls. 8 og einfaldlega viljinn til að þrauka. Ég hef hér tilfært verk, sem ég tel að staðfesti þann eina virðuleika og sóma í nútímamerk ingu, sem ég get með sanni fall- izt á. Hamlet Fröken Mannes minnist aðeins á „My Fair Lady“, og hinir, sem fylla flokk hennar, eru furðu- lega tregir til að gefa okkur lista af leikritum, klassiskum eða nú- tímaleikritum, enkum þó nútíma, sem koma heim við siðferðikenn- ingar þeirra. Ef þú værir Hamlet prins og horfðir á sálarkvalir Ófelíu, hvort mundirðu þá hefja þig upp úr persónulegum vandamálum þín- um, að minnsta kosti stutta stund, og taka hana blíðlega í fang þér? Hvort mundirðu reka rýting gegn um tjald til þess að drepa mann sem stæði bak við það, eingöngu vegna þess að þig grunaði, en varst engan veginn viss, að hann gæti verið elskhugi móður þinnar og morðingi föður þíns? Frá mínu sjónarmiði séð var Hamlet grimmur maður. Hvað finnst ykkur um hann frá ykk- ar POV? Mikilleiki „Hamlets" er ekki fólginn í efninu, heldur í fram- sögunni. Það er hin dramatíska ljóðræna verksins, sígild og i æðstu röð, og ástríðan að leiða í ljós hinn óvirðulega og oft ósið- lega sannleika um mannkynið, sem gerir það að verkum, að „Hamlet" er slíkt meistaraverk og stórbrotin drama. Þannig er mitt sjónarmið eins og ég hef sýnt fram á með því að vitna í eitt klassiskt leikrit og annað nútímaleikrit. Um fröken Mannes og sálufé- laga hennar er það að segja, að þau misskilja algerlega skapandi eðli listamannsins og starf hans. Til eru tvenns konar verk: líf- ræn og ólífræn. Það er hugsan- legt að endurskrifa, að breyta eðli ólífræns (synþetisks) verks í listum, það er að segja verks, sem er orðið til fyrir eitthvað annað en nauðsyn, og er manninum ekki jafn nauðsynlegt og hjartsláttur- inn og andardrátturinn. En það er hægt að húðfletta höfund verks, sem er lífrænt og allt kem- ur fyrir ekki — það er ekki með nokkru móti hægt að fá hann ofan af trúnni á það, sem hann er að gera, hversu lágkúrulegt sem það verk kann að vera, eða að minnsta kosti að þínu áliti. Taugakerfið Taugakerfi allra kynslóða eða þjóða eru hinir skapandi menn, listamenn þeirra. Og ef þetta taugakerfi verður fyrir sterkum truflunum af umhverfinu, kemur truflunin óhjákvæmilega fram i verkinu, sem verður til í því, stundum óbeint, stundum ofsa- fengið og beint, og fer það eftir eðli og sjálfsstjórn listamannsins. Ég er ekki að fletta ofan af neinu atvinnuleyndarmáli, þó að ég bendi á, að margir listamenn, þar með taldir rithöfundar, hafa leitað hælis í geðsjúkdómalækn- ingum, áfengi, eiturlyfjum, flótta úr einum trúflokki í annan, o. s. frv. Að halda áfram upptalning- unni væri til leiðinda og óþarft. Sviptið list okkar tíma eina vor inu, sem hún á — það er, hinni sönnu túlkun á persónulegum og ásæknum vandamálum hennar og lausn þeirra í ritverkinu, og eftir verður jarðvegur, svo þurr og ófrjór, að jafnvel kaktusjurt mundi ekki geta þrifizt í honum. Staða varnarinnar er því þann- ig í stuttu máli: Við höfum ekki framið verri verknað en röntgen- myndavélin eða nálin, sem notuð er við blóðrannsóknir. Og þó svo þetta séu lækningatæki, held ég, að við höfum gert allt, sem við gátum til að benda á, hverjar eru heilbrigðu blóðfrumurnar og hvað er eðlilegi vefurinn í heimi nútímans, með því að beina ljós- inu að dökku blettunum og vír- usunum á þynnunum og í blóð- ræktinni. Auðvitað ættu My Fair Lady og My Lady of Unwilling Sick- ness að lifa saman heilbrigðu lífi hlið við hlið En ef önnur reynir að bola hinni burt, hvor þeirra er þá í raun og veru „the fair one“ — hin bjarta? Ford '55 sendiferðabíll hærri gerð. Skipti möguleg. Fiat 500 ’54. Verð kr. 25 þús. Skipti möguleg á yngri bil. Landrover ’58 með 10 manna húsi. Will’ys jeppi ’58. Höfum kaupendur að flestum tegundum bifreiða. Miklar útborganir. Gamla bílasalan RAUÐARA Skúlag. 55. — Símj 15812. • íbúð 2ja—3ja herbergja íbúð ósk- ast fyrir fámenna reglusama fjölskyldu. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 30. þ. ____ merkt: „1828“. Stangajárn H. Benediktsson h.f. Sími 38-300 Atvinna Vön skrifstofustúlka óskast strax. Vinnutíminn er frá 3,30 til 6,30. Hentugt fyrir ungar húsmæður með lítið heimili. Umsókn merkt: „A—1684“, leggist á afgr. Mbl. fyrir föstudagskvöld. Sparisjóður Kópavogs Tökum upp í dug Pennine Nælon garn Pennine ullar garn í öllum litum Sokkabúðin Laugavegi 42 CarBeigendur Það er kominn tími til að klippa trén. Nýja símanúmerið mitt er 3-74-61. Pétur Axelsson (áður HEIDE) NÝKOMIÐ Amerískar kvenmoccasiur POSTSENDUM IM ALLT LA\D SKÓSALAN Svartar og brúnar LAUGAVEGI 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.