Morgunblaðið - 22.03.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.03.1961, Blaðsíða 20
20 MORGVTSBLAÐIÐ Miðvikudagur 22. marz 1961 DÆTURNAR VITA BETUR SKÁLDSAGA EFTIR RENÉE SHANN 12 komu í flughöfnina í London. í>au fengu sér einhvern smábita að borða í veitingasalnum og óskuðu sér þess heitast að geta fsert klukkuna aftur á bak. — Þú skrifar mér Nigel? — Já, það skal ég gera. Og hringja þig upp. — Ég ætla líka að skrifa þér. Þú reynir um næstu helgi, er það ekki? — Vertu viss. Og svo lætirðu mig vita, hvað kemur út úr þessu samtali ykkar pabba þíns? •— Vtanlega. — Og ljúktu því af eins fljótt og þú getur. — Ég get orðið svo heppin að hitta hann í kvöld. Hann er venjulega í golfi á sunnudögum, og kemur þá snemma heim. Og mamma er hér um bil viss með að verða einhversstaðar úti. — Farð þau aldrei neitt sam- an? — Ekki hef ég orðið þess vör. Nigel leit á hana, hugsandi — Heldurðu ekki, að það færi bezt á því, að þau skildu? Þegar við erum úr sögunni, sé ég eng- an tilgang vera með því, að þau séu lengur saman. Janet dró ofurlítið við sig svar ið. Henni hafði þegar dottið þetta í hug sjálfri. Én þegar hún hugsaði sér móður sína eina síns liðs og föður sinn hvergi nærri, fann hún, að það var óhugsandi. Það gerði ekkert til með föður hennar. Meira að segja yrði hann vafalaust hamingjusamari þann- ig. En þótt móðir hennar hefði ekki verið hamingjusöm í sam- búðinni við föður hennar, var Janet þess fullviss, að hún yrði helmingi ógæfusamari án hans. — Ég held nú raunverulega, að mamma sé alltaf að vona, að þegar þau eru bæði orðin eldri, verði samkomulagið eitthvað skárra hjá þeim. — Þetta er alltsaman hálf- vonleysislegt. — Já, ég veit það. Janet ieit snöggt upp, þegar nöfn farþeg- anna voru kölluð upp. — Æ, nú verðurðu að fara, elskan. Þú ert ekki einu sinni kominn gegn um tollinn. — Það tekur engan tíma. Hann þrýsti henni upp að sér og kyssti hana. — Jæja, líði þér vel, elskan. Og hafðu engar áhyggj- ur. Þetta lagast allt saman. Mundu bara það, að þegar ég fer til Washington, kemur þú með mér. Hún leit í andlit haps, sem var svo nærri hennar andliti. — Þeg- ar þú ferð til Washington, kem ég með þér! endurtók hún, eins og hún væri að vinna eið. Á næsta andartaki var hann farinn frá henni. Hún horfði á hann hverfa sjónum og sneri við, hægt og hægt, og óskaði þess, að hún væri ekki svona niðurdreg- in yfir að skilja við hann. Það mundi hún ekki vera, ef ekki væru allar þessar torfærur í veg inum hjá þeim. Hún mátti vita, að hann yrði að fara aftur til starfs síns og eins hitt, að hún mundj sjá hann fljótlega aftur. En nú gat hún ekki annað en hugsað um, hvað gerast mundi þangað til þau sæjust næst. Hversu erfið yrði mamma henn- ar? Hvað myndi pabbi segja, ef hún spyrði hann, hvort hann ætlaði að skilja við mömmu? Og ef hann nú svaraði því játandi, hvað mundi hún þá til bragðs taka? Hún horfði upp í bláa himin- hvelfinguna á leiðinni þangað sem hún ætlaði að ná í strætis- vagninn til London. Margar flug vélar virtust vera að koma og fara þetta kvöld, og skröltið í hreyflunum dunaði í eyrum henn ar. Hver þeirra var nú Nigels? Var hann enn kominn á loft? Hún veifaði, þegar ein þeirra flaug l>eint uppi yfir henni. Það var líklega bjánaskapur. Það var ekki trúlegt, að hann sæi hana. Þá sá hún strætisvagninn koma og flýtti sér þangað. Fyrst var hún vonlítil um að komast inn; hann var svo yfirfullur. En samt tókst henni að komast í sæti við hliðina á konu með ungbarn. Konan virtist til í að skrafa við hana. Hún hafði verið í heimsókn hjá tengdamóður sinni, og þetta var fyrsta barnabarnið gömlu konunnar. — Það var nú .meira vesenið, sem þau gerðu með hann! sagði hún, hreyltin. Janet lofaði barninu að ieika sér við litlafingurinn á sér, og dró á meðan upp fyrir sér mynd af móður sinni í hlutverki