Morgunblaðið - 22.03.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.03.1961, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 22. marz 1961 MORGVNBLÁÐ1Ð 23 — Meiðyrðamál Framh. af bls. 1. á stríðsárunum og hafði mörg ferleg orð um það. Meðal annars sagði blaðið berum orðum, að íhann vaeri meðsekur um morð fjölda danskra manna á stríðsár- unum. Undirrétt-ur gat ekki séð að þessi ummæli kommúnistablaðs- ins styddust við rök og staðfesti Hæstiréttur undirréttardóminn. — Ágætur fundur Framh. af bls. 2. kosnir þeir Tómas Hallgrímsson, Eggert Einarsson, Sigursteinn Þórðarson, Guðmundur Arason og Ólafur Þórðarson, Ökrum. í skipulagsnefnd voru kosnir þeir Friðrik Þórðarson, Símon Teitsson, Kristján Gestsson, Ey- vindur Asmundsson og Ásgeir Pétursson. Fundurinn, sem stóð fram yfir miðnætti, þótti takast mjög vel. - Alþingi Framh. af bls. 3. ráð skipað eftir reglum, sem nónar eru tilgreindar í frv. í 13. gr. laganna segir svo, að reisa skuli sérstakt hús fyrir lista- safnið, þegar nægilegt fé er til þess í fjárlögum eða á annan hátt. — ★ — -ó Á fundi neðri deildar í gær var frv. um verkstjóranámskeið einnig afgreitt sem lög frá Al- þingi. — Vesturveldin Framh. af bls. 1. 5) Vesturveldin fallast á algert bann við kjamorkusprengingum í háloftunum og er því samkomu- lag um það atriði. 6) Ennfremur fallast Vestur- veldin á það að hvert stórveldið Ihafi neitunarvald, þegar tekin er ákvörðun um fjárútgjöld eftirlits- stofnananna. • Prófraun á Rússa. Þessar tillögur Vesturveldanna ganga svo langt í samkomulags- átt, að nú virðist aðeins sáralítið sem skilur deiluaðilana. Telja stjórnmólafréttaritarar sýnt af þeim, að Vesturveldin vilji nú sannprófa til fulls, hvort Rússar eru yfirhöfuð reiðubúnir til að gera nokkurt samkomulag um stöðvun kjarnsprengjutilrauna. ‘Ef þeir hafni þessum tillögum, þá virðist einsýnt, segja menn að þeir muni hafna öllum tillög- um í málinu. ' Arthur Dean sagði að Banda- ríkin hefðu haft náin samráð við Breta um efni þessara tillagna. Fulltrúi Breta á ráðstefnunni, Ormsby Gore, tók stuttlega til máls á eftir Dean og herti á áskorunum hans til Rússa um að sýna nú loksins sáttavilja. • Tsarapkin ósáttfús Hvorugur þeirra Deans eða Ormsby-Gores mæltu einu ámæl isorði í garð Sovétríkjanna. Það kvað því mjög við annan tón, þegar fulltrúi Rússa, Tsarapkin itók til máls og hóf orðhvassar árásir á Vesturveldin. Hann byrj- aði ræðu sína, með harkalegri árás á Hammarskjöld og sagði Bð endurskipuleggja bæri SÞ. Þá réðist hann á Atlantshafsbanda- Jagið fyrir það að auka kjarn- orkuvígbúnaðinn, og ennfremur ■lýsti hann yfir að Sovétríkin hefðu áhyggjur af kjarnsprengju- tilraunum Frakka. Háskólafyrir- lestur annað kvöld SENDIKENNARINN í amerísk- um bókmenntum við Háskóla fs- lands, Dr. David Clark, prófess- or, heldur fyrirlestur fyrir al- menning í 1. kennslustofu háskól ans fimmtudaginn 23. marz kl. 8,30 e.h. um The Adventures of Huckleberry Finn eftir Mark Twain (Samuel Clemens). Þetta meistaraverk Mark Twains kom út árið 1885. Sagan lýsir því, hvernig Huck, 13 eða 14 ára gam all flökkudrengur, sonur drykkju rútsins í bænum, leitast við að sleppa undan tilraunum þess fólks, sem venjulega er nefnt ,,gott“, til að siða hann. Hann leitar hæli^ ó flótta niður ána Mississippi í félagi við Svarta Jim, strokuþræl, sem hann hjálp ar og gert hefir uppreisn líkt og hann sjálfur. — Gromyko Framh. af bls. 1 Stevenson til máls Hann sagði að sér hefði orðið mikið um að heyra