Morgunblaðið - 22.03.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.03.1961, Blaðsíða 24
230,000 kr. sekt Auk afla og veiðarfæra Selja var3 Vi millj. kr. tryggingu Kristín Beck milij. gesturinn í GÆR var seldur milljónasti aðgöngumiðinn í Þjóðleikhúsinu. Hafði það verið tilkynnt fyrir- fram og er sala aðgöngumiða á fimmtudagssýninguna á „Tvö á saltinu'* hófst var talsverð ös við miðasöluna og mikið hringt. Milljónasta miðann fékk Kristín Beck og fær hún í verðlaun tvo miða á hverja frumsýningu í Þjóðleikhúsinu árið 1961. Þeir leikhúsgestir, sem voru næstir því að fá þennan milljón asta miða voru Ingibjörg Ey- fells og Margrét Petersen og fá þær í sárabætur tvo miða á tvær sýningar í leikhúsinu 37% útsvara tara í vexti og athorganir SAKADÓMUR Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu, þá er hann hafði lokið rann- sókn á máli Taylors skip- stjóra á Hulltogaranum Othello, að togarinn hefði verið að ólöglegum veiðum. Síðdegis í gær gekk svo dóm ur í málinu. Var Taylor skip stjóri dæmdur í 230,000 kr. sekt og afli skipsins og veið- arfæri gerð upptæk og hon- um gert að greiða máls- kostnað. Afli togarans var metin á 36 J>ús. kr. og veiðarfæri á 102 þús. kr. oig þurfti að greiða hálfa milljón kr. heildartryggingu svo að skipið gæti siglt. Það voru fyrst og fremst hin ar öruggu radarmælingar Þórs, sem þyngstar voru á metaskál unum. Einnig dufl sem sett voru út við hlið togarans er Þór stöðv aði hann. frá því að í skipinu væri Kelvin- Hugesradar og væri hann í góðu lagi. Kristján Júlíusson yfirloft- skeytamaður Landhelgisgæzlunn ar skýrði blaðinu svo frá í gær, að í togaranum væri gömul gerð af Morconi-radar en enginn Kelvin. — ★ — Eftir að dómur hafði verið kveðinn upp yfir Taylor s<kip- stjóra er var viðstaddur dóms- uppkvaðninguna, áfrýjaði hann dómnum til hæstaréttar. Franken f ór í fyrrakvöld Þridja sinn, sem útlendingur er framseldur Málf undur verka- Þessa mynd tók ljósm. Mbl. ÓI. K. Mag. af VesturÞjóð- verjanum Frank Franken, er lögregluþjónn fylgdi honum um borð í flugvélina, lýðsráðs Óðins MÁLFUNDUR Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins og Málfunda félagsins Óðins, sem halda átti I Valhöll í kvöld fellur niður af sérstökum ástæðum. Næsti fund- ur verður haldinn n.k. miðviku- dag 29. marz. í sakadómi í fyrradag skýrði skipstjórinn á Othello dómnum Með höfuð- skurð eftir exi t GÆRDAG var komið með átta ára skólatelpu í Slysa- varðstofuna. Hafði hún hlotið nokkurn áverka á höfði, og hann var ekki eftir byltu eða þessháttar, heldur exi. Telpan, sem heitir Lára Halldórsdóttir til heimilis að Hæðarenda 10 við Nesveg, var á leið í skólann er hún varð fyrir þessu slysi. Hún hafði gengið fram á tvo krakka á að gizka 5 ára skammt þaðan frá sem hún á heima. Höfðu þessi börn verið með exi og annað þeirra tekið exina og vingsað henni af óvitaskap, misst vopnið úr hendj sér, og flaug exin í höfuð Láru með þeim afleiðingum að 5 cm. skurður, nokkuð djúpur, kom á ennið ofan við gagnauga. Eftir að skurðurinn hafði verið saumaður saman hafði Lára litla ætlað að fra í skól- ann, eins og ekkert væri, en hún hafði orðið að fara heim vegna þess að hún kenndi las leika