Morgunblaðið - 23.04.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.04.1961, Blaðsíða 8
8 MORGVNBL'AÐtÐ Sunnudagur 23. apríl 1961 Sigurður A. IVEagnússon Hvaða munur er á Messiasi og Ben Gurion Ekki v»titar hana kvenleikann, þó umúðirnar séu ekki beint árennilcgar. Á ÞEIM níu árum sem liðin eru síðan ég heimsótti fsrael síðast hafa gerzt þar undur og stór- merki. Árið 1952 var ríkið í frumbernsku og vandamálin ógnvænleg, þrátt fyrir næstum yfirmannleg afköst frumbýlings áranna. Landið var enn að nokkru eyðimörk og framleiðsl- an á byrjunarstigi. Innflytjend- ur dreif að úr öllum áttum, og hvarvetna blöstu við augum bráðabirgðabúðir aðkomufólks- ins. Ýmsar nauðsynjavörur voru stranglega skammtaðar: t. d. varðaði það allt upp í sex mán- aða fangelsi að kaupa þrjú egg á svörttun markaði. í dag er fsrael komið langt- um lengra á þróunarbrautinni en nokkurt ríki í Asíu eða Afríku og þó lengra væri jafnað. Land- ið hefur verið klætt gróðri svo það minnir mest á frjósaman aldingarð, og efnahagurinn er með miklum blóma. Bvo til allir innflytjendur hafa fengið nýtízku býbýli, og er þó íbúatalan kom- in upp í ca. 2.140.000. Hún hefur þrefaldazt á 14 árum. Nú fram- leiðir ísrael árlega kringum 700 milljónir eggja og flytur út mik- ið magn af þeim, t. d. til Aust- urríkis, ftalíu og Sviss. Sömu sögu er að segja af grænmetis- framleiðslunni. ísrael nútímans er bæði í eig- inlegum og óeiginlegum skiln- ingi vin í eyðimörkinni við austanvert Miðjarðarhaf. Þar býr þjóð sem skarar í flestu tilliti langt fram úr nágrannaþjóðun- um og er m. a. af þeim sökum umsetin af óvinum, en hún held- ur æðrulaus stefnu’sinni til nýrr- ar og enn betri framtíðar. Saga hins nýja Ísraelsríkis minnir um ótrúlega margt á fornar sagnir Gamla testamentis af þrekraunum, viljafestu og af- rekum "'hinnar litlu þjóðar sem stóð af sér allar hörmungar kúg- unar, herleiðinga og alls kyns óárans, hélt fast við fornhelgar hefðir og þróaði jafnframt með sér þjóðskipulag sem var mörgum öldum á undan sínum tíma. Saga gyðinga fram á þennan dag er í senn einn mesti harmleikur og eitthvert mesta undur veraldar- sögunnar. Að því hníga þungvæg rök að hið unga ríki eigi enn eftir að gegna merkilegu hlut- verki í sögunni, og má t. d. í því sambandi benda á hinn stóra skerf sem það hefur lagt til upp byggingarinnar í Afríku. ísra- elar voru þjóða fyrstir til að koma auga á þörf hinna ungu ríkja Afríku fyrir tæknilega að- stoð og siðférðilegan stuðning. Sú framsýni á eflaust eftir að verða þeim giftudrjúg þegar fram líða stundir. Kibbutz — haluziut Sú eigjnd gyðinga sem bezt hefur dugað þeim á öllum öld- um er samheldnin, félagshvötin. Nú á dögum kemur hún hvað áþreifanlegast fram í hinum stór merkilega samyrkjubúskap sem rekinn hefur verið í ísrael allt síðan 1909. Samyrkjubúin (kibbutzim) eru óháð ríkinu, þau eru sameign allra sem á þeim vinna. Þangað fer enginn nauð- ugur og menn geta horfið þaðan hvenær sem þeim sýnist. En all- ir kibbutz-félagar eru eigna- lausir, eða réttara sagt eiga allt sameigninlega og fá þarfir sín- ar uppfylltar í samræmi við efna hag samyrkjubúsins. Þessi bú skipta nú hundruðum í ísrael, og á hverju þeirra vinna allt upp í þúsund manns. Það er haf ið yfir allan efa að þessi bú- skaparháttur hefur orðið efna- hagslífi ísraels ómetanleg lyfti- stöng, enda er kibbutz-hreyf- ingin orðin voldugt afl í land- inu. Mörg búin eru