Morgunblaðið - 26.03.1961, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 26.03.1961, Qupperneq 24
íþróttir Sjá bls. 22 Reyk/avíkurbréf er á bls. 13. / s afjarð arbátur strandar fSAFIRÐI, 25. marz. TJm klukkan eitt í nótt strandaði Télbáturinn Gunnhildur frá ísafirði í Ísrlíðinni, rétt fyrir utan Hnífsdal. Báturinn var að koma úr róðri. Veður var ekki slæmt, dálítil snrjókoma var. Háflæði var og gátu skipsmenn sex að tölu stokkið á land úr bátnum. Skipbrots- menn björguðu strax um nóttina dýptarmæli og radar- tæki. Meðan á björgun þess- ara tækja stóð brotnaði gat á skrokk bátsins. Eru litlar líkur taldar til að báturinn náist á flot aftur. Á strand- stað er nú norðaustan storm- ur og hríð. Vélbátur þessi var 58 tonn, smíðaður hér á ísafirði fyrir nokkrum árum. Skipstjóri á bátnum var Hörður Guðbjarts- son, mikill aflamaður, en bát- inn á.tti hlutafélagið Magni. — GK 100 tonn á land á Akranesi AKRANESI, 25. — Hingað barst á land í gær 100 tonn af fiski. Hæstur netabátanna var Fram með 36 tonn, og Sigurvon með 8,5 tonn. Línubátarnir höfðus Ásmundur 12,4, Skipaskagi 8,8, og Heimaskagi 8.6 tonn. Hér hefur verið austan rok, mold'bylur í dag og ekki séð út úr augum. Hér liggja rússnesku bílarnir í kössunum óseljanlegir, * © 99 Færri banka-| frídagar en á íslandi44 oUNDIR ofanskráðri fyrirsögnj tskýrir Lundúnablaðið „Dailyj) jTelegraph" frá því í dálítið(?" ygáskafullum tón, að Verka-c, vmannaflokksþingmaðurinn dej »Freitas hafi kvartað yfir þvísC (tj I þinginu á dögunum, hve hin<]) Jir svokölluðu bankafrídagar í(? Bretlandi væru fáir (Bankc, vholidays eru fjórir á ári) —J S og hafi hann nefnt 15 Evrópu;C ((jlönd, þar sem slíkir almenn-'jj Jir frídagar væru fleiri. Blaðið(? v tekur fram að í þessum hópiR 'ðhafi m. a. verið Albanía ogj S ísland. (( {(j — Já, ísland, segir það svo"<| J— og heldur áfram: — Hanno y ræddi ekki um mögulegari 'aástæður fyrir þessu, hvortjí J) þetta stafaði af því, að um-f ((, rædd lönd hefðu fleiri bankaS) j\ en við eða meiri fjárráð til/p vþess að eyða í frídaga. —i «Hann gerði það að tillöguJÍ Jsinni, að hinir seinfæru Bret-lf3 ^ar reyndu að halda ofurlítiðS) j!í við keppinauta sína á þessuj ¥ sviði með því að setja ákvæðig, «um nýjan bankafrídag fyrrií? Jhluta septembermánaðar. g, © Bæjarbruni í Steingrímsfirði ÍBÚÐARHÚSIÐ í Hveravík í Steingrímsfirði brann síðdegis í fyrradag og var engu bjargað af innanstokksmunum. Eldsins varð vart milli kl. 3 og 4 um daginn og stóð húsið samstundis í björtu báli, en það var járn- klætt timburhús. Hvasst var á NA og snjókoma. I Hveravík býr Guðbrandur Loftsson ásamt konu sinni og ungu barni. Þegar eldprinn kom upp hljóp Guðbrandur til næsta bæjar að leita hjálpar, og komu menn hið skjótasta til aðstoðar frá bæjunum og Drangsnesi, en ekki varð við neitt ráðið og brann húsið og viðbyggð hlaða og um 30 hestar af heyi. Innanstokksmunir voru óvá- tryggðir og húsið lágt vá tryggt. Ekki er vitað hvað eld- inum hefur valdið. Guðbrandur hóf búskap í Hveravík á sl. hausti. Nánir ættingjar hans búa á nærliggj- andi bæjum. — í Hveravík er um hálftíma ferð á .bát frá Hólmavík. Rússnesku bílarn- ir liggja óseldir — jbrátt fyrir verðlækkanir og greiðslufresti NÚ UM skeið hefur mikið magn af nýjum rússneskum bílum í kössum legið við Suðurlandsbrautina og vakið athygli vegfarenda. — Bílar þessir komu í byrjun janúar og voru upphaflega 200 tals- ins. Blaðið spurðist fyrir um söluná á þessum bílum hjá Guðmundi Gíslasyni, forstj. Bifreiða- & landbúnaðarvéla hf. Sagði hann að bílarnir seldust hægt og hægt. Mundi vera seldur um helmingur- inn af þessari sendingu. Sem kunnugt er var verðið á þessum bílum lækkað úr 131 þús. í 105 þús. með því að stjórnar- völdin lækkuðu leyfisgjöldin úr 135% í 100% og Rússarnir lækk- uðu verið á hverjum bíl um 100 dollara. Er þetta önnur sending- in af þessum bílum sem kemur síðan, en um 50 bílar komu í ágústmánuði í fyrra. Um þessa bíla og aðra frá Aust ur-Evrópulöndunum gildir það, að ríkisstjórnin hefur heimild