Morgunblaðið - 22.03.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.03.1961, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 22. marz 1961 MORGVNBLAÐIÐ 17 V iðski pti og efnahagsmál Gengisskráning 20. marz 1961 Kaup Sala 1 Sterlingspund ...... 106,36 106,64 1 Bandaríkjadollar .... 38,00 38,10 1 Kanadadollar ........ 38,52 38,62 100 Danskar krónur .... 550,15 551,60 100 Norskar krónur .... 531,60 533,00 100 Sænskar krónur .... 735,70 737,60 100 Finnsk mörk .......... 11,85 11,88 100 Franskir frankar .... 774,55 776,60 100 Belgískir frankar 76,33 76,53 100 Svissneskir fr.... 880,25 882,55 100 Gyllini ............ 1057,60 1060,35 100 Tékkneskar kr..... 527,05 528,45 100 V-þýzk mörk ......... 957,20 959,70 1000 Lírur ............... 61,06 61,22 100 Austurr. sch......... 145,95 146,35 100 Pesetar .............. 63,33 63,50 Fasieignasala i Reykjavik Þátturinn hefur snúið sér til nokkurra fasteignasala í Keykja- vík og spurt þá um nokkur al- menn atriði varðandi fasteigna- sölu hér og hvernig viðskiptin ganga um þessar mundir. Salan er jafnan mismunandi naikil eftir árstímum. Mest er selt á vorin og síðan á haustin, þ.e. 1 apríl—maí og sept.—okt. Mun þetta standa að verulegu leyti í sambandi við hina almennu flutn ingsdaga, sem eru 14. maí og 1. október, eins og kunnugt er. Að- alsölutíminn er því ekki hafinn á þessu ári. En borið saman við sama tíma í fyrra og undanfarin ár, þá er salan frekar dræm núna, en er þó töluvert að glæðast, eft- ir að hafa verið óvenju lítil í vet- ur sem leið. Minni sala hefur leitt til þess, að útborgun er minni en áður. Nú er oft ekki borgaður út nema helmingur af söluverðinu, eða milli 50 og 60%, þegar um eldra húsnæði er að ræða. Á árinu 1959 voru % hlutar af söluverðinu al- geng útborgun, og er reyndar enn, þegar ný hús eru seld. Þeg- ar nú er borgað mikið út við kaup á eldra húsnæði, t.d. 80%, er oft hægt að fá töluverðan af- slátt af verðinu. Eftirstöðvarnar af kaupverðinu lána seljendur yfirleitt til 10 ára, .— og er þá miðað við jafnar ár- legar afborganir. Vextir af þess- um lánum eru nokkuð misjafn- ir, eða frá 7—9Yz%, en 9Yz eru nú hæstu leyfilegu vextir. Auk minnkandi útborgunar hefur tiltölulega nýlega orðið sú önnur breyting í fasteignasöl- unni, að mismunur á söluverði íbúða og byggingarverði þeirra er nú mun minni en áður. Þessi munur var oft mjög mikill. Bygg- ingarkostnaður hefur hækkað, en söluverð hefur lítið eða ekki hækkað að undanförnu. Söluverð þægindalítilla eldri húsa hefur jafnvel lækkað töluvert í ýmsum tilfellum. Beinar lækkanir eru þó ekki það miklar, að verulegu máli skipti, en sú staðreynd, að eldri hús hafa a.m.k. ekki hækk- að í verði táknar raunverulega lækkun, þegar borið er saman við hið almenna verðlag, sem fór hækkandi á síðasta ári. Söluverð einstakra íbúða er að sjálfsögðu mjög mismunandi, þó um svipaðar stærðir sé að ræða, enda er það margt annað en stærðin, sem skiptir máli. Miðað við nýtt húsnæði á hæðum, þá er algengt verð á þriggja herbergja íbúðum 420 þús., á fjögurra her- bergja íbúðum um 500 þús. og á sex herbergja íbúðum 550—600 þús. Fermeterlnn f nýju húsnæði kostar yfirleitt frá 4200—5500 kr. fbúðir í minni húsum eru allt að 10% dýrari