ræðu Rússans, — enn hefði ægilegur gustur hins kalda stríðs farið um sali Sam- einuðu þjóðanna. Sagði hann að ræða Gromykos hefði bæði vak ið hneykslun og vonbrigði. Taldi hann að hún hefði verið haldin á versta tíma, einmitt þegar ætlunin hefði verið að fara að hefja nýjar aðgerðir til sátta í alþjóðadeilum. Úr því að þessi illa ræða Gromykos hefði verið haldin kvaðst Stevenson ekki komast hjá að hreyfa andmælum. Hann hrósaði Hammarskjöld fyrir heiðarleik hans og réttsýni. SÞ mættu hrósa happi að hafa slík- an mann að framkvæmdastjóra. Rússar vilja stríð Steverison sagði að kjarni þessa máls væri sá, að Rússar vildu ekki frið í Kongó, heldur sem allra mesta ólgu og jafn- vel styrjöld. Allar aðgerðir Rússa í Kongó-málinu miðuðu að því að skapa upplausn, ætl- uðu Rússar síðan að fita sjálfa sig á neyð kongósku þjóðar- innar. Tók Stevenson það skýrt fram, að Bandaríkin myndu eindreg- ið snúast gegn þessu rússneska ófriðarróti. Það yrði að hjálpa konósku þjóðinni og gera hana færa um að stjórna sjálfri sér. — Baráftan Frh. af bls. 1 ir úr Verkamannaflokknum, að þeim er ekki veitt innganga að nýju fyrr en eftir a.m.k. eitt ár og þá aðeins gegn þvi að þeir beiðist fyrirgefningar. En í á- skorun hinna 75 þingmanna, er lagt til að fimmmenningarnir verði teknir í flokkinn að nýju tafarlaust og formálalaust. Það er sagt á göngum þinghall arinnar, að deila sem þessi hefði aldrei getað komið upp þegar Attlee stjórnaði flokknum með ráðkænsku og festu. — Frami Frh. af bls. 24 izt veruleg lækkun á innflutn- ingsgjöldum af bifreiðum til leigubílstjóra og frjáls innflutn- ingur leyfður á bílum fyrir utan aðra fyrirgreiðslu sem bif- reiðastjórar hafa fengið varð- andi söluskatt og taxtahækkun. Margt af þessu voru að vísu sjálfsagðir og sanngjarnir hlutir, sem kommúnistum og framsókn armönnum sást þó yfir þegar þeir gátu ráðið einhverju um framgang mála. í kosningunum nú er barizt um þaff, hvort Bergsteinn Guff- jónsson meff næstum 20 ára forustu fyrir hagsmunamálum bifreiffastjóra á aff halda áfram forustunni effa viff á aff taka Ingjaldur ísaksson sem er þekktur fyrir þaff eitt, aff vera algert handbendi kommúnista- flokksins og algerlega áhrifa- laus og áhugalaus í öllum hags munamálum bifreiffastjóra. Framafélagar, hvort haldið þiff aff hafi meiri möguleika til að koma ykkar hagsmunamál- um framá Bergsteinn effa Ingj- aldur? Val ykkar er auðvelt. Standið eins og fyrr á verffi um sam- tök ykkar. Hrindiff árás komm- únistaflokksins og útsendara1 hans og tryggiff sigur ykkar meff sigri A.-Iistans. — Úr ýmsum áttum Framh. af bls. 12. Bandaríkjanna, er þær kom- ust í þeirra hendur — og telja má víst, að þær eigi nokkum þátt i því, að Banda ríkin eiga nú hinar full- komnu Polaris-eldflaugar, — sem taldar eru einhver öflug- ustu vopn vestrænna ríkja nú sem stendur, — alveg eins og hin þýzku V. 2-flugskeyti eru fyrirennarar ýmissa bandarískra og rússneskra eldflaugagerða. Áunniff sér rétt til eftirlauna Svo aftur sé vikið að rétt- arhöldunum vegna kröfu Ne- bels, má geta þess, að lesin hefur verið upp í réttinum yfirlýsing frá Wemher von Braun, þar sem hann telur einsýnt, að Nebel hafi með „hinum sögulega árangri sín- um“ á sviði vísindanna, og þá sérstaklega að því er eld- flaugarannsóknir varðar, á- unnið sér rétt til eftirlauna, sem a.m.k. veiti honum sómasamleg lífskjör á ævi- kvöldi hans. — Von Braun starfaði undir stjórn Nebels árin 1930—’32 og ber mikla virðingu fyrir honum sem afar