Morgunblaðið - 23.04.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.04.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 23. apríl 1961 Utg.: H.l Arvakur. Reykjavík. Franikvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 3304S. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalotræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 3.00 eintakið. VÍGHREIÐUR KOMMÚNISMANS ¥¥inn alþjóðlegi kommún- ismi hefur komið sér upp víghreiðri í miðri Ameríku. i>að sanna síðustu atburðir á Kúbu svo greinilega að ekki verður um villzt. Sovét- ríkin og önnur kommúnista- ríki hafa fengið hinni komm- únisku einræðisstjórn Fidels Castro á Kúbu ógrynni vopna til þess að bæla með þeim niður hverja frelsishreyfingu, sem gera kynni vart við sig. Það er óþarfi að rekja feril Fidels Castros. Svo kunnur er hann íslenzkum blaðales- endum. Bylting hans var á sínum tíma uppreisn Kúbu- manna gegn spilltu einræði Batista. Meðan á báráttunni stóð naut Castro samúðar Bandaríkjamanna og annarra lýðræðissinnaðra þjóða í Vest urheimi. En hann háfði ekki fyrr komizt til valda en hann snerist á sveif með komm- únistum og setti á laggirnar einræðisskipulag, sem var ennþá svívirðilegra en stjórn arfyrirkomulag Batista. Síð- an hefur Castro stöðugt ver- ið að herða tökin á kúbönsku þjóðinni. Hefur Undanfarna mánuðd ríkt þar hrein komm únisk ógnarstjóm. Kúba er í dag lögregluríki í verstu merkingu þess alræmda orðs. Það er gegn þessu gerspillta einræðisstjórnarfari, áem gagnbylting hefur nú verið hafin á Kúbu. í fyrstu lotu hefur stjórn Castros tekizt að kæfa þessa byltingu. Upp reisnarmennirnir hafa beðið ósigur. En baráttunni er hald ið áfram víðs vegar um Kúbu af skæruliðum, sem hafast við í fjöllum og skógum. Skemmdarverk eru unnin víðs vegar um landið og hatr ið á kommúnistastjórninni ólgar meðal almennings. Margir af nánustu samstarfs- mönnum hans, meðal annars fyrsti forsætisráðherra stjórn ar hans hafa flúið land og hafa tekið upp baráttuna við hlið uppreisnarmannanná. VEGGUR VESTURHEIMS BRENNUR gvandaríkjamenn gera sér ** nú ljóst,. hvílíkan háska hefur borið að höndum þeirra. Svo mikinn ugg hef- ur þetta vakið að Kennedy forseti hefur lýst því yfir. að stjóm hans mimi ekki horfa aðgerðarlaus á það að Kúba komist á vald komm- únþita. Hann kvað Bandarík- in ekki myndu hika við að standa við skuldbindingar sínar og vemda öryggi sitt, ef ríki í Vesturálfu ætti vök að verjast vegna utan- aðkomandi ásælni kommún- ista. Þessi yfirlýsing Bandaríkja forseta felur það í raun og veru í sér, að Bandaríkin muni ekki eira stjóm Castros á Kúbu. Castro hefur fyrir löngu sýnt, að hann er algert handbendi kommúnistaríkj- anna um allan heim. Þessa staðreynd horfast Bandaríkja menn og aðrar lýðræðissinn aðar þjóðir Vesturheims nú í augu við. Svo er nú komið að þeirra eigin veggur brenn ur. Framsókn kommúnism ans í Evrópu var stöðvuð með myndun Norður-Atlants hafsbandalagsins. Það er nú komið í hlut þjóðva Vestur- heims að bægja þeirri hættu frá, sem stendur við þeirra eigin dyr. VIRKJUNAR- MÁLIN í DEIGLUNNI C j álf stæðisf lokkurinn hefur ^ haft heillaríka forystu um hagnýtingu vatnsaflsins í fljótum og fossum landsins sl. þrjá áratugi. Hafa Sjálf- stæðismenn í bæjarstjórn Reykjavíkur staðið þar í far- arbroddi. Fyrir aðgerðir þeirra njóta höfuðborgarbúar og annað fólk á Suður- og S- vesturlandi nú atvinnuörygg- is og glæsilegra lífsþæginda í skjóli raforku frá Sogsfoss- um. Þar hafa nú verið virkj- uð nær 100 þús. hestöíl. Ekki hefur ennþá verið ákveðið hvar næst skuli virkjað í þessum landshluta, en víðtækar rannsóknir hafa farið fram á virkjunarskil- yrðum og er óhætt að full- yrða, að lokaákvörðun muni byggð á fullkomnustu sér- fræðilegri þekkingu, sem völ er á. Þjóðviljinn gerir nýlega að umræðuefni tillögu, sem kommúnistar í bæjarstjórn Reykjavíkur lögðu fram, þeg- ar afgreidd var fjárhagsá- ætlun yfirstandandi árs. Til- Lloyd biður um al- ræðisvald í sköttun LONDON 17. apríl. (Reutcr) —] að neita, að oft getur verið hag- Selwyn Lloyd lagði fjárlaga- kvæmt og hindri brask að slík- frumvarp brezku stjórnarinnar fyrir þingið í dag í