Morgunblaðið - 20.04.1961, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 20.04.1961, Qupperneq 13
Fimmtudagur 20. apríl 1961 MORGUNBLAÐIÐ 13 segir Binni í Gröf 'ALLT bendir til þess, að heildarafli Vestmannaeyja- báta verði meira en helm- ingi minni en í fyrra, þar sem vertíð fer senn að ljúka að þessu sinni. Um miðjan þennan mánuð var afli Vest mannaeyjabáta orðin 17 þús und lestir, en í fyrra var heildaraflinn 43 þúsund lest- ir. Lifrarmagnið var um miðj an mánuð orðið 1090 lestir, en var á sama tíma í fyrra 2782 lestir. Aflahæsti báturinn á vertíð- inni er Gullborg, en þar stend- ur Binni í Gröf við stjómvöl, og hefur fiskað hálft sjötta hundrað tonn. Aðeins örfáir bátar eru með yfir 300 tonn. Vestmannaeyingur sagði blað- ina þá sögu, að Binni í Gröf hafi fyrir nokkru vísað skip- stjóra á öðrum bát, Kristbjörgu, sem er nú næst aflahæsti bát- urinn í Eyjum með rúm 400 tonn, á fiskímið og hafi bátur- inn síðan skarað fram úr og tfengið afla hvem dag, 20—30 tonn í róðri. — Þetta er mjög sennileg saga, sagði maðurinn, því Binni er óvenjulegur maður á sjó. / ★ ' Blaðið hafði í gæT samband við Binna í Gröf og spurði hann um vertíðina, og fer sam- talið hér á eftir. — Blaðam.: Er þetta Benóný Friðriksson? — Binni: Ja, það er hann. — Blaðam.: Þú ert ekki á sjó í dag? — Binni: Nei, það er austan- bræla, og við eigum netin á vondum botni á austurbankan- um. — Blaðam.: Hvenær ætlarðu að sækja netin? — Binni: Ætli það verði ekki í kvöld. Við förum venjulega út á kvöldin um eittleytið. — Blaðam.: Dregur þú oft tveggja nátta fisk? — Binni: Nei, þetta er í ann- að sinn á vertíðinni. En mér Ferming FRfKIRKJAN f HAFNARFIRÐI sumardaginn fyrsta kl. 2 e.h. (Séra Kristinn Stefánsson) Stúlkur: Aðalheiður Pinnbogad., Grænukinn 6 Ingunn Margrét Ingvarsdóttir, Bræðra- borgarstíg 49, Reykjavík Margrét Bjargmundsdóttir, Bröttuk. 7 Margrét Ölöf Sveinbjörnsd., Álfask. 30 Margrét Teitsdóttir, Brekkuhvammi 7 María Eydís Jónsdóttir, Reykholti, Garðahreppi Pálína Pálsdóttir, Kölduklnn 4 Rósa Stefánsdóttir, Grænukinn 1 Sjöfn Jóhannsdóttir, Linnetsstíg 3A Þórunn Ingólfsdóttir, Hellu, Garðahr. Prengir: Gísli Kristófer Jónsson, Hlíðarbr. 2 Guðmundur Steindór Ögmundsson, Mýrargötu 2 Halldór Ingi Karlsson, Nönnustíg ð Hans Sigurbjörnsson, Linnetsstíg 10 Isleifur Örn Valtýsson, Alfaskeiði 37 Kristján Björgvin Ríkharðsson, Hring- braut 76 Kristján Gunnar Bergþórsson, Vestur- braut 22 Magnús Jóhannsson, Mýrargötu 2 Ölafur Bjarni Finnbogason, Grænuk. 6 Ölafur Einar Sigurðsson, Bröttuk. 23 Sigurður Björgvin Bjamason, Jófríö- arstaðarvegi 8A Siguður Tryggvi Aðalsteinsson, Suður- götu 81 Þórður Rúnar Valdimarsson, Hring- braut 52 skilst að þeir dragi oft tveggja nátta þama fyrir sunnan. — Blaðam.: Hvernig líka þér aflabrögðin? — Binni: Aflinn er um helm- ingi minni en í fyrra, en það er ekkert óeðlilegt, það vantaði línufiskinn, vegna verkfallsins. — Blaðam.: Ég heyrði sögu af þér nýlega. —- Binni: Þið heyrið margar sögur, blaðamenn. — Blaðam.: Þessi kvað vera sönn. — Binni: Það getur vel verið. — Blaðam.: Mér var sagt að þú hefðir vísað skipstjóránum á Kristbjörgu á fiskimið, og hann hefði aflað vel síðan. — Binni: Það getur vel ver- ið, að ég hafi sagt honum að það væri fiskur, þar sem ég var, hann var á sömu slóðum og ætlaði eitthvað inní bugtina. En hann var búinn að afla vel áður en þetta kom til. Það er maður, sem er fær um að leita fisks sjálfur og finna hann. — Blaðam.: Hvað heitir skip- stjórinn? Binni í Gröf. — Binni: Hann heitir Sveinn. — Blaðam.: Sveinn, hvers son? — Binni: Æ, hvers son er hann Svenni aftur. Hjörleifsson, já, Hjörleifsson. — Blaðam.: Er þetta góður fiskur hjá ykkur? — Binni: Já, við höfum aldrei lagt nema 6 trossur í sjó. Fiskurinn