Morgunblaðið - 23.04.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.04.1961, Blaðsíða 6
6 ORGUNBLAB1Ð Sunnudagur 23. april 1961 Nú á tímum eru allar þjóðir að taka fram sín miðalda- hljóðfæri, kemur það til af því, að útvarp sjónvarp og grammófónar hafa tekið þau í notkun, og heyrast þau oft sem undirleikshlj óðfæri við ) þjóðlegt hljóðfæri og búningur Eftir Önnu Þórhallsdóttur sÖngkonu XSLENDINGAR eiga eina teg- und hljóðfæra, sem er Lang- spil. hað hljóðfæri var notað í 3—4 aldir á íslandi, og er systurhljóðfáeri við norska „Langelegen“ en er frábrugð- inn því hljóðfæri á ýmsan hátt. Margir spyrja: Hvernig lítur „Langspil" út og hvernig er hljómur þess? Þannig er spurt sökum þess að Langspil er nú horfið úr íslenzku þjóðlífi. Enginn kunn- áttumaður leikur á það svo vitað sé tiL Talið er, að til séu þrjár tegundir Langspila. Fullkomn- asta Langspil, sem til er, mun vera það, sem er í „Musikhistoriák Museum“ í Breiðgötu hér í Kaupmanna- höfn. I>að er smíðað í kring um árið 1770, og var búið tii eftir því eina, sem til var á íslandi, þessa heimild er að finna í hljóðfæraskrá safns- ins. Mér hefir tekist að fá smíð- að Langspil eftir þessu í Breiðgötu og hefir einn bezti fiðlusmiður Kaupmannahafn- ar smíðað Það. Hann heitir Svend Jensen og er verkstjóri hjá Hjortbræðrum á Strikinu. Hann hefir sýnt mikinn áhuga á því, að þetta hljóðfæri mitt sé sem líkast fyrirmyndinni. Langspil eru smíðuð úr furu og á 'þeim eru 3 takkar smíð- aðir úr éihorn. Þrír málm- strengir eru strengdir eftir því endilöngu, einn melodiu- strengur, sem liggur yfir nótnaborðið og tveir undir- leiksstrengir, sem eru til hlið- ar og eru fjær. þeim, sem spilar. Stilling strengjanna er þ-annig, að melódíustrengur- inn sem er C strengur, er stillur í C á einstrikaðri áttund (octava) en undirleiks strengirnir tveir eru sam- hljóma, báðir G strengir, stilltir,! kvint eða kvart neð- ar en áður greint C. Þegar spilað er á hljóðfærið, þá ligg- ur það á borði. Þrýst er með þumalfingri á hinar ýmsu nótur. Gamaldags bogi með hrosshársstrengjum er notað- ur. Nótnaborðið sýnir tæpa eina áttund. í Konungsbók- hlöðunni hér í Kaupmanna. höfn, er bók rituð af Ara Sæmundssyni umboðsmanni, Akureyri útgefin árið 1855, af H. Helgasyni, prentuð í prent smiðju Norður- og Austur- umdæmis. Þetta er kennslu bók og heitir ..Leiðarvísir að spila á Langspil". Þar er mik inn fróðleik að finna um þessi efni og einnig hefir rit þetta að geyma 122 gömul sálmalög. Þar er einnig teikn- ing af Langspili. Hvernig er hljómurinn? Hann er miðaldalegur og angurvær, hljóðfærið er frum stætt og takmarkað, en engu að síður er það Ijóst, að hægt er að hafa mikla ánægju af því, og eiga gömlu íslenzku Anna Þórhallsdóttir klædd krókfaldi og með langspil í hendL þjóðlögin mjög vel við það. Þau hafa vafalaust varðveitzt betur við notkun þess og mörg þeirra eiga sennilega Langspili lifið að launa. í fámenninu fyrr á öldum, hefir þetta þjóðarhljóðfæri veitt mikla ánægju hvarvetna. Menn hafa komizt fljótlega upp á lag með að leika á það. þjóðlög. Mörg miðaldarhljóð- færin hafa fengið magnara, sem gefur hljóðfærinu marg- faldan hljóm. Mundu íslendingar ekki vilja taka upp aftur þétta eina hljóðfaéri sem þeim er eignað, og taka sig til, og byrja að læra að leika á það að nýju. Þj óðminj asafnið og hin ýmsu byggðasöfn ættu að eignast fyrirmyndir. Þeir sem eru hagir á tré geta smíðað Ijangspil, ef fyrirmynd er fyrir hendi. Ég mundi vilja mæla með áðurgreindum fiðlusmið til að smíða fyrir- mynd fyrir Þjóðminjasafnið eða fleiri rikisstofnanir, sem áhuga hefðu á að eignast „Langspil“ eins og það sem myndin sýnir. Einnig þyrfti að endurprenta rit Ara Sæm- undssonar, þá geta Langspil verið tiltæk á íslenzkum heimiluih að nýju, til ánægju og menntunar fyrir unga og gamla. KRÓKFALDUR er miðalda hátíðarbúningur, sem sést nú hvergi nema á söfnum. Hann hefir verið notaður við leik- hússtarfsemi í nokkrum is- lenzkum leikritum á íslandi. Búningur þessi hefir senni- lega