Morgunblaðið - 26.03.1961, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 26.03.1961, Qupperneq 5
Sunnudagur 26. marz 1961 MORCUNBLAÐIÐ 5 DAGSms HVAÐA götu í Reykjavík þykir yöur vænst um eða finnst falieg- ust? .Valtýr Pétursson, listmálari: Þegar ég er spurður slíkrar spurningar, svara ég hiklaust: Næst hjarta mínu stendur Vest- ,,, urgata. Þar hef ' ' ég búið lengi og málað slæmar og ágætar myndir, og ailtaf átt þar athvarf eftir margan flæking e r 1 e n d i s; ávallt hefur hún verið jafn elsku leg, þegar ég hef verið kominn á rölt með- fram vinalegum, rauðum, veður- börðum bárujárnshúsunum, þar sem smáhríslur gægjast fram úr húsasundum. Þá finnst mér allt- af ég vera kominn í höfn. Það er stutt til sjávar frá Vesturgötu, og maður lifir og hrærist í nánu sambandi við hið iðandi líf hafn- arinnar. Og þegar hvessir að ráði, dynur seltan í augu manns, og maður veit, að hafið er næsti nágranni. Það er gott fólk við Vesturgötu, og í nágrenni hennar er uppruninn hinn eini sanni að- ail Reykjavíkur. Það vita allir, hvað ég á við með því. Auðvitað eru margar aðrar fallegar götur í Reykjavík, en það er annað mál. Fegurð er hug- tak, sem lengi má teygja í allar áttir, en þar sem hjartahlýja er finnanleg, þar er fegurð. Og ekki verður um það deilt, að Vestur- gata er ein virðulegasta og elzta gata Reykjavíkur, og þaðan hef- ur ýmislegt komið, meira gott en slæmt. Vesturgatan er mitt svar. * * * Arndís Björnsdóttir, leikkona: Mér finnst Smáragatan vera fegursta gata bæjarins. ■— Þar er svo mikill gróður, og sumarið er svo mikið þar á sumrin. Mér finnst hvergi eins hlýtt og yndislegt í Reykjavík og þar. Ég hef lengi búið syðst við Smáragötuna, og þar er dásamlegt útsýni til Suðurfjallanna. * ♦ * S! rnrður Ólason, hæstaréttarlög- m..ður: Öilum Reykvikingum, og ekki síður okkur, sem aðflutt erum frá landsbyggðinni, þykir vænt um bæinn okk- ar; hitt get ég fyrir mitt leyti ekki merkt, að mér þyki vænna um eina götu en aðra. Ég get því e k k i svarað spurningunni. — Hvaða gata er fallegust? Þar koma ekki aðeins til greina falleg hús, fallegir garðar, gatan sjálf o. s. frv., heldur ekki síður um- hverfi, „útsýni“, ef svo má að orði kveða. Sú gáta, sem samein- ar þessa kosti bezt, er líklega Hringbraut, frá Miklatorgi vest- ur að Þjóðminjasafni. Þar reis hin stílmikla háskólabygging við vesturloftin, þar til að nú hefir endilega þurft að staðsetja Bænda höllina þannig á bak við, að hvorugar þessar fegurstu bygg- inga bæjarins njóta sín lengur. «— Þegar hringurinn Austurbrún »— Vesturbrún verður fullgerður mun hann sennilega verða falleg- asta gata eða götusamstæða bæj- arins, þar er fegurst útsýni yfir Sundin og síðan yfir bæinn, og þar er hvert hús öðru fallegra, en sjálf gatan, garðar etc., að vísu enn e-kki komið í endanlegt horf. Dr. Bjarni Jónsson, vígslubisk- up, segir: Fallegasta gat- a n ? Tvímæla- laust Vesturgata. Að þekkja hana er að þykja vænt um hana. Hið sama má segja u m umhverfi hennar á báðar hliðar. Líttu á húsin við götuna og í