Morgunblaðið - 20.04.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.04.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐID Fimmtudagur 20. apríl 1961 „NAUTAAT er ekki íþrótt í engilsaxneskum skilningi þess orðs, þar sem aðstaða nautsins og mannsins, sem við það berst, er ekki hin sama. Það er fremur sorg- arleikur; dauði nautsins, sem er leikinn vel eða illa, þar sem lífshætta er fyrir manninn, en dauði dýrsins ákveðinn“. Eitthvað á þessa leið hefur Emest Hemingway komizt að orði um íþrótt þá er hann dáir hvað mést og hefur manna mest ritað um. Hann segir einnig að eftir að hann hafi horft á nautaat þá sé hann hryggur, en sér líði þó vel. Ég geri ráð fyrir að sam- tök dýravina og kvenréttinda kvenna muni gera samþykkt um að ég sé alger villimað- ur og dýrahatari er ég segi að ég geti fyllilega tekið undir þessi orð hins heims- kunna rithöfundar. Mér leið vel eftir að hafa horft á 6 naut drepin á Plaza de Toros í Palma á Mallorca á annan dag páska, hinn 3. apríl sl. Ég tel mig þó ekki minni dýravin en hvern annan ís- lenzkan sveitapilt. Ég minn- ist ekki sorglegri atburða en þegar lömbin voru felld á haustin, eða kálfurinn, sem við unglingarnir höfðum hvað mesta ánægju af, var skorinn á miðju sumri. Síðan hef ég að sönnu orðið að vinna þessi verk sjálfur og vera kann að það hafi hert á mér skelina. Hér leikur nautabaninn Girón listir sínar við tudda á leikvanginum í Palma. LEIKIÐ VID DAUDANN : £n þó er svo enn, að alltaf verð ég að beita sjálfan mig hörðu er ég framkvæmi af- lífus dýra eða er viðstaddur þann atburð. Ég hrekk við þegar skotið ríður af og innra með mér finnst mér eins og eitthvað herpist saman. En ég harka jafnan af mér með því að benda sjálfum mér á að þetta verk hafi þurft að vinna. Með kvíða til leiksins >að var því með nokkrum ugg og nokkrum kvíða, sem ég gekk í hópi um 20 íslend- inga inn á leikvanginn í Palma þar sem ,,Hlið óttans'* sveifluðust upp á gátt og orrustuþyrstir tuddar æddu fram í gulan sandinn í „cor- rida“ eins og Spánverjar nefna orrustuvöllinn sjálfan. Auðvitað var ég í öruggu sæti utan við „barrera," eða hinn fjögurra feta háa trévegg, sem lokar hringnum um leik vanginn. Um leið og fyrsti tuddinn æddi inn á sólgylltan völlinn hvarf mér allur kvíði. Við tók eftirvæntingin. Ég néri hendumar og iðaði í sætinu, sem var í rauninnni steinbrik, sem ég hafði leigt mér strá- sessu á, og leit til skiptis á sessunauta mina, sem hvor- ugur hafði séð þennan leik áður. Ég hafði lesið mér nokkuð til um leikreglurnar í atinu og var því nokkuð bet- ur settur .Innra með mér komst engin tilfinning að nema æsandi eftirvænting. Þegar við gengum til sæta okkar inn um hvelfdar dyr leikvangsins lék lúðrasveit fjörug lög. Klukkan var tæp- lega fimm síðdegis eftir spönsk um tíma og sólskinið féll á sem svaraði hálfan leikvang- inn og um helming áhorfend anna. Við vorum svo lánsam- ir að sitja á mörkum sólar og skugga og sem næst í miðri hæð áhorfendabekkjanna, sem UIVI páskana gafst Vigni Guðmundssyni blaða- manni kostur að dveljast rúma .viku á Mallorca, einni af Baleareyjunum, með ferðafólki, sem þar var á vegum ferðaskrif- stofunnar Sunnu undir stjórn Guðna Þórðarson- ar. Margt fróðlegt og skemmtilega bar fyrir aug un á þessari sólareyju í Miðjarðarhafinu. Hér seg- ir frá þjóðaríþrótt Spán- verja, nautaatinu. Picadorinn býr sig undir aff ráffast til atlögu gegn nautinu. — Takiff ef+ir stúlkunni í annarri röð áhorfenda lengst til hægri á myndinni. Hún kúrir sig á bak viö sessunaut sinn. fara jafnt hækkandi allt upp á brún hringsviðsins. Nautabanarnir ganga inn á völlinn. Eftir drykklanga stund breytti lúðrasveitin hljóðfall inu og tveir svartklæddir menn riðu fjörmiklum fákum inn á völlinn. Við gátum okkur til að þarna færu fyrir stjórnendur leikanna. Á eftir komu „matadorarnir" þrír, sem ætlað var að berjast við tvö naut hver, en þar á eftir komu níu „banderilleros," sem eru aðstoðarmenn mata- doranna. Síðan fóru svo ríð- andi tveir „picadorar,“ en þeir gegna þýðingarmiklu hlutverki við að særa nautin. Síðastir fóru þrír hvítklædd ir menn með tvo rösklega klára á milli sín alla bjöllum prýdda og lét mikið í þeim er hestarnir hreyfðu sig. Einn Ljósm. vig. hinna hvítklæddu hélt uppl dráttarhejnlum, er hestarnir drógu á eftir sér. Þarna fóru sem sé hræhestarnir og stjórn endur þeirra. Fylking þessi fór í röð fyrir stúku borgar- stjórans eða heiðursgests leik- anna og heilsaði honum. Síðan fóru matadorar og banderill- erar út fyrir í mjóan gang sem er milli leikvangsins og áhorfendasvæðisins og nefn- ist „callejon," picadorarnir riðu út unf stórar dyr mið- svæðis í skugganum og hæ- hestarnir voru drifnir með bjölluhljómi út um sömu dyr og hersingin öll hafði komið inn. Svæðið var autt ofurlitla stund. Allt í einu voru stórar vængjahurðir opnaðar gegnt okkur, maður hallaði sér yfir annan vænginn, barði í hann og hrópaði eggjunarorð. Á næsta augnabliki þusti svart- ur tuddi inn á sviðið. Úr herða kambi hans blöktu nokkrir litskrúðugir borðar, sem fest- ir höfðu verið þar með odd- hvassri nál, sem var fyrsta dauðastuniga þessa bardaga- nauts. Bardaga þyrstur tuddij Tuddinn kom á mikilli ferð inn á sviðið og æddi fram á það mitt. Heift og bardaga- hugur logaði úr hverri hreyf- ingu hans. Það var einsog hann vildi segja: „Hver stakk mig í herðakambinn, komi sá djöfull og ég skal jafna um hann.“ Og það stóð ekki á svarinu. Út fyrir einn hlerann snaraðist hvítklæddur mata- dor í silfurísaumuðum jakka og þröngum hnébuxum með silfurísaumi á hliðunum. Á öxlinni hafði hann rauðfjólu- bláa kápu. Hann tók ofan fyrir áhorfendum. Banderillerarnir 'hans komu nú einnig fram og tóku að leika við tudda með- an áhorfendur hylltu þennan fyrsta matador dagsins Pedro Martinez, eða Pedrés eins og hann er kallaður. Hann hafði barizt á þessum leikvangi átta »*■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.