Morgunblaðið - 22.03.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.03.1961, Blaðsíða 2
* 2 MORCVWBLAÐIÐ Miðvilíudagur 22. marz 1961 Ágætur fundur Sjálfstæðismanna í Mýrarsýslu FUIXTRÚARÁÐ SJÁFSTÆÐISFÉLAGANA í Mýrasýslu hélt fund í Borgarnesi s.l. mánudagsskvöld kl. 9 Fundurinn var fjöl- sóttur og voru fulltrúar mættir víðast að úr sýslunni, þrátt fyrir erfiðar samgöngur um þessar mundir. Skipulagsmál og vegamál Fundarstjóri, Símon Teitsson í Borgarnesi, bauð fundarmenn velkomna og raeddi síðan nokk uð um störf fulltrúaráðsins, en gaf síðan framsögumanni fundar ins, Ásgeiri Pétunssyni deildar- stjóra orðið. í upphafi ræðu sinnar skýrði Ásgeir Pétursson frá þróun sam göngumálanna í Mýrasýslu. Ræddi hann almennt um áhrif samgöngubóta á afkomu fólks og sýndi fram á hve vegamálin eru þýðingarmikill þáttur í afkomu manna. Sagði hann að enn væru fjöldi bæja í Mýrasýslu, sem ekki væri kominn í vegasamband. Gerði hann og grein fyrir því í aðalatriðum hvar í sýslunni á- standið væri verst í þessum efn um. Benti Ásgeir á að ekki væri við því að búast að fólk gæti til lengdar unað því, eins og búskap arhættir eru orðnir, að búa við vegleysur og mætti því gera ráð fyrir að fólk kynni að flosna upp af heimilum sínum, ef eigi væri reynt að bæta úr þessu sem fyrst, Síðan gerði ræðumaður grein fyrir fjárveitingum, sem til vega hefðu fengizt á undanföm um árum og hvernig þær hefðu verið notaðar. Skýrði hann frá því að nú væri í ráði að hefja brúargerð á Norðurá hjá Króki á vori komanda, en þá myndu skapast skilyrði til þess að leggja veg með Norðurá að sunnanverðu og kæmi því „hringvegur“ í Norð urárdal. f>á var og gerð grein fyrir ýmsum smærri framkvæmd um, sem áformaðar eru. Sagði ræðumaður loks um vega málin að æskilegt væri að sem nánust samvinna væri innan Vesturlandskjördæmis um þessi mál, þannig að fyrst yrði leyst úr þar sem skórinn kreppir helzt að. í niðurlagi ræðu sinnar ræddi Ásgeir Pétursson um félagsmál og skipulagsmál Sjálfstæðis- Ráðstefnu Vöku lýkur á föstu- dagskvöld Eins og kunnugt er, hélt Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, ráðstefnu hér í bæn um um s.I. helgi, þar sem tekn ir voru til umræðu nokkrir þýðingarmestu þættir þjóð- málanna og málefni stúdental og háskólans. Ekkí reyndist unnt að Ijúka ráðstefnunni á sunnudagskvöld, eins og áform að hafði verið, þar eð eftir var að afgreiða álit einnar nefndar, utanríkisnefndar. Verður álit nefndarinnar tekið til afgreiðslu á fundi á föstudagskvöld og ráðstefn- unni þá slitið. Fundurinn verð ur haldinn í Tjarnarkaffi uppi og hefst kl. 20,30. Fulltrúar eru hvattir til að mæta stund víslega. Yfirlýs 'sing VEGNA frétta í dagblöðum bæjarins af aðalfundi Sjó- mannadagsráðs vil ég undir- ritaður f. h. stjórnar Sjómanna- dagsráðs taka það fram, að fréttimar eru ekki frá mér eða stjóminni komnar. Harmar stjórnin fréttaflutn- ing sumra dagblaðanna, en hún mun bráðlega senda þeim fréttatilkynningu af fundinum. Einar Thoroddsen. flokksins í Mýrasýslu og í Vest urlandskjördæmi í heild. Umræður um nefndakjör. Að framsöguræðunni lokinni hófust almennar umræður. Til máls tóku Símon Teitsson vél- smiður í Borgarnesi, Bjarni Helgason garðyrkjubóndi, Varma landi, Tómas Hallgrímsson hrepp stjóri Álftaneshrepps, Borgar- nesi, Þorleifur Grönfelt, kaup- roaður Borgarnesi, Kristófer Þor geirsson garðyrkjuroaður, Varrna landi, Helgi Helgason bóndi, Þurustöðum, Hörður Jóhannes- son lögreglumaður, Borgarnesi, Eyvindur Ásmixndsson verzlunar maður, Borgarnesi, Björn Ara- son kennari, Borgarnesi, Þor- steinn Sigurðsson bóndi, Brúar- reykjum og Eggert Einarsson hér aðalæknir, Borgarnesi. Að umræðum loknum var tek in upp sú nýbreytni í sambandi við störf fulltrúaráðsins að kosn ar voru tvser starfsnefndir til þess að athuga og gera tillögu um vegaroál og skipulagsmál. Hlutverk vegamálanefndar verð ur að semja skýrslu um vega- mál í sýslunni og gera tiliögur um úrbætur. í nefndina voru Framh. á bls. 23. , TÍMINN OG VIГ eftir J. B.