Morgunblaðið - 23.04.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.04.1961, Blaðsíða 10
1 10 r MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 23. apríl 19 FLU G Gagaríns majórs umhverfis jörðina er mjög til umræðu í erlend- um blöðum, og kennir þar § margra grasa. Talsvert á því, að frásagnir sov- éskra yfirvalda og Gagar- íns séu rengdar. Flestum ber saman um, að flugið hafi átt sér stað, en hins vegar eru allir óháðir \ gagnrýnendur sammála um, að allmikils ósam- ræmis gæti í frásögnun- um, og sumt fáist alls ekki staðizt. Þá hefur það vak- ið andúð margra, ekki sízt vísindamanna, að flugið er notað í augljósum pólitísk- urn og þjóðernissinnuðum tilgangi, en minna hirt um að skýra frá vísindalegum niðurstöðum. Sí og æ er klifað á því, að majórinn hafi unnið þetta afrek vegna elsku til ættjarðar- innar, og að honum hafi eingöngu verið það kleift vegna þess, að hann hafi | verið alinn upp í marx- leninískum anda og sé ] sannur sovét-maður. — | Þess er einnig getið, að ^agarín majór kveður félaga sína, áðuren hann leggur upp í frægðarförina. Efasemdir um flug Gagaríns majdrs fyrstu orð hans á jörðinni eftir flugið hafi verið: „Ég er sovétmaður“. Þá er rækilega skýrt frá því, að majór Gagarín hafi verið skipaður þjóðhetja. Það er nefnilega þannig í Sov- étríkjunum, að enginn get ur orðið hetja af sjálfu sér eða eingöngu vegnfi aðdá- unar almennings ein- göngu. Þar eru það yfir- völdin, sem skipa menn hetjur með valdboði. — Hetjutitli' þessum fylgja svo margvísleg fríðindi og sérréttindi. Þegar sovét- borgari er útnefndur til hetju, minnir það því all- mjög á ævilanga aðals- nafnbót hér áður fyrr, enda er tilgangurinn sá sami: Ríkisvaldið vill heiðra einstaklinga og hefja þá yfir almúgann í þakklætisskyni fyrir unn- in afrek. í síðasta tölublaði hins kunna vikublaðs „The Observ er“ er fjallað um majór Gaga- rín og flug hans í mörgum greinum, sem skrifaðar eru af ýmsum þekktustu og viður- kenndustu höfundum þess. Þar skrifa m. a. Nora Beloff (frá Moskvu), John Davy (vís indalegur gagnrýnandi blaðs- ins) og Edward Grankshaw. Verður hér á eftir rakið hið helzta úr greinum þeirra. Nora Beloff hefur frásögn sína þannig: Júrí Gagarín, geimflgúgmaður, umkringdur fjórum félögum sovézku vís- indaakademíunnar, fjölyrti á fréttamannafundi í dag um það, hve dásamlegt og unaðs- legt hefði verið inni í geim- farinu, en gaf hins vegar sama Og ekkert upp um geimfarið sjálft. Eðlisfræðingur talar um stjórnmál Síðar segir m. a.: Hinn þekkti sovézki eðlisfræðingur, Feodorov, talaði — ekki um eðlisfræði — heldur stjórn- mál. Hann sagði þess utan, að Sovétríkin legðu hið vísinda- lega afrek sitt með ánægju í hendur þeirra, sem vinna að framförum mannkynsins; all- ir mættu njóta þes óhindrað, og að Sovétríkin gerðu enga sérstaka kröfu til himingeims- ins. En, segir fréttaritarinn, þagmælska hans og launung á öllu, sem viðkemur geimfar- inu, og alger Ieynd á því, hvar geimfarið er, bendir til þess, að allar staðreyndir eigi ekki að verða alþjóðleg eign fyrst um sinn a. m. k. Strangt bann er við því að skýra frá því, hvar geimfarið er nú geymt. Ósamræmi Mikils ósamræmis gætti fyrst í stað um það atriði, hvort gluggar eða gluggi hefðu verið á farinu, og ef svo hefði verið, þá hvort þar hefði verið um rifu(r) eða kýraugu að ræða. Var sagt sitt á hvað um það atriði. Nú virðist hins vegar öruggt að e.k. ljóri hafi verið á málmbelgnum, sem| Gagarín gægðist út um. Aftur á móti var þeirri spurningu ekki svarað, hvort hægt væri að taka myndir út um gægju- gatið. Gagarín sagði aðeins, að engar myndavélar hefðu ver- ið um borð. Spurningar blaðamannanna vóru þýddar á rússnesku og sendar honum á miðum. Las hann þær síðan upp, Og gátu fréttamennirnir ekki annað séð, en svörin væru send hon- um jafnharðan. A. m. k. las hann alltaf upp af miðum. Leyndardómsfull lending Meðal hins fáa, sem hann sagði vafningalaust, Var, að geimfarið væri í ágætis ásig- komulagi og mætti nota það aftur. Hins vegar er ekki enn ljóst, hvernig lendingin fór fram, hvort hann lenti í fall- hlíf, eða hvort hann lenti í sjálfu geimfarinu. Hið eina, sem hann vildi segja um þetta atriði, var eftirfarandi: „í landi voru hafa margar lend- ingaraðferðir verið fullkomn- aðar. Ein þeirra er fallhlífar- aðferðin. í þessu flugi notuð- um við þessa aðferð: Flugmað urinn (= Gagarín sjálfur) var í stjórnklefa geimskipsins, lendingin tókst ágætlega og sýndi ljóslega, hve glæsileg- um árangri hefur verið