Morgunblaðið - 14.04.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.04.1961, Blaðsíða 23
Föstudagur 14. aprH 1961 MORGUNBLAÐ1Ð 23 IBjörn Jakobs- son fyrrum skólastjóri KNBMMA í gærmorgun lézt að iHótel Vík í Reykjavík Björn Jakobsson fyrrum skólastjóri íþróttakennaraskólans að Lauga- vatni. Banamein hans var hjarta- bilun. Björn heitinn fyllti í gær hálf- en áttunda tug ævi sinnar. Var hér í blaðinu og í öðrum blöðum í gær getið um afmæli hans og ihans mikla starf á sviði íþrótta- imenntar þjóðarinnar. Um það bil er blöðin bárust lesendum var Björn látinn. Björn heitinn bjó að Laugar- vatni en kom hingað til bæjarins í boði ÍR, síns gamla félags, til að vera í hópi vina á afmælisdag- inn. Hress var hann og kátur í yinahópi í fyrrakvöld. Björn var um áratugaskeið skólastjóri íþróttakennaraskól- ans, en hafði áður getil sér frægð ar fyrir fimlekakennslu. Hefur Ihann öðrum framar mótað íþrótta mennt íslendnga. Tveii stórii ú toppfnndi? DANSKA blaðið Information heldur því fram nýlega og byggir það á upplýsingum blaðsins US News and World Report, að í ráði sé innan skamms að þeir Kennedy og Krúsjeff hittist á tveggja manna toppfvmdi. Blaðið segir að fundir for- ustumanna Vesturveldanna, fyrst för Macmillans vestur um haf, nú för Adenauers þangað og væntanlegt mót Kennedys og de Gaulles sé ekkert annað en undirbúning- ur imdir toppfund hinna tveggja stóru. Á stóra toppfudinum telja blöðin að Kennedy fái fullt umboð til að koma fram fyrir hönd allra Vesturveldanna og semja við Krúsjeff um lausn _ heimsvandamálanna. Laust prests embætti í Eyjum SÉRA Halldór Kolbeins, sóknar- iprestur á Ofanleiti í Vestmanna eyjum, hefur fengið lausn frá embætti frá næstu fardögum að teljh. Hefur því Vestmannaeyja- prestakall (Ofanleitissókn), sem [tilheyrir Kj alafnessprófastsdæmi verið auglýst laust til lunsóknar í Lögbirtingarblaði. Tekið er fram, að embættið sé auglýst imeð þeim fyrirvara, að kallinu kunni að verða skipt í tvö sjálf- stæð prestaköll, áður en veiting fer fram, og taki viðtakandi þá við þjónustu þeirrar sóknar, sem kirkjustjómin ákveður. — Um- sóknarfrestur er til 15. mai. — „Jawohl" Framh. af bls. 1 ann, hvað þá að heyra þau 15 ákæruatriði, sem hér voru les- in upp yfir einum versta Ul- virkja mannkynssögunnar. Við lok lestursins spurði dómarinn: — Hafið þér skilið ákæruatriðin. „Jawohl, Natflrlich" (Já, að sjálfsögðu) kom svarið, en hinn hvelli rómur var horf- inn. Hér var kominn þreyttur maður. Af þessum þreytta manni, sem virtist falla sam- an eftir lestur ákæruskjalsins var myndin tekin. V Athugasemd I FRÉTT í blaðinu i gær um Iðn- aðarmannafélagið á Selfossi og fjársöfnun þess til kaupa á rönt- genmyndatækj um handa sjúkra- húsinu á Selfossi, féll niður nafn Igjaldkera félagsins. Hann er Ein ar Sigurðsson, trésmiðameistarL Mrnningarathöfn í stað réttarhalds Jerúsalem, 13. apríl (Reuter) 1 DAG varð hlé á Eichmann-rétt arhöldunum vegna minningar- dags fómarlamba nazismans. Minningarathöfn fór fram á hæðarkolli einum skammt fyrir utan Jerúsalem. Þar var vígð graf hvelfing mikil og er leifum þeirra Gyðinga sem nazistar tóku af lifi komið fyrir i hennL Réttvisi fyrir dómstól Aðalræðuna flutti Mordeoai — Gagarin Framh. af bls. 1 „sá ég greinilega