er góður. Við komumst upp í 8 trossur í fyrra, en það borgar sig ekki, ef mað- ur ætlar að hafa góðan fisk og einhvem tíma til að leita að honum. Mitt álit er, að bezt sé að bátamir hafi ekki nema sex fimmtán neta trossur. Þeir hljóta að vera með 8—9 trossur fyrir sunnan. Ég hef aldrei séð mannskapinn vanda sig jafn mikið við fiskinn eftir að þessi rögun kom. — Blaðam.: Rögun? — Binni: Já, eða mat. Það er mikill munur frá því sem áður var. Sjómennirnir láta fiskinn fara, ef hann dettur úr netinu, heldur en að húkka hann. Það er metingur í mönnum að hafa góðan fisk, það gefur líka meira í aðra hönd. Það er búið að brýna þetta svo vel fyrir mönnum með auglýsingum í útvarpi og blöðum. Svo hafa bátarnir verið lagaðir, settar hillur í lestir og svoleiðis. — Blaðam.: Hvernig stendur á þessum aflabresti núna? — Binni: Það leit út fyrir góðan afla á línu meðan verk- fallið stóð yfir, en netafiskur- inn hefur komið svo lítið niður að botninum, en það virðist vera nægur fiskur. Svona var það fyrir nokkrum árum, þá kom hann heldur ekki niður að botn inum. Hann kemur niður þar sem hraunhausarnir eru hæstir og stendur jafnt úr frá þeim. En maður veit ekki hvers vegna hann hagar sér svona. — Blaðam.: Hvernig stendur á því að þú færð fisk, þótt aðr- ir fái hann ekki? — Binni: Maður þarf að þekkja hraunið, og vita um þessa nagga. Það er ekki sama hvar lagt er. Ég er búinn að vera með öll veiðarfæri, og hér áður en dýptarmælamir komu til sögunnar, tók maður eftir miðunum, skrifaði niður hvar fiskaðist og hvar ekki. En nú leita menn með dýptarmælum hingað og þangað, og þá veit maður ekkert, hvert maður er að fara. En sá sem þekkir mið- in frá fomu fari, hann leitar á líklegustu stöðum, þar sem fisk urinn heldur sig á hrygningar- tímanum kringum hraunin. Sá er allur galdurinn. — Blaðam.: Eru menn ekki orðnir auralitlir í Eyjum? — Binni: Það held ég ekki. Okkur hafa að minnsta kosti ekki verið boðnir neinir auka- fimmhundruðkallar eins og í verkfallinu. um horfurnar í SÍÐASTA hefti tíma- rít.sins U.S. News & World Report, birtist eftirfarandi viðtal við dr. Manuel Ant- onio de Varona, aðalfor- ystuniann Lýðræðissinn- aða byltingarflokksins, sem er annar þeirra tveggja aðalflokka kúb- anskra útlaga í Bandaríkj- unum, sem andvígir eru Castro. Viðtalið birtist í blað- inu rétt áður en byltingar- menn létu til skarar skríða gegn Castro og þykir Mbl. rétt að fram komi þær upplýsingar, sem de Var- ona gefur um starfsemi and-Castro-sinna á Kúbu. Sp. — Dr. Varona, hversu margir menn berjast nú gegn Castro á Kúbu sjálfri? Sv. — í öllum sex héruð- um landsins eru smá skæru- liðaflokkar. Mesta andstaðan er veitt í Escambry-fjöllum, þar sem um 2000 manns eru undir vopnum. Aðrir 88 berj- ast í Oriente-héraði. Sp. — Nú vitum við, að Castro hefur um 250 þúsund- ir manna undir vopnum og að hann hefur hundrað skrið dreka, og sennilega um 50 þús. lestir af vopnum og skotfærum frá kommúnista- rikjunum, þar á meðal nokkr ar orrustuflugvélar. Hvernig eiga tiltölulega fáir skæru- liðar að geta sigrað þann her styrk? Sv. — Minnumst þess, að þegar CastrO hóf fyrst sókn- ina gegn Batista hafði hann aðeins yfir tólf mönnum að ráða. Það sem mestu máli skiptir er baráttuþrek and- stæðinga Castros og stuðn- ingur fólksins. Castro hefur um 250 þús. manna undir vopnum, en íbú ar Kúbu eru 6 milljónir. Þeg ar bardagar hefjast fyrir al- vöru fáum við að sjá hversu margir hinna 250 þús. her- manna grípa til vopna sinna. Sp. — Er nokkuð, sem bendir til þess að hermenn Castros berjist ekki við hlið hans í væntanlegum átökum? Sv. — Átökin í Escambry- fjöllum segja nokkuð til um það. Castro hefur sent 50— 60 þúsund manna lið gegn skæruliðunum 2000 í Escam- bry, en hefur ekki tekizt að