Morgunblaðið - 20.04.1961, Page 12

Morgunblaðið - 20.04.1961, Page 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 20. apríl 1961 Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: ýaltýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannesser. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðabtræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. GLEÐILEGT SUMAR ITeturinn, sem er að kveðja,^ * er einn hinna mildustu, sem þjóðin hefur lengi lifað. Meginhluta hans hafa ríkt hlýindi og blíðviðri um land allt. Síðustu vikur hefur þó kólnað verulega og umhleyp ingasamt hefur verið til sjáv- arins. Hafa sjóróðrar torveld- azt nokkuð við það í ýmsum landshlutum. I sveitunum hefur þessi vetur verið mjög hagstæður. Sauðfénaður hefur verið létt- ur á gjöf og afurðaflutningar hafa gengið mjög vel. Vetrarvertíð vélbátaflotans hefur yfirleitt gengið illa. — Síldveiði hefur að vísu verið í mesta lagi hér suðvestan- lands, en þorskveiðin hefur verið svo treg að segja má að um mikinn aflabrest sé að ræða. Davíð Ólafsson, fiski- málastjóri, upplýsti þannig á fundi Sjálfstæðisfélaganna nú í vikunni, að útlit væri fyrir að gjaldeyristekjur þjóðarinnar yrðu 350—400 millj. kr. minni í ár en á sl. ári vegna þessa aflabrests. Má af þessum upplýsingum marka, hversu alvarlega horfir í þessum efnum. Tilfinnanlegastur hefur aflabresturinn orðið í Vest- mannaeyjum, langsamlega stærstu verstöð landsins. ★ En þrátt fyrir ýmiskonar erfiðleika á liðnum vetri gengur íslenzka þjóðin þó enn sem fyrr fagnandi móti nýju sumri. Yfir hinum fyrsta sumardegi hvílir jafn- an hugþekkur blær í hugum fólksins. Við hann er tengd vissan um hækkandi sól og vonin um hlýtt og hagstætt sumar. Stundum bregðast þessar vonir í okkar norð- læga landi og vorkuldamir ná^langt fram á sumar. En oft gengur Harpa í garð með sunnanþey og leysingu. Grös- in gróa, kjarrið ilmar og þjóðin gengur vonglöð til starfa í sveitum og við sjó. Þetta sumar felur í sér mikla möguleika. íslenzka þjóðin er nú færari um að bjarga sér og lifa farsælu og hamingju- sömu lífi í landi sínu en nokkru sinni fyrr. Enda þótt sjávarafli sé brigðull og gras spretta misjöfn, standa þó bjargræðisvegir landsmanna á breiðari grundvelli en nokkru sinni fyrr. En hið mikla verkefni framtíðarinn- ar er að gera þá ennþá fjöl- breyttari og óháðari fiski- göngum og veðurfari. ★ En auk þess sem sumarið er aðalbjargræðistími ís- lenzku þjóðarinnar veitir það henni einnig dásamleg tæki- færi til þess að kynnast landi sínu og njóta fegurðar þess. Það er eðlilegt að íslending- ar vilji eins og aðrir sjá sig um í veröldinni og kanna ókunna stigu. En við skyld- um þó ekki gleyma því, að landið sjálft býður okkur glæsilegustu tækifæriri til þess að njóta náttúrufegurð- ar og hrista um leið af okk- ur doða hins norræna vetrar. Morgunbla&ið óskar öllum lesendum sínum, allri hinni íslenzku þjóð, gleðilegs sum- ars. — RÚSSNESKA "HLUTLEISIÐ" að er fallegt og einlægt rússneska „hlutleysið“! Það má nú segja. Sú stað- reynd ætti að vera mönnum nokkurn veginn ljós við lest- ur yfirlýsingar þeirrar, sem Nikita Krúsjeff hefur gefið í tilefni uppreisnarinnar á Kúbu. „Við munum veita Kúbu allan nauðsynlegan