elsku- legrar tengdamóður ag ömmu. En einhvernveginn hafði hún ekki nægilegt ímyndunarafl til þess. En henni gekk betur með mömmu Nigels. Ekki var það aldurinn, sem gerði mismuninn. Líklega voru þær á nokkuð svip- uðum aldri. Nei, það var inn- ræti þeirra og skoðanir. Þær höfðu áreiðanlega mjög ólíkar hugmyndir um verðmæti. Hún snarstanzaði á þessum hugsana- ferli sínum. Var ekki þarna bending? Mamma hennar trúði ekki á það, sem rétt var og gott. Ef hún gerði það, hversvegna gat henni þá komið svona illa haman við pabba hennar? Janet kom heim rétt í sama bili og faðir hennar kom fyrir hornið. Hún l>eið með að opna dyrnar þangað til hann var kominn til hennar. — Ætli mamma sé heima? spurði hún, þegar þau voru kom in inn í forstofuna. — Ég býst ekki við því. Mig minnir, að hún hafi verið að nefna eitthvert samkvæmi, sem hún þyrfti að fara í. Janet fór úr kápunni og lagði hana á eikarkistuna, því að hún ætlaði sér ekki að fara strax upp í herbergið sitt. — Farið þið mamma aldrei saman í samkvæmi? — Nei, það get ég varla sagt. En ég er nú heldur ekkert mikið fyrir samkvæmi. Philip brosti til dóttur sinnar. — Ætlarðu að fara að hátta, eða kemurðu inn I dagstofuna og rabbar við mig? spurði hann, og gaf henni þann- ig tækifærið, sem hún hafði ver- ið að bíða eftir. — Já, mig langaði að tala við þig. — Ágætt. Segðu mér, hvað þú hefur verið að gera í dag. Hún sagði honum frá því, og roðinn kom upp í kinnar hennar, þegar hún sagði frá fjölskyldu Nigels. — Þeim kemur ölium afskap- lega vel saman, pabbi. — Það hlýtur að vera ánægju- legt. Philip fékk sér viskí í glas og bætti því við, að sér þætti vænt um, að hún hefði skemmt sér svona vel. Janet sat á lágum stól, hallaði sér fram, með hand- leggina um hnén. — Pabbi! — Já. — Við Nigel erum í hálfgerð- um vandræðum, finnst þér ekki. Okkur langar svo til að opin- bera og svo giftast bráðlega, og fólkið hans er því algjörlega samþykkt. — Ég skal heldur ekki standa neitt í veginum fyrir ykkur. Ég lét þess líka getið þegar Nigel kom hingað. Það er bara hún mamma þín .... — Ég veit það. — Hversvegna farið þið ekki bara ykkar fram, hvað sem hún segir? Janet greip andann á lofti. Henni þótti vænt um föður sinn, en engu að síður þótti henni hann tala nokkuð kaldranalega um móður hennar. Þótti honum ekkert vænt um hana lengur? Þau voru nú búin að vera gift svo lengi, að þau voru auðvitað ekki jafn báXskotin hvort í öðru og þau Nigel voru, en samt fannst henni, að þau ætti að vera það nægilega til þess að særa ekki hvort annað .... — Það er nú einmitt það, sem mig langar til, en ég er bara svo hrædd .... Hún hikaði, og hail- aði sér fram og horfði beint framan í föðúr sinn. — Pabbi,. . mig langar svo til að spyrja þig að einu. — Gerðu það. — Þú mátt ekki móðgast, eða finnast ég vera nærgöngul. Philip brosti. — Það get ég ekki sagt um fyrr en ég veit, hvað það er, sem þú ætlar að spyrja mig um. En ég vona, að ekki komi til þess. — Það er óskaplega nærgöng- ult. Philip mjakaði sér í stólnum og tók að geta sér til um, hver skollinn nú kæmi. — Láttu það koma. Ég býst við, að það sé eitthvað viðvíkj- andi okkur mömmu þinni. — Já. Þú skilur .... Aftur hikaði Janet og óskaði sér, að þetta væri ekki alveg svona erf- itt. Henni fannst allt í einu pabbi sinn vera bláókunnugur maður — hún ætti ekki að fara að hnýsast í einkamál hans. En þá varð henni hugsað til Nigels. Hann hafði sagt, að þau yrðu að vita skil á þessum málum. Og hún minntist þess„ að hún hafði lofað honum að komast að því. Hún tók því dýfuna. — Pabbi. ef ég held áfram með þetta og læt mótmæli mömmu eins og vind um eyrun þjóta, giftist Nig- el og fer til WasXrington með honum, gerir það nokkra breyt- ingu hjá ykkur mömmu? iHUtvarpiö Miðvikudagur 22. marz 8.00 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morg unleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar — 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tónleik- ar — 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Þáttur bændavikunnar: SauðfjáP rækt, — umræður undir stjóm Lárusar Jónssonar. Þátttakendur Gunnar Guðbjartsson, Halldór Páísson, Hjalti Gestsson, Jón Gíslason og Jónas Pétursson. 