Morgunblaðið - 23.04.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.04.1961, Blaðsíða 9
Sunnudagur 23. apríl 1961 MORGVTSBL 4Ð1Ð 9 ísraela á listum er næst- um ótrúlegur. Bókmermtum þeirra er að vaxa fiskur um hrygg, en þær eru enn á gelgju- Bkeiði sökum þess hve stutt er eíðan hebreskan var vakin til lífsins aftur eftir rúmlega 2000 ára dáð. «' íslendingasögur á hebresku í rauninni hófst saga nútíma- bókmennta á hebresku í Rúss- landi árið 1917 þegar Stubel stofnaði útgáfufyrirtæki sitt í Moskvu. Hann var þeirrar skoð unar, að engin von væri til að stofna sjálfstætt ríki gyðinga nema þeir ættu bókmenntir á eigin tungu, og grundvöllur slíkra bókmennta yrði að vera jþýðingar á helztu stórverkum iheimsbókmenntanna. Af þessum sökum lagði hann fram tvær milljónir dollara til stofnunar út gáfufyrirtækis og réði færa imenn til að þýða heimsbók- amenntirnar. Einna kunnastur þeirra var Tsehernichovsky sem 'fjýddi verk Shakespeares, Kale- vala og fslendingasögur á he- feresku. Komu þessar þýðingar út hjá forlagi Stúbels. Eftir bylt inguna í Rússlandi settist Btúbel að í Kaupmannahöfn og íhélt áfram útgáfustarfseminni þar. Var Georg Brandes hon- um til ráðuneytis um norrænar bókmenntir. Eins og stendur virðist vera mest gróska í Ijóðlist fsra- ela, og kynntist ég allmörg- um ungum ljóðskáldum í Tel- Aviv sem yrkja á hebresku, enda þótt ýmsir þeirra séu fædd ir erlendis. Hebreska á það sam merkt með íslenzku að hún er *njög frjósamt mál, það er auð- velt að mynda nýyrði af göml- um stofnum. Hún þykir vel fall- in til ljóðagerðar. Ungu skáldin sækja jafnt innblástur í hin fornu verk hebreskra bók- mennta og í samtímaverk erlendra skálda. Stúlkur með alvæpni Það sem einna fyrst vekur at- hygli útlendinga í ísrael er hlut verk kvenna í daglegum störf- um. Umferfiinni á götunum er að mestu stjórnað af kvenfólki, og í hernum eru stúlkur jafnhlut gengar og karlmenn. Allar stúlk ur í fsrael eru herskyldar 18 éra gamlar og verða að gegna herþjónustu í tvö ár, en herþjón usta karlmanna er tvö og hálft ér. Stafar þessi almenna og langa herskylda vitanlega af |jví, að ríkið er svo lítið og hætturnar miklar. fsraelar, Bem eru rúmar tvær milljónir, eru umkringdir af fjandsamleg- um Arabaríkjum sem hafa yfir 86 milljónir íbúa. Ekki get ég sagt að það væri beinlínis aðlað- endi að sjá stúlkurnar arkandi um með alvæpni, en þær virt- ust samt með einhverjum furðu- legum hætti varðveita kvenleik enn, enda sögðu’ piltarnir mér eð þær væru hreint ekki síður æsandi í hergallanum. Sögur af Ben-Gurion Eins og kunnugt er hefur David Ben-Gurion farið með völd í fsrael nær óslitið frá stofn un ríkisins. Hann er virtur og elskaðup af landsmönnum, enda þótt þeir hafi gaman af að tala um bresti hans. Hann þykir mik- ilhæfur leiðtogi, en lítill dipló- mat, lætur allt fjúka. Hann er í senn Washington og Churchill ísraels, faðir ríkisins og leiðtogi á tímum þrenginga. Hann stjórn aði bæði frelsisstríðinu og Sínaí-herförinni 1956. Af Ben-Gurion ganga margar eögur sem ísraelar hafa gam an af að segja. Ein er á þá leið, að forsætisráðherrann var eitt ■inn að heimsækja nýbyggt geð- veikrahæli. Var honum sýnd ■tofnunin og hann átfc tal við ■júklingana. En hann veitti því eftirtekt að starfsmenn hælisins leiddu hann fram hjá einni stof- unni. „Hvað er þarna inni?