Morgunblaðið - 26.03.1961, Síða 20

Morgunblaðið - 26.03.1961, Síða 20
20 MORGVNBLAÐ IÐ Sunnudagur 26. marz 1961 DÆTURNAR VITA BETUR SKALDSAGA EFTIR RENÉE SHANN 17 Hann þrýstj henni að sér, fast- ar en áður. Hann kyssti varir hennar, augu, kinnar, hárið. Hann sagði henni, að henni gæti ekki verið alvara með þetta, sem hún var að segja. Og þó vissi hann, að það var þýðingar- laust að telja henni hughvarf. Hann vissi líka, að það hafði verið rétt hjá henni, að þau kveddust fyrir fullt og allt. Að minnsta kosti hélt hann það. Að hittast, að elskast svona heitt, og ef hún svo hefði þurft að verjast honum sí og æ, hefði orðið þeim báðum ofviða. Loks lögðu þau aftur af stað til þorpsins, tilfinningalaus, að því er honum fannst. Þau ætluðu ekki einu sinni að hittast áður en hún legði af stað um kvöldið. Vinkona hennar, sem hún hafði verið hjá og lítið haft af að segja — svo var honum fyrir að þakka — hafði heimtað, að hún yrði hjá sér síðasta kvöldið. Ef hann gætf komið líka, væri það ágætt. Mary Jarratt hafði sent honum vingjarnlegt boð. En hann vissi með sjálfum sér, að það yrði aldrei annað en kval- ræði fyrir hann að sitja og vera kurteis við bláókunnugt fólk, og kæmi ekki til neinna mála. Hann kvaddi hana því, næstum kæru- leysislega, við hliðið að gisti- húsinu sneri svo snöggt við og gekk þangað sem hann gisti. Hann hafði látið niður það lítið hann hafði af farangri og sagt við gestgjafann, að því miður yrði hann að fara strax. Vitan- lega skyldi hann borga fyrir eina nótt í viðbót, en hann færi úr herberginu tafarlaust. Sér skildist, að það væri bráðum von á áætlunarbíl til Clifton. Hann náði í bílinn og fór með honum eftir strandveginum, fram hjá litlu víkinni, þar sem þau Cynthia höfðu fyrir svo skammri stundu átt þetta átak- anlega samtal sitt. Asnarnir stóðu ennþá þarna niður undir flæðarmálinu, með körfurnar á bakinu. Sandurinn var nú ljós- gylltari í kvöldsólinni. Hann leit út um bílgluggann og vissi með sjálfum sér, að hann myndi aldr- ' — Meðal annarra orða, McClune bað mig að segja þér að vera viðbúinn að verja þig í fyrramálið .... Hann bað mig ei framar koma til Connemara. Og myndi heldur ekki langa til þess. Hann leit við aftur og horfði nú beint fram, en bíllinn beygði fyrir horn og inn í land- ið, burtu frá sjónum. Þetta atvik var þá liðið. At- vik, sem hann mundi muna eftir alla sína ævi og ásaka sjálfan sig fyrir að láta það enda eins og Cynthia heimtaði, að það endaði. Mundi hún ekki líka harma það? Mundu þau nokkurn tíma sjást aftur? Hann hafði auk heldur sleppt henni frá sér, án þess að fá að vita heimilisfang hennar, en svo hörð hafði hún verið á því að þessu skyldi nú öllu vera lokið. Hún hafði ekki einu sinni viljað, að -þau væru vinir. Einhversstaðar sló klukka og hann áttaði sig á raunveruleik- anum. Já, þessir dagar voru orðnir fjarlægir, fannst honum nú. Þá hafði hann verið ungur — jafnvel yngri e» ungi maður- inn, sem vildi eiga Janet. En einkennilegt, að Janet skyldi ein mitt þurfa að hitta Cynthiu í París — og að hún skyldi ein- mitt í kvöld hafa hringt heim til hans! Skyldi hún vita, að Janet var dóttir hans? Wells var svo al- gengt nafn, svo að þessvegna þurfti Janet ekki endilega að vera dóttir hans. Samt fannst honum Cynthia hljóta að vita það. Það hefði hæglega getað gloprazt út úr Janet, og auk þess var hún hjög lik honum. Ef þá Cynthia tseki eftir því! Kannske var hún líka nú búin að gleyma, hvernig hann leit út. Jæja, ætli nú það? Nei, auðvitað hafði hún ekki gleymt útliti hans. Hún mundi ekkj fremur gleyma honum en hann henni. Hversvegna skyldi hún ekki hafa gifzt? Ef hún hafði nú atvinnu í París, hlaut móðir hennar að vera dáin og hún því frjáls. Hann fékk hjart- slátt, er hann hugleiddi hugsan- lega svarið við þeirri spurningu. Cynthia hafði elskað einu sinni — og hún var ekki líkleg til að verða ástfangin aftur. að segja að í áflogunum væru engin brögð bönnuð! Hann sagði mér einnig að