og lá fyrir i gærdag. Fogno suníningi í londhelgis- múfinu MEIRIHLUTI hreppsnefndar Höfðahrepps, samþykkti eftirfar- andi tillögu á hreppsnefndarfundi íl. þ.m. „Fundur í hreppsnefnd Höfða- hrepps haldin 11. marz 1961 fagnar samkomulagi því, sem ríkisstjórn íslands hefíir náð við brezk stjórnarvöld um landhelgi íslands. Fundurinn telur að útfærslan á grunnlínum, sé svo mikilvæg að samkomulagið sé okkur mun hag stæðara, en þótt Bretar hefðu hætt andstöðu sinni án allra skil- yrða“. Samþykkt með 3 atkv. gegn 2. UM miðnætti í fyrrinótt var Þjóðverjinn Frank Franken sendur af landi brott í fylgd með tveimur óeinkennis- klæddum lögreglumönnum, sem áttu að afhenda hann þýzkum yfirvöldum í Ham- borg, skv. beiðni þeirra, en þar er hann ákærður fyrir þjófnað. Mun þetta vera í þriðja sinn, sem erlendir menn eru framseldir héðan yfirvöldum í öðrum löndum, vegna meintra misgerða þar í landi. Árið 1949 var dansk- ur maður framseldur skv. beiðni dönsku lögreglunnar vegna þjófnaðar þar. Og fyr- ir nokkrum árum var þýzkur maður afhentur lögreglunni í Svíþjóð vegna misgerða þar í landi, sem þó ekki sönnuðust á hann þegar til kom. í önnur skipti munu erlend yfirvöld ekki hafa beðið íslendinga um fram- sal á sakamönnum. frá Útlendingaeftirlitinu þarna á ferð. Kannski stafaði það einfald lega af því hve mikil umferðin var. Allt í einu kom grænn lög- reglubíll akandi beint að flug vélinni. Réttargæzlumaður Franks Frankens kom á vett- vang og í fylgd með honum eiginkona Franks, Ingibjörg Pálmadóttir. Einkennisklædd- ir lögregluþjónar stigu út úr bílnum. Ingibjörg steig upp í hann og fékk tóm til að kveðja mann sinn. Síðan leiddu lög- reglumenn hann um borð. Þeir Hallgrímur Jónsson, lög- regluvarðstjóri og Árni Sigur- jónsson, hjá útlendingaeftirlit inu fóru- einnig um borð og komu sér fyrir í flugvélinni með fangann, áður en aðrír farþegar komu út. Þeir voru óeinkennisklæddir. Fréttamaður skiptist á nokkrum orðum við konu Franks Frank- ens á leiðinni inn í bæ. Hún kvaðst vera að hugsa um að fara út til Þýzkalands, og vera þar unz málinu væri lokið, ef það tæki ekki alltof langan tíma. Ekk-i sagðist hún geta gert sér neina grein fyrir því hve langur tími gæti liðið þar til maður hennar yrði iaus allra mála. SEYÐISFIRÐI, 21. marz: — í gær var fjárhagsáætlun Seyðis fjarðarkaupstaðar samþykkt. Tekjur og gjöld eru áætluð kr. 2.314.300. Niðurjöfnun útsvara er áætlun 1.7000.000. Helztu gjaldaliðir eru kostnaður við sveitarstjórn 157 þús., almanna- tryggingar 265 þús., menntamál 295 þús., vegamál 200 þús., vextir 306 þús., afborgun lána 321 þús. Eins og á þessu sést eru vextir og afborganir lána lang hæstu gjaldaliðir og nema þeir 37% af niðurjöfnuðum útsvör- um. Þetta er erfiður skulda- baggi, þar sem bæjarsjóður hef- ur verið þrautpíndur á undan- förnum árum, til að greiða lausa skuldir. Tíu sinnum mun hafa staðið til að selja á nauðsungar uppboði bæjarlandið og aðrar fasteignir bæjarins. Nú munu samningar hafa tekizt um Spilakvöld H AFN ARFIRÐI. — Félagsvist Sjálfstæðisfélaganna er í Sjálf stæðishúsinu í kvöld og hefst kl. 8,30. VerSlaiun verða veitt og síðar heildarverðlaun. greiðslu allra skulda, en erfiðar verða þær, þar sem bærinn hef ur misst bæði fiskiðjuverið og togarann, auk rafveitunnar, er Rafveitur ríkisins keyptu fyrir sama og ekkert fyrir nokkrum árum. —■ Sv. Guðm. Skemmd- arœði SVO VIRÐIST sem skemmd- aræði hafi gripið nokkuð um sig meðal barna og unglinga hér í bænum nú um þessar mundir. Rannsóknarlögregl-1 unni berast daglega kærur yf ir skemmdarverkum sem böm hafa framið á eigum manna. 