til að veita fötluðu fólki eða sjúku 40 þús. króna undanþágu frá leyf isgjaldi og tolli, skv. vottorði læknis. Er heimild til að veita allt að 150 slík leyfi á ári. Mun mikið af bílunum hafa verið selt skv. slíkum leyfum, enda kosta þeir þá aðeins um 65 þús. kr. Vegna þess hve erfiðlega hefur gengið að selja hina rússnesku bíla hefur verið gripið til þess ráðs að veita gjaldfrest á hluta verðsins, en samt er aðeins helm ingurinn seldur. Þess má geta, að það mun ekki sök íslenzkra innflytjenda, að þessir bílar hafa verið keyptir til landsins, þó að menn vilji ekki kaupa þá nema með nokkurs konar niðurgreiðslum, heldur hafa Rússar krafizt þess að við keyptum þá og ekki verið við- mælandi um neina viðskipta- samninga án þess. vöruskipti um 85,6 miUj. kr. f FRÉTTATILKYNNINGU frá Hagstofunni, sem blaðinu barst í gær um vöruskiptajöfnuðinn, þar segir m. a. að verðmæti út- fluttrar vöru hafi verið 229,0 millj. í febrúarmánuði á móti 184,7 millj. kr. verðmæti inn- fluttrar vöru. Á fyrstu tveim mánuðum yfir- standandi árs er vöruskiptajöfn- uðurinn hagstæður um 85,6 millj. kr., þannig að heildarverðmæti útflutningsins nema 418 millj. á móti 332,6 millj. kr. verðmætum innfluttrar vöru. Vöruskiptajöfnuðurinn var óhagstæður um 06,2 millj. kr. við lok febrúarmán. 1960. í athugasemdum Hagstofunnar um tölur þessar segir. Verðmæti útflutnings og inn- flunings í janúar—febrúar 1960 hefur hér verið umreiknað til samræmís við núgildandi gengi, til þes að tölur um utanríkis- verzlunina 1960 séu sambærileg- ar við tölur 1961. — Athygli er vakin á því, að skip flutt inn á fyrri helmingi árs 1961 verða talin með innflutningi júnímán- aðar 1961. I Soames J jog Tíminn ((, EFTIR rlstjórnargreln Tím- Jans í gær að dæma finnstc •/ þeim Framsóknarmönnum, - «sem nú munu þeir loks hafaíl 3 f engið annan bandamann \ ((, landhelgismálinu en islenzka )'• kommúnista. Fagnar blaðið •/ því mjög að Soames, fiski- 'ri málaráðherra Breta, skuli eiga| 3í útistöðum við óróaseggi í ^Grimsby og Hull, sem vilji X koma illu af stað milli ís-c 9 lendinga og Breta. - o I þessum viðskiptum reynlr) Jráðherrann að sjálfsögðu aðc ^túlka samkomulagið eins mikc yið Bretum í hag og honum eré vfrekast auðið til þess að lægja '(jöldur óánægjunnar. Skal hér Jekki frekar rætt um fullyrð- ((öngar hins brezka ráðherra. j!En hitt er hægt að segja, aðý vekki kemur honum til lifandi> ahugar að túlka málstað Breta;( Jmeð jafnmiklum fölsunum og'j ©ofstopa og þeir Tímamennc Shafa gert fram að þessu. Efs (ýSoames ætlar að fara halloka> Jfyrir togaramönnum, sýnist(( jf því einsætt að við ættum að'j vbjóða honum Þórarin I»órar-Æ c)in.sson, sér til aðstoðar við að« ,túlka ávinning Breta af sam-) [komulaginu. ;( 1330 tonn af togara- fiski Fóiitískt nuao TOGARARNIR hafa landaS þó nokkru magni af fiski hér í Reykjavík i síðustu viku. Sem kunnugt er hefur aflinn verið mjög tregur hjá togurunum, jafnt á heimamiðum sem fjarlægum. Eitthvað hefúr lifnað yfir veið- inni upp á síðkastið, en þá hefur stormasöm tíð valdið miklum frá töfum hjá skipunum. Sem dæmi um batnandi afla má geta þess að tveir togaranna sem lönduðu í vikunni komu inn eftir aðeins sex daga úthald, annar með um 100 tonn en hinn tæplega 140. Alls lönduðu 9 togarar afla, sem fór til vinnslu í hraðfrysti- húsunum. Togararmr voru þess- ir: Marz 181 tonn; Þorsteinn Ing- ólfsson 260; Jón forseti 139; Ingólfur Amarson 144; Askur 201; Júpiter 109; Karlsefni 95; Þorkell Máni og Hallveig Fróða- dóttir, en bæði skipin lönduðu í gær, voru með 100 tonn hvort skip. Alls voru togarar þessir með um 1330 tonn. Hæsta ísfisksalan TOGARINN Sólfoorg seldi í Cux- haven á fimmtudag um 100 lestir fyrir 72 þús. mörk. Haukur seldir í Bremerhaven á föstudag um 200 lestir fyrir 155,900 mörk, sem er bezta ís- fisksalan á vetrinum. Skipstjóri á togaranum er Ásgeir Gíslason. Hann var ekki sjálíur með skipið í söluferðinni, heldur var það fyrsti. stýrimaður hans Guðbj örn Jensson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.