Morgunblaðið - 23.04.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.04.1961, Blaðsíða 3
Sunnudagur 23. apríl 1961 MORTZUNM AÐ1Ð 3 BORGIN okKar hefur vax ið ört á síðustu árum. Það hefur ekki verið neitt smá átak að fylgja fast á eftir með byggingu nýrra skóla, því mörg þúsund manna hverfi hafa þotið upp svo að segja á svipstundu. — Borgin þenst út, myndar- leg háhýsi og stórar sam- byggingar rísa af grunni. Það, sem fyrir nokkrum árum var Reykjavík, er nú aðeins lítill hluti af „stóru“ Reykjavík. ♦ * * í vetur eru liðlega 12 þús- und nemendur í skólum Reykjavíkur, fastir kennarar og skólastjórar eru 375, stundakennarar 110, 40 manns vinna við heilbrigðiseftirlit í skólunum, yfir 60 eru hús- verðir, dyraverðir, baðverðir Og því um líkt — og 180 kon- ur vinna daglega við ræstingu í skólum bæjarins. Nemendur og starfslið er því samtals tæp lega 13 þúsund. Það þarf mikið húsnæði til að hýsa allt okkar skólafólk, það þarf góð húsakynni og fjölbreyttan útbúnað til að uppfræða æsku höfuðstaðar- ins — og við erum á réttri leið. Um allan bæ er unnið að skólabyggingum. Þetta eru ný tízkulegar og skemmtilegar byggingar, búnar öllum nú- tímaþægindum. Þar er byggt fyrir framtíðina, kynslóðina, sem er að táka við. * * * Nú eru sex skólabyggingar í smíðum. Breiðagerðisskólinn 6 nýir skólar í smíðum er kóminn lengst á veg. Hann verður fullgerður 'í haust. Meginhluti skólahússins hef- ur þegar verið tekinn í notk- un, en verið er að ljúka við síðustu kennslustofurnar. Þá verðúr í skólanum sundlaug svo að sundlaugar verða brátt í öllum bæjarhlutum. í haust verður einnig lok- ið við annan áfanga Réttar- holtsskóla, sem þá stækkar um 6,500 rúmmetra. Þetta er miðbyggingin og þar verða skólastjórn, skólaeldhús, bóka safn, eðlis- og efnafræðistofa, húsvarðaríbúð og fleira. Hagaskóli er byggður eftir svipaðri teikningu Og Réttar- holtsskólinn. Á miðju síðasta sumri hófst bygging aðalálm- unnar, sem er mun stærri en í Réttarhöltsskóla, eða 10,300 rúmmetrar. Verður hún byggð í tveimur áföngum. Kjallari Og hæð hins fyrri verða tekin í notkun í haust. Fullbyggt verður skólahúsið eftir tvö ár. Hlíðaskóli er töluvert frá- brugðinn öðrum skólum bæj- arins hvað innréttingu snert- ir. Þar hófst kennsla í janúar 1960 og var fyrsta álman af þremur fullgerð sl. haust. Önn ur álman er langt komin og verður fullbúin í haust og verða þá 16 kennslustofur í skólanum. í byrjun næsta árs hefjast svo framkvæmdir við byggingu síðustu álmunnar og allar verða þær notaðar fyrir barnafræðslustigið. * * * Vogaskóli verður líka í þremur hlutum. Tvær álmur hafa þegar verið teknar í notk un og er þar 21 kennslustofa að meðtöldum handavinnu- stofum. Vogahverfið hefur vaxið mjög ört og er Voga- skólinn orðinn einn fjölmenn- asti skóli bæjarins. í þriðju álmunni verða 13 kennslu- ’stofur, þar með taldar sér- kennslustöfur, og verður smíði þeirrar álmu lokið 1962. Laugarlækjarskóli er yngsti skólinn í Reykjavík og stend- ur hann rétt innan við Sund- laugarnar. Kennsla er hafin í 5 stófum Og þangað sækja í vetur 7 og 8 ára börn. í haust verður skólinn fullbúinn og verða í honum 13 kennslu- stofur. ♦ * * Af þessu er ljóst,að hér er um stórvirkar framkvæmdir að ræða. Þegar skólar hófust í haust voru kennslustofur bæjarins taldar 216. Ljóst er, að þeim fjölgar verulega fyrir næsta haust og brátt er nú úr sögunni, að þrísett sé í kennslustofur. Síðasta ár var mesta skólabyggingaár í sögu bæjarins. En við megum ekki láta staðar numið. Næst rísa skólar beggja vegna Miklu- brautar svo og við Vestur- vallagötu. Miklar