Morgunblaðið - 22.03.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.03.1961, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 22. marz 1961 MORGl' NBLAÐIÐ 9 Virkisdýkið séð frá skemmtigarðinum. Gautaborg SUMARDAG einn 1760 ók vagn eftir ósléttum veginum í áttina til Gautaborgar. Hinn ungi mað- ur, sem í vagninum sat þekkti leiðina, því árið áður hafði hann verið á vesturströndinni og þá látið í Ijósi hrifningu sína á toorginni. Frá hæð einni, kipp- korn frá borgarhliðinu, leit hann yfir allt það, sem hann árið áð- ur hafði verið svo hrifinn af, — leit yfir það eins vel og hann gat, borgarmúrarnir þrengdu nú mjög að borginni. Við Drottningarhliðið kynnti maðurinn sig fyrir verðinum,, — Abraham Abrahamsson Húlpers, „kaupmaður frá VásterSs“. Þegar vagninn rann áfram götuna leit 'hann á húsin í kringum sig, eins og hann hitti þarna góða gamla vini. Þá var hann loksins í þeirri borg, sem hann í ferðaminning- um sínum frá fyrri heimsókn, sagði bera af öllum í landinu. Trén út með skurðunum, stæði borgarinnar og uppbygging, hin- ar beinu götur, hin líflega verzl- un var það sem hann hreifst af. En hann var ekki einn um það, því hinn mikli vísindamaður Carl von Linné hafði nefnilega árið 1746 kallað Gautaborg fal- legustu borg heimsins. Úr gluggunum í húsi mágs síns hafði Húlpers fallegt útsýni yfir Stóra hafnarskurðinn með öllum skútunum, járnflutniaga- prömmunum sem stjakað var að járnvoginni, — þarna voru konur sem skoluðu þvott á stórum flek- um. Hinu megin var ráðhúsið á- samt hinu nýbyggða skrifstofu- húsi borgarinnar þar sem fangels ið var einnig til húsa. Austurindiska félagið f augum hins unga manns var Gautaborg ekki aðeins falleg borg, — hún var spennandi æv- intýri, sem vakti drauma um fjar læg lönd og árangursrík fyrir- tæki. Kannske var það Austur- indiska félagið sem orsakaði þessa draumaútrás í huga Húlp- ers. Félagið hafði síðan 1731 að- setur sitt hér. Þegar Abraham Húlpers var í fyrsta skiptið í Gautaborg gafst honum kostur á að fara um borð í nokkur af hin- um stóru skipum félagsins, sem lágu við festar úti á skipalæginu. Hrifinn hafði hann skrifað hjá sér að hvert þeirra hefði kostað tvær tunnur gulls. Nú voru þau á leið til Kína. í húsi félagsins hafði hann séð kjallarann fullan af porselini og þrjár hæðir full- ar af tekössum, sem biðu eftir að kaupmenn víðsvegar að kæmu og yfirbiðu hvern annan við næsta uppboð. Næstu daga endurnýjaði vinur okkar kunningsskapinn í iðnað- arhverfum borgarinnar, sem hann hafði mikinn áhuga á. Hér voru meðal annars klæðaverk- smiðjur, pappírsverksmiðjur og sykurverksmiðjur sem veittu rúmlega þúsund manns atvinnu. Mesta vandamál iðnaðarins var hinsvegar skortur á faglærðum mönnum og á húsnæði. Innan borgarmúranna voru nú engar lóðir fáanlegar, — flest iðnaðar- fyrirtækin voru þessvegna í út- hverfunum. Fyrir utan borgar- múrana risu því úthverfin upp hvert á fætur öðru. í austri var það hverfi sem nefndist Stamp- en, — það var gegnum það hverfi sem ferðalangur okkar fór á leið til borgarinnar. í vesturátt voru það úthverfin Skansen, Kronan og Hagarna og út með ánni voru það Masthugget og Majorna, sem mest einkenndust af