hina stóru ferhyrninga sem marka akra og annað gróðurlendi stærstu samyrkjubúanna og ég gat greint á milli hvað var akur- lendi og hvað var engi. Mesta hæð sem ég hafði Iiomizt i fram að þessu var 15 þúsund metrar. Auðvitað var myndin af jörðinni ekki eins skýr og úr flugvél, en samt var hún góð“. Blái liturinn og myrkrið Hann hélt enn áfram: „Nú sá ég til dæmis í fyrsta skipti með eigin augum að jörð- in er kúlumynduð. Það er óvið- jafnanlegt að sjá hinn boga- dregna sjóndeildarhring jarðar og það er mjög fallegt. Jörðina ber upplýsta af sólar- Ijósi við koldimman himin. Andrúmsloftið myndar þunna hálfgagnsæja Ijósbláa slæðu þarna á mörkunum. Þessi blái lit ur hverfur smám saman út í myrkrið. Ég sá ekki tunglið. Sólin er margfalt birtumeiri en frá jörð- inni að sjá. Stjörnurnar sjást mjög vel. Þær eru bjartar og mjög skýrar á dimmum hirnnin- um. Þyngdarleysið Gagarin var spurður, hvernig honum hefði fundizt það að „missa þyngdina“, þegar aðdrátt- arafl jarðar hætti að hafa áhrif. „Mér leið prýðilega sagði hann. Allar hreyfingar og líkamleg störf urðu léttari. Hlutir svífa í loftinu í kringum mann. Ég sat ekki lengur á stólnum heldur sveif yfir honum. Meðan ég var þannig „þyngdarlaus“ notaði ég tækifærið, borðaði mat og drakk og það gekk eins vel og ég hefði setið í stofunni heima hjá mér. Ég hélt áfram að skrifa niður athugasemdir og rithöndin breytt ist ekki, þó ég væri þyngdarlaus, — en ég varð að halda skrifblokk inni fastri, því að ella hefði hún flogið frá mér. Ég þurfti að senda viss merki með morse-lykli og stóð þannig í sambandi við marga niðri á jörðinni. Ég hef nú sannfærzt um það, að þyngdarleysið hefur engin áhrif á starfshæfni manna. Gagarin sagðist hafa sungið rúsisneskan ættjarðarsöng, er hann sveif til jarðar. „Ég hefði getað verið lengur á lofti, sagði hann, en það var fyrirfram ákveð ið hve löng ferðin skyldi vera“. Langar til Venusar Er Gagarin var spurður hvað hann ætlaði að gera í framtiðinni, svaraði hann: „Ég ætla að helga allt líf mitt hinum nýju vísindum sem fjalla um geimsiglingar. Mig langar mest til að heim sækja Venus og sjá hvað er undir hinum þykka skýjahjúp hennar. Þar næst langar mig til að heimsækja Marz og kom ast að raun um hvort það eru skurðir þar. Ég þarf varla að óska mér að komast til tungls ms því að það mun ekki líða langur tími, þar til tunglferðir verða daglegur viðburður." Hann kvaðst vera sannfærður um það að ekki liði á löngu þar til skemmtiferðamenn færu að hópast í geimferðir. Nurok, Gyðingaprestur, sem sjálf ur hafði orðið að flýja ofsóknir nazista. Hann var áður rabbini í Riga, höfuðborg Lettlands. Hann missti alla fjölskyldu sína í greipar nazista. Hann sagði m.a.: — Hér geymum við minning- una um hina óþekktu. Við höfum flu-tt jarðneskar leifar þeirra heim til ísraels á sama tíma og maður einn er dreginn fyrir rétt hjá okkur sakaður um að valda dauða þeirra. Nú verður hann að þola réttvísi heimsins fyrir ísraels-dómurum, ísraels-dóm- stóli og ísraels-saksóknara. Tjald Abrahams Grafhýsið er teiknað með tjaldlagi og á það að minna á tjald Abrahams. Inni í hvelfing- unni eru skráð með stóru letri nöfn á 21 fangabúð nazista, þar sem Gyðingum var útrýmt. Golda Meir utanríkisráðherra ísraels var