snjöllum vísindamanni. — íbróttir Framhald af bls 22. Svía á heimsmeistarakeppninni. Annar þeirra Gunnar Brusberg markvörður kemur hingað nú. Hann var heimsmeistari 1958 og er án efa frægasti markvörður sem hingað hefur komið. Lokað í dag vegna jarðarfarar Klavíð $• Jónsson & Co. h.f. Lokað í dag frá kl. 9 f.h. til 1 e.h. vegna jarðarfarar. Verzlun Halla Þórarins h.f. Vesturgötu 17 — Hverfisgötu 39 íslendingar fengu orð fyrir það í Þýzkalandi að eiga skytt- ur góðar. Það verður gaman að sjá hvernig þeim tekst í viður- eign við fyrrverandi heimsmeist- ara. Annar leikmaður Svía Kjell Jarlenius hefur leikið 17 lands- leiki og fjöldi annara 2—5 lands leiki. Þetta er því úrvalslið sem Valur hefur fengið hingað. ★ Miklir garpar í kvöld mæta Valsmenn sjálf- ir gesturri sínum. Valsmenn hafa fengið tvo lánsmenn, þá Gunn- laug Hjálmarsson ÍR og Pétur Antonsson FH til að leika með Valsliðinu. Þeir voru báðir í heimsmeistaramótsliði íslands, Gunnlaugur markáhæstur ís- lendinga og Pétur gat sér einnig gott orð. Ekki má gleyma Sólmundi markverði Vals, sem einnig var í Þýzka- landsförinni og stóð sig með stakri prýði. Það verða því fræknir garpar á Hálogalands- gólfinu í kvöld. Vafalaust mim ’ lítill salur hindra Sviana eitt- hvað í fyrsta leiknum — en það verður vart til annars en gera leikinn jafnari og tvísýnni. Innilega þakka ég öllum sem á, áttræðisafmæli mínu 22. febrúar, glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Guð blessi ykkur öll. Kristín Jónsdóttir, Hlíð Mínar innilegustu þakkir færi ég öllum þeim nær og fjær er minntust mín með skeytum, gjöfum, viðtölum og heimsóknum á sjötíu ára afmæli mínu 27. febrúar sl. Sérstaklega þakka ég oddvitunum Birni Jónssyni, Ytra-Hóli og Bjarna Ó. Frímannssyni, Efri-Mýrum, er færðu mér fyrir hönd gangna og fjalla.fara úr Vindhælis og Engihlíðarhreppum, skeyti ásamt gjöfum til mín og konu minnar í tilefni áttræðis afmælis hennar 18. sept. sl. — Guð blessi ykkur öll. Þverá, 10. marz 1961 Guðlaugur Sveinsson. Bróir okkar SÍRA SIGURÐUR ÓLAFSSON lézt að heimili sínu, 71 Walnut Street, Winniþeg 10, Canada, að morgni 21. marz. Þórunn Ólafsdóttir, Erlendur Ólafsson. Dóttir okkar og systir MARGRÉT GESTSDÓTTIR Miðstræti 5 andaðist þriðjudaginn 21. marz. — Jarðarförin auglýst síðar Gestur Árnason, Ragnheiður Egilsdóttir Egill Gestsson, Árni Gestsson. Systir okkar og móðursystir SIGRlÐUR PÉTURSDÓTTIR andaðist 20 þ.m. að heimili sínu, Hofsvallagötu 23. Fyrir hönd ættingja. Þóra Pétursdóttir HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Grænanesi andaðist í Landspítalanum aðfaranótt 21. þ.m. Jarðarförin auglýst síðar. Guðrún Magnúsdóttir Innilegt þakklæti er flutt ríkisstjórn íslands og öllum hinum mörgu nær og fjær sem heiðrað hafa minningu SR. FRIÐRIKS FRIÐRIKSSONAR dr theol við andlát hans og útför Kristin Friðriksdóttir og f jölskylda Adolf Guðmundsson og fjölskylda KFUM — KFUK Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar, fósturföður, tengdaföður og afa JÓNS BJARNASONAR frá Sandi. Kristín Jónsdóttir, Ólafur Ingvarsson, Guðrún Jónsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Petrea Georgsdóttir, Oddur Jónsson, og börnin. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för föður okkar og tengdaföður, EINARS RUNÓLFSSONAR Nina Þórðardóttir, Trausti Einarsson, Hanna Jónsdóttir, Hákon Einarsson, Guðrún Einarsdóttir, Unnsteinn Stefánsson, Hulda Pétursdóttir, Þórhallur Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.