Morgunblaðið - 20.04.1961, Page 11

Morgunblaðið - 20.04.1961, Page 11
Fimmtudagur 20. april 1961 MORGUN BLAÐIÐ 11 íinnum á síðasta ári og getið sér gott orð. Þeir félagar sveifluðu nú rauðfjólubláum kápunum í kringum sig og lokkuðu nautið til og frá um völlinn. Síðast gekk Pedres fram og tók nú til að leika að nautinu af list. Nefnist það ,,veronica“ er nautið þýtur fram hjá mata- dornum og er listin í því fólg- in að standa sem næst horn- um þess er það þýtur hjá. Ekki virtist okkur Pedrés sérlega hugdjarfur enda tudd inn fjörugur og sprækur. Allir tuddarnir, er leikið var að þennan dag, eru af svo- nefndum Salamanca stofni og þykja hættulegir og erfiðir viðureignar. Eftir drykklanga stund birt 4st hinn ríðandi picador á sviðinu með lensu sína í íhendi, sem nefnist ,,vara.“ Á enda hennar er sver oddur, líklega um tveir þumlungar á lengd og ofan við hann málmplata til þess að varna því að oddurinn gangi of djúpt. Með þessu tæki er picadornum ætlað að særa nautið og æra sem mest, jafn framt verður afleiðingin sú *ð það missir mikið blóð og mæðist. Pcdrés leikur veronica-sveiflu við nautið. Hann virðist rólegur og haggast ekki þótt tuddi ráðist að honum af miklum kraftL eyrun að launum ef hann sýn- ir alveg sérstaka dirfsku og leiknL Dauðastungan Síðasta atriði viðureignar- innar er að hefjast. Nauta- baninn stendur keikur með brugðið sverðið og heldur skarlatklæðinu niður við jörðu. Tuddinn rennur á klæðið og matadorinn hallar sér fram yfir horn hans, rek- ur sverðið gegnum háls hans upp við bóga svo það stendur í hjartanu. Hinn harðsvíraði andstæðingur er yfirunninn. Með ofurlítilli. sverðstungu eða hnífsbragði er mænan skellt í sundur, hræhestarnir koma með miklum bjöllu- gangi, kaðli er brugðið á horn- in og tuddinn er dreginn út af leikvangnum. Endurtekið 6 sinnum. Eftir drykklanga stund geysist næsti tarfur inn á leikvanginn. Það er búið að hreinsa burtu allt kusk og blóð af vellinum og gulur sandurinn glampar í sólinni. Þannig er þessi harmleikur endurtekinn 6 sinnum. Litlu munaði að illa færi fyrir Áður létu hestarnir lífið Atgangur picadorsins er oft harður og veltur þá á ýmsu. Fyrr á árum vorú hestarnir lítið eða ekkert varðir fyrir hornum nautsins. Var það því Öafnan hlutskipti þeirra að láta lífið um leið og pica- dorinn rak lensuna í herða- kamb tuddans. Nú hefir þessi þáttur atsins verið mildaður og kemur nú sjaldan fyrir að hestur sé særður til ólífis. Okkur virtist þó einn hest- ®nna þarna vera hart leikinn er nautið þjarmaði honum upp að timburveggnum. Hest arnir eru Iklæddir þykkum íilthlífum, sem þekkja síður þeirra, bóga, læri og kvið. Tuddarnir láta þó hornin ganga óspart á hestinum, sem ekki hefir hugmynd um hvaðan á sig stendur veðrið, því þykkur klútur er bund- inn fyrir augu hans. Það má í rauninni segja að nautið sé leitt fyrir picador- inn. Banderillerarnir hlaúpa fram á völlinn og sveifla káp- um sínum, egna nautið sitt á hvað og það veit eiginlega ekki á hvern það á að ráðast og ráfar því á milli þeirra þar til það hefir verið lokk- að rétt fram fyrir picadorinn þar sem hann situr á hestin- um. Því verður þá fyrst fyrir að ráðast á hestinn af mikilli grimmd, en um leið hlýtur það stunguna í herðakambinn. Þegar þessu atriði er lokið aeðir nautið út á völlinn og leitar að einhverjum til þess áð ráðast á. Það er nú ært orðið af sársauka og hefndar- þorsta og matadorinn tekur nokkrar veronicasveiflur með það Brátt kemur banderillero með örvar sínar og stingur þeim í herðakamb nautsins. Það var einn af matadorun- um, sem mesta leikni sýndi með banderillana, Girón að nafni. Hann stakk banderill- unum sjálfur í naut þau, sem hann felldi og sýndi við það mikla