1 Blesugrófarbyggð var ráð ist með grjótkasti á hús eitt og útiskemmu og mölvaðar 11 rúður, meðan húsmóðirín hafði skotizt í bæinn. í fyrra dag höfðu krakkar ráðist með grjótkasti og bareflum á þrjá bíla á bílastæði við Borgar- I tún, og valdið á þeim miklum i skemmdum brotið rúður, lugt / ir og eyðilagt ýmislegt fleira. I Framafélagar hrindið árás kommúnista Tryggið sigur A-listans STJÓRNARKOSNINGUNNI i Bifreiðastjórafélaginu Frama heldur áfram í dag. Kosið verður í skrifstofu félagsins Freyjugötu 26 og hefst kosningin kl. 1 sd. og stendur til kl. 10 og er þá lokið. Tveir listar eru í kjör: A.-listi borinn fram af stjórn og trúnaðarráði félagsins og stunddur af andstæðingum kommún- ista og B.-listi, sem skipaður er kommúnistum og fylgisveinum þeirra. Tvær DC 6 flugvélar biðu fram an við afgreiðslu Loftleiða á flug vellinum um ellefu leytið í fyrra kvöld, önnur á leið til New York, hin til Hamborgar. Það var húðar rigning, og farþegamir voru allir inni. Við tókum okkur stöðu úti við Hamborgarvélina. Okkur sýndust óvenju margir fulltrúar Stolið tösku Á MÁNUDAG milli kl. 2 og 5,30 síðd. var stolið brúnni meðal- stórri ferðatösku frá afgreiðslu sérleyfisstöðvar Steindórs í Hafn arstræti. Á henni var merki spjald með símanúmeri eiganda. í ferðatöskunni var ljósdrap- lituð kvenkápa úr ullarefni, al- veg ný. Var hún tölulaus, en með hnappagötum og var að koma frá saumakonu. Er kápan talin á þriðja þúsund króna virði. Ef einhver gæti gefið upplýsingar um töskuna eða kápuna, er hann beðinn um að hafa samband við rannsóknarlögregluna. í fyrrakvöld var haldnn kosn ingafundur í félaginu, sem jafn- framt var fyrri hluti aðalfund- ar. Á þeim fundi kom í ljós að kommúnistar höfðu ekkert til félagsmála að leggja og gerðu ekki tilraun til þess að ræða hagsmunamál bifreiða- stjóra hvað þá að koma fram með tillögur til úrbóta. Er þetta að vonum, vegna þess að kommúnistar hafa aldrei beitt sér fyrir neinu því máli er til hagsbóta hefur horft fyrir stétt- ina, en ætíð hugsað um það eitt að ganga erinda kommún- istaflokksins í öllum málum. Yfirlýstu kommúnistar enn sem fyrr algeru áhuga og getuleysi í félagsmálum og stóðu upp sem málefnalausir klofnings- menn. Er þetta vissulega ekki undar legt þegar þess er gætt, að þegar kommúnistar voru við völd í hinni svonefndu „vinstri stjórn“ unnu þeir sér það eitt til „ágætis“ að banna innflutn- ing fólksbifreiða sem nothæfar væru til leigubifreiða akstur og að skipa nefnd undir forustu Stefáns Magnússonar, sem átti að gera tillögur um innflutn- ing leigubifreiða, en aldrei skil- að áliti, en fékk greiddar úr ríkissjóði þúsundir króna fyrir verk, sem aldrei voru unnin. í tíð núverandi stjómar Frama hefur aftur á móti feng- Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.