nágrenni hennar og rifjaðu upp fyrir þér marga fróðlega kapítula úr sögu Reykja víkur. Andaðu þar að þér hinu heilnæma lofti. Þarskalt þú horfa á sólarlagið. Hægt og rólega ætt- ir þú oft að leggja leið þína um þessa nafnkunnu götu. Það bætir áreiðanlega skap þitt að ganga um fegurstu götu Reykjavíkur. * * P. V. G. Kolka: Mér þykir langvænst um Amt- mannsstíginn.. Fyrsta húsið, sem ég kom í hér í Reykjavík, var Amtmannsstígur 1. Þetta er mjög merkilegt hús, byggt fyrir 130 árum síðan af Stefáni Gunn laugssyni bæjar- fógeta, sem var íslenzkastur í anda allra em- bættismahna. Seinna bjuggu þar margir þjóð kunnir menn, svo sem bræðurn ir Björn og Jón Jenssynir, bróð- ursynir Jóns forseta, síðar Hannes Hafstein og svo um 40 ára skeið Guðmundur Björns- son landlæknir, frændi minn, og hjá honum var ég öll min skólaár þangað til ég varð slú- dent. Andspænis þessu húsi er Menntaskólinn með öllum sin- um mörgu minningum um ágæta félaga og ýmsa afbragðs- menn í kennarastétt. Nokkru ofar er KFUM, þar sem ég kynntist fyrst séra Friðriki og átti margar ógleymaniegar stund ir. Á blettinum fyrir framan hús frænda míns var stytta Jónasar Hallgrímssonar, skáldsins og blómavinarins, þar sem nú er stytta séra Friðriks, skáldsins og mannvinarins. Fyrir enda göt unnar var tvílyft timburhús í klassiskum stíl. Þar bjugga þeir Júlíus Havsteen amtmaður, sem gekk með fjaðrahatt, gullskúfa á öxlum og korða við hlið við há- tíðleg tækifæri, og Guðmundur Magnússon, síðar prófessor, snjall asti skurðlæknir landsins. Amt- mannsstigur var kúltúrmiðstöð í þá daga. Minningar frá þessari litlu götu, þar sem ég átti mitt annað heimili frá 13 til 18 ára aldurs, eru blandnar nokkrum trega, því að nú eru þeir allir horfnir af sjónarsviði, sem þar áttu sinn þátt í að búa mig undir lífið. Á Amtmannsstíg heyri ég fótatak liðins tíma mitt í skarkala borg arlífsins og sé skýjarof, þótt loft ið sé annars þrútið. Því er sá staður mér kær. Letin svæfir þungum svefni, og iðju- laus maður mun hungur þola Falsvottur sleppur ekki óhegndur, og sá, sem fer með lygar, tortímist. Auður fjölgar vinum, en fátækur mað- ur verður vinum horfinn. — Orðskviðirnir. Latur maður dýfir hendinni ofan í skálina, en nennir ekki að bera hana upp að munninum. Vel ráðin áform fá framgang, haf því holl ráð‘, er þú heyr stríð. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: — Katla er í Wismar. — Askja er á leið til íslands. Hafskip hf. — Laxá fór 24. frá Hav- anna áleiðis til Rvíkur. Skipadeild SÍS. — Hvassafell er á Ak ureyri. Arnarfell er á leið til'Gdynia.. Jökulfell er á Hornafirði. Dísarfell er í Rotterdam. Litlafell er í Faxaflóa. Helgafell er í Hafnarfirði. Hamrafell er á leið til Rvíkur. Lífs er orðinn lekur knör, líka ræðin fúin, hásetanna farið fjör og formaðurinn lúinn. I»ví er bezt að vinda’ upp voð, venda undan landi og láta byrinn bera gnoð beint að heljar sandi. Þar mun brim við bláan sand brjóta um háa stokka. En þegar ég kem á lífsins land, ljær mér einhver sokka. Páll Ölafsson: Lífs or orðinn lekur knör. Söfnin Asgrímssafn, Bergstaðastræti 74 er opið þriðjud., fimmtud. og sunnudaga frá kl. 1,30—4 e.h. Þjóðminjasafnið er opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. frá kl. 1,30—4 eh. Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúla túni 2, opið daglega frá kl. 2—4 e.h. nema mánudaga. Bókasafn Dagsbrúnar, Freyjugötu 27, opið föstud. 8—10 e.h., laugard. og sunnud. 4—7 eh. Bæjarbókasafn Reykjavikur sími: 12308 — Aðalsafnið, Þingholtsstræti 29a Útlán: Opið 2—10, nema laugard. 2—7 og sunnud. 5—7 Lesstofa: Opin 10—10 nema laugard. 10—7 og sunnud. 2—7. Útibúið Hólmgarði 34: Opið alla virka daga 5—7. Útibúið Hafs vallagötu 16: Opið allp virka daga frá 17.30—19.30. Tæknibókasafn IMSÍ í Iðnskólahús- inu Skólavörðutorgi er opið virka daga frá kl. 13—10, nema laugardaga kl. 1,30—4 e.h. • Gengið • Sölugengl 1 Sterlingspund .. 106,36 106,64 1 Bandarikjadollar .... — 38.10 1 Kanadadollar ........ — 38.50 100 Danskar krónur ....... — 551,60 100 Norskar krónur ....... — 533,00 100 Sænskar krpnur........ — 737,60 100 Finnsk mörk ........ — 11,88 100 Svissneskir frankar .. — 881,30 100 Austurnskir shillingar — 147.30 100 Belgískir frankar .... — 76,42 100 Franskir frankar ..... — 776,44 100 Tékkneskar krónur ........ — 528.45 100 V-þýzk mörk ........... — 959,70 MYND þessi er af fjórum með limum hinnar vinsælu hljóm- sveitar Svavars Gests í gerf- um Los Paraguios, en þannig koma þeir meðal annars fram á hljómleikunum, sem þeir gangast fyrir í Austurbæjar- bíói um þessar mundir. Þriðju hljómieikarnir verða í kvöld kl. 11,15, en á hinum tveimur hefur verið húsfyllir og gífur- leg hrifning áheyrenda. Olíumálverk tekin til viðgerðar og hreinsunar. (Bæjarbóka- safninu) Þingholtsstræti 29A. Kjallari syðri dyr. Ungur lögfræðingur óskar eftir atvinnu. Vanur skrifstofuvinnu, góð mála- kunnátta. Tilb. sendist afgr Mbl. merkt: „X-222 1601“ Eldavél Keflavík með miðstöðvarelementi íbúð til leigu, 2 herb. og óskast til kaups. Sími 12128 eldhús. Uppl. í síma 1777 Peysuföt til sölu á háa og granna dömu — ásamt svuntusetti og húfu Tækifærisverð. Uppl. í síma 22935. Ódýr matur Reyttar hænur í páskamat inn. Fást á kr. 25 stk. — heimsendar. — Pantanir í síma 1-89-75. Georg Gústafsson trúboði talar í Fíladelfíu í síðasta j sinn í kvöld kl. 8,30. 1 Gústafsson er óvenjulega góður ræðumaður, enda kunnur á Norðurlöndum, sem Orðsins þjónn. Hann biður einnig fyrir sjúkum á sainkomunum. Opel Reckord eða Kapitan. Vil kaupa nýjan eða í mesta Iagi 1 árs gamlan Opel Reckord (2ja eða 4ra dyra) eða Opel Kapitan, milliliðalaust, með góðum skilmálum. Upplýsingar í síma 13273 eftir kl. 7 e.h. tjtvegum ARMSTRONG hljóðeingranur-plötur gegn gjaldeyris og innflutningsleyfum beint til kaupenda. Þ. Þorgrímsscn & Co. Borgartúni 7 — Sími 2 22 35. r N. manufacturas oe corchc Afmstrong *'Ociedad Anönima Cushiontone loftplötur Fyrir skrifstofur, skóla, sjúkraliús og vinnusali — skrautlegar Áhrifamikil hljóðeinangrun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.