spyrja hvort það væri nokkuð sérstakt, sem þú Skyldi henni þykja hann hafa brugðizt sér meS því að gifta sig? Nei, það gat ekki verið, þar sem þarna hefði ekkert loforð verið til að svíkja. Og karlmenn voru nú öðruvísi en konur. Fús- arj til málamiðlunar. Þegar hann hugleiddi hjóna- band þeirra Margot, harmaði hann, að það skyldi ekki hafa heppnazt betur en raun var á. Hann var hissa á sjálfum sér, að hafa nokkurntíma trúað, að það gæti farlð vel. Þó að Margot gerði sér það ekki ijóst, fannst honum nú í kvöld, að raunveru- lega hefði hún þelað meiri órétt en framið. Því að hann hafði aldrei elskað hana mjög heitt ef satt skyldi segja. Hún hafði forð um verið honum einkonar harma bót, skömmu eftir að hann kom úr Connemara-ferðinni. Hann hafði ekki búizt. við, að nein kona hefði aðdráttarafl fyrir hann. Og honum hafði jafnvel þá verið það ljóst, að aðdráttar- afl hennar hafði verið mest lík- amlegs eðlis. Hann hafði meira að segja ekki gert sér það ómak að kynna sér hverskonar manneskja hún var í raun og veru. Hann hafði, í sorg sinni eftir Cynthiu, ekki horft á annað en það, að hún var lagleg þegar þau voru sam- an, og gat að nokkru eytt sökn- uði hans, og hann vonaði að öllu, þegar þau væru gift. Og að nokkru leyti hafði þetta orðið. Hann hafði aldrei eitt andartak hætt að elska Cynthiu, en hann hafðí engu að síður get- að lokað hana að mestu út úr huga sínum. Þegar Janet hafði nefnt nafn hennar, kvöldið, sem hún kom frá París, varð honum hverft við, er hann áttaði sig á því, að hann hafði ekki beinlínis hugsað um hana í all-langan tíma. En nú, þegar hann vissi, að hann myndi sjá hana á morgun, fann hann til æsingar og til- hlökkunar. Hvernig liti hún út? Myndu þau verða vonsvikin hvort á öðru? Myndu þau lita hvort á annað og hrósa happi og þykjast vel sloppin, í stað vildir .... eins og til dæmis hreindýrasteik! — Nei, aðeins venjulegan mat .... En ég vildi gjarnan að læknirinn væri hér, ef ske þess að harma það í huganum, að þau hefðu ekki gifzt? Hann stóð þreytulega upp úr stólnum, og honum fannst tími til kominn að taka á sig náðir. Hann sá mynd sína í speglinum á hinum veggnum. Miðaldra maður, farinn að gi'ána í vöng- um og með ofurlitla tilhneigingu til istru. Ekkert rórhantískur lengur, að minnsta kosti! En myndi Cynthiu finnast það sama, ef hún sæi hann núna? Eða myndi hún aðeins horfa aftur í tímann og sjá fyrir sér unga manninn, sem hafði verið svo ástfanginn af henni? Hann kynni að hafa breytzt í útliti og kannske að mörgu öðru leyti, en með sjálfum sér vissi hann, að í rauninni var hann hinn sami og þá. Og hann vissi líka, að ef hann ekki stillti sig vandlega, myndi hann vera alveg jafn ást- fanginn af henni nú eins og þá. Og færi svo, hvernig gat hann þá fullvissað Janet um, að brott- för hennar til Washington hindr- aði hann í að yfirgefa móður hennar? V. Margot þrýsti á bjölluhnapp- inn og beið. — Gæti ég talað við Wein- gartner lækni? Ég hafði aftalað- an tíma klukkan þrjú. Frú Wells er nafnið. Vingjarnlega stúlkan, sem opn aði dyrnar, vísaði henni inn í biðstofuna. — Ég skal segja lækninum, að þér séuð hérna, frú Wells. Það er sjúklingur hjá honum núna, en það verður ekki lengi. Margot settist niður og tók sér blað að lesa í. Þarna biðu tvær konur, auk hennar og einn karl- maður — liklega eftir öðrum læknum. Hún horfði á þau og tók að geta sér til um, hvaða er- indi þau ættu í Harleystræti. Þau voru svo hraustleg útlits. En það var aldrei að vita. Sjálf leit hún svo sem ekki út eins og neinn sjúkiingur. Kannske svolítið mögur og þreytuleg, en svo heldur ekki meira. En engu að síður var hún alls ekki heil- kynni að ég þyrfti á honum að halda! — McClune samþykkir það .. Hann er þannig gerður .... Ég skal sjálfur fara að sækja hann! brigð. Henni ieið hræðilega, eins og hún hafði sagt við Sally Winston þá um morguninn í sím ann. Hún hafði hringt til hennar um morguninn, þegar hún hafði verið að safna saman fólki í síðdegisboð. Annars var það nú aldrei ætiun hennar að vera að hafa neitt boð, en þegar Janet sUUtvarpiö Sunnudagur 26. marz 8,30 Fjörleg músík að morgni dags. 9.00 Fréttir 1 9,10 Veðurfregnir. 