ekki verið notaður síðan í byrjun 19. aldar af almenn- ingi. 1 þessum gamla búningi má sjá eitthvað úr þremur seinni ára þjóðbúningum, skautbún- ingi, peysufötum og upphlut. Pils Krókfaldsins er milliblátt með sama sniði og skautbún- ingur hefir. Treyjan er svört með flaueli á ermum og barmi, líkt og peysufatatreyja, upphlutsbolur er eins og nú- tima upphlutur, nema hann hefir sama lit og pilsið. Hann er blár. Hinn sérkennilegi hattur með krók upp úr, er mjög fallegur við búninginn. Krók- urinn er búinn til úr hvítu skinni. Búningurinn er úr klæði. Kostnaður við krókfald er lítill hluti þess, sem skaut- búningur kostar. Krókfaldur er þjóðlegur og hátíðlegur búningur, sem íslenzkar kon- ur ættu að gefa gaum. Áhugi minn vaknaði á þessum bún- ingi þegar, ég hafði fengið „Langspilið“ i hendur, og munu þessir tveir Sslenzku safnmunir verðskulda annað betra en að vera lokaðir inni á söfnum. Anna Þórhallsdóttir söngkona. Stödd í Khöfn 8/4 '61. , Hæstu bátar í Reykjavík VÉLSKIPIÐ Helga er aflahæzta skipið hér í Reykjavík. í gær- morgun snemma var lokið við að landa 54,5 tonna afla úr síðasta róðri. Var skipið þá komið með nær 700 tonna heildarafla á ver- tíðinni, — eða 691 tonn. Næstu bátar eru Pétur Sigurðsson með 436 tonn, Bjöm Jónsson, sem landaði á sunnudaginn 10 tonn- um og er þá með 428 tonn alls. Hafþór er kominn með 393 tonn og landaði hann um helgina tæp- lega 20 tonnum af fiski. Svanur er aflahæztur minni bátanna héðan úr bænum og er með 463 tonn, landaði um 15 tonnum um helgina, Ásgeir er með 389 tonn, Kári Sölmundar- son 362 tonn og Barði 285 tonn, * Tvær stúlkur skrifa Við erum hér nokkrar 16 og 17 ára skólastúlkur, sem viljum koma á framfæri ó- ánægju okkar vegna hins breytta aldurstakmarks á þeim dansstöðum, sem unglingar á okkar aldri hafa mest sótt. Hvað ætlast fullorðna fólkið til, að við gerum á kvöldin? Það skammast yfir því að unglingar hangi á götum og sjoppum bæjarins, en er ekki einmitt verið að kasta okkur á götuna með þessari breyt- ingu? Nú þegar v^rar og skólanum lýkur og sumarvinna hefst gef ur það augaleið, að ungl- ingar hafa meiri tómstundir og peningaráð, en hvernig eiga þeir að eyða tómstundunum? Nú þegar hefur æskulýðs- ráð gengist fyrir stofnun klúbba fyrir unglinga á aldrin um 13—16 ára og einnig hefur ungt fólk 16 ára og eldra stofnað ,,HjartakIúbbinn“, en í hann hafa ekki komizt nema lítið brot af þeim sem vildu. Væri ekki ráðlegt að ríkið eða aðrir ábyrgir að- ilar gengjust fyrir stofnun fleiri slíkra klúbba og jafn- vel styrki þá fjárhagslega fyr ir unglinga á aldrinum 16—18 ára. Fjórar skólastúlkur. • Húsmóðir skrifar Kæri „Velvakandi" Ég sé á dálkum yðar að þér viljið t hvers manns vanda leysa. Því langar mig til að biðja yður að annast milligöngu til réttra aðila varðandi upplýs- ingar um verð á áleggi. Kaupmenn hér segja mér að heildarverð sé á áleggi sem ákvarðist hjá einhverju land- búnaðarráði í höfuðstaðnum. Rúllupylsu kíló er til neyt- enda 82,00. Kaupi maður hinsvegar rúllupylsulög kostar kg. í þvl 15,00. Þó að allt, sem í pyls- una fer sé reiknað ásamt vinnslu og söluálagi þá geng- ur dæmið ekki upp í minnj hendi. Ýmsar aðrar pylsuteg- undir eru einnig á þessu verði. Svo kemur reykti laxinn á 160,00 kg. Lax er keyptur nýr inn i verzlun, sem ég þekki til, á 35,00 kg. (Það mun ekki vera fast verð.) Laxinn léttist í reykingu og svo bætist við, vinnsla og sölu álag en það er líka 125,00 á kg., sem þama bætist við. Reykt síld er seld á 6,00. Þar er hráefnið aldrei ytfir 0,50. Kaup hefur ekki hækkað eins og vitað er og við húsw mæðurnar þurfum sannar- lega að gæta að matarpening- unum, við höfum tekið við akkar hlut hins hækkaða vöruverðs möglunarlítið og leytumst við að nota, sera mest innlendar landbúnaðar- vörur, því það er hagkvæmast yfirleitt. En við fáum ekki að svo komnu máli skilið að verð á áleggi sé samngjarnt. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. njiimóðý

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.