viðstödd athöfnina. ÍSOMARLEIKHÚSID í Gamánleikurinn Allra Meina Bót Sýning £ Austurbæjarbíói j laugardagskvöld kl. 11.30. | Aðgöngumiðasala frá kl. 2 | dag. Sími 11384. Félagslíf Ferðafélag Islands fer göngu- og skíðaferð á Hengil næstkomandi sunnudag. Lagt af stað á sunnudagsmorg- uninn kl. 9 frá Austurvelli. Far- miðar við bílana. Knattspyrnufélagið Þróttur Æfing verður á íþróttavellin- um í kvöld kl. 7,30 fyrir mfl., 1. og 2. fl. Það er áríðandi að sem flestir mætL því mótin byrja eftir hálfan mánuð. Mætið stundvislega. — Þjálfarinn. Knattspyrnufélagið Valur Handknattleiksdeild 1. og meistarafl. karla, æfing verður í kvöld kl. 9,10. Æfing fellur niður hjá kvennaflokkun- um í kvöld. 2. og 3. fl. karla, æfing *kl. 10,10. — Handknattleiksd. Vals. fj^ST aittnj opi ’ 5o ’ÚJZltl Múi'Jc isfsgr- ms W Í^MTUUaJÍSW^O-' mss< mý Bróðir minn BJÖRN JAKOBSSON fyrrverandi skólastjóri á, Laugarvatni lézt í Reykjavík 13. þ.m. Herdís Jakobsdóttir Maðurinn minn JÓN GUÐBRANDSSON - andaðist að Landakotsspítala 13. þ.m. Sigíður Amfinnsdóttir. - Eiginmaður minn og faðir EINAR GUÐMUNDSSON Breiðagerði 19, andaðist 12. apríl# Snæbjörg Ölafsdóttir og böm. Sonur minn, RAGNAR JÓNASSON prentari, sem andaðist 9. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvog*- kirkju föstudaginn 14. þ.m. kl. 10,30. Blóm afbeðin. Fyrir mína hönd og systkinanna. Guðbjörg Gísladóttír. Maðurinn minn JÓN JÓNSSON frá Hrafsstaðakoti, sefti andaðist að Hrafnistu 8. apríl, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. aprfl kl. 3 e.h. Blóm afbeðin. Guðrún Angantýsdóttir. Minningar athöfn um áhöfn vélbátsins Auðar Djúpúðgu er fórst á leið til Akraness 24. marz s.l. þeirra KARLS SIGURBSSONAR og BERNÓDUSAR GUÐJÓNSSONAR verður í Akraneskirkju n.k. sunnudag kl. 2 eftir hádegL Óskum að minningargjafir verði látnar renna til minnis- merkis sjómanna á Akranesi# — Minningarspjöld fást í bókabúðinni og fleiri verzlunum á Akranesi. Aðstandendur. Útför ÞÓRDÍSAR BJARNADÓTTUR frá Stokkseyri, fer fram frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 15. aprfl kl. 2 e.h. Minningarathöfn verður í Dómkirkjunni sama dag kl. 10 f.h. Börn og tengdaböm. Við þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför JÓHANNS PÉTURSSONAR skipstjóra, Sætúni Seltjarnarnesi. Elín Bjarnadóttir, börn og tengdabörn. Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar SIGURBJARGAR JÓNSDÓTTUR Sérstaklega viljum við þakka lækninum Brynjólfi Dags- syni og hjúkrunarkonunni Halldóru Guðmundsdóttur fyrir þeirra miklu hjálp, sérstaka umhyggju og vinarhug til hennar í hinni löngu legu. Guð blessi ykkur öll. Börnin. Innilegustu þakkir til allra þeirra fjær og nær sem sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför JÓNlNU GUÐRCNAR JÓNSDÓTTUR frá Patreksfirði Vegna barna, barnabarna og annara vandamanna. Jón Indriðason, Holtagerði 36, Kópavogi. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er auðsýndu okkur samúð við andlát og jarðarför mannsins míns STEFÁNS JÓNSSONAR frá Ási. Sérstaklega viljum við þakka Nikolai Elíassyni fyrir | hans miklu hjálp, starfsfélögum hins látna og Karlakór Keflavíkur. Fyrir hönd vandamanna. Steinunn Kristmundsdóttír I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.