en í blokkum. Þó eru blokkirnar alls ekki óvinsælar, enda fylgja þeim oft sérstök þæg indi, svo sem fullkomin þvotta- hús. Dyrasímar hafa líka mjög bætt aðstöðu þeirra, sem í blokk um búa. En eins og áður er sagt, þá er það margt sem skiptir máli varð andi markaðsverð á íbúðum. Allt af er mest spurt eftir húsnæði í Vesturbænum og oft er dálítill verðmismunur milli hverfa. Ann ars má segja, að allt gott og nýtt húsnæði, sem er tiltölulega ná- lægt Miðbænum sé dýrt, en lítið framboð er af slíku húsnæði. Sér hiti og sér inngangur eru mikils metin þægindi í tví- og þríbýlis- húsum. íbúðir í húsum, sem eru með lyftu, eru seldar töluvert dýrari en aðrar jafngóðar, í há- um húsum, og sama er að segja um þær, sem eru á hitaveitu- svæði. Og eru þá aðeins talin helztu atriðin, sem skipta máli við kaup og sölu á íbúðarhúsum. Visitala bygg- ingarkosnaðar Hagstofan hefur reiknað út vísitölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi í febrúar 1961 og reynd- ist hún vera 152 stig, miðað við grunntöluna 100 hinn 1. okt. 1955. Upphaflega byggingarvísitalan var miðuð við grunntöluna 100 árið 1939. Samkvæmt þeim grund velli væri vísitalan nú 1473 stig, eða nær fimmtáfnaldur kostnað- ur í krónutölu við byggingarfram kvæmdir miðað við það sem var fyrir 22 árum. Byggingarkostnaður hvers rúm meters í „vísitöluhúsinu", sam- kvæmt áðurnefndum útreikningi fyrir febrúar sl. er 1.418 kr. og áætlaður kostnaður í jafnvand- aðri sambyggingu er 1.276 kr. „Vísitöluhúsið" er ákveðið hús, sem lágt er til grundvallar við þessa útreikninga, og er það tví- býlishús af venjulegri gerð. Samkeppni og framleiðni Eins og kunnugt er ríkir mik- il samkeppni á flestum sviðum viðskipta á heimsmarkaðnum. Verðlag og vörugæði skipta mestu máli í þessari samkeppni. Hvoru tveggja ákvarðast af vinnuaflinu og tækninni sem beitt er við framleiðslu hinna ýmsu vörutegunda. Nú eru vinnulaun mjög mishá í hinum ýmsu löndum. Ef miðað er við. almennar iðngreinar fyrri hluta árs 1959, þá var meðal tíma kaup í nokkrum löndum, sem hér segir (í dollurum): Bandaríkin ...... 2,22 Svíþjóð.......... 0,94 Bretland ........ 0,68 Frakkland ....... 0,42 Að sjálfsögðu gefa hlutföllin milli tímakaupsins ekki rétta hug mynd um lífskjörin á hverjum stað þannig eru matvæli t.d. mun ódýrari í Frakklandi en í Banda- ríkjunum, en þó að tekið sé til- lit til þessa, þá er samt mikill munur á kaupinu. Þessi lönd og mörg önnur keppa á sömu mörk uðum með iðnaðarvÖrum sínum. í mörgum tilfellum eru vörurn- ar frá Bandaríkjunum ekkert dýrari en framleiðsla hinna land- anna, reyndar oft tiltölulega ódýr ari, þegar um framleiðslu stór- iðjufyrirtækjanna er að ræða. Hagkvæmur rekstur, góð skipu- lagning, og skynsamleg fjárfest- ing í vélum og tækjum er það Minningarorð Framh. af bls. 16 slíks af öðrum. Hann þoldi illa hangs eða slén við vinnu. Þar átti hann erfiðast með að halda nok'kuð stórbrotinni skapgerð | sinni í skefjum, ef hann sá að gengið var að verki með hysknij eða hangandi hendi. En þrátt fyr- ir það þótti gott að vinna undir t ihans stjórn og vinsæll meðal j undirmanna sinna. f heimabyggð naut Jón trausts ' almennings í hvívetna. Hann | hafði þar mörgum trúnaðar- störfum að gegna fyrir sveit J sína (Hofshrepp). Sat hann um, skeið í hreppsnefnd, sóknarn., skólanefnd, forðagæzlumaður og! virðingarmaður fasteigna. Hann var einn þeirra manna, ' sem á sínum tíma börðust fyrir . 