endurbætur hafa jafnframt verið gerðar á eldri skólum. * * * Það á að verða okkur metn- aðarmál að gæta vel þessara Verðmæta. Hirðusemi og góð umgengni er aldrei brýnd fyr- ir börnum Og unglingum um Of. Við höfum eignazt glæsi- legar, skólabyggingar fyrir börn Okkar og bainaborn. Við munum eignast fleiri slíkar Og við skulum stuðla að því, hver og einn, að þar ríki ætíð sem mestur menningarbragur. I t , Sesnaaa aiIaleysiS á Hornaiirði Höfn, Hornafirði, 19. apríl sama tíma í fyrra. Aflahæstir ökla. I gær lögðu þrír piltar af stað til Reykjavíkur á bíi. Snjór er á fjallavegum, Almannaskarði og Lónsheiði, og hefur ekki verið ýtt 'af þeim. — Gunnar. Sr. Jdn Auðuns, dóm.prófastur: Hefðarsætin „OG hann sagði þeim, er boðnir voru, líking, er hann tók eftir, hvernig þeir völdu sér hefðax- sætin.“ jL Jeús sat þrásinnis í veizlusal og oft hafði hann séð hið barna- lega kapphlaup um hefðarsætin, séð gestina olnboga sig áfram, kurteisa á yfirborði, en þokast þó með njarkvissri ýtni að virð- ingarsætunum, hrésa happi, er þeir náðu þeim, vera sárlega móðgaða, ef þeir neyddust til að skipa hinn óæðra bekk. Margir eiga erfitt með að þola, að aðrir standi þeim framar. Þeir eru elskulegir í viðmóti við þá, sem neðar þeim standa í mannfélagsstiganum, en kulda- legir, afbrýðisamir, öfundsjúkir í hinna garð, sem ofar teljast standa. Vér kunnum því vel, að mikilmennin, löngu liðin, hljóti sinn heiður, sitt hrós. Enginn Englendingur öfundar Shake- speare, enginn Þjóðverji öfundar Göthe, enginn íslendingur Jón Sigurðsson eða Snorra. En ef Bátar fengu síld AKRANESI, 17. apríl: Sunnu- dagsafli hjá bátunum var 180 tonn og voru aflahæstir Höfr- ungur II með 22 tonn og Fiska skagi 17 tonn. Landlega var á laugardaginn. ★ Nýi stálbáturinn Haraldur landaði hér í morgun 975 tunn um af síld er hann fékk í tveim köstum fyrir sunnan Reykjanes. Fleiri skip voru þar að sögn skipverja og fengu öll síld, en svo grunn var hún að botnköst voru hjá sumum. Mest öll síld in af Haraldi verður fryst. ★ Lagarfoss lestar kér í dag 20 kassa af freðsíld og 20 tonn af þunnildum. Síðan lestar Lagar foss í Keflavík og á Austfjarða- höfnum og heldur með fisk- afurðirnar til Hamborgar og Bremerhaven. — Oddur. Hafnarferjan Akranesi sett á flot Akranesi, 19. apríl. AÐEINS tveir bátar voru á sjó héðan í dag, Höfrungur II. og Böðvar. Heildarafli bátanna í gær var tæpar 140 lestir. Hæstir voru Böðvar með. 13 lestir og Sveinn Guðmundss. með 13 lestir. Hafnarferjan, nýstandsett, grá- máluð, með rauða sjólínu og skjannahvítan stjórnpall, var sett á flot síðdegis í gær. Férjan verð ur nú notuð til að flytja vörur, eins og undanfarin ár. — Oddur. einhver samtíðarmaður, einhver sem nú er að berjast sömu bar- áttu og vér, lifir í sama landi, sama bæ, hlýtur hnoss, sem vér hefðum sjálfum oss kosið, getur mörgum orðið býsna erfitt aS þola það. Michaelangelo var einhver langfremsti listamaður allra alda. Þegar hann kom til Flor- enz og sá hinar óviðjafnanlegu kirkjuhurðir listamannsins Ghi- bertis, hrósaði hann þessum stór- kostlegu kirkjuhurðum sterkari orðum en nokkur annar og gaí þeim nafnið, sem þær bera enn: Hurðir Paradísar. Michaelangelo var nógu mikill maður til þess að viðurkenna yfirburði annarra. Hann viðurkenndi, að þetta hefði hann sjálfur aldrei getað gert. Víst er þetta veglyndi ekki oU* um gefið og margir, flestir minnka 1 kapphlaupinu um hefð- arsætin, og þá ekki sízt ef þeir hljóta þau sæti. Þetta er kallað mannlegt. Kannski er það svo. Það er ekki öllum gefið, að geta horft rólega og gremjulaust á aðra