fyrsta skipti síðan hann tók við embætti f jár- málaráðherra. Það hefur vakið mikla athygli, að ráðherrann fer þess á leit við þingið, að það veiti honum feiki- legt vald til að lækka og hækka tolia og söluskatt á vörum, alt eftir því hvort hagkvæmt má tejast fyrir þjóðfélagið í heild hverju sinni, að örva eða draga úr viðskiptum. Mun nokkur kurr vera í þing- heimi að gefa einum ráðherra þvílíkt vald, þótt því beri ekki ar ákvarðanir skyndi. séu teknar í Auknar tekjur Fjármálaráðherrann lagði til að ýmsar minniháttar breytingar væru gerðar á skattalöggjöfinni. Sumar þessara breytinga munu draga úr útgjöldum rikissjóðs, en aðrar auka þær. Búizt er við að skattatekjur ríkissjóðs aukist um 80 milljón sterlingspund. Þá verður lagður 10% skattur á auglýsingar í sjónvarpi og bíla- skattur verður aukinn úr 12 shillingum í 15 shillinga á ári. ©- lagan gekk út á það, að hrað að verði sem mest undirbún- ingi að stórvirkjun til raf- orkuvinnslu fyrir Faxaflóa- byggðir og Suðurland, þann- ig að framkvæmdir við fyrsta virkjunarstig hennar geti hafizt sem fyrst. Tillögu þessari var vísað til bæjarráðs til athugunar. Þykir kommúnistablaðinu það bera vott um smásálar- skap að tillagan skyldi ekki hafa verið samþykkt umyrða laust. Slíkur tillöguflutningur get ur litið vel út á pappírnum í einhverra augum, en heldur ekki meira. Þegar hægt er að koma á fót stórvirkjunum og fullnýta þær á tiltölulega stuttum tíma, þá er það að jafnaði langhagkvæmasta orkuvinnslan. Rafmagnið verður þá oft mun ódýrara en frá litlum virkjunum. En stórvirkjun, sem tekur t.d. 10 ár að fullnýta, er ekki lengur orðin tiltölulega ódýr, heldur mjög dýr. Það er vegna þessara al- kunnu staðreynda, sem allar virkjanir á íslandi hafa verið litlar fram til þessa. Af sömu ástæðu er nú talað um að setja upp gufurafstöð í Hvera gerði eða að virkja Hvítá við Hestvatn. Bygging hluta af mjög stórri virkjun borgar sig yfir- leitt ekki, því þá þarf að taka svo mikið tillit til þess sem síðar á að gera að fyrsta virkjunarstigið verður mjög dýrt. að er því útilokað að ætla að virkja stórt, nema að samtímis virkjunarfram- kvæmdum sé komið upp orkufrekum iðnaði er nýti verulegan hluta af rafmagni orkuversins. Lausnin á þessu vandamáli er að öllum líkindum sú, sem oft hefur verið bent á, að í landinu rísi eitt eða fleiri stóriðjufyrirtæki, sem komið yrði upp með erlendu fjár- magni. Fer áhugi lands- manna stöðugt vaxandi fyrir slíkum framkvæmdum. Adenauer forsætisráðherra Þýzkalands er nú staddur vest- anhafs. Hann átti ýtarlegrar og vinsamlegar viðræður við Kennedy Bandaríkjaforseta í miðri siðustu viku og lögðu þeir áherzlu á það, að Vestur- veldin myndu hvergi víkja í Berlínarmálinu. Myndin sem hér birtist var tekin að lokn- um einum fundi þeirra. Eftir fundinn með Kennedy flaug Adenauer til Texas, í boði Lyndon Johnsons vara- forseta, en Texas er heima- ríki hans sem kunnugt er. Ferðaðist Adenauer víða um Texas um helgina og var tekið hátíðlega á móti honum í Austin höfuðborg fylkisins. Með þessu aukast tekjur rikis- sjóðs. N ýsköpunarskattur Þá gerði Lloyd grein fyrir nýmæli einu: Sérstakur skattur verður lagður á verksmiðjufram leiðslu, sem nemur um 4 skild- ingum á starfsmann á viku hverri. Með þessu verður um 200 milljónum sterlingspunda safnað úr efjiahagslífinu á ári hverju. Þessu fé verður varið til að lána í nýbyggingu á verk- smiðjum og á að stuðla að ný- sköpun iðnaðarins. Um ástandið í efnahagsmálum sagði Lloyd, að framsækni ríkti, en brezku þjóðinni hætti við of mikilli eyðslu og væri því jafn- an nokkur hætta á verðbólgu. Uppkast að sanrmiregi Aust- urs og Vesturs GENF, 18. april. (Reuter) Full. trúar Vesturveldanna á ráðstefnu um bann við kjarnsprengjutil. raunum afhentu Tsraapkin full- trúa Rússa 1 dag fullkomið upp- kast að samningi um slíkt bann. Arthur H. Dean fulltrúi Banda rikjanna hafði orð fyrir þeim vestrænu. Hann sagði að með þessum óvæntu aðgerðum væru Vesturveldin ekki að setja Rúss um neina úrslitakosti, heldur fæl ist í uppkastinu skynsamleg og sanngjörn lausn á deilumáli stór veldanna. •“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.