| Priestley gengur enn hjá Leik félagi Reykjavíkur, við góða aðsókn. í kvöld kl. 8,30 er 29. sýningin. — Á meðfylgjandi mynd eru þau Þóra Friðriks- dóttir og Gísli Halldórsson í hlutverkum sínum. Sumarleikhúsið: Allra meina bót // NK föstudagskvöld frumsýnir sumarleikhúsið í Austurbæjarbíói nýjan íslenzkan gleðileik með söngvum og tilbrigðum — Allra meina bót. Höfundarnir kalla sig Patrek og Pál. Leikurinn er með söngvum og eru lögin eftir Jón Múla Árnason en Magnús Xngi- marsson hefur útsett þau. Leik- stjóri er Gísli Halldórsson en með aðalhlutverk fara, auk hans, Brynjólfur Jóhannesson, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Steindór Hjörleifsson, Árni Tryggvason og Karl Guðmundsson, en alls eru leikendur tólf að tölu. Hljómsveitarstjóri er. Jón Sig- urðsson trompetleikari en aðrir hljóðfæraleikarar: Þorvaldur Steingrímsson, Jóhannes Eggerts son, Jón Möller og Hjörleifur Björnsson. Leiktjöld eru eftir Steinþór Sigurðsson listmálara. Leikurinn er í þremur þáttum gerist í Reykjavík vorra daga og „fjallar um ýmis mannleg mein og mörg þeirra ævaforn". Frumsýning verður, eins og fyrr segir, á föstudaginn kemur 24. marz kl. 23.30. Aðgöngumiða- sala hefst kl. 2 í dag í bíóinu. Stjórnarflokk- arnir sigruðu á Blönduósi SÍBASTA sunnudag fór fram sýslunefndarkosning á Blönduósi. Var það aukakosning, vegna þess að bæði aðal- og varasýslunefnd- armenn voru fluttir burt úr sýslunni. Tveir listar voru í fram boði. Annar studdur af Sjálfstæð ismönnum og Alþýðuflokksmönn um. Hinn af Framsóknarmönn- um og kommúnistum,. Listi stjórn arflokkanna sigraði með 33 at- kvæða meirihluta og voru kosniri Hermann Þórarinsson, hrepps- stjóri, aðalmaður og Guðmann Hjálmarsson húsgagnasmiður, varamaður. Viiistrisinnar sækja á VIENTIANE, 21. marz. Herstaða hægrisinna í Laos fer nú mjög versnandi. í dag tilkynnti stjórn þeirra í Vientiane að herlið hinna vinstri sinnuðu Pathet- Laomanna sækti fram í áttina til Mekong-fljóts og væru fram varðarsveitir þeirra komnar til bæjarins Kam Keur, aðeins 60 km frá fljótinu. Með þessari sókn eru vinstrisinnar að reka fleyg milli hersveita hægrisinna Þorsíeinn Þorskabítur jjm • r • f • • og Þjoðvsl§snn ÞAÐ er vissulega ánægjulegt að verða þess áskynja, að dagblöð höfuðstaðarins hafa áhuga á atvinnumálum strjálbýlisins, þó að oft virðist skorta á skilning í þeim efnum. f sunnudags- og þriðjudags- blaði Þjóðviljans er rætt um tog arann Þorstein Þorskabít — og væntanlega viðgerð á skipi og vél, en togarinn fór til Englands seinni hl. desembermán., þar sem flokkunarviðgerð á honum átti að fara fram. Fór togarinn fullhlaðinn af saltfiski á vegum Sif. — og gerðu eigendur skips- ins sér vonir um að viðgerð gæti hafist skömmu eftir að skipið hefði losað saltfiskinn. Það er rétt hermt hjá Þjóðviljanum, að eigendur togarans höfðu loforð fyrir láni í Englandi til greiðslu á viðgerðarkostnaðinum, ef viss- um skilyrðum yrði fullnægt. Allar ásakanir Þjóðviljans á hendur Gunnari Thoroddsen, í