Morgunblaðið - 20.04.1961, Side 23

Morgunblaðið - 20.04.1961, Side 23
Fimmtudagur 20. apríl 1961 MORGUNBLAÐIÐ 23 Fengu 8 hnýsur í netiij Akranesi, 19. apríl SVO bar við í gær, um 14 sjó- mílur út af Garðskaga, að vél- báturinn Ásbjörn fékk 8 hnýs- ur í seinni helming fjórðu þorska netatrossunnar, sem dregin var. Skipsmenn voru síður en svo hrifnir af þessum fengi,. því hvalirnir, þótt litlir væru, ollu tniklum skemmdum á netum þeirra. — Oddur. — Eichman Framh. af bls. í En Gestapoforinginri ítrekaði •nn að hann hafi aðeins verið lágt settur undirmaður harð- etjórnar nazista og ekki þorað að óhlýðnast fyrirskipunum. Segulbandsupptökur þessar eru kaflar úr „játningu“ Eich- manns, sem einnig var lögð fram vélrituð í dómsalnum. Sam tals er játningin um ein milljón orða, eða 3.700 vélritaðar síður. Réttarhöldunum verður hald- ið áfram á föstudag. — VeBurspámenn Fraxrih. af bls. 8. Annað hvort voru menn veður- glöggir eða ekki. Finun daga þurrkur fyrir Spánar fisk. Að síðustu hittum við Kristján Guðmundsson í Seli við Seljaveg að máli og spyrjum hann hvernig sumarið leggist í hann. — Það leggst ágætlega í mig. Vorið verður gott. Það er afleið ing af heitu straumunum, sem nú eru óvenjumiklir. Við sjáum það á fiskgöngunum, sem kljúfa sig við Austurlandið og halda vestur með landinu bæði að norðan og sunnan. Þess vegna höfum við svo lítið af fiskinum hér við Suðvest urlandið eins og er. En þetta lagast. Nú er engin íshætta og því óhætt að spá góðu vori. Ef ég fer með vitleysu þá leiðréttist þetta í meðförunum. Þú getur lát ið það fylgja til frekara öryggis. — En markar þú ekkert af páskahretinu? — Neie, ég marka það ekkert og drauma má maður ekki marka | fyrir veðri, aðeins fyrir batnandi 1 og hnignandi efnahag. , j — Minnist þú ekki einhverrar gamallar speki um veðurfar? — Þegar nýtt tungl sprakk út í norðri þurfti að gæta að kind unum sögðu gömlu mennirnir. Og þegar tunglið var stáfnahvasst sögðu karlarnir að yrði stormur á því. — Eg legg nú ekki mikið upp úr þessu, bætir Kristján við. — ÞurftiT þú ekki að fylgjast vel með veðri hér áður fyrr? — Jú, það þurfti ég að gera þegar ég var verkstjóri við salt- fiskverkunina. Við þurftum fimm daga þurrk til þess að geta Spán arverkað fiskinn, segir Kristján að lokum. ★ Eins og sjá má af þessu eru spárnar um veðrið í sumar ekki elveg samhljóða og nú er að vita hver hefir á réttu að standa. í von um gott og gæfuríkt vor og sumar óskum við öllum lesendum Gleðilegs sumar. GvHELGflS0N, SÚÐRRVOG 20 —“36477 grANit leqsíeinaK oq plÖfUK ð Innilega þakka ég heimsóknir, gjafir, blóm, skeyti og aðra vinsemd á áttræðis afmæli mínu 15. þ.m. Gleðilegt sumar. Hólmfríður Sigtryggsdóttir Hjartans þakkir flyt ég öllum ættingjum og vinum, sem glöddu mig með heimsóknum, skeytum, blómum og gjöfum á sjötíu og fimm ára afmæli mínu 17. apríl. Gpð blessi ykkur öll. — Gleðilegt sumar. Þorsteinn Jónsson, Hverfisgötu 104 Pípulagningamenn Sveinafélag pípulagningamanna heldur spila- og skemmtikvöld að Freyjugötu 27. föstudaginn 24. apríl kl. 8,30. Skemmtinefndin Vélbátur til sölu 58 tonna vélbátur með nýlegri vél til sölu. — Upplýsingar í sima 19126 milli kl. 7 og 9 í kvöld og næstu kvöld. 