grípa lárviðarsveiginn, sem maður hafði sjálfur ekki unnið, og ganga síðan við hlið sigur- vegarans með sólbjarta sál, áta gremju eða öfundar. Þetta veglyndi er ekki öllum gefið, og þessvegna eitrar af- brýðisemi margra líf. Menn gleyma því, að enginn er ham- ingjusamur, meðan gremjan býr í hjarta hans, að enginn finnur sál sinni frið, meðan hann horfir þannig á hefð og vald. Ef vér að- eins gætum hætt að metast við aðra, hætt að ein-blína á sigrana, sem þeir vinna, þá myndum vér finna meiri sálarfrið, meiri ró- semi hjartans. Einhver elskulegasta saga, sem ég man, um mann, sem þolir að aðrir fari honum feti framar, er sögð af belgíska stórskáldinu og Nóbelsskáldinu, Maeterlinck. Fyrstum belgískra manna var honum boðin sú mikla virðing að verða meðli-mur frönsku aka- demíunnar. Maeterlinck svaraði og bað þess, að annað belgískt skáld, gamli Verhaeren, væri sæmt þessari tign, og hann rök- studdi þessa beiðni sína til frönsku akademíunnar fagur- lega og tiginmannlega. Hann var upp úr því vaxinn, að metast við aðra um hefðarsætin. Honum var nóg, að annar góður maður sæti þar. Guðspjöll og textar kirkjunnar minna oss enn á upprisuna, ó- dauðleika mannssálarinnar og eilíft líf. Sé páskatr-ú vor nokkuð annað en marklaust og reikult hugboð, sé á bjargi byggð. sú sannfæring vor, að önnur heim- kynni bíði mannssálarinnar að baki líkamsdauðans og að jörðin sé forgarður annarrar, óendan- lega merkilegrar tilveru, á sú sannfæring að kenna oss beat það hófsamlega mat á hefðar- sætum mannlífs, að vér högg- umst ekki, minnku-m ekki, þótt aðrir hljóti þau, — og það hóf- samlega mat á lífsgæðunum öll- um, sem hvorki meinlætameim né munaðarseggir kunna. Feröafélag Akureyrar 25 ára ENN er sama aflaleysið á Horna fjarðarbátum, og heldur versn- andi. Fyrri hluta aprílmánaðar hata bátarnir allir farið 40 sjó- ferðir, og er heildaraflinn af slægðum fiski með haus aðeins 403.6 lestir. Af þeim afla höfðu handfærabátar 10 lestir. Frá áramótum er heildarafli á Hornarfirði orðinn 2,410 lestir. Er það 1.235 lestum minna en á eru: Gissur hvíti 332,7 lestir, Ólafur Tryggvason 330,4 lestir og Sigurfari með 301,8 lestir. Tveir toátar, Helgi og Akurey, hafa hætt með net og tekið línu, en á hana er afli síst betri, enda venjulega dauður tími á línu, með an fiskur iiggur á goti. Óvenjugott akfæri er nú um allt láglendi í hér-aðinu, allar ár þurrar. Jökulsá á Breiðamerkur- sandi rennur ekki til sjávar, og Stórá oti Fiallsá eru n-ú aðeins í AKUREYRI, 11. apríl: — Sl. laugardag minntist Ferðafélag Aekureyrar 25 ára afmælis síns með fjölmennu hófi í Alþýðuhús- inu hér í bæ. Formaður imdir- toúningsnefndar, Björn Þórðar- son, setti samkomuna og minnt- ist nok-kurra hinna fyrstu forystu manna félagsins. Þá tók til máls form. félagsins, Kári Sigurjóns- son. aa rakti að nokkru hirva 25 ára sögu félagsins. F.A. hefir beitt sér fyrir fjallaferðum og ferðum um byggðir landsins. Þá hefir fé- lagið einnig reist tvö myndar- leg sæluhús, annáð við Laugar- fell og hitt í Herðubreiðarlind- um, en það hús var vígt á sl. sumri. Einnig hefir félagið beitt sér fyrir nokkrum vegalagningura, AÍJklraxm um áhvdn^ir Margar kveðjur bárust í þessu hófi, og einnig voru mörg skemmtiatriði flutt sem einkum voru bundin við ferðir félagsin* á liðnum árum. Gróska mikö ríkir nú í félaginu, og eru með- limirnir á sjötta hundrað. Lengst af hefir félagið gefið út ársrit, og eru að jafnaði í þvf ferðasögur, ferðaáætlun, svo og nokkuð annað frá starfi félags- ina. — St. E. Sie.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.