styrk til þess að hrinda aftur hinni vopnuðu árás. Svokallað smá stríð getur hæglega breiðzt út með keðjuáhrifum?. Þetta voru ummæli úr ræðu Krúsjeffs sl. þriðjudag. Forsætisráðherra Sovétríkj- anna lýsir því hreinlega yfir, að Rússar muni hefja þátt- töku í borgarastyrjöldinni á Kúbu. Allur heimurinn veit, að á Kúbu eigast nú við hin kommúníska einræðisstjórn Fiedels Castros og uppreisn- armenn, sem ekki vilja una ofbeldisstjórninni. Vitanlega er hér fyrst og fremst um að ræða innanríkismál Kúbu- manna sjálfra. — Leiðtogar kommúnistaríkanna hafa að vísu sakað Bandaríkin um að eiga þátt í undirbúningi uppreisnarinnar. En á sama tíma sem Krúsjeff hinn rúss- neski lýsir því yfir, að hann muni „veita Kúbu allan nauð synlegan styrk til þess að Vírus veldur krabbameini STÓRBLAÐIÐ The New York Times skýrir frá því fyrir nokkru að í fyrsta sinn, svo vitað sé, hafi vírus orsakað krabbamein í manni. Áður hafa fundizt smáagnir hrinda hinni vopnuðu árás“, þá lýsir Kennedy Bandaríkja forseti því yfir, að Banda- ríkin muni ekki hlutazt til um málefni Kúbu. Hann kvaðst einnig vona að Rúss- ar notuðu þetta mál ekki til þess að efla ófrið í öðrum hlutum heims. En af um- mælum Krúsjeffs virðist ein- mitt mega ráða, að Rússar hyggist nota borgarastyrjöld- ina á Kúbu sem yfirskin til þess að beita yfirgangi ann- arsstaðar. „Svokallað smá- stríð getur hæglega breiðzt út með keðjuáhrifum", sagði Krúsjeff. Hann virðist engan áhuga hafa á því að koma í veg fyrir slík keðjuáhrif. — Þvert á móti lýsir hann þvi yfir, að hann muni veita öðrum hernaðaraðilanum á Kúbu „allan nauðsynlegan í krabhameini, sem líktust vírusum, en ekki hefur fyrr tekizt bS orsaka meinsemd með þessum smáögnum. »Á nýafstöðnu þingi bandaríska krabbameinsrannsókna félags- ins voru birtar skýrslur sem gefa í skyn að: — Líklegt er að vírusar eða smáagnir, sem líkjast vírusum geti orsakað marg- ar, ef ekki allar tegundir krabbameins. — Sumir vírusar. sem orsaka krabbamein í dýr- um, eru náskyldir þeim vír- usum, sem hugsanlega geta orsakað krabbamein hjá mönnum. — Að minnsta kosti sum ar tegundir krabbameins geta verið smitandi. — Að því getur komið að unnt verði að fyrirbyggja krabbamein með bólusetn- ingu eins og aðra vírus- sjúkdóma, svo sem lömun- arveiki og bólusótt. — Vonandi verður í framtíðinni unnt að lækna krabbamein þegar fundið hefur verið lyf sem vinnur á vírusunum. SMITANDI KRABBAMEIN Vírusamir, sem orsökuðu krabbamein í mönnum, feng- ust úr sýktum apa, sem náðist fyrir tveim árum nálægt Yaba í Nigeríu í Afríku. Apinn var settur í búr með öðrum öp- um í rannsóknarstöð þar. Elmer T. Feltz, visindamaður frá Roswell Park Memorial stofnuninni í Bufíaio, New York, skýrði frá því á ráð- stefnunni að fljótlega hafi all- ir apamir í búrinu sýkzt af krabbámeini. I>ar sem rann- sóknarstöðin vann ekki að rannsóknum á orsökum krabba meins, sendi hún sýnishorn af meinsemdinni til Bretlands. Millhill rannsóknarstofurnar í London fengu sýnishorn til athugunar. Þar var unninn vökvi úr þeim, sem sprautað var í aðra apa. Illkynjuð bólga myndaðist í öpunum, og töldu vísindamennirnir að það væri stór vírus, sem olli meinsemd inni. APARNIR FRÁ ASÍU Ný sýnishorn voru nú send til