GÆR var hlýtt um allt land, eða 6—10 stig á láglendi um hádegið. Hlýjast var austan lands og á Dalatanga við Seyð isfjörð var hitinn 11 stig um morguninn. Lægðin milli Vest fjarða og Grænlands var á hreyfingu austur fyrir norðan land. Köldu skilin á Græn- landshafinu fylgdust með, svo að horfur voru á, að ekki yrði eins hlýtt í veðri í dag. í Vestur-Evrópu er komin norðan átt, svo að þar hefur kólnað í bili. Gekk á með skúrum og krapaéljum í Hol- landi og V-Þýzkalandi í gær. Veffiurspáin kl. 10 í gærkvöldi SV-land til Vestfjarða og miðin: Allhvass vestan og SV, smáskúrir en bjart á milli. Norðurland, norðurmið og NA-mið: Hvass vestan og sums staðar skúrir í kvöld og nótt, hægari SV og léttskýjað á morgun. NA-land, til SA-lands, Aust fj.mið og SA-mið: Allhvass vestan eða NV í nótt, hægari á morgun, víðast léttskýjað. 600 lestum minnn en í fyrru FRAM til 15. marz lögðu bátar upp 6078 lestir af fiski í Keflavík, eða rúmum 600 lestum minna en á sama tíma í fyrra. Af þessum afla fiskuðu línubátar 5069,7 lest- ir í samtals 795 róðrum, netabát- ar 714,6 lestir í samtxals 120 róðr um og aðkomubátar lögðu á land 293,7 lestir. Aflahæstur línubát- ar var Fram með 289,4 lestir, en af netabátum var Ólafur hæstur með 142 lestir. Á þessum tíma reru 29 bátar á línu og 11 bátar með þorskanet. Afli Sandgerðisbáta var á þess- um tíma 3556 lestir í 476 róðrum, og síldarafli 872,5 lestir. Mesta síld hafði Víðir II. eða 339 lestir (og að auki 121,3 lestir af öðrum fiski). Mest af öðrum fiski en síld hafði Hamar 332,8 lestir (var ekki á síld). Grindavíkurbátar höfðu 4055,6 lestir af fiski á þessum tíma í 529 róðrum. Aflahæstur er Hrafn Sveinbjarnarson með 270,3 lestir. Frá Grindavík reru 25 bátar. fjármálaráðherra, um loforð hans til eigenda togarans um á- byrgð ríkissjóðs eða aðra fyrir- greiðslu, vegna viðgerðar á tog- aranum í Englandi, eru uppsþuni frá rótum. Þá er það hrein fjarstæða af blaðinu að halda því fram, að við reisnarráðstafanir ríkisstj órnar- innar hafi orðið þess valdandi, hversu erfið afkoma skipsins reyndist á árinu 1960. Óvenjulegt aflaleysi alls togaraflotans á sl. ári, svo og 90 daga stöðvun Þor- steins Þorskabits, vegna vélabil- unar, olli þeim fjárhagslegu eríið leikum, sem eigendur togarans eiga nú við að stríða. Það er vissulega ekki til hagsbóta fyrir fólkið í strjálbýlinu — eða væn- legt góðu málefni til sigurs — er slíkum áróðri er haldið uppi, eins og Þjóðviljinn lætur sér sæma, í þeim eina tilgangi að ná sér niðri á pólitískum andstæð- ingi. Slíkar greinar væru betur óskrifaðar. Sig. Ágústsson. Tannlæknmgar skólabarna Blaðinu hefir borizt eftir- farandi frá Tannlæknafélagi íslands: VEGNA auglýsingar stjómar Heilsuverndarstöðvar Reykja- víkur um tannlækningar fyrir l|&>kvísk skólaböm, er birzt hef <«r í dagblöðunum, biður Tann- læknafélag íslands yður, herra ritstjóri vinsamlegast að birta eftirfarandi athugasemdir i blaði yðar. 1. Tannlæknafélagið á engan þátt í þessari tilhögun og er hún gerð án samþykkis félags- ins. 2. Skólabörn hafa engan for- gangsrétt á einkatannlækninga- stofum umfram aðra sjúklinga. 3. Hvort fyrirkomulag þetta, sem stjórn Heilsuverndarstöðv- ar Reykjavíkur hefur auglýst, sé ákjósanlegt fyrir tannað- gerðir reykvískra skólabarna skal ekki rætt opinberlega að sinni. En hinsvegar harmar Tannlæknafélag íslands að það fyrirkomulag, sem verið hefur á barnaskólatannlækningum hér í í 35 ár skuli nú lagt niður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.