sigrast á þeim. í Oriente-hér- aðinu hefur hann 6 þús. her- menn gegn 800 skæruliðum, en þeir halda enn velli. — Castro hefur ekkert skipulag á birgðaflutningum til manna sinna — hann hefur átt í erfiðleikum með að flytja þeim mat og aðrar vist ir og þrátt fyrir þessa 250 þús. hermenn höfum við get- að farið til og frá Kúbu eins og okkur lystir. Sp. — Hverjar eru hemað- arhorfurnar, að yðar áliti, dr. Varona? Sv. — Her Castros á eftir að komast í miklar þrenging ar þegar við gerum hina raun verulegu árás — með flug- vélum, fallbyssum, rakettu- byssum og ef til vill nokkr- um smáum skriðdrekum. Ég fór í heimsókn í æfingabúð- ir okkar í desember sl. og það sem þar var að sjá, gat skotið hverjum sem var skelk í bringu. Sp. — Teljið þér, að bar- áttan gegn Castro hefjist bráðlega? Sv. — 1 desember sl. sagði ég, að hún myndi hefjast innan 90 daga og það hefur reynzt rétt. Bardagar eru nú í aðsigi í Escambry-fjöllum og Oriente-héraði. Tekizt hef ur að sprengja í loft upp hreinsunarstöð við höfnina í Santiago. Var það gert frá báti, sem komst inn í hina þröngu innsiglingu við höfn- ina. Flugferðir eru famar inn yfir landið, þótt ekki hafi verið varpað sprengjum. Þær varpa aftur á móti niður birgðum til manna okkar, áróðursritum og jafnvel her- mönnum. Þegar sprengjuárás- ir hefjast verðum við komn- ir til Kúbu. Sp. — Getið þér nokkuð áætlað um fjölda fólksins, sem berst gegn Castro á Kúbu, nú sem stendur — t.d. fjölda þeirra sem starfa á vegum Lýðræðissinnaða bylt- ingarflokksins? Sv. — Það er afar erfitt — jafnvel fyrir okkur — að segja gerla hve margir starfa í neðanjarðarhreyfingunni. — Henni er skipað niður í marg ar deildir og flokka, svo að fólkið sem vinnur fyrir sama málstaðinn þekkist oft alls ekki. Við vitum, að a.m.k. 10 þúsund félagar hreyfingar- innar eru í fangelsum Cast- ros. Og í öllu landinu mundi ég telja að 80—100 þúsund manns störfuðu á vegum hennar. Sp. — Eru forystumenn and-Castro-sinna reiðubúnir að fara til Kúbu? Sv. — Við höfum nú orðið miklu betra stjórnmálaskipu- lag en áður, þar sem stofnað hefur verið byltingarráðið undir forsæti dr. Jose Miro Cardona. Ráðið vinnur margs konar störf, einkum varðandi baráttuna og tengsl við aðrar þjóðir. Þegar er við höfum frelsað einhvern landskika á Kúbu, munu byltingarráðs- menn fara þangað eða skipa þar stjórn úr hópi sinna manna. Þar til er ekki unnt að kalla neinn hóp byltingar manna stjórn. Sp. — Hvað verður svo gert, þegar ráðið hefur kom- izt til Kúbu? ■ Dr. Manuel Á. de Varona Sv. — Það mun óska eftir viðurkenningu sérhvers ríkis í Ameríku. Síðan mun verða óskað eftir aðstoð — vopn- um, mat, lyfjum og öðrum birgðum. Við munum óska eftir, að slík aðstoð verði veitt fyrir opnum tjöldum, svo að heimurinn fái að vita að Ameríkuríkin séu andvíg Castro og kommúnismanum. Sp. — Svo að við hverfum aftur um stund að hemað- arhorfunum. — Hvert er hið eiginlega hlutverk hins Lýð- ræðissinnaða byltingarflokks? Sv. — Flokkurinn safnar ný liðum, sem sendir eru til her æfingastöðva okkar og hann sér þeim fyrir einkennisbún- ingum. Sp. — Nýliðum virðist hafa fjölgað í seinni tíð — hversu nærri eru þeir því, að vera reiðubúnir til bar- daga við Castro? Sv. — Þér skuluð ekki dæma um hæfni herafla okk- ar af fjölda mannanna. í fyrsta lagi væri hægt að senda hina nýju mehn til Kúbu án eing mikillar þjálf- unar og hinir fyrstu fengu. í öðru lagi spilar leyndin inní. Ef við hættum í dag að safna að okkur mönnum, mundi Castro vita að við ætluðum að láta til skarar skríða gegn honum á morg- un. Svo að fjöldi hermanna í flokki byltingarmanna gef- ur enga vísbendingu um það hvenær verði lagt til orrustu. — En ég er bjartsýnn á horfurnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.