Morgunblaðið - 28.03.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.03.1961, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 28. marz 1961 NA hríðarveður um Norðurland og Vestfirði sl. laugardag, en gekk fljótt niður A FÖSTUDAGSKVÖLD hvessti mjögr úti fyrir Norðurlandi og út af Vestfjörðum og á laugardags- morgun var kominn NA stormur á miðunum. Eftir hádegi tók veðr ið að ganga inn yfir landið og hvessti þá á norðaustan um iand allt, og fylgdi því snjókoma. Á sunnudagsnótt gekk veðrið svo skyndilega niður. Nokkur skip lentu í hrakning- um, og er sagt frá þeim á öðr- um stöðum í blaðinu. En flest lágu í öruggri höfn. Sunnanlands var éljaveður og mugga á laugardag, en sæmi- lega fært er þó um vegi. Á norð- urleiðinni er Holtavörðuheiðin ófær og Öxnadalsheiði illfær. Blaðið hefur haft samband við nokkra fréttaritara sína á Norð- urlandi og Vestfjörðum vegna þessa óveðurs og fara frásagnír þeirra hér á eftir: • Gekk á undan bílnum i 3 tima Fréttaritari blaðsins á Húsavík símaði í gær: Á laugardagsmorguninn setti hér niður í logni töluverðan snjó á skömmum tíma, en er á dag- inn leið fór að hvessa og blind hríð var hér um kvöldið og fram á nótt. En í gær birti aftur og var þá komið bezta veður og lít- inn snjór hafiði fest og allir vcgir mega nú 'heita greiðfærir. Áætlunarbílnum, sem fór frá Húsavík á laugardagsmorgun, gekk vel til Akureyrar. Lagði hann af stað heim kl. 4, en lenti í versta veðri og kom ekki til Húsavíkur fyrr en kl. 3 um nótt- ina, en venjulega er hann hér kl. 7—8 á kvöldin. Með bílnum voru 2'5 farþegar. Snjór var ekki til fyrirstöðu í sköflum, en veðurofsinn og dimm viðrið af hríðinni tafði mest. Bílstjórinn var Aðalsteinn Guð- mundsson. í Köldukinn, milli Lækjarmóts og Yztafells, varð maður að ganga á undan bilnum, svo hægt væri að halda veginum og komast áfram. Var á móti stormi og hríð að ganga og gerði það þekktur bílstjóri hér, Skarp- héðinn Jónasson, en hann hafði þurft að skilja bíl sin bilaðan eftir við Dalsmynni. Gekk hann þrjár klukkustundir á undan bíln um þessa leið, sem er rúmir 5 km. Á þessum kafla eru djúpir skurðir beggja vegna vegarins, en þeir hafa verið alveg fullir að undanförnu og mátti því engu ■muna. Utan við Yztafell skóf meira af veginum. • 8 tíma yfir Holtavörðuheiði Magnús Gíslason á Stað í Hrúta firði sagði, að þar hefði veðrið ekki versnað fyrr en eftir há- degi á laugardag. I>á fór lítill bíll suður yfir Hoitavörðuheiði og var klukkutíma á leiðinni, En áætlunarbílarnir, sem fóru kl. 4 voru 8 klst. á leiðinni, þó ýta færi á undan og þurfti fólk að ganga. Þetta eru síðustu bílar, sem farið hafa suðurum. í gær biðu þegar 6 trukkar af ýmsum stöðum fyrir norðan og von var á fleirum. Var ætlunin að hjálpa þeim suðurum í dag, þegar Norð- urleiðabílarnir kæmu. En svo á að hjálpa áætlunarbílunum norð uryfir á fimmtudag, því búast má við miklum fólksstraumi vegna páskaleyfanna. í hríðinni á laugardag v.ar svo hvasst að snjó reif af mestu af vegum í byggð. k • Skipin leituðu til Akureyrar Fréttaritarinn á Akureyri sagði að á laugardag hefði gert norðan hríð þar og stórsjó úti fyrir. Og hafi skipin þá streymt inn til Akureyrar, sem er eina örugga höfnin fyrir Norðurlandi. Fréttaritarinn á Siglufirði sagði að frá hádegi á laugardag og fram á kvöld hafi verið snar- vitlaust veður þar. En vegna roksins festi snjóinn ekki svo mikið á götunum og í gær var fært þar um allt. Siglufjarðar- bátarnir lágu allir inni í veðr- inu, svo og 2—3 önnur skip-. Ólafsfjarðarbátar flúðu yfir- leitt inn á Akureyri vegna veðurs, en í gær fóru þeir út að vitja neta sinna, sem höfðu orðið eftir er óveðrið skall á. • Flugvélin teppt á fsafirði Björn í Bæ í Sléttuhlíð í Skaga firði sagði að laugardagsveðrið hefði verið versta veður sem kom ið hefur í vetur. Þá hefði verið NA hríð þar um slóðir, en síðan væri linjuveður. En það undar- lega er, sagði Björn, að í Fljót- Lægðin, sem var fyrir suð- vestan ísland er komin austur yfir Finnland. Hún veldur norðanátt með éljaveðri yfir öllu Noregshafi. Þaðan berst svo loftstraumurinn suðaustur um Norðursjó og löndin þar fyrir sunnan og austan, lemj- andi sjóinn og strendurnar með hagléljum og stormhvið- um. Hlýr loftstraumur nær norð ur undir ísland og Suður- Grænland, en þar fyrir norðan og vestan er kaldara loft. Lít- ur helzt út fyrir að ísland verði nálægt mörkum þessara tveggja loftstrauma næstu dagana, hvernig svo sem úr rætist með páskaveðrið. Veðurhorfur: SV-land, Faxaflói og miðin: léttir til með norðan kalda í nótt og gengur aftur til sunn- an áttar á morgun. Breiðafjörð ur og Breiðafjarðarmið: norð- an kaldi og léttir til í nótt. Vestfirðir til Austfjarða og miðin: A- eða SA-stinnings- kaldi fram á nóttina, en norð- an kaldi á morgun og snjó- koma. SA-land og miðin: Vest- an stinningskaldi og skúrir í nótt en NV kaldi og bjart veð- ur á morgun. unum, sem er mesta fannakista í Skagafirði, er nú minni snjór. Hríðin náði til ísafjarðar að- faranótt sunnudags og snjóaði nokkuð mikið, að sögn fréttarit- arans. Þetta var fyrsta ærlega snjókoman á vetrinum þar, en snjórinn er ekki meiri en það að allar götur eru mokaðar og meira að segja bílfært til Bol- ungavíkur. Flugvél Flugfélags fs- lands var teppt á ísafirði frá því á sunnudag og var þar enn í gær. Minna veður virðist hafa verið á Patreksfirði. Þar var að vísu siæmt veður á laugardag, en all- ir bátar á sjó. Fjórir enskir tog- arar lágu þar úti fyrir um kvöld- ið. Fárveik dönsk kona sótt til Grænlands UM kl. 11 í gærmorgun var svo mikil snjókoma hér í Reykjávík, að loka varð flugvellinum fyrir öllum venjulegum flugvélum. En þá var yfir fugvellinum lítil flugvél, sem ekki þurfti að setja fyrir sig snjókomu eða hálku á flugbrautunum. Þetta var þyril- vængja frá varnarliðinu á Kefla- víkurflugvelli, sem hafði innan- borðs danska konu, frú Nielsen að nafni, sem sótt hafði verið til Meistaravíkur, vegna alvarlegs innvortis sjúkdóms, og var verið að flytja hana í Landsspítalann. Ekki var þyrlan þó að koma frá Grænlandi. Dakotaflugvél var send í þetta sjúkraflug til Græn- lands. Hún lagði af stað um kl. 2 í fyrrinótt. Áður hafði verið leitað til Flugfélags fslands, sem ekki hafði flugvélakost til þess að senda á vettvang. Það hafði einnig komið til tals að senda stóra flugvél frá Syðri Straum- firði á Grænlandi, en frá því hafði verið horfið. Þegar herflugvélin var komin til baka, og kom hér inn yfir bæ- inn, fyrir hádegi í gær, var kom- in svo mikil hríð, að ólendandi var á Reykjavíkurflugvelli. Var þá flogið til Keflavíkur og á flugvellinum þar lenti flugvélin heilu og höldnu um kl. 10,30. Vax hin fársjúka kona þegar flutt yfir í þyrilvængju og flogið áleið- is til Reykjavíkur. Þrátt fyrir hríðarkófið og hálku af nýföllnum snjó á flugbraut- unum lenti þyrlan skammt frá flugturninum. Þá stóð sjúkrabíll á flugbrautinni, sem brunaði sam stundis með konuna á Landsspít- alann og þar gekk konan, sem er um 35 ára gömul þegar undir uppskurð. Maður hennar hafði fylgt henni frá Meistaravík. Hann hefur sjálfur verið sjúklingur í Landsspítalanum. Fyrir um ári Danska konan frá Meistara- vík. Myndin tekin af sjúkra- börum þyrilvængýunnar er | konan var látin í korfu sjúkra bílsins á Rvíkurflugvelli í gær. Maðiurinn, sem er í dyragætt1 þyrlunnar er eiginmaður kon- unnar. (Ljósm.: Sv. Þorm.). síðan handarbraut hann sig ! Meistaravík og var hann þá flutt ur hingað til Reykjavíkur og séttu læknar Landsspítalans brotið saman. Konsúll Dana hér, L. Storr, sagði Mbl. í gærkvöldi að frú Nielsen, liði eftir atvikum vel Hún hefði verið mjög þungt hald- in er komið var með hana í spít- alann. Verkakonur á Su5ur- nesjum í verkfaiii Slitnaði upp ur viðræðum í fyrrinótt SL. lauigardagskvöld hóf Verka- kvennafélag Keflavíkur og Njarð víkur verkfall og um helgina sátu fulltrúar þeirra fundi hjá sáttasemjara ásamt vinnuveit- „Friðoríandarionu um Alsír — ó oð hefjust 7. upríl París, 27. marz. (Reuter) FULLTRÚAR frönsku ríkis- stjórnarinnar og leiðtoga upp reisnarmanna í Alsír munu koma saman í Evian, Frakk- landsmegin Genfarvatns, h. 7. apríl nk. til þess að ræða möguleika á því að binda endi á Alsírstyrjöldina, sem nú hefur staðið um 6Vs árs skeið, — og um þær áætlan- ir frönsku stjórnarinnar að veita Alsírbúum sjálfsákvörð unarrétt um framtíðarstjórn- skipulag landsins. Tilkynn- ing um viðræðurnar var birt samtímis í París og Túnis- borg, þar sem útlagastjórn uppreisnarmanna í Alsír hef ur aðalaðsetur sitt. Ekki hefir enn verið upplýst, hvernig sendinefnd uppreisnar- manna verður skipuð, en búizt er við, að formaður hennar verði Belkacem Krim, sem er varafor- sætisráðherra og utanríkisráð- herra útlagastjórnarinnar. Hann hefir verið sjúkur undanfarið, og er því ekki enn útséð, hvort hann getur mætt við samningaborðið. Talsmaður útlagastjórnarinnar sgaði þó í dag, að heilsa Krims hefði farið batnandi undanfarna daga. ★ Miklar samningaumleitanir hafa farið fram undanfarnar vikur til þess að koma á fundi þeim, sem nú skal brátt hefjast. — Sem stendur ræða fulltrúar útlagastjórnarinnar við skæru- liðaforingja og aðra leiðtoga upp reisnarmanna í Alsír-styrjöld- inni. Fara þær viðræður fram í Túnis, og hvílir leynd yfir þeim. — Uppreisnarmenn hafa látið all mikið að sér kveða nú um helg- ina í Alsír, drepið nokkra Evrópu menn og sært marga. endum, en í fyrrinótt slitnaði upip úr samningaviðræðum og hefur ekki verið boðaður fundur aftur. Á laugardag hófst fundur kl. 12, en einn fundur hafði verið haldinn áður hjá sáttasemjara, á miðvikudagskvöld. Laugardaga fundur stóð til kl. 3.15 um nótt. ina með matarhléi, án þess að samnirugar tækjust. Aftur var boðaður fundur á sunnudags- kvöld og stóð sá fundur einnig til kl. 3.15 um nóttina. Vinnu- veitendur í Keflavík lögðu þar fram tilboð, sem verkakonur gengu ekki að. Fundur Dagsbrúnar og vinnuveitenda í gær. Kl. 2 e. h. í gær sátu íulltrúar vinnuveitenda og verkamanna. félagsins Dagsbrúnar í Reykja- vík sáttafund. En að undanförnu hafa aðilar setið tvo sameigin- lega fundi um þessi mál með ríkisstjórninni. Á fundinum í gær voru kosnar tvær undimefndir, til að vinna að ýmsum málum í sambandi við samninga, önnur fjallar um samningslengdina og atriði þar að lútandi og hin á að rannsaka möguleika og aðstæður í sam. bandi við hugsanlegt vikukaup. Fyrmefnda nefndin hefur ákveð ið fund í dag. »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.