Morgunblaðið - 28.03.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.03.1961, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 28. marz 1961 MORGVTSBLAÐIB 13 Gautaborg UM ÁRAMÓTIN 1960—1961 voru íbúar Gautaborgar yfir 400 þús- undir. Þennan öra vöxt gefur bezt að líta á árshringunum, sem hin- ir ólíku byggingarstílar hafa myndað á árunum allt frá stofn- un borgarinnar. | í miðbænum myndaðist um og eftir 1800 einn slíkur hringur kringum hina almennu trjá- og skemmtigarða, — það voru hús, foyggð undir handleiðslu þáver- andi bæjararkiteksins, C. W. Carlberg. Fyrir utan myndaðist síðan annar hringur bygginga, sem byggðar voru skömmu eftir 19000. Byggingar þær af þessum árgangi, sem einna mesta at- hygli vekja eru menningarbygg- ingar þær kringum Götaplatsen, sem risu af grunni skömmu eftir 1900. Byggingar þær af þessum miðju torginu, há og tignarleg bygging teiknuð af Arvid Bjerke og Sigfrid Eriksson. Nokkru síð- ar voru það leikhúsið og tón- listarhöllin. Síðarnefnda dæmið er teiknað af Nils Einar Eriksson og er þekkt um heim allan fyrir hljóðgæði. Á miðju torginu stend ur svo sjávarguðinn Poseidon, höggmynd eftir Carl Milles, — listaverk sem mætti mikilli gagn- rýni fyrst í stað, en er nú álitið einskonar tákn borgarinnar. Iburðir miklir í íbúðarhús Á hæðunum fyrir ofan torgið má svo sjá íburðarmikil einbýl- ishús ásamt stærri fjölbýlishúsum úr rauðum tígulsteini. Áhrif funktionalismans gætti mjög í byggingu húsanna við Johanne- berg, — byggingarstíl sem síðan þróaðist við byggingu hins nýja hverfis á Guldheden. í austri og vestri eru það hin svokölluðu landshöfðingjahús, sem setja svip á borgina. Þessi hús komu til þannig, að árið 1866 var ákveðið að timburhús mætti ekki byggja hærri en tvær hæðir. Hugvits- samir byggingameistarar fundu þá leið til þess að sniðganga lög- in lítið eitt með því að byggja eina hæð úr steini og tvær hæð- ir úr timbri þar ofaná. Af gömlu byggngunum, sem ég hefi áður rætt um í þessum greina flokki um Gautaborg standa ekki margar uppi í dag. Krónu- húsið frá árinu 1655 stendur þó enn ásamt skönsunum og hús Austurindiska félagsins, teikn- að 1750 af C. Harleman. Stóri hafnarskurðurinn er nú í eyði ef svo mætti segja. Skútu- öldin er liðin hjá og stærri skip komin í staðinn, sem skurðirnir geta ekki tekið við. Blái liturinn er horfinn af vatninu og sömu- leiðis fiskurinn, — vatnið er nú óhreint og gruggugt eins og oft vill verða í stórhöfnum. Eystri og vestri skurðurinn eru nú upp- fylltir og eru nú fjölfarnar götur, þar sem þúsundir bíla keyra dag- lega. Bær sá, sem einu sinni var innan borgarmúranna er nú þröngur miðbær, þar sem úir og grúir af lífi frá morgni til kvölds. Þegar Ijósin slökkna í skrifstof- unum kviknar á hinum marglitu ljósaskiltum verzlananna, sem setja svip sinn á borgina í kvöld- kyrðinni. Fyrir löngu síðan flutti ríka fólkið úr húsunum út með skurð- unum. Fyrst 1 nágrenni Trad- gardsföreningen og síðan til Kungsportsavenyen, sem nú ligg- ur bar sem gamla borgarhliðið lá, enda ber götunafnið þess vitni, — hliðið hét jú Kungsporten. En einnig þangað fluttu verzlanirnar innan skamms, svo hvergi var friður, enda einkennist nú engin gata sérstaklega af efnuðu fólki. íbúðarhverfin nýju Ef við bregðum okkur á ferð um borgina í dag blasa við okk- ur byggingaframkvæmdir hvert sem augum er litið, — í úthverf- um sem í gamla miðbænum. Kungsportsavenyen áðurnefnda er að breyta um andlit eins og ein meðfylgjandi mynd sýnir greinilega. En