hafnarlíf- inu. Dvöl Húlpers í Gautaborg var brátt lokið. Sólin gekk til viðar eftir að hafa kastað síðustu kvöldgeislunum á hús Lennarts Torstenssonar. Síðan heyrðust aðeins hróp brunavarðarins, þeg ar hann vakti yfir hinum nú 10 þús. íbúum borgarinnar: Klukkan er ellefu orðin gegn óvinum eldi og bruna varðveittu, ó guð land vort og borg klukkan er ellefu orðin. Dag einn 1860 stóð stöðvarstjór inn við járnbrautarstöðina í Gautaborg við eitt af fjórum sporum hinnar stóru stöðvar og tók á móti lestunum. íbúar borg arinnar höfðu í tvö ár haft kom ur og brottfarir lestanha sem eitt af skemmtiefnum sínum, — horfðu forvitnir á þá sem komu og fóru, — ferðamenn og útflytj- endur, sem með hinn fátæklega farangur sinn höfðu lagt út á ævintýrabrautina, — ferðina til landsins hinum megin við hafið. Þeir sem þarn* stóðu og virtu fyrir sér farþegana þennan dag veittu sérstaka athygli ferða- manni einum, velklæddum og myndarlegum þegar hann gekk út úr stöðvarbyggingunni til að virða fyrir sér Gautaborg árið 1860. Nú voru borgarmúrarnir horfn ir, svo nú voru það eingöngu virk isdýkin sem vitnuðu um útlínur þessa gamla múrs. Ferðamaður- • • Onnur grein inn fletti upp í ferðahandbók sinni og las þar, að þetta v’arnar- kerfí hafði aldrei fengið tæki- færi til að reyna getu sína mót óvinaáhlaupi. Vissulega hafði legið við bardögum nokkrum sinnum, en móðir gæfa hafði allt af snúist í lið með íbúunum á síðustu stundu. Þannig höfðu- þeir aldrei séð stríð á götum borg arinnar. Danir reyndu árið 1678 að taka borgina, en voru reknir á flótta. Danska sjóhetjan Peder Tordenskiold reyndi árið 1719 á- samt liði sínu að taka virkið við Álvsborg og þannig opna sjóleið- ina til borgarinnar, en einnig hann var rekinn á flótta eftir þrjá daga. Borgin endurskipulögð Borgin átti sér hinsvegar ann- an og verri óvin, — eldinn, — ó- vin sem ekki var rekihn á flótta meðan timburhúsin stóðu uppi. Sex sinnum á árunum 1792 til 1813 brann mikill hluti borgar- in'nar. Næstum allar byggingar frá árunum frá kringum 1600 eyðilögðust í eldinum, en Krónu húsið og hús Lennarts Torstens- sonar stóðu þó eftir. Eldsvoðar þessir urðu hinsvegar óbein or- sök þess að borgin var endur- skipulögð. ,í staðinn fyrir timb- urhúsin komu nú steinhús, —. stærri og virðulegri. Ferðamað- urinn áðurnefndi - leit hin nýju hús í löngum tignarlegum röð- um út með hafnarskurðunum og auðvitað voru þau fallegustu út eftir Stóra hafnarskurðinum. Stóra torgið hét nú Gustav Adolfs torg, umgirt Ráðhúsi borg arinnar, Bæjarráðshúsinu og Kauphöllinni. Á miðju torginu stytta af Gustav II Adolf, þar sem hann bendir og segir: „Hér á borgin að standa“. Já, — það var rnikið að sjá í Gautaborg á þessum árum, — borg sem á nokkrum árum hafði sprengt hina voldugu umgerð sína, svo ört hafði hún vaxið. Hinumegin varnardýkisins gengu íbúar borgarinnar sér til skemmtunar á sunnudögum og á fögrum sumarkvöldum og virtu j . Framhald á bls. 17. .... er me: k.lð KAUPMENN ATHUG Ð MUNIÐ, AÐ EINGÖNGU HIÐ BEZTA EK NÖGU GOTT HANDA YÐAR VIÐSKIPTAVINUM H.f. Ölgerðin Egill Skallagnmsson Dragið ekki að kaupa öl og gosdrykki til hátíðariiinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.