leikni, en hinir mata- dorarnir höfðu áðra menn til þessa verks og þótti þeim takast misjafnlega. Leikurinn með örfarnar Við skulum nú fylgja Girón þegar hann rekur banderill- ana í nautið. Aðstoðarmenn hans hafa þvælt það út undir miðju vallarins, sem er skipt í þrjá hringreiti með lituðum strikum í sandinn. Innst heit- ir „medios", næst „tercios“ en þar fer þetta atriði leiks- ins fram, en næst „barrera" heitir ,,tablas“. Tuddinn stend ur nú og virðir fyrir sér hvern heppilegast sé að ráðast á. Girón kemur gangandi með tvo skreytta banderilla, sem eru rúm tvö fet á lengd með eggskörpum oddi og á honum er agnúi líkt og á skutli svo að banderillarnir ekki lösni eftir að búið er að reka þá í herðakamb nautsins. Giron hottar nokkrum sinnum ’"á nautið og það tekur á rás í áttina til hans. Hann er alls óvarinn enda hendur hans uppteknar við banderillana. Þegar nautið nálgast hann tekur hann nokkur hröð hlið arskref fram hjá höfði þess, réttir sig upp og rekur bander illana eldsnökkt og samtímis niður í herðakambinn, ré'tt hjá þeim stað er piradorinn hefir sært nautið. Þennan leik endurtekur hann þrisvar sinn um og sýnir bæði mikla leikni og dirfsku. Listin er í því fólgn að leikmaðurinn haldi höndunum nógu hátt áður en hann leggur banderillunum í nautið og að hann haldi boln um nógu beinum. Afleiðing- in verður sú að hornin á naut inu koma mjög nærri mann inum og það er einmitt gald- urinn að leika sér nógu nærri hættunni. Lok'.atriðin Nú fer að síga á seinni hluta leiksins við þetta naut. Matadorinn gengur fram og heldur á hjartalaga skarlats- rauðu klæði, sem er þanið með meterslöngu skafti. Nefn ist það „muleta". Nú er kom- ið að því atriði er matadorinn akal sýna mesta lei'kni, en það er að láta tudda þjóta fram hjá sér og helzt svo nærri að við liggi að hornin strjúkist við hann. Þá verð- ur hrifningin mest er nauta baninn leggur sig í hvað mesta hættu. Á þessum leik- um sýndi Girón mesta snilli. Hann lét nautið hvað eftir annað fara svo nærri sér að sjálfur straukst hann við bóga þess og var ataður blóði, sem rann úr herða- kambi dýrsins. Hvað eftir annað lét hann tarfinn svo til strjúkast við sig og horfði ekki einu sinni á hann heldur leit upp í áhorfendastúkurn-- ar á meðan tuddi geystist framsjá. Þetta vakti að sjálf- sögðu mikil fagnaðarlæti áhorfenda, enda fékk Giron að launum eyra nautsins, sem er mikið heiðurstákn. Til er að nautabani hljóti bæði Pedrés, er hann var að vinna sitt síðara naut. Það kom hornunum undir síðu hans og hann flaug í loftköstum all- langan spöl. Aðstoðarmenn hans þustu inn á völlinn til þess að lokka tarfinn á brott, en Pedrés var skjótur á fæt- ur haltraði út að tréveggn- um og fékk nýtt klæði og sverð. Haltrandi lagði hann til atlögu við tudda á ný og leikurinn endaði með sigri mannsns að þessu sinni. Þó fer ekki alltaf svo giftusam- lega fyrir matadornum. Þess eru mýmörg dæmi að hinir færustu þeirra gerast of nær- göngulir við hornin á bola og kostar það þá ýmist ævarandi örkuml eða lífið. Spaugilegir atburðir geta líka hent á leikvangnum. Það kom t. d. fyrir einn bander- illerann að hann kom ekki örvunum í herðakamb tudda en lagði á flótta og hljóp hart út að tréveggnum og yfir hann. Litlu munaði að tuddi næði í afturendann á hon- um en áhorfendur gerðu óspart grín að öllu saman. Margur mun segja að hér sé leikinn ljótur leikur. Ekki skal honum hælt fyrir fegurð, þó að búningar séu skrautleg ir og hugdirfska og leikni veki ávalt hrifningu. H'vað sem mönnum kann um þetta að finnast er hitt víst að mér fannst leikurinn æsispenn- andi. — vig. Hræhestarnir draga hinn fallna tudda út af leikvanginum ! 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.