eins og alltaf þeg- ar um endurbyggingu miðbæja er að ræða er erfitt fyrir arki- tektana að sameina gamalt og nýtt og er bæði hér sem annars- staðar misjafnlega'mikið gert til þess að þessar tvær ósamstæður falli vel saman. í austri og vestri og á Hising- en eru íbúðarhverfin í byggingu, — 37000 íbúðir voru byggðar á árunum 1950—1960, en það segir lítið því íbúðaskorturinn er gíf- urlegur. Algengt er að fólk þurfi að bíða í fjögur til fimm ár eftír íbúð, eða jafnvel lengur. Skipulögð eru heil hverfi, sem rúma kannski 100 þúsnd íbúa, — vel skipulögð hverfi þar sem foreldrar finna öryggi fyrir börn sín. Þegar maður gengur um og virðir fyrir sér þessi nýju hverfi verður manni hugsað heim til þess eymdaástands í skipulags- málum sem þar ríkir, þótt glitti í ljósgeisla á svörtum himni í starfi borgarstjóra að bættum skipulagsmálum. Umferðin er hér sem annars- staðar mesta vandamálið. Bíla- fjöldinn er óskaplegur ög fer ört vaxandi. Verið er að skipuleggja nýjar og fljótfarnar leiðir gegn- borg fagurra bygginga og mikilla framfara Eftir Guðmund Þór Pálsson Fréttaritara Mbl. um borgina. Lokið er við teikn- ingu nýrrar brúar yfir Gautaelf, — gamla brúin, sem byggð var aðeins fyrir nokkrum árum er nú þegar orðin of lítil. Þessi nýja brú verður lengsta hengibrú í N-Evrópu. Byrjað er á göngum undir ána í austri, sem eiga að gleypa hina gífurlegu umferð frá meginlandinu til Osló. Þessar nýju leiðir eiga að beina um- ferðinni frá miðbænum. íbúarn- ir vilja helzt halda gamla bæn- um óbreyttum, — fljótlega heyr- ast háværar raddir ef trén út með götunum eru höggvin svo að göturnar geti betur séð fyrir um- ferðinni. Úir og grúir af skipum Þegar á víkingaöldinni var staður sá, er Gautaborg stendur á miðpunktur verzlunar N- og Vestur-Evrópu. Því til sönnunar er Laxdæla, sem lýsir markaðs- lífinu á níundu öld á Brennueyj- um í skerjagarðinum fyrir utan Gautaborg. Við bryggjurnar los- uðu langvega verzlunarmenn varning sinn frá framandi lönd- um, vefnaðarvöru, silfursmíð og skinn, — og einnig þræla, konur og karla. f höfninni í dag, sem er ein af stærri í Evrópu, úir og grúir af skipum, stórum og smáum, hvað- anæva að úr heiminum, — hefð- um Austurindiska félagsins hef- ur verið haldið við af dugmikl- um reyndum skipaeigendum. Ár- ið 1845 var hafnarlengdin í Gautaborg um 100 metrar, tala sem ört hefur vaxið og er nú um það bil 13000 metrar. Skipsistóll- inn sem skrásettur er hér í Gautaborg nemur 700.000 tonn- um. Skip héðan eru algengir gestir á heimshöfunum, — mörg af þessum skipum eru byggð hér. Það sem áður var Göteborgs Mekaniska Verkstad og Eriks- bergs Járn- og Metallgjuteri eru nú stærstu skipasmíðastöðvar landsins, vel þekktar um heim allan. Þar vinna í dag um 10 þús- und manns. Iðnaðarfyrirtækin þenjast út af aukinni framleiðslu, — heims- Síðasta grein ♦-------------------♦ þekkt iðnaðarfyrirtæki sem SKF, VOLVO, ESBA og ORGINAL ODHNER hafa aðsetur sitt hér. Varla þarf að kynna þessi fyrir- tæki fyrir íslendingum. Gautaborg er ekki eingöngu iðnaðar- og hafnarborg. Margs- konar vísindi og rannsóknir hafa á síðustu 50 árum náð stöðugri fótfestu hér. Chalmers tæknihá- skólinn og Gautaborgarháskóli útskrifa stöðugt fleiri mennta- menn sem þjóðin hlúir að í stað- inn fyrir að hrekja þá úr landi. fþróttirnar eiga hér gamalt að- setur. Allt er gert til að efla áhugann á íþróttum. Nýir leik- vangar eru byggðir og er í því sambandi ekki hægt að ganga fram hjá Ullevi leikvangnum,, sem byggður