Morgunblaðið - 14.04.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.04.1961, Blaðsíða 24
íþróttir Sjá bls. 22 ttnM&Mfr I fáum orðum sagt Sjá bls. 10 83. tbl. — Föstudagur 14. apríl 1961 Aldrei meiri straumur feröamanna hing- aö en í Starfsemi Ferðaskrifstofu ríkisins SAMKVÆMT upplýsingum Ferðaskrifstofu ríkisins ætla fleiri hópar erlendra ferða- manna og einstakir útlend- ingar að ferðast hingað í sumar en nokkru sinni áður. Einnig munu ferðir útlend- inga hefjast mun fyrr en tíðkazt hefur. Ferðir um lsland Sjö ferðamannaiskip munu koma í sumar, sum eru gamlir kimningjar, en ný hafa bætzt við. Þau eru: Andes, Bergens- fjord, Brazil, Caronia, Fritz Háckert, Gripsholm og Pobjeda. Von er á fjölmörgum hópum erlendis frá. Marga þeirra mynda fræðimenn eða áhuga- menn um náttúru- og landa- fræði. í fyrsta hópnum verða 20 skozkir bændur. Þá koma hópar frá Noregi og Svíþjóð, Bretlandi, Hollandi, Þýzkalandi, Belgíu, Frakklandi, Svis's, Aust- urríki, Ítalíu, Sovétrikjunum og Kanada. Þessir hópar munu fara víða um landið á vegum skrifstofunnar, sem hefur t. d. skipulagt fyrir þá ferðalög á hestum. Þær ferðir eru einnig ætlaðar Islendingiun að sjálf- sögðu. Margs konar ferðir hafa verið skipulagðar innanlands, um býgðir og óbyggðir. Hópferðir til útlanda Efnt verður til 5 hópferða til útlanda í sumar, og e.t.v. þeirr- ar sjöttu til Grænlands. — Sú fyrsta hefst 20. maí, og verður farið til Þýzkalands, Sviss, Ítalíu, Frakklands, Belgíu og Hollands. I annarri förinni verður farið um Þýzkaland, Austurriki, Sviss, Ítalíu (e.t.v.) og Danmörku. Norðurlandaferðir verða tvær, og verður ferðazt um Noreg, Danmorku og Svíþjóð. Þá verð- ur og farin ferð til Sovétríkj- anna og ein til Grænlands, ef unnt verður. Utanlandsferðir einstaklinga Ferðaskrifstofa ríkisins mun einnig greiða fyrir fólki, sem kýs að ferðast sjálfstætt. Hafa í því skyni vérið skipulagðar sex leiðir um Evrópu. Ferðir um þær taka frá 12 til 22ja daga og- kosta allt frá 7.100 kr. Eldur í Gamla Kompaníinu STUNDARFJÓRÐUNGI fyrir kl. átta í gærkvöldi kom upp eld- ur í Gamla Kompaníinu við Síðu múla 23. Þetta er gríöarmikil 3ja hæða bygging. Eldurinn kom upp í svokölluðu Iakkherbergi, sem er austanmeg- in í norðurenda hússins. Þar var maður við vinnu. Eldur mun með einhverjum hætti hafa komizt í tvist og úr honum í olíu í fötu og loftið, sem var lakikmegnað. Gaus fljótlega upp allmikill eld- ur. Slökkviliðið kom þegar á vett vang og tókst að slökkva eldinn á tæpum klukkutíma. Miklar skemmdir urðu á unnu og hálf- unnu efni í herberginu, einkum nýjum hurðum, sem lágu í þurrk hillum. Engar eða sáralitlar skemmdir munu hafa orðið á vél um, því að í vélasal komst eld- urinn ekki, aðeins vatn og reyk- ur. Norræni dagunnn Enn veittur frestur FJÓRÐI dagur hlns svonefnda morðbréfamáls fyrir Hæsta- rétti var sem hinn þriðji sögu- Iegur nokkuð. Verjandi Magn- úsar Guðmundssonar lögreglu þjóns, var veittur þriðji frest- ' urinn, til þess að Ieggja fyrir I Halldór Þorbjörnsson rann- sóknardómara í héraði, skrif- Iega kröfu og greinargerð um að hann víki sæti sem rann- sóknardómari þessa máls. Hæstiréttur hafði lagt fyrir verjanda Magnúsar að skila hinni skriflegu kröfu og grein argerð í hendur Halldórs fyr- ir hádegi í gær. Klukkan var að verða 12 á hádegi, er verj- andinn kom í skrifstofu dóm- arans, er kvaðst reiðubúinn að taka við málsgögnum. En þá kvaðst verjandinn ekki gera það, nema Halldór Þor- björnsson, rannsóknardómari, setti rétt i málinu. Rannsókn- ardómarinn synjaði kröfu verj andans, en kvaðst mundu setja rétt í málinu klukkan 1,30. Klukkan 1,30, er Halldór Þorbjörnsson setti rétt, kom verjandi ekki, og var bcðið í heila klukkustund eftir hon- um. Var þá verjandanum enn veittur einn frestur og ákveðið að setja rétt klukkan 10 árd. í dag og taka þá málið enn fyrir. NORRÆNI dagurinn var hald- inn hátíðlegur í gær. , í Reykjavík efndi • Norræna félagið til hátíðahalda í Sjálf- stæðishúsinu í gærkvöldi. Mótið var