Morgunblaðið - 06.04.1961, Síða 20
20
MORGVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 6. apríl 1961
| DÆTURNAR VÍTA BETUR
SKÁLDSAGA EFTIR RENÉE SHANN
l--------------- 22 ------------
!
í
í
í
í
í
í
í
— Mamma — pabbi — þetta
er ungfrú Langland.
Augun í Margot mældu Cynt-
hiu frá hvirfli til ilja. Hún sá
snyrtilega og velbúna konu, sem
virtist vera rúmlega þrítug.
Kannske svolítið eldri. Það var
ekki svo auðvelt að geta upp á
aldri hennar. Hún horfði í augu
hennar og af einhverri ástæðu,
sem hún sjálf hefði alls ekki
getað gert grein fyrir, fékk hún
strax óbeit á henni. En úr því
að Janet var nú svona bjánalega
hrifin af henni, varð maður víst
að vera altileg við hana.
— Sælar, ungfrú Langland.
Það var fallegt af yður að vilja
koma hingað í dag.
— Það var líka fallegt af yður
að lofa Janet að bjóða mér.
— Janet, elskan, sagði Margot.
— Segðu Marie, að við þurfum
að fá fleiri glös. Við erum orðin
fjölmerinari en mér datt í hug.
En við Cynthiu sagði hún: — Af-
sakið, það eru víst fleiri að
koma. Það er ekki eintóm sitj-
andi sæla að vera húsmóðir,
bætti hún við brosandi. — Þá
getur maður helzt ekki talað við
neinn. Ég ætla að afhenda yður
manninum mínum. Pljilip, sjáðu
um, að ungfrú Langland fái glas.
Philip leit á Cynthiu. Hann
átti bágt með að trúa því, að
hann sæi þarna fyrir sér konu,
sem væri komin fast að fertugu.
Hann mætti hreinskilnislegu
augnaráði hennar og spurði sjálf
an sig, hversvegna hann hefði
látið undan þeirri freistingu að
koma heim í dag og hitta hana.
Það hefði hann ekki átt að gera.
Fortíðin var liðin. og hann hefði
átt að vera svo nærgætinn að
lofa henni að vera það. Hann
hafði því miður vel vitað, hvaða
áhrif það mundi hafa á hann að
sjá hana aftur — alla þá ókyrrð
sem það mundi valda í sálu
hans.
— Mér finnst þú ættir að út-
vega mér glas, Philip, sagði hún
brosandi, — í stað þess að standa
og stara á mig!
— Jú, vitanlega .... En þetta
er orðið svo langt ....
— Jæja. Tuttugu ár.
— Og þú hefur ekkert breytzt.
— Æ, vertu ekki að þessari
vitleysu! Hún leit um öxl og sá,
að Janet var að koma í stofuna
aftur. — Janet veit ekkert, að
við höfum nokkurntíma þekkzt
flýtti hún sér að segja.
— Mér skildist það líka á
henni.
— Mér fannst engin ástæða til
að fara að segja henni það.
Janet kom nú til þeirra og
brosti til þeirra beggja á víxl.
— Cynthia mín, þú ættir að
taka þér þetta til inntekta.
Venjulega kemur pabbi alls ekki
í samkvæmin, sem mamma er að
halda. Hann segist enginn sam-
kvæmismaður vera.
— Ég er nú heldur ekki nein
samkvæmismanneskja, ef út í
það er farið.
— Þarna sér maður! Ég vissi,
að þið munduð eiga margt sam-
eiginlegt.
— Þér eigið heima í París,
sagði Philip, að því er virtist
alveg áhugalaust, rétt eins og
hann hefði verið að tala við ein-
hvem annan gest, sem hann
væri að sjá í fyrsta sinn.
— Já. Ég vinn í sendiráðinu
okkar þar. Ég er fulltrúi hjá
Freemantle hershöfðingja.
— Það er afskaplega áríðandi
staða, pabbi, greip Janet fram í.
Hún hefur skrifstofu út af fyrir
sig og nafnið hennar er á hurð-
inni.
Philip lyfti brúnum. — Með
öðrum orðum kona með embætt-
isframa?
— Já, það verður víst að heita
svo. Enda þótt margar konur
mundu láta sér fátt um finnast
um þann frama.
sem kom nú til þeirra. — Sím-
— Ungfrú Janet, sagði Marie,
sem kom nú til þeirra, Sím-
tal við París. Einkasamtal.
Andlitið á Janet ljómaði. — Ég
kem aftur, sagði hún og flýtti
sér út. Skvaldrið í stofunni um-
lukti þau Cynthiu og Philip, svo
að þau voru eins og út af fyrir
sig og verða mátti.
Cynthia leit á Philip.
Dóttir þín er afskaplega ást-
fangin. Og maðurinn er líka á-
gætur og hennar verðugur. Mér
þykir fyrir því að heyra um
Blómaborð
nýgerð, blómalampar, blómagrindur með
ljósum. — Nú er rétti tíminn að kaupa
pottablómin áburð o. fl.
