Morgunblaðið - 23.04.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.04.1961, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 23. april 1961 r í i i i f i S SKÁLI>SAGA EFTIR RENÉE SHANN --------------:--------------- 36-----,---------- DÆTURNAR VITA BETUR ekkj viðlátin. Margot hlustaði af öllum mætti og reyndi að heyra þennan helming af símtalimi. Hún heyrði Philip segjast halda, að ekkert gengi að Janet. Nei, ekk- ert var frekar skeð í málinu. Sjálfur hefði hann verið í golf allan daginn og Janet hafði verið með Nigel. Svo varð ofurlítið hik og þvínæst lækkaði hann rödd- ina enn: — Elskan mín ... ætl- arðu að standa við allt, sem þú sagðir í gærkvöldi? Nú var Margot farin að teyja sig fram yfir handriðið. Síminn var næstum beint fyrir neðan hana og Philip í hvarfi. Hann talaði lágt .... auðvitað af á- setningi .... en hún gat heyrt til hans engu að síður. — Hlustaðu nú á, Cynthia! Ég verð að hitta þig! Ég sagði þér það í gærkvöldi. Ég sleppti þér forðum, en það ætla ég ekki að gera í annað sinn. Æ, elskan mín, mér er alveg sama hvað þú segir. Mangot greip andanii á lofti. Philip heyrði það og kom nú fram í ganginn með símatólið í hendinni. Augu hjónanna mætt- ust. Þá sagði Philip: — Ég verð að hringja af núna. Og svo lagði hann frá sér símann. Margot gekk hægt aiður stig- ann, án þess að vita, hvað hún ætti að segja eða gera. Þetta var augnablikið sem hún hafði kvið- ið fyrir öll hjúskaparárin sín. Hún hafði alltaf vitað, að að þessu mundi koma. í fyrstu hafði hún reynt að trúa því ekki og telja sjálfri sér trú um, að Philip elskaði hana. Hefði hann gert það, hefðu þau verið hamingju- söm saman. Hefði hann annars farið að eiga hana? Guð minn góður, hvað hún gat verið vit- laus forðum enda var hún ung. Hún gat varla trúað því, að sú kona, sem hún var í dag hefði nokkurntíma verið stúlkan, sem varð ástfangin af Philip. Skyldi hann nokkumtíma hugga um, hvernig hún hafði litið út þá? Minnast þess, að hún hafði ekki alltaf verið skapvonda, von- svikna konan, sem hann