Roswell Park. Þar tókst einnig að sýkja apa með inn- sprautunum, en því aðeins að apamir væru frá Asíu. Apar frá Afríku voru mjög mis- næmir fyrir sprautunum, sum- ir algjörlega ónæmir, en hjá öðrum myndaðist ígerðin mjög hægt. Dr. Feltz komst að því að allir aparnir í búrinu í Yaba, svo og aparnir sem sýktir voru í London, voru Asíutegundir. Næst var haldið áfram til- raunum með því að sprauta vökvanum í fimm menn, sem þjáðust af krabbameini á loka stigi og buðu sig fram sem tilraunadýr. Illkynjaðar bólg ur mynduðust í öllum sjúkl- ingunum. Úr þeim bólgum var unninn vökvi sem spraut- að var inn í enn einn sjálf- boðaliða, og myndaðist þegar illkynjuð bólga í honum. ★ Þetta var í fyrsta sinn að vírus, sem valdið gat krabba meini, var fluttur milli manna. Ekkert benti hins vegar til þess að vírusinn gæti borizt milli manna sem smitun, eins og átti sér stað hjá öpunum í Yaba. styrk“. TRYGGIR ÞAÐ HEIMSFRIÐINN jþannig er hið rússneska „hlutleysi“, sem komm- únistar hér á íslandi og annarsstaðar hafa útbásúnað. Það er þetta „hlutleysi“, sgm Guðni Jónsson, prófessor, og fleiri aðstoðarmenn komm- únista við undirskriftasöfn- unina á Moskvuvíxilinn segja að sé bezta trygging heimsfriðarins og frelsi og öryggi almennings á íslandi! Um yfirlýsingu Krúsjeffs um stuðning hans við komm- únistastjórnina á Kúbu má annars segja það, að hún fel- ur í sér stórkostlega ógnun við heimsfriðinn. Um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur, að íhlutun Rússa um innanríkismál Vestur- heimsríkja getur hæglega kveikt bál, sem breiðzt gæti út um lönd og álfur. Forsæt- isráðherra Sovétríkjanna ætti ekki að gera leik að því að ,kveikja slíkan eld. Stikker framkv stióri NATO PARÍS 18. apríl (Reuter) Fasta ráð Atlantshafsbandalagsins samþykkti í dag einróma að bjóða Dirk Stikker, fyrrum ut- anríkisráðherra Hollands að taka við embætti framkvæmdastjóra NATO. Með þessari ákvörðun hefur ná.ðst samkomuiag í deilu sem Hollendingurinn Dirk Stikker. var orðin all viðkvæm. Voru uppi tillögur um tvo menn í em- bættið. Stærri hópurinn undir forustu Bandarikjamanna vildl fá Stikker til starfans, — en minni hópurinn undir forustu Frakka hafði augastað á ítalan- um Manlio Brosio. Fyrir nokkru var það þó Ijóst, að Brosio myndi ekki hljóta þann starfa, því að hann var skipaður sendiherra ítala i Frakklandi. Hefði hann ekki fengið það skipunarbréf, ef hann hefði haft nokkra von um starf framkvæmdastjóra NATO. Hinn nýi framkvæmdastjóri er 64 ára að aldri. Hann verður eftirmaður Belgíumannsins Paul Henri Spaak og er eins og hann þekktur að áhuga fyrir evrópsku og vestrænu samstarfi. Stikker var upphaflega auðugur banka- og verksmiðjueigandi, en fékic áhuga á stjórnmálum upp úr stríðslokunum. Hann hefur nú um nokkurra ára skeið verið sendiherra Hollands hjá NATO, Fregnin um útnefningu Stikk- ers barst skjótt til Briissel. Var undanmaður, Spaak á þingfundi í belgíska þinginu. Þegar blaða. menn sögðu Spaak frá útnefn- ingunni varð hann glaður við og sagði að ekki hefði verið hægt að fá betri og hæfari mann en Stikker til starfans. Hann hefði og til að bera óvenju mikla þekkingu á öllu starfi NATO.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.