fjölsótt og meðal gesta voru forseti íslands, herra Ásgeir As- geirsson, og sendiherrar Norður- landa. Hátíðina setti Sveinn Ásgeirs- son, ritarj Norræna félagsins. Þá flutti Bjarni Benediktsson, dóms málaráðherra, ávarp. Gunnar Knudsen, fiðluleikari, frá Osló ræddi mn þjóðlega, norska tón- list, og lék síðan einleik á fiðlu. Tómas Guðmundsson skáld las upp frumort ljóð, en því næst sýndi Þjóðdansafélag Reykjavík- ur norræna þjóðdansa. Axel Ni- elsen, yfirkennari, flutti kveðju frá Danmörku. Karlakórinn Fóst bræður söng norræn lög undir stjórn Ragnars Bjömssonar. Síð- an var dansað fram eftir nóttú. Gestir Norræna félagsins þénn an dag voru þeir Gunnar Knud- sen og Axel Nielsen, sem fyrr getur. Fóru þeir í nokkra fram- haldsskóla í bænum í gaér og ræddu við nemendur. Axel sýndi litmyndir, en Gunnar lék ein- leik á fiðlu. Kaupmannahafnarblaðið Beilingshe Aftenavis btrtl sl. laugar- dag samtal við Ólöfu Pálsdóttur myndhöggvara, sem dvalið hefur í Kaupmannahöfn sl. þrjár vikur í sambandi við steypu á tveimur listaverkum sínum, er Listasafn íslenzka ríkisins o«g Reykjavikurbær hafa keýpt, Birtist þessi mynd af listakonunni með samtalinu. Af myndinni má marka að tekið er að vora við Eyrarsund. Danir finna lausn segir Gunnar Thoroddsen Kaupmannahöfn, 13. apriL (Frá Páli Jónssyni) BLAÐIÐ Politiken birtir í dag grein um Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra, sem er heið- ursgestur Dana á norræna deg- inum. Blaðið segir m.a. að hann geti litið ánægður yfir farinn veg, því að nú hafi tekizt að stöðva verðbólguna á fslandi. Árásarmaðurinn hlaut 10 ára fangelsisdóm f GÆR var í sakadómi Reykja- víkur kveðinn upp dómur í máli Guðmundar Þórðarsonar, en hann gerðist sekur um líkamsáras á 12 ára skóiastúlku vestur á Ás- vallagötu í byrjun janúar sl. Guðmundur var úrskurðaður í gæzluvarðhald þegar daginn eft- ir að harin náðist, og hefur hann verið í haldi síðan. Meðan á varð baldsvistinni stóð, var Guðmund- ur sendur til geðheilbrigðisrann- sóknar. Var það álit geðveikra- læknis, að hinn seki maður sem er aðeins þrítugur að aldri, væri sakhæfur. Dómur sá, er Guðmundur hlaut í sakadómi í gær, var 10 ara fangelsisvist. Er þetta með allra þyngstu dómum, sem upp hafa verið kveðnir í slíku árásarmáli. Það var sakadómarinn, Valdimar Stefánsson, sem kvað dóminn upp. Ekki er ósennilegt að dómn- um verði áfrýjað, en það var ákæruvaldið sem málið höfðaði gegn Guðmundi. Enn segir blaðið að áhugi Is- lendinga á samskiptum við Norðurlöndin fari sízt minnk- andi. Það bendir m.a. á það, að á síðustu árum hafi mjög fjölg- íslendmgai ræða viðDean Rusk BANDARÍSKA upplýsinga- þjónustan skýrði Mbl. svo frá í gær, að hinir niu íslenzku blaðameiin sem nú eru á kynn- isferð um Bandaríkin hefðu á miðvikudaginn gengið á fúnd Dean Rusks utanríkisráðherra og rætt óformlega við hann um sambúð íslands og Banda- rík.ianna. í gærdag voru íslend- ingarnir viðstaddir f u n d Kennedys með fréttamönnum. Þeir eru væntanlegir heim til fslands 17. apríl. að félögum 1 norræna félaginu á Islandi og stofnaðar hafi verið sérdeildir félagsins út um allt landið. Það sé fjarstæða, að ís- land sé að fjarlægjast Norður- lönd og hverfa til Ameríku. Politiken segir að Gunnar Thoroddsen hafi verið spurður um álit sitt á handritamálinu.. Hafi hann þá svarað: — Ég held að dönsk stjómarvöld muni finna rétta laussi á því á réttum tíma. 1 þessum ummælum telur Politiken að Gunnar sýni ekki aðeins kurteisi gestsins, heldur og hitti á þá leið sem liggur tU sátta en ekki til sundrungar. Seldi í Hull TOGARINN Harðbakur seldi í Hull í gær 203 lestir fyrir 12,465 sterlingspund. Flokkshindur að Hellu 1 SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Rangárvallasýslu boða til al- menns flokksfiundar að Hellu á morgun kl. 1,30 e.h. Ingólf- ur Jónsson landbúnaðarráð- herra ræðir um stjórnmálavið horfið, og kjörnir verða full- trúar á landsfund Sjálfstæðis- flokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.