vellauðug og hafa forgöngu um margs konar menningareflingu. í raiminni má segja að kibbutz hreyfingin sé einasta dæmið um það, hvernig framkvæma má sameignarhugsjón kommúnism- ans með árangri. Það verður að- eins gert á grundvelli fullkom- ins frelsis og sjálfræðis hvers einstaklings. Þegar ríkisafskipti og þvinganir. koma til sögunnar verður hugsjónin anntað hvort blóðlaus eða hún umhverfist í andstæðu sína. í sameign felst það að tveir eða fleiri einstakl- ingar eigi eitthvað saman og njóti góðs af því, en ríkiskomm- únisminn felur í sér útþurrkun einstaklingsins og algert vald þeirrar afströktu hugmyndar sem nefnd er ríki. ísraelar nefna hugsjón samhyggjunnar „haluziut“; hún felur í sér viðleitni einstaklingsw ins til að skapa sér og með- bræðrum sínum mannsæmandi líf þar sem réttlæti helzt í hend« ur við þjóðlegt og andlegt frelsi. Áherzlan'liggur á samstarfi og sameiginlegu átaki hópsins, gagn kvæmri hjálp, vinnu, glaðværð. fjölskyldulífi og þátttöku í kjör- um meðbræðranna. Þessi hug-. sjón er engan veginn ný af nál. inni með gyðingum, en hún hefur fengið mjög nýstárlega mynd i rekstri samyrkjubúanna. Kibbutz-hreyfingin hefur kom ið tvennu til leiðar í fsrael: hún hefur breytt eyðimörk í aldin- garð, og hún hefur mótað nýja manngerð, félagsveru sem setur hag heildarinnar ofar persónu- legum þörfum eða óskum. Sundurlyndi Að sjálfsögðu er þetta aðein* ein hlið á lífi ísraela. Þar eru aðrar hliðar, sumar kannski miður aðlaðandi.. Taka má t. d. stjórnmálalífið. Þar ríður sund- urlyndið við lausan taum. Stjórn málaflokkar eru margir og deil- ur illvígar. Þar takast einstakl- ingar tíðum harkalega á, og urðu slík átök tveggja einstakl- inga ekki alls fyrir löngu þess valdandi, að rjúfa varð þing og efna til nýrra kosninga í ágúst. hálfu öðru ári áður en kjörtíma- bili er lokið. Þó sameignarhugsjónin ríkl á samyrkjubúunum og gefist vel, þá er mjög hörð samkeppni í viðskiptalífi fsraels, og þakka margir henni hinn mikla upp- gang sem verið hefur í efnahaga lífinu undanfarin ár. Má vel vera að það sé rétt, enda mál fróðra manna að hinn gullni meðalvegur „blandaðs efnahags- lífs“ sé affarasælastur. Ríkur í ei:.a viku f ísrael blandast saman gam. alt og nýtt með furðulegum hætti. Enda þótt trúarbrögðin eigi lítil ítök í íólkinu, heldur ríkið samt fast við ýmsar forn- helgar venjur. í ffáskavikunni er t. d. hvergi hægt að fá venju- legt brauð, bjór eða annað það sem-gerjað er. Gengur þetta svo langt að sjálft ríkið verður að selja allar birgðir sínar af þeim varningi sem bannaður er í helg- um ritum. Varningurinn er seldur Araba fyrir páskavikuna og síðan keyptur aftur á sama verði, sem er auðvitað aldrei greitt, því þetta er bara á papp- írnum. Strangt tekið er sennilega umræddur Arabi ríkasti maður í ísrael þessa einu viku! .Á hinn bóginn er menningar- lífið með mjög nýtízkulegum hætti og mikil gróska í því, eink um í tónlistarlífi og leiklist. Listaverkasýningar eru einnig tíðar og mjög vel sóttar. Áhugi Hið nýja hringleikaliús háskólans í Jerúsalem. BHK KRAFTUR - ÖRYGS9 - ENDENG S t se r ð i r : 4ra strokka — 34/55 hö — 1250/2250 snúningar 6 strokka — 50/86 hö — 1250/2250 snúningar Tækniþ jónusta: Vélaverkstæði BJÖRNS & HALLDÓRS Siðumúla 9 — Reykjavík ■— Sími 36036 EINKAUMBOÐ: St, einauor Norðurstíg 7 — Reykjavík — Síml 24123 Lf. FORD-diesel bátavél

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.