Morgunblaðið - 22.03.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.03.1961, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 22. marz 1961 MORGTJNBL AÐIÐ 5 MENN 06 = MALEFNI= EINS og sagt var frá í blaðinu lézt einn frægasti liljómsveit- arstjóri heims, Sir Thomas Beecham, af heilablóðfalli 8. marz sl. 81 árs að aldri. Heilsu hans hnignaði stöð- ugt frá því, að hann fékk lungnabólgu á ferðalagi um Bandaríkin í febrúar 1960. Þó hann fengi albata á lungna- bólgunni og gæti lokið ferða- lagi sínu, fóru kraftar hans dvínandi og hann fékk fyrsta heilablóðfallið nokkrum mán- uðum seinna, þegar hann var í leyfi í Sviss. Frá þeim tíma hefur hann ekki stjórnað hljómsveit. Af tónlistaruinnendum var Beeeham álitinn einn bezti hljómsveitarstjóri heimsins, og einnig var hann þekktur fyrir hnitmiðaða fyndni. Ef á- heyrendur gerðust hávaðasam ir, á meðan á tónleikum stóð, gat komið fyrir að hann hætti að stjórna hljómsveitinni, snéri sér að áheyrendum og flytti reiðilegan fyrirlestur um hvernig sæmilegt væri að hegða sér. Hann sagði einu sinni áheyrendum á tónleikum í London, að þeir væru „hópur villimanna". Við annað tækifæri gaf hann þessa yfirlýsingu: — Það eru tvær gullvægar reglur, sem hljómsveitir ætliu að fara eftir. Allir meðlimirnir eiga að byrja samtímis og hætta sam tímis. Áheyrendur skipta sér ekkert af því, sem skeður þess á milli. Faðir sir Thomas Beecham átti Iyf javerksmiðju og græddi mikið á henni, sonur hans erfði auðæfin og eyddi þeim öllum í þágu tónlistarinnar. Beecham var fæddur í Lancas hire í Norður-Englandi í apríl 1879, og var sonur sir Josephs Beecham, stofnanda hinnar frægu töflu-verksmiðju. Það er sagt, að sem drengur hafi Thomas eytt stórum hluta hvers dags á heimili sínu við að hlusta á tónlist og lært ut- an að f jöldan allan af tónverk- um. Þegar hann var 7 ára gam all kunni hann „Macbeth“ ut- an að. Hann notaði mjög sjald an nótur, er hann stjórnaði óperum, en þær munu hafa verið um 100. Sir Thomas og þriðja kona hans Þegar hann var 19 ára stjórn aði hann Hallé hljómsveitinni i Manchester, í forföllum Ric- hters, nákomins vinar og túlk anda Richards wagner. Fyrir fyrri heimsstyrjöldina kynnti sir Thomas Beecham Lundúnabúum óperur og ball etta, stórkostlegri en þeir höfðu nokkurntíma áðlur verið vitni að. Setti hann á svið þekkt rússnesk verk, óperur Richards Strauss og léttar franskar óperur. Beecham var aðlaður 1916 og einnig erfði hann titil föður síns að honum látnum. „Hann aðstoðaði Englending- inn Fredrick Delius meira en nokkur annar hljómsveitar- stjóri við að koma verkum hans á framfæri og tengja menn ósjálfrátt verk þessa blinda og lamaða tónskálds við nafn Beechams. Af 100 óperum er Beecham setti á svið stjórnaði í Eng- landi voru minnsta kosti 40 sem aldrei höfðu verið fluttar þar áður. Hann fékk Diaghilev ballettinn til þess að skemmta Lundúnabúum, einnig fékk hann hinn heimsfræga söngv- ara Shjaljapin og hinn unga Stravinsky og marga fleiri til þess að miðla þcim af list sinni. Hann stofnaði The Imp- erial League of Opera 1927 og kostaði það hann offjár. 