1 49 löndum geta húsmæður heðið um EXO-súpur ef þær vilja fá sér góðar súpur. Biðjið því um eina af hinum frábæru ETO- súpum í gylltu pökk- unum. Ötker^f/amleiðsla Móðir og fósturmóðir okkar _ GRÖA JÓNSDÓTTIR lézt að heimili sínu, Starkaðarhúsum, Stokkseyri, mánu- daginn 17. apríL Guðjón Jónsson, Jóna Magnúsdóttir ÓLAFlA MARGRÉT BJARNADÓTTIR frá Súðavík andaðist I Landspítalanum að morgni miðvikudagsins 19. april. Börn hinnar látnn Eiginmaður minn STEFÁN INGVARSSON Efstasundi 46 andaðist í sjúkrahúsi Hvítabandsins 18. þ.m. Snjáfríður Guðrún Torfadóttir KRISTJANA MARKÚ SDÓTTIR lézt að heimili sínu Rauðalæk 73, aðfaramótt 18. þ,m. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni n.k. mánudag kl. 10,30 f.h. — Jarðsett verður í Gamla kirkjugarðinum. Aðstandendur Útför BJÖRNS JAKOBSSONAR skólastjóra, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 21. apríl og hefst kl. 10,30. Athöfninni verður útvarpað. Blóm og kransar afbeðnir. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Land- græðslusjóð eða líknarstofnanir. Iþróttafélag Reykjavíkur, Iþróttakennarafélag Islands, Iþróttakennaraskóli Islands. Jarðarför mannsins míns AÐALSTEINS GIJDMIJNDSSONAR Búðardal fer fram frá heimili hans laugardaginn 22. apríl og hefst kl. 14 e.h. Fyrir mína hönd, dætra, stjúpbarna og annarra vanda- manna. Steinunn V. Sigurðardóttár Faðir okkar, JÓN ENGILBERTSSON húsasmíðameistari frá Sunnuhvoli í Grindavík sem andaðist 13. apríl, verður jarðsunginn frá Grinda- víkurkirkju laugardaginn 22. apríl kL 14,30. — Ferðir verða frá Bifreiðastöð Islands kl. 1 síðdegis til Grinda- víkur. Börn hins látna Útför systir okkar INGIBJARGAR H. STEFÁNSDÓTTUR fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju, laugardaginn 22. apríl kl. 2 e.h. Ingólfur J. Stefánsson og bræður Við þökkum innilega samúð og vinarhug við fráfall og útför eiginkonu minnar, móður og tengdamóður MARGRÉTAR ÞORSTEINSDÓTTUR Hvolsvelli Björn Fr. Bjömsson Birna Björnsdóttir, Guðrún Björnsdóttir Grétar Björnsson, Helga Friðbjarnardóttir Gunnar Björnsson Innilega þökkum við auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför FINNBJARN AR HERMANNSSONAR ísafirði er lézt hinn 7. þ.m. — Sérstaklega þökkum við Sunnu- kórnum á ísafirði og Karlakór ísafjarðar fyrir sýnda virðingu hinum látna. Vandamenn Við þökkum öllum auðsýnda samúð við andlát og út- för föður okkar BALDVINS EINARSSONAR söðla- og aktygjasmiðar Sérstaklega þökkum við samherjum hans í Óháða- söfnuðinum fyrir hlýhug í hans garð. Bömin Hjartanlega þökkum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför bróður okkar BENEDIKTS BENEDIKTSSONAR frá Breiðuvík Systkini hins látna Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður, tengda- móður, ömmu og systur INGIRlÐAR HJÁLMARSDÓTTUR Seyðisfirði Niels Jónsson, börn, tengdaböm, barnabörn og systkini.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.