“ ■purði hann. Starfsmennirnir fóru hjá sér, en sögðu honum að lokum að þar væri sjúkling- ur sem stæði á því fastar en fótunum að hann væri Ben- Gurion. ,,Hann verð ég að sjá“, sagði ráðherrann, ráuk inn í stofuna og skellti á eftir sér. Starfsmennirnir biðu fyrir utan milli vonar og ótta, og brátt barst þeim til eyrna hávært rifr- ildi innan úr stofunni. Þegar rifríldið hafði staðið um stund opnuðust dyrnar skyndilega og út kom maður sótrauður í fram- an, rauk beint í ráðherrabílinn og ók burt. Fram á þennan dag vita starfsmennirnir ek'ki með vissu hvor varð eftir á hælinu. Önnur saga er á þá leið, að otigill vitraðist Ben-Gúrion í draumi og bað hann skreppa sem snöggvast úr líkamanum og hraða sér til himnaríkis, þvi þar steðjaði að mikill vandi. Ben- Gurion tók því fjarri, kvaðst þarfnast hvíldar á aóttinni eftir erfiði dagsins, en var samt for- vitinn og vildi fá að vita hvaða vandamál væri svona erfitt úr- lausnar í himnaríki, að þeir yrðu að kalla á hann til hjálpar. ,,Ja, það er alveg voðalegt", sagði engillinn. „Guð almáttugur stendur í þeirri meiningu að hann sé Ben-Gusion.“ Hvaða munur er á Messíasi og Ben-Gurion? spyrja menn í ísrael. Svar: Messías kemur aldrei og Ben-Gurion fer aldrei. Framhaldsaðalfundur Náttúrulækningafélags Reykjavíkur verður haldinn miðvikudaginn 26. apríl í Guðspekifélagshúsinu Ingólfsstræti 22 kl. 8,30. Fundarefni: 1. Lagabreytingar 2. Erindi Listin að eta Björn L. Jónsson læknir 3. Einleikur á fiðlu Einar Sveinbjörnsson STJÓRNIN. Húsmœður Nýtt hefti (3. hefti) af Royal kökuuppskriftum hefir nú verið prentað og sent kaupmönnum og kaupfélög- um. Ef þér hafið enn ékki fengið þetta hefti, munum við senda þeim, er þess óska ókeypis eintak. 4gnar Ludvigsson Heildverzlun — Tryggvag. 28 — Sími 12134 Verzlunarmaður röskur og kurteis, getur fengið atvinnu við sérverzlun. Upplýsinga rí síma 39404. CADUM sápan mýkir húðina um leið og hún hreins ar hana. Ilmar þægilega. Framleidd af Colgate Fæst víða. Ford — dieseSvélar — Ford Orugg Ford — Dagenham — 6 cyl'. dieselvél 108 h.a. á 2800 snúningum. Hentug fyrir vöru- og langferðabifreiðir ásamt fleiru. Útvegum þessar vélar ásamt öllum útbúnaði til að breyta bifreiðinni úr benzín- í dieselknúða. Sýnishorn í verzlun vorri. — Leitið nánari upplýsinga. Sveinn Egilsson H.f. Laugavegi 105 — Sími: 22466. AðaBskoðun Bifreiða í lögsagnarumdæmi Keflavíkur á,rið 1961 fer fram við hús sérleyfisbifreiða Keflavíkur dagana 2.—16. maí n.k. kl. 9—12 og kl. 12—18:30, svo sem hér segir: Þriðjud. 2. maí Ó-1 — 125 Miðvikud. 3. — Ö-126 — 200 Fimmtud. 4. — Ö-201 — 275 Föstud. 5. — Ö-276 — 350 Þriðjud. 9. — Ö-351 — 425 Miðvikud. 10. — Ö-426 — 500 Föstud. 12. — Ö-501 — 575 Þriðjud. 16. — Ö-576 og þar yfir Sömu daga verða reiðhjól með hjálparvél skoðuð. Við skoðun skulu ökumenn leggja fram fullgild skír- teini. Sýna_ ber og skilríki fyrir því að bifreið’askattur og vátryggingariðgjöld ökumanna fyrir árið 1960 séu greidd og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Hafi gjöld þessi ekki verið greidd verður skoðun ekki framkvæmd og bifreiðin tekin úr umferð þar til gjöldin eru greidd. Kvittun fyrir greiðslu afnotagjalds útvarpsviðtækis í bifreiðin ber og að sýna við skoðun. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi áu þess að hafa áður tilkynnt skoðunar- mönnum lögmæt forföll með hæfilegum fyrirvara verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðalögum og lögum um bifreiðaskatt og bifreið hans tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Þetta er hér með tilkynnt öllum þeim sem hlut eiga að máli. Bæjarfógetinn í Keflavík, 19. apríl 1961. Alfreð Gíslason. Udýrust á markaðinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.