1931 varð hann gjaldþrota og skuld aði margar millj. króna. Þetta myndi hafa orðið flestum að falli ,en sir Thomas var ham- ingjusamt barn. Hann hafði ennþá tekjur af lyfjaverk- smiðju og grat tiltölulega fljótt hafizt handa að nýju. Þetta ævintýri kenndi honum að vera varkárari. Hann setti á stofn Philharmoníu hljómsveit Lundúna 1932 og eftir síðari heimsstyrjöldina stofnsetti hann konunglegu philharmon íu hljómsveitina. Beecham ferðaðist nokkrum sinnum um Bandaríkin og hreif áheyrendur þar með frjálslegri framkomu á svið- inu. Á árum siðari heimsstyrjald arinnar dvaldizt hann um tima í Ástralíu, Canada, Bandaríkj unum og Meikó, en sneri heim til Englands 1944. Árið 1950 fór hann til Banda ríkjanna með konunglega phil harmoniu-hljómsveitina og hélt tónleika í 53 borgum. Beecham var þrí-giftur. Fyrstu konu sinn Uticu Well es frá New York, kvæntist hann 1903 og eignuðust þau tvo syni. Þau skildu 1943 og kvæntist hann skömmu siðar píanóleikaranum Betty Hum- by. Hún lézt af hjartaslagi í Buenos Aires 1958. Árið eftir kvæntist hinn 80 ára gamli hljómsveitarstjóri í þriðja sinn Shirley Hudson, sem þá var 27 ára gömul. Fyrir átta árum var Beecam spurður, er hann kom fram í brezka útvarpimi: — Hve lengi álítið þér að hljómsveit- arstjóri eigi að halda áfram að stjórna. Hann svaraði: — Ég hef mjög ákveðna skoðun á því máli. Ég ætla að halda áfram þar til ég hníg niður, en ég vona að allir mínir samtíðar- menn á þessu sviði séu ekki sömu skoðunar. síraujárnið, sem þú ert búinn að lofa mér? ★ Kennarinn: -— Hugsið ekkert um dagsetningarnar. Svörin við sparningunum eru hið þýðingar- n.:3 ta. Nemandinn: — Já, en ég vildi helz.t hafa eitthvað rétt á blað- inu. ★ Prófessorinn: — ftg hef verið rændur gömlu gulldósunum min um. Eiginkonan. — Fannstu ekki þegar hendj var stungið i vasa þinn. — Jú, en ég hélt að það vseri min eigin hönd. Skrifstofustjórinn (við dreng, sem kom hálfri klukkustund of seint): — í>ér hefðuð átt að vera kominn hér kl. 9. Skrifstofudrengurinn: — Nei. Hvers vegna, hvað kom .fyi^ir? Loftleiðir h.f.: — Leifur Eiríksson er væntanlegur frá N.Y. kl. 08:30. Fer til Stafangurs, Gautaborgar og Kaupmh. og Hamborgar kl. 10.00. H.f. Jöklar: — Langjökull fór frá Vestmannaeyjum í gær til Breiðafjarð ar- og Vestfjarðahafna. — Vatnajökull er í Amsterdam. H.f. Eimskipafélag íslands: — Brúar- foss er á leið til Rotterdam. — Dettifoss er í N.Y. — Fjallfoss er á leið til Is- lands frá N.Y. — Goðafoss fór frá Karls krona í gær til Helsingfors. — Gull- foss er í Hamborg. — Lagarfoss fer frá Hamborg í dag til Antwerpen. — Reykjafoss fór frá Siglufirði í gær til Isafjarðar. — Selfoss er í Rvík. Tröllafoss fór frá N.Y. í gær til Rvíkur. — Tungufoss fór frá Hvalfirði í gær til Keflavíkur, Hafnarfjarðar og Vest- mannaeyja. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er á Vest fjörðum. Esja er í Rvík. Herjólfur fer frá Rvík kl. 21 í kvöld til Vestmanna- eyja. Þyrill er á Austfjörðum. Skjald- breið er á Akureyri. Herðubreið kemur árdegis í dag til Rvíkur. Hafskip h.f.: — Laxá er í Havana. Skipadeild SÍS: — Hvassafell fór 20. þ.m. frá Odda til Akureyrar. — Amar- fell er í Keflavík. — Jökulfell kemur í dag til Reyðarfjarðar. — Dísarfell fór frá Hull í gær til Rotterdam. — Litla- fell er í olíuflutningum í Faxaflóa. — Helgafell er í Keflavík. — Hamrafell er á leið til Reykjavíkur. Eigi er ein báran stök. Yfir Landeyjasand dynja brimgarða blök, búa sjómönnum grand, búa sjómönnum grand. Magnast ólaga afl. — Einn ferkuggur í land. Rís úr gráðinu gafl, þegar gegnir sem verst. Níu, skafl eftir skafl, skálma boðar í lest. — Eigi er ein báran stök. — Ein er síðust og mest. Búka flytur og flök, búka flytur og flök. Grímur Tliomsen: Ólag. Að elska og öðlast er bezt, að elska og missa næstbezt. — W. M. Thackeray. Þeir inna einnig þjónustu af hendi, sem aðeins standa og bíða. — J. Milton. Harmurinn yfir því, að til skuli finnast illt í því bezta, er fyllilega bættur af gleðinni yfir því að finna gott i því versta. — H. Riggs. Ef það þyngala bjargasl, bjargaat fleira. — Norskt. Það sem þú gerir í málinu, skiptir engu. Spurningin er aðeins, hvað þú getur fengið fólk til að halda, að þú hafir gert. — A. Conan Doyle. Vantar tvo vana menn Notað mótatimbur og matsvein á handfæra- veiðar. — Uppl. eftir kl. 7 e. h. síma 13457. til sölu, nokkur þús. fet. Einnig vinnuskúr. Sími 34566. VefstóII Skúr óskast keyptur. — Uppl. í óskast til kaups, 40—60 síma 14112. ferm. Uppl. í síma 37280. Til leigu í Ytr*-Njarðvík forstofu- herbergi í nýju húsi að Hólagötu 9. — Uppl. á staðnum. 2ja herb. íbúð til leigu frá næstu mánaðamótum. Tilb. sendist afgr. Mbl. fyrir föstuda.g; merkt: — „K. 34 — 1595.“ Páskaskóri&ir á börnin komnir Austurstræti Samkoma helguð minningu sr. Friðriks Friðrikssonar verður haldin íl húsi KFUM og K fimmtudaginn 23. þ.m. kl. 8,30. — Allir velkomnir. KFUM — KFUK Byggingafélag alþýðu, Reykjavík Aðalfundur félagsins árið 1961 verður haldinn sunnudaginn 2.6 marz kl. 2 e.h. í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Dagskrá: 1. Venjuieg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Stjórnin Breiðfirðingaheimilið h.f. Aðalfundur Breiðfirðingaheimilisins h f. verður haldinn í Breiðfirðingaouð föstudaginn 21. apríl 1961, kl. 8,30 e.h. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Reikningar félagsins liggja frammi hluthöfum til athugunar 10 dögum fyrir fund hjá gjaldkera, Skip- holti 17, Reykjavík. Stjórnin Vörugeymsla óskast Óskum eftir 50—100 ferm. vörugeymslu með góðri aðkeyrslu sem næst Snorrabraut. Samkaup h.f. Snorrabraut 50 — Sími 19788 N auðungaruppboð það, sem auglýst er í 11., 12. og 13. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1961 á v. s. Frigg RE 113, eign Ragnars Þórðarsonar, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka Is- lands, Gunnars Þorsteinssonar hrl. og Daníels Þor- steinssonar & Co h.f. við skipið á skipasmíðastöð við Bakkastíg hér í bænum, föstudaginn 24. marz 1961, kl. 2,15 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.