'þvi, að síimi yrði lagður frá Sauðárkróki til Siglufjarðar með símstöð í hverjum hreppi. Var það mál sótt af miklu kappi, og árið 1910 komst á símasamband milli Sauðárkróks og Siglufjarð- ar. Jón var að jafnaði dagsfars- prúður, glaður og reifur, dálítið stríðinn og glensfullur ástund- um, og gat verið hnyttinn í orð- um. En allt var það saklaust gaman sem engan særði, og væri honum svarað í sömu mynt, brosti hann góðlátlega ánægður þá með jafnan leik. Hann hafði gaman af söng. Minntist oft á að hann hefði yndi af að heyra barnakóra syngja. Sjálfur var hann ekki mikill söngmaður, en tók undir söng í vinahóp. Hann bar fölskvalausa ást til föðurlands síns. Hann fylgdist af áhuga með frelsisbaráttu þjóðar- innar. Hjá honum var engin hálfvelgja í þeim efnum. Hann fagnaði innilega lýðveldistök- unni 1944. Hann aðhylltist hug- s j ónastef nu S j álf stæðisf lokksins og hvikaði aldrei þar frá. Jón var mikill trúmaður, en trúmálin votu hans einkamlál, og þeim flfkaði hann ekki á strætum og gatnamótum. Nú er þessi góði drengur allur. Nú hefur þessi fjörmikli og fjöl- hæfni starfsmaður lokið að fullu sínu margþætta degsverki, og hvatt þetta tilverusvið. Sorg og söknaður hefur sótt að eigin- konu og börnum við að kveðja góðan eiginmann eftir nær 50 ára farsæla sambúð og indælan og hugulsaman föður, sem þau elskuðu og virtu að verðleikum og gerðu elliárin honum léttbær- ari. Hér nyðra drýpur sorg hjá gömlu vinunum og starfsbræðr- um. En í gegnum tregatráin skín geisli gleði og þakklætis yfir því, að hann, þessi vinur okkar, var héðan kvaddur á honum hentug- um tíma. Við færum aldraðrí eiginkonu og bömum hugheilar samúðar- kveðju. Við hugsum æ til vinar vors, Jóns, með hlýjum vinarhug og þakklæti fyrir margar sam- verustundir .Við minnumst hans *:m ógleymanlegs og sérstaðs persónuleika. Guð blessi minningu hans. Páll Erlendsson. t VINUR MINN Jón Björnsson, fyrrum bóndi á Ljótsstöðum í Skagafirði, andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þann 10 þ. m. Ég ætla ekki að rekja æviferil hans hér, það munu þeir gera, sem kunna á því efni betri skil. Aðeins vil ég nú er hann er allur þakka honum samfylgd- ina og tryggð hans og hollustu sem gerir gæfumuninn og er und irstaða hinna háu launa. Allar þjóðir, sem ekki vilja sætta sig við léleg lífskjör verða að leggja áherzlu á þessi sömu atriði, sem eru undirstaða fram- faranna, en aðeins nokkur hluti mannkynsins hefur tileinkað sér þau fram að þessu. Löndin, sem nefnd voru hér að framan eru reyndar öll í þeim hópi, þótt ár- angurinn. sé mismunandi mikill enn sem komið er. Fiskikirkjan svokallaða, sem margir kannast við eftir að hafa heimsótt Gautaborg. — Gautaborg Frh. af bls. 9 fyrir sér stjörnurnar og tunglið milli trjátoppanna. Þegar ákveð- ið var að rífa borgarmúrana 1807 var jafnframt ákveðið að svæðið næst varnardýkinu skyldi ekki byggjast heldur verða tekið und- ir almenna skemmtigarða. Hér gekk nú vinur okkar með hand- bækur sínar. Sérstaka eftirtekt hans vakti að verksmiðjueigend- urnir