var fyrir 4 árum vegna heimsmeistarakeppninn- ar í fótbolta. Sundhallir eru byggðar, já meira að segja með áhorfendapöllum! — enda er mik ið um sundmót og sundið á háu stigi. íslendingar hafa mikið að sjá hér og læra, enda bera auknar samgöngur milli Reykjavíkur og Gautaborgar á sjó og í lofti vitni um aukinn skilning þjóðanna á hiilli og er vel meðan svo er. G. Þór Pálsson Ný lögregSustöð og kjallari" á dagsskrá á Akureyri „ÍSLENDINGUR“ á Akur- eyri skýrir frá því í gær, að bæjarfógetinn á Akureyri hafi í bréfi til bæjarráðs Ak- ureyrar skýrt frá því að bær inn og ríkissjóður vinni að því í sameiningu að reist verði ný lögreglustöð fyrir Akureyrarbæ. Er mál þetta kom til um- ræðu í bæjarráði Akureyrar á dögunum, gerði það um málið svohljóðandi ályktun: Bærinn reiðubúinn „Bæjarráð telur nauðsynlegt, að byggt verði fangahús og lög- reglustöð í bænum eða húsakost ur þessara stofnana bættur með öðrum hætti og ítrekar þá beiðni sína til dómsmálaráðherra, að lagt verði fram fé úr ríkissjóði í þessu skyni, og ef fallizt verð- ur á málaleitan þá, að ráðuneyt- ið láti semja áætlun um kostn- að og gera uppdrátt að bygg- ingu, svo sem lög mæla fyrir um. Er Akureyrarbær reiðubú- inn að láta í té lóð fyrir slíka býggingu eða húsnæði, sem heppilegt yrði talið og ennfrem- ur að leggja fram fé að sínum hluta, svo sem lögákveðið er. Vill bæjarráð í þessu sam- bandi vísa til erinda bæjarfóget- ans á Akureyri til bæjarstjóm- ar og greinargerðar Valdimars Stefánssonar, sakadómara, með frv. til laga um héraðsfangelsi, þar sem hann segir, að fang- elsið á Akureyri sé gersamlega ófullnægjandi og þar þurfi að byggja fangahús með 12—15 klefum. Er Akureyri einn af þeim fimm stöðum, þar sem !skjótastra aðgerða er þörf“. j) Fjölbylishus 1 Kortedala, í af nýju úthverfunum í Gauta- ]i borg. Arkitekt professor •J Wallinder. ^ Ljósm. W.-Goldbach Mikil snjókoma á Siglufirði SIGLUFIRÐI, 23. marz: — Mikil snjókoma er hér í dag, svo skipt hefur- alveg um svip, því jörð var orðin alveg auð upp í efstu hlíðar, þíðviðri og allur klaki úr henni. Snjódrífan hefur verið svo þétt, að jörð er þegar orðin hvít á skömmum tíma. — Nokk ur hluti skíðafólksins, sem tek ur þátt £ skíðamótinu á ísafirði, lagði af stað héðan í morgun með Breiðinni. Seinnj hópurinn fer bráðlega, eða þegar næsta skips ferð verður, en þær hafa verið strjálar undanfarið. — Togarinn Elliði landaði hér í gær 70 tonn um af fiski af heimamiðum, og togskipið Hafþór landaði í dag 20 tonnum, en hann varð að leita hafnar, vegna SV-storms á miðunum. Undanfarið hefur ekki gefið á sjó hjá landróðrabátum. Þegar gaf var dauður sjór á línu. —Guðjón. Hópferð til Japans á vegum Sunnu FERÐASKRIFSTOFAN Sunna hafið undirbúning að hópferð til Japans. Mun það verða lengsta hópferð, sem efnt hefur verið til frá íslandi. Undirbúningur er langt á veg kominn, en ferðin verður væntan lega farin næsta haust. Flestir þátttakenda í ferðinni verða kaup sýslumenn, en viðskipti íslend- inga við Japan og önnur Austur lönd hafa sem kunnugt er stór- aukizt. Ráðgert er að dvelja tíu daga í Japan, en á útleið verður höfð viðkoma í Egyptalandi, Indlandi, Síam og Hong Kong o.fl. stöðum. Á heimleið verður væntanlega farið yfir Hawaii, Kyrrahafs- strönd Bandaríkjanna og New York. Búast má við, að marga ís- lendinga fýsi að koma til þess- arra fjarlægu landa, sem eru svo ólík okkar landi og þjóð í siðum, náttúrufari og menningarerfð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.