14.15 ,,Við vinnuna4*: Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til- kynningar — 16.05 Tónleikar. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Petra litla" eftir Gunvor Fossum; I. (Sigurður Gunnarsson kennari þýðir og les). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 20.00 Framhaldsleikrit: ,,Úr sögu For- syteættarinnar'* eftir John Gals- worthy og Muriel Levy; fimmti kafli þriðju bókar: „Til leigu“. Þýðandi: Andrés Björnsson. — Leikstjóri: Indriði Waage. Leik- endur: Valur Gíslason, Þorsteinn Ö. Stephensen, Helgi Skúlason, Margrét Guðmundsdóttir, Guð- björg Þorbjarnardóttir, Jón Aðils, Hildur Kalman. Rúrik Haralds- son, Baldvin Halldórsson og Helga Löve. 20.45 Föstumessa í útvarpssal (Prestur Séra Sigurður Pálsson). 21.30 „Saga mín“, æviminningar Pad erewskys; VI. (Arni Gunnarsson fil. kand.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Passíusálmar (42). 22.20 Erindi: Um björgunarstörf á Norður-Atlantshafi (Jónas Guð- mundsson stýrimaður). 22.45 Djassþáttur (Jón Múli Arnason). 23.15 Dagskrárlok. Fimmtudagur 23. marz 8.00 Morgunútv. — Bæn. Morguníeik- fimi: Valdimar Örnólfsson, leik- fimikennari og Magnús Péturs- son píanóleikari. — 8.15 Tón- Skáldið og mamma litla 1) Sjáðu pabbi. Ég fann baðbux- 2) Ég fann líka trommuna mína, 3) . . . .allt þetta, sem ég hef allt- urnar þínar uppi á efstu hillunni í sekkjapípuna, lúðurinn, munnhörp- af verið að leita að. klæðaskápnum. Og hvað heldurðu? una og hrossabrestinn.... —■ Chuck, láttu fólkið mitt vita .... Ég vil að það komi hingað á morgun .... Hver ein- asti maður! Ég vil að það sjái hvað verður. um mann sem storkar Hunt McClupe! Seinna. — Þakka þér fyrir kunningi .... Viltu gera mér annan greiða? .... Sjá um að hundur- inn minn fái mat? — Sjálfsagt herra .... Og ég vii segja þér eitt .... leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar. — 12.00 Hádegisútvarp. *v (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 „Á frívaktinni": Sjómannaþáttur 1 umsjá Kristínar Önnu Þórarins dóttur. 14.00 Þáttur bændavikunnar: Vélar og verkfæri. — Þórir Baldvinsson flytur erindi og Agnar Guðnason stjórnar umræðum. Þátttakendur: Guðmundur Jónsson, Haraldur Arnason og Ölafur Guðmundsson, 14.40 „Við sem heima sitjum" (Vigdís Finnbogadóttir). 15.00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir, veð- urfr. og tilk. — 16.05 Tónleikar), 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Gyða Ragnarsdóttir og Erna Aradóttir), 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Kvöldvaka bændavikunnanr (tek in saman af Agnari Guðnasyni og Lárusi Jónssyni); a) Rætt við tvenn bændahjón. b) Rætt við frumbýling. b) Brynjólfur Melsteð bóndl f Framnesi á Skeiðum talar um gömlu bændanámskeiðin. d) Ölafur Sigurðsson bóndi á Hellulandi í Hegranesi fer með bændanámskeiðsvísur úr Skaga firði. e) Steinþór Þórðarson bóndi á Hala 1 Suðursveit flytur erindi um vandamál sveitanna. f) Heimsóttir tveir húsmæðraskól ar. g) Þorsteinn Sigurðsson formaður Ðúnaðarfélags íslands flytur lokaorð. 21.20 Lestur fornrita: Hungurvaka; III (Andrés Bjömsson). 21.45 islenzkt mál (Dr. Jakob Bene- diktsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passiusálmar (43). 22.20 Úr ýmsum áttum (Ævar R. Kvnr- an leikari). 22.40 Kammertónleikar: Strengjakvart- ett nr. 2 op. 12 eftir Einojohani Rautawaara (Helsinki-kvartettinn leikur). 23.05 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.