9,20 Vikan framundan. 9,35 Morguntónleikar. a) Konsert nr. 1 í f-moll fyrir strengjasveit eftir Durante (Alessandro Scarlatti hljóm- sveitin leikur; Thomas Scn- ippers stjórnar). b) Walter Ludwig syngur lög úr lagaflokknum „Malarastúlk- an fagra“ op. 25 eftir Schub. c) Píanókonsert nr. 1 í C-dúr op. 15 eftir Beethoven (Friedrich Gulda og Fílharmonlusveit Vínarborgar leika; Karl Böhm stjórnar). 11.00 Messa í Laugarneskirkju (Prest ur: Séra Magnús Runólfsson. Org anleikari: Kristinn Ingvarsson)* 12.15 Hádegisútvarp. 13.15 Erindi: Um þjáninguna (Jóhann Hannesson prófessor). 14.00 Miðdegistónleikar: Bandarísk tónlist, flutt af Eastman hljóm- sveitinni, blásarasveit og kór. Stjórnendur: Howard Hanson, Frederick Fennell og David Fetl- er. a) Concerto grosso nr. 2 aftif Ernest Bloch. b) Söhglög eftir Alan Hovhausen, William Bergsma og Jakob Avshalomov. c) Ballata eftir Clifton Williams. d) Konsert fyrir 23 blásturshljóð færi eftir Walter Hartley. 15.00 Kaffitíminn: t>orvaldur Stein* grímsson og félagar hans leika. 15.35 Utvarp frá íþróttahúsi á Kefla- víkurflugvelli: Sigurður Sigurðs- son lýsir handknattleikskeppni milli sænska liðsins ,,Heim“ og íslenzka þátttökuliðsins í heims- meistarakeppninni. 16.45 Endurtekið efni: t>rír þingeyskir hagyrðingar, Baldur á Ófeigs- stöðum, Egill á Húsavík og Stein- grímur í Nesi, fara með stökur og gamankviðlinga: Bjartmar á Sandi flytur inngangsorð (Áður útv. 20. nóv. sl.). 17.30 Barnatími (Helga og Hulda Val- týsdætur): a) Leikrit: ,,Leynigarðurinn“ eft ir Frances Burnett; 1. hluti. — Leikstjóri: Hildur Kalman. b) Sagan ..Klifurmúsin og hin dýrin í Hálsaskógi"; IX. (Krist ín Anna Þórarinsdóttir leik- kona). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þetta vil ég heyra: Freymóður Jóhannsson velur hljómplötur. 19.10 Tilkynningar. 19.30 Fréttir og íþróttaspjall. 20.00 Erindi: Haust í Þjórsárdal (Dr. Kristján Eldjárn þjóðminjavörð- ur). 20.25 Þjóðleikhúskórinn syngur íslenzk lög. Stjórnandi: Dr. Hallgrímur Helgasón. a) Sex lög eftir Jón Laxdal: ,.Rís heil, þú sól“, ..Ljúfar, ljósar nætur'* ,jslandsljóð“, ,,Is- land“, ,,Brúin“, ,,Jón Sigurðs- son“. b) Tvö lög eftir Sigfús Einarsson: „Sjáið, hvar sólin hún hníg- ur“ og ..Láturn sönginn glað- an gjalla". c) ,,Rósin“ eftir Björn Kristjáns son. 20,55 Á förnum vegi (Stefán Jónsson og Jón Sigbjörnsson taka sam- an dagskrána). 21.45 Tónleikar: „Trúðasvíta'* op. 26 eftir Dmitri Kabalewski (Sinfóníu hljómsveit útvarpsins í Leipzig leikur; Heinz Frieke stjórnar). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög, valin og kynnt af Heið- ari Ástvaldssyni. 01.00 Dagskrárlok. Mánudagur 27. marz 8.00 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morg unleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar — 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tónleik- ar — 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Búnaðarþáttur: Mjólkurmálin (Dr. Geir V. Guðnason). 13.30 Við vinnuna"; Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til- kynningar — 16.05 Tónleikar. 18.00 Fyrir unga hlustendur: Æsku- minningar Alberts Schweitzers; I. (Baldur Pálmason þýðir og les). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 20.00 Utvarp frá Alþingi: Almennar stjórnmálaumræður I Sameinuðu þingi (eldhúsdagsum ræður); — fyrra kvöld. Tvær um ferðir, 25—30 mín. og 20—25 mín. samtals 50 mín. til handa hverj- um þingflokki. Röð flokkanna: Framsóknarflokkur, S j álf stæðisflokkur. Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur. Dagskrárlok um kl. 23.30. Skáldið og mamma litla 1) Ég er að gera við baðkápuna þína, viltu máta hana? 2) 3) Viltu hafa mittið á nokkrum sérstökum stað? I i r L ú 6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.