Úrvalið er í
ióm Ln ut
Kjörgarði. — Sím1 16513
VERZLUNARHllSNÆÐI
Verzlunarhæðin í húsi mínu á Laugavegi 26,
þar sem nú er sýning húsgagnaarkitekta, verður
til leigu.
Leigist í einu lagi eða fleirri aðilum saman.
HJÖRTUH Jð^SSQ^
Símar 12841 og 15186
þessa erfiðleika þeirra.
— Hefur hún sagt þér af
þeim?
— Já.4
— Þú sérð, að sagan endur-
tekur sig.
— Já. En í þetta sinn finnst
mér ekki rétt að lofa henni að
endurtaka sig.
— Sagðirðu það við hana?
— Já.
Hann horfði á hana. — Það
var nú sama ráðið og ég gaf þér
fyrir tuttugu árum. Hann lækk-
aði röddina. — Er það hugsan-
legt, að þú hafir iðrazt þess æ
síðan að fara ekki að þeim ráð-
urn?
— Mér finnst ekki sanngjarnt
að spyrja svona. Og heldur ekki
er hér rétti staðurinn til þess.
— Þá ætla ég að spyrja þig
um það annarsstaðar. Við skul-
um koma út og borða saman,
annað kvöld.
— Það get ég ekki.
— Getur ekki eða vilt ekki?
— Hvorttveggja, ef satt skal
segja.
— Hrædd?
— Gæti hugsazt.
— Ég býst við, að Janet hafi
sagt þér, hvemig samkomulag-
ið er hjá okkur Margot?
— Já, og mér þótti það svo
leitt, Philip. Ég hafði verið að
vona, að þú værir hamingjusam-
ur.
— Guð minn góður. Nú orðið
hlýturðu að vita, að mjög fáir
eru hamingjusamir — ef nokkr-
ir. Þegar hún svaraði ekki, hélt
hélt hann áfram: — Cynthia mín
.... við getum alls ekki talað
almennilega saman hérna, og nú
þegar við höfum hitzt, finnst
mér snubbótt að gera ekki annað
en heilsast og kveðjast. Ég vil
fá að vita, hvað fyrir þig hefur
borið öll þessi ár, sem liðin eru.
Eigum við ekki að hittast klukk-
an sjö annað kvöid í Savoy, eða
hvar sem þú vilt.
En áður en hún fengi svarað,
var Margot komin til þeirra, því
að hún var orðin forvitin um
þessa konu, sem Janet hrósaði
svo mjög og Philip virtist nú
sýna alveg óvenjulegan áhuga.
— Jæja, nú eru víst loksins
allir búnir að fá í glösin! Þér
eruð að verða búin úr glasinu
yðar, ungfrú Langland. Lofið
mér að fylla það fyrir yður.
— Nei, þakka yður fyrir. Ég
á svo mikið eftir. En hvað þetta
er indæl stofa, frú Wells.
— Finnst yður það. Já, ég hef
gaman af innanhússskreytingu.
Ef ég hefði lagt fyrir mig eitt-
hvað sérstakt, held ég, að ég
hefði farið út í þá grein. Ég er
jafnvel að hugsa um að benda
Janet á að leggja það fyrir sig.
Hún þarf að hafa eitthvað fyrir
stafni. Mér finnst allar stúlkur
eigi að hafa eitthvað sérstakt
starf, jafnvel þó að feður þeirra
hafi efni á að ala önn fyrir þeim.
— Já, það finnst mér líka. En
hvað Janet snertir, skilst mér, að
hún sé rétt að því komin að gifta
sig.
Margot rak upp stuttan, hvell-
Á
ú
} *
And knowing
HE WILL BE NO
MATCH FOR
THE POWERFUL
MAN AT CLOSE
GRIPS, AAARK
SKILLFULLY
EVADES
MCCLUNE'S
LUNGES
BUT THEV HAVE
LITTLE EFFECT
ON THE TRADER
AS McCLUNE
MOVES IN TO
CLAMP ON
HIS FAMOUS
BACK
BREAKING
HOLD, MARK
HAMMERS
THE GIANT '
WITH
TERRIFIC
BLOWS TO A
THE HEAD 1
U
s
I!
Þegar McClune hleipur að
til að ná sínu alþekkta hrygg-
^pennutaki á Markúsi, kemur
Markús á hann nokkrum þung- ! McClune. Og vitandi það að
um höfuðhöggum með hægri jötunninn befur yfirburði í ná-
hendi. En þau hafa lítil áhrif á |
vígi, víkur Morkús sér fimlega
undan áhlamaum hans.
an hlátur. Nú vissi hún að
minnsta kosti, hversvegna það
var, að hún hafði óbeit á þessari
konu. Hún stóð með Janet. Og
var það ekki einmitt hún, sem
kynnti þau Nigel? Sennilega
hafði hún áðan verið að stappa
í hana stálinu að rísa öndverð
gegn vilja móður sinnar!