náð í lendingartækni á landi voru“. Þetta er allóljóst svar. Moskvuútvarpið sagði, að hann hefði lent í fallhlíf, en svar Gagaríns, sem greinilega er tvírætt af ásettu ráði, bend ir fremur til hins. Alla vegg er óskiljanlegt, hvers vegna hann hefði átt að yfirgefa hinn þægilega klefa sinn, ef allt gekk að óskum í lendingu geimfarsins. Fallhlífarlending er aldrei annað en neyðarúr- ræði, en Gagarín segir, að aft- urverkandi vélar hafi verið notaðar til að draga úr ferð- inni með góðum árangri, og að flugfarið hafi lent á ná- kvæmlega réttum stað. Bauð litfögrum sovétmanni mjólkurglas Samt virðist enginn hafa átt von á honum, þar sem hann lenti, því að konan, sem fyrst kom auga á hann, segist hafa orðið hrædd og undrandi. (Skv. sumum heimildum var Gagarín klæddur eldrauðum ' Osamræmi í sovézkum frá- sögnum Þjóð- emisstefaia og vísimii búningi, en aðrar segja bún- inginn bláan). Hann lenti á akri (auðvitað nýplægðum) og ‘„kallaði vingjarnlega* til konunnar, sem ýmist er sögð hafa verið kaupakona eða vörubílstjóri. Þegar hann sagði: „Ég er sovétmaður", hvarf konunni öll hræðsla, svo að hún bauð honum upp á mjólkurglas. Sumir vilja skýra frásögn- ina um fallhlífarlendinguna þannig, að geinifarinu hafi hlekkzt á undir lokin og eyði- lazt í lendingu. Það skýrir einnig, hvernig á því stendur, að ekki hefur enn verið hald- in sýning á því, enda segja skæðar tungur, að annað sé í smíðum í því skyni. Tíminn stenzt ekki Þá benda vísindamenn i það, að tímataflan, sem opin- berlega hefur verið birt una ferðina, sé tóm endaleysa. 1 henni sé gert ráð fyrir því að geimfarið hafi verið yfir Suður-Ameríku 15 mínútum eftir að það skauzt á loft, eða rúmlega hálfnað kringum hnöttinn. Síðan eigi það að hafa verið meira en klukku- tíma að komast aftur til ítúsa- lands. Þetta er talin fjar- stæða. Engir geimfærir nema kommúnistar Hinir fjórir 'vísindamenn, sem voru viðstaddir fund Gagaríns og fréttamannanna, tóku allir til máls. Það vakti furðu, hve lítið þeir sögðu um förina, sem nokkru mál skipti. Þannig sagði t. d. líffræðingur inn Sissakajan, að geimfarar þörfnuðust sérstaks líkams- þols og „þess járnvilja, sem mikill leninistisk-kommúnis- tiskur flokkur getur blásið þeim í brjóst". — Verður ekki annað markað af þessum um- mælum líffræðingsins, en að aðrir séu ekki hæfir tU geim- ferða en innblásnir menn aí leninisma og kommúnisma. Eðlisfræðingurinn Feod- orov, sem áður er minnzt á, ræddi stjórnmál. Það, að farið hafði fleygzt yfir Kongó taldi hann táknrænt, og lagði síðan út af þeim texta. Notaleg smáatriði Ýmsum finnst einkennilegt, hve mikil áherzla er lögð á að skýra frá alls konar aukaatrið um í sambandi við geimför- ina, meðan mikilvægum atrið- um ej^leppt. T. d. er lauslega drepið á það, að Gagarín hafi nærzt á fluginu án nekkurra erfiðleika. Hins vegar er ekk- ert getið um það, á hvern hátt hann át og drakk, né hvernig honum gekk að hemja fæðuna í innýflunum, þó að vitað sé af tilraunum, að hvort tevggja er talsvert vandamál. Á hinn bóginn er nákvæmlega fjallað um gleðisöng majórs Gaga- ríns og rík áherzla lögð á það, hve vel honum hafi liðið, og hve notalegur klefinn hafi verið/ næstum því heimilisleg ur. í huga manns greypist mynd af manni í dagstöfu sinni að kvöldi dags. Hann seg ist hafa hlustað á tónlist í út- varpinu, sungið, fengið sér snarl í gogginn og jafnvel skrifað í . dagbókina. Banda- rískir vísindamenn segjast ekki búast við því að geim- siglingamenn þeirra muni hafa tíma tU slíkra hluta. Þeir muni hafa nóg að gera að huga að tækjifm sínum og mælum og sinna vísindaleg- um athugunum. Lét fósturjörðin heyra til sín Meðan Gagarín beið eftir því, að honum yrði skotið á loft, hlustaði hann á lagið „Ég elska þig“ af segulbandi og raulaði undir. í blaði ung- kommúnista, Komsomolskaja Pradva, er fullyrt, að Gagarín hafi svifið tígulega til jarðar, dinglandi neðan í geysistórri hvítri og rauðri fallhlíf, um leið og hann kvað við raust: „Fósturjörðin heyrir og fóst- urjörðin veit, hvar sonur hennar flýgur í skýjunum“. Observer segir, að viðhorf Rússa til þessara hluta hafi jafnan einkennzt af slíkum skrítilegheitum og mætti þá ennfremur minnast á óná- kvæmni, ósamræmi og ósann- indi. Þess vegna muni það ekki koma neinum á óvart, þótt ekki verði frekari upp- lýsingar gefnar um flugið en þær, að sæti Gagarins hafi verið fóðrað með rauðu plussi, og að stofuplanta í blómstur- potti hafi prýtt klefann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.