voru jafnmargir og kaup- mennirnir, — klæðaiðnaðurinn var til dæmis mjög langt á veg kominn undir áhrifum frá Eng- landi. Út með ánni voru þrjú stór vélaverkstæði og af þeim var Al- exanders Keillers Göteborgs Mek aniska Verkstad stærst. Hinu megin árinnar voru það Lind- holmens verkstæðið og Járn- smíða og steypuverkstæðið Eriks berg. Þegar skyggja tók, gekk ferða- maðurinn í glöðum vinahópi til Lorensberg matsölustaðarins eft- ir að hafa séð leikritið sem þá gekk á leikhúsinu. Lorensberg var nokkuð sunnan við bæinn. Ekki datt vini okkar í hug að 1960 yrði þetta miðdepill borg- arinnar, þar sem eitt stærsta og virðulegasta hótel landsins yrði staðsett. G. Þór Pálsson. við þann málstað, sem hann taldi vera réttan. Öllum þeim, sem nokkur kynni höfðu af Jóni heitnum mun bera saman um, að han hafi verið ein- hver skemmtilegasti og viðfelln- asti maður, sem þeir hafa kynnzt. Alltaf og allstaðar, hvar sem hann var að hitta var hann með spaug og gamanmál á vörum. Var hann allra manna fyndnastur og hafði jafnan á reiðum hönd- um græzkulausa glettni. Var oft hlegið dátt að spaugilegum sög- um hans og glensi. En þrátt fyrir það, að Jón væri glettinn og allra manna glaðlyndastur var hann undir niðri alvörumaður, sem gerði sér fulla grein fyrir skyld- um sínum við Guð og menn og rækti þær skyldur flestum öðr- um betur, til hins síðasta. Var hann hamhleypa til verka, sí starfandi og hinn mesti eljumað- ur. Rak hann um áratuga skeið trésmíðaverkstæði á Siglufirði af dugnaði og fyrirhyggju. Á síðast- liðnu sumri var heilsu Jóns heit- ins tekið svo að hraka, að hann hætti starfrækslu sinni á Siglu- firði og flutti til Reykjavíkur. Grunar mig, að hann hafi lítt kunnað því hlutskipti að setjast í helgan stein, þótt vinnulúinn væri hann orðinn og nokkuð tek- inn að mæðast í glímunni við Elli kerlingu. En hann átti því láni að fagna, að banalega hans varð nærri engin og duðastríðið stutt. Var það mikil hamingja svo lífs- glöðu hraustmenni, sem hann var. Jón heitinn Björnsson var mað- ur hreinskiptinn og áreiðanlegur í öllum viðskiptum og- mátti I engu vamm sitt vita. Óvini átti hann áreiðanlega enga en fjölda vina, sem þótti vænt um hann og hlökkuðu jafnan til samfunda við þennan síunga og síglaða öld- ung. Munu vinir hans lengi sakna hans og minnast hans með virð- ingu og þökk. Kynni mín af þess- um drengskaparmanni voru með þeim hætti, að mér mun hann aldrei úr minni líða. Um leið og ég að síðustu votta konu hans, börnunum og öðrum ástvinum innilega samúð, þakka ég honum allar gleðistundirnar, sem hann veitti mér, tryggð hans alla og hollustu og bið honum blessunar Guðs, nú er hann hverf ur til hins fyrirheitna lands. Einar Ingimundarson. Afgreiðslumaður óskast strax eða um næstu mánaðamót. Einnig stúlka hálfan eða allan daginn. Kjötbúðin Bræðraborg Bræðraborgarstíg 16 HALL.Ó ! HALLÓ ! V erksmiðjuverð Peysur. Golftreyjur Sokkabuxur. Náttkjólar. Nær. fatnaður. Undirkjólar, Skjört. Mislitar barnabuxur m./teyju. Kvenbuxur skálmalausar úr bómull og „tricotine“. Rifflað flauel. Gardínuefni og m. m. fl. Opið frá kl. 1—6 e.h. IMærfataverksmiðjart Lilla h.f. Smásalan — Víðimel 63

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.