Hún svaraði því hægt: — Hún
hefur víst eitthvað verið að
hugsa um það undanfarið, en
ég tek bara ekkert mark á því.
Eða réttara sagt: ég legg b^in-
línis á móti Því. Mér finnst það
sérlega óráðlegt fyrir unga
stúlku að fara að giftast fyrsta
manninum, Sem hún verður
skotin í. Ég vona, ungfrú Lang-
land, að ef hún færir þetta í tal
við yður, að þá neytið þér þess,
að þér eruð þroskuð kona með
lífsreynslu og fáið hana ofan af
því að fara út í slíka vitleysu.
Philip sagði: — En nú er ekki
víst, að ungfrú Langland telji
það vera neina vitleysu.
— Nei, ég er ekki viss um,
að ég telji það, sagði Cynthia.
Nú var hún í vafa um, hvort
hún þyrði að segja meira. Sízt af
öllu vildj hún stofna til fjand-
skapar við móður Janets. Báð»
legra að hafa hana með sér en
móti. En hún vissi nú Samt með
sjálfri sér, að það gæti aldrei
ajlltvarpiö
Fimmtudagur 6 april
8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik-
ar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón-
leikar — 10.10.
12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — ?.2.
25 Fréttir og tilk.)
12.50 ,,A frívaktinni": Sjómannaþáttur
1 umsjá Kristínar Önnu Þórar-
insdóttur.
14.40 „Við, sem heima sitjum" (Vigdfs
Finnbogadóttir).
15.00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15.05
Tónleikar. — 16.00 Veðurfregnir).
Fréttir. — 16.30.
18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Gyða
Ragnarsdóttir og Erna Aradóttirj.
18.30 Þingfréttir. — Tónleikar.
18.50 Tilkynningar — 19.20 Veður-
fregnir — 19.30 Fréttir.
20.00 Tónleikar: Píanókonsert nr. 1 1
í fis-moll eftir Rachmaninoff
(Svjatoslav Rikter og sinfóníu-
hljómsveit rússneska útvarpsins
leika; K. Zanderling stj.),
20.30 Kvöldvaka:
a) Lestur fornrita: Páls saga
biskups; I. (Andrés Björnsson)
b) Þjóðleikhúskórinn syngur Öl-
afs rímu Grænlendings eftir
Jórunni Viðar; dr Victor Ur-
bancic stj.)
e) Minnzt aldarafmælis fræða«»
þulsins Kristleifs á Stóra-
Kroppi: Guðmundur Hlugason
flytur stutt erindi og Páll
Bergþórsson les úr ritum
Kristleifs.
21.45 íslenzkt mál (Asgeir Blöndal
Magnússon cand. mag).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Ur ýmsum áttum (Ævar R. Kvar
an leikari).
22.30 Kammertónleikar: Marína Jas-
hvíli og Elena Llvsjits leika á
fiðlu og píanó.
a) Sónata í d-moll op. 104 eftir
Schumann.
b) Rondó í C-dúr eftir MozarL
c) Habanera eftir Sarasate.
23.10 Dagskrárlok.
Föstudagur 7. apríl *
8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar
— 8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar —
10,10 Veðurfregnir).
12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar — 12.25
Fréttir — 12.35 Tilkynningar —
Tónleikar).
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
15.00 Miðdegisútvarp (Fréttir — 15.05
Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til-
kynningar. — 16.05 Tónleikar. —
16.30 Veðurfregnir).
18.00 Börnin heimsækja framandi þjóð-
ir: Guðmundur M. Þorláksson
lýsir lífinu í Tíbet.
18.30 Þingfréttir. — Tónleikar.
18.50 Tilkynningar. — 19.20 Veður-
fregnir.
19.30 Fréttir.
20.00 Efst á baugi (Björgvin Guð-
mundsson og Tómas Karlsson).
20.30 Einsöngur: Gérard Souzay syng-
ur lög eftir Purcell, Beethoven
og Duparc; Dalton Baldwins jeik-
ur undir.
21.00 „Malbikuð hjörtu": Jóhann
Hjálmarsson les úr nýrri ljóða-
bók sinni.
21.10 íslenzkir píanóleikarar kynna
sónötur Mozarts; HI: Guðmund-
ur Jónsson leikur sónötu í Des-
dúr (K281).
21.30 Útvarpssagan: „Blítt lætur ver-
öldin“ eftir Guðmund G. Haga-
lín; XIII. (Höfundur les).
22.10 Ferðaþáttur: Heimsókn á Aule-
stad, heimili Bjömstene Björns-
ons (Sigurður Gunnarsson kenn-
ari).
22.30 Létt tónlist frá Moldárbökkum:
Hljómsveit tékkneska útvarps-
ins leikur.
23.00 Daeskrárloi*-