Morgunblaðið - 28.03.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.03.1961, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 28. marz 1961 MORGVN BLAÐIÐ 23 Kosningarnar í Belgiu: Öfgaflokkar unnu á — Kaþólskir föpuðu Hefsi á ný samstarf kaþólskra og jafnaðarmanna ? Brussel, 27. marz. (Reuter) HELZTU úrslit þingkosning- anna, sem fram fóru í Belgíu á sunnudaginn, urðu þau, að aðalstjórnarflokkurinn, Kaþ- ólski flokkurinn, tapaði um 5% atkvæða miðað við síð- ustu kosningar 1958 og missti 8 þingsæti í fulltrúadeildinni —- 7 í öldungadeildinni. Jafn- aðarmenn juku fylgi sitt um tæplega 1%, en þingmanna- fjöldi þeirra er hinn sami og áður í fulltrúadeildinni, en þeir unnu 5 í öldungadeild- Inni. — Helztu sigurvegarar kosninganna eru smáflokkar yzt til hægri og vinstri. T.d. bættu kommúnistar við sig þrem þingsætum og hlutu nú 3,11% atkvæða á móti 1,89% 1958. — ★ Samstarf kaþólskra og jafnaSarmanna? ^ Gaston Eyskens forsætisráð- herra hefur afhent Baldvin kon ungi lausnarbeiðni fyrir sig og ráðuneyti sitt, en konungur fól honum að hafa á hendi stjóm- arstörf áfram, þar til ný ríkis- stjórn hefði verið mynduð. — Nú er talið, að kaþólskir, sem eru stærsti þingflokkurinn eftir sem áður, og jafnaðarmenn at- hugi möguleika á samsteypu- stjórn — sem mótleik við fram- gangi öfgaflokkanna í kosning- unum. Þessir tveir flokkar höfðu stjórnarsamstarf um skeið, eft- ir heimsstyrjöldina, og var þá jafnaðarmannaforinginn Paul- Liz Taylor loks laus af spítalanum LONDON, 27. marz. (Reuter) — 'Hin fræga kvikmyndaleikkona, Elizabeth Taylor, sem legið hef- ir sjúk af hatrammri lungna- bólgu í sjúkrahúsi hér um rúm- 'lega þriggja vikna skeið, var rloks „útskrifuð“ í dag — og hélt hún þegar flugleiðis til New York, ásamt manni sínum, dæg- urlagasöngvaranum Eddie Fish- er. Þaðan fara þau hjónin svo heim tii Kaliforníu, þar sem Liz mun dveljast um skeið og hafa hægt um sig til þess að ná sér eftir sjúkdóminn. Hefir hann •tekið mjög á hana, enda var hún um skeið svo þungt haldin, að henni var vart hugað líf. ★ 1 Liz vör ekið í hjólastól út úr iBjúkrahúsinu til bifreiðar, sem 'flutti hana til flugvallarins. Hún er enn mjög máttfarin, og vinstrí ökli hennar var vafinn umbúðum, en hún ber enn menj- ar eftir mangar innspýtingar, eem gerðar voru þegar hún var svo langt leidd, að hún gat einsk Ss neytt í nokkra sólarhringa og lifði á næringarefnum, sem var eprautað inn í æðar í fætinum. Henri Spaak forsætisráðherra, en hann sagði fyrir skömmu af sér sem framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins og tók nú þátt í kosningabaráttunni heima í Belgíu. — Er talið, að hann verði varaforsætisráðherra og jafnframt utanríkisráðherra, ef af samstarfi fyrrgreindra flokka verður um myndun „verkalýðsstjórnar“, eins og talað er um af heimildum, sem standa flokkunum nærri. ★ Eða „þjóðstjórn“? Einn af leiðtogum Frjáls- lynda flokksins, sem stóð að samsteypustjórninni með Kaþ- ólska flokknum (frjálslyndir töpuðu nú einu þingsæti), lét svo um mælt í dag, að.til greina kæmi, að mynduð yrði „þjóð- .r Stykkishólmi, 27. marz. f GÆR var frumsýndur í Stykk- ishólmi á vegum ungmennafélags Snæfell gamanleikurinn „Húrra lkrakki“, eftir Arnold og Bach. ÍVoru tvær sýningar á sjónleikn- nm fyrir fullu húsi. Skemmti fólk sér ágætlega, tók leiknum vel. 'Næsta sýning verður í annan 1 páskum. — Fréttaritari. ■ Arnesingar ÁRSHÁTÉÐ Sjálfstæðisfélag- ana í Ámessýslu verður hald in í Selfossbíói miðvikudaginn 29. þ.m. og hefst kl. 9 síðd. Ávörp flytja: Ingólfur Jóns- son, landbúnaðarráðherra, og alþingismennirnir Sigurður Ó. Ólafsson og Guðlaugur Gísla- son. Guðmundur Jónsson, óperu- söngvari, syngur einsöng, Spurningaþáttur. Kaffi- drykkja. Dans. Hljómsveit Óskars Guðmundssonar leik- ur. — Óttazt um bát Frh. af bls. 24 Báturinn var með gúmmíbjörg- unarbát innanborðs og sjálfur var hann smíðaður fyrir um það bil 6 árum. Á laugardagsmorguninn var hringt til Skagastrandar frá ást- vinum mannanna á Akranesi og spurzt fyrir um þá. Þeir höfðu ekki verið búnir að gera viðvart á Akranesi um það hvenær þeir myndu láta úr höfn. Er það til- gáta manna, að Karl hafi ætlað að biðja símstöðina á Brú, að láta ættingja á Akranesi vita um að þeir væru lagðir af stað heim. Um helgina geisaði hið versta veður á þessum slóðum, svo mjög er tekið að óttast um afdrif báts- ins. Flugbáturinn Rán fór í leit- arflug meðfram strandlengjunni norður á Ströndum á sunnudag- inn. Erfitt var að fljúga vegna þess að mikla skafhríð lagði fram af hinum háu hrikalegu fjöllum, og byrgði það útsýn meira og minna. Hefur síðan verið vonzku veður á þessum slóðum og ófært flugveður til leitar. Karl Sigurðsson á heima á Skagaforaut 44 á Akranesi. Hann er 47 ára, sonur Sigurðar Haralds sonar, skósmíðameistara. Karl er fæddur og uppalinn á ísafirði. Kona hans er Jóhanna Þorsteins- dóttir og eiga þau tvítuga dóttur og 5 ára fósturson. Bernódus Guðjónsson er um hálf sextugur að aldri. Hann hef- ur lengi verið bryti á togurum og vélbátum. Hann er fæddur í Bolungarvík og á 3 systur þar, en 4 systur á Akranesi. Hann er ókvæntur. stjóm“ flokks hans, kaþólskra og jafnaðarmanna — en ekki er talið líklegt að af því verði, því að jafnaðarmenn eru lítt hrifn- ir af frjálslyndum, sem þeir kalla „ný-íhaldsmenn“. Á Úrslitin í kosningunum á sunnu- daginn var kjörið bæði til full- trúadeildar og öldungadeildar þingsins. Enn er þó eftir að kjósa 69 öldimgadeildarþing- menn — þar af eru 46 kosnir af fylkisráðum í landinu, en 23 skiptast milli flokkanna eftir hlutfalli þingmannatölunnar í fulltrúadeildinni. — Bráðabirgða tölur um kosningaúrslitin, sem út hafa verið gefnar, eru þess- ar: Fulltrúadeildin: Kaþólskir 96 þings. (áður 104) Jafnaðarm. 84 — ( óbreytt) Frjálslyndir 20 — (áður 21) Kommúnistar 5 — (áður 2) Flæmski fl. 5 — (áður 1) Óháðir 2 — (áður 0) Öldungadeildin: Kaþólskir 47 þings. (áður 54) Jafnaðarm. 44 — (áður39) Frjálslyndir 11 — (áður 12) Kommúnistar 1 — (óbreytt) Flæmski fl. 2 — (áður 0) —■ Gervitungl Framh. af bls. 1. geysi-mikilvæg tilraun og væn- Ieg til árangurs — en hún er enn einn liðurinn í undirbúningi þess að senda mann út í geiminn. ★ Fréttir bárust um það í gær, að stjörnuathugunarstöðin mikla í Jodrell Bank í Englandi hefði heyrt greinileg merki frá P-14. íþróttir Framh. af bls. 22 voru Jarlenius og Bengt Ander- sen. Markvörður þeirra átti og góðan leik — þann bezta er hann hefur sýnt í ferðinni. f heild var allur annar svipur yfir leik Sví- anna á þessum stóra velli en á Hálogalandi. Það sem var ánægjulegast að sjá við leik fslendinga var góður leikkafli Hjalta í markinu í síð- ari hálfleik. Þá varði hann m.a. tvö vítaköst af miklu öryggi. •Á Dómarinn Dómari var Valur Benedikts- son og setti mikinn svip á leik- inn. Var það helzt fyrir það að túlka á annan hátt en allir aðr- ir „brot“ varnarleikmannanna íslenzku. Slíkri túlkun höfðu ísl. leikmennirnir ekki áður kynnzt og orsakaði þetta allmörg víta- köst á ísl. liðið. . . . & SKIPAUTGCRB RIKISINS Skjaldbreið vestur um land til Akureyra hinn 4. apríl. — Tekið á mót flutningi í dag til Tálknafjarðai áætlunarhafna við Húnaflóa Oi Skagafjörð og til Ólafsfjarðar. - Farseðlar seldir árdegis á þriðju dag 4. apríl. Herjólfur fer til Vestmannaeyja og Horna- fjarðar á morgun. Vörumóttaka og farseðlar seldir í dag. ES JA austur um land í hringferð 5. apríl nk. — Tekið á móti flutn- ingi á morgun til Fáskrúðsfjarð- ar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyðisfjarðar, Þórs- hafnar, Raufarhafnar, Kópaskers og Húsavíkur. — Farseðlar seld- ir á þriðjudag 4. apríl. Ég þakka vinum og vandamönnum, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 60 ára afmæli mínu 23. þ.m. Allt þetta og hlýju handtökin ylja mér um ókomin ár. — Guð blessi ykkur. Guðjón Bjamason, Uxahrygg. Konan mín JÓRUNN ÁLFSDÓTTIR andaðist 26. marz að heimili sínu, Njálsgötu 52 B. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir mína hönd. Ingimar Jónsson og böm. Maðurinn minn GUÐBJÖRN ÁRNASON andaðist í Bæjarsjúkrahúsinu 25. þ.m. Ilelga Gísladóttir. Jarðarför föður míns og tengdaföður KARLS KRISTJÁNSSONAR húsvarðar Menntaskólans, sem andaðist 23. þ.m., fer fram frá Fossvogskirkju, mið- vikudaginn 29. marz kl. 10,30. Athöfninni verður útvarpað. Blóm afþökkuð, en þeim, er vilja minnast hins látna, er bent á, sjúkrahúsið Hvammstanga. Minningarspjöld fást í verzluninni Brynju. Hulda Karlsdóttir, ’ Benedikt Valgeirsson. Bróðir okkar NARFI HALLSTEINSSON trésmíðameistari, verður jarðsunginn að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd mið- vikudaginn 29. marz. Kveðjuathöfn verður í Akraness- kirkju kl. 1 e.h. sama dag. Þeim sem vildu minnast hans er bent á sjúkfahús Akraness eða aðrar líknar- stofnanir. — Bílferð verður frá, Akranesi. I Systkinin. Konan min og móðir okkar RAGNHEIÐUR ÞORKELSDÓTTIR Vesturbraut 13, Hafnarfirði, andaðist í Landsspítalanum 25. þ.m. Jarðarförin ákveðin laugardaginn 1. apríl kl. 2 frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði. Magnús Magnússon og böm. Jarðarför mannsins míns KRISTINS MAGNÚSSONAR sem andaðist 24 .þ.m. fer fram frá Dómkirkjunni mið- vikudaginn 29. þ.m. kl. 1,30. Guðrún Einarsdóttir. Kærar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og hluttekningu idð fráfall og jarðarför KRISTBJARGAR ÞORBERGSDÓTTUR fyrrverandi matráðskonu Landsspítalans. Helgi Benediktsson og f jölskylda, Hálfdán Eiríksson og fjölskylda. Öllum þeim fjær og nær, er sýndu okkur vinarhug og samúð við fráfall og jarðarför SIGURÐAR MARINÓS JÓHANNSSONAR sendum við innilegar þakkir og óskum þeim farsældar á komandi tímum. Stykkishólmi, 27. marz 1961 Hansína Jóhannesdóttir og börnin. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa ÁSGRlMS EINARSSONAR skipstjóra, Suðurgötu 14, Sauðárkróki. Jóhanna Ásgrímsdóttir, Bjöm Asgrúnsson, Sigríður Gísladóttir, Einar Ásgrímsson, Gísli Einarsson. Þökkum inniiega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för mannsins míns, föður okkar og tengdaföður ^ KRISTMUNDAR EGGERTSSONAR Rauðbarðaholti, Dalasýslu. Sérstaklega þökkum við læknum og hjúkrunarliði Landsspítalans. Ennfremur öllum þeim sem heimsóttu hann í veikindum hans og sveitungum fyrir ómetanlegan stuðning. Salóme Einarsdóttir, Guðlaug Kristmundsdóttir, Ingiríður Kristmundsdóttir, Einar Helgason, Guðrún Jóhannesdóttir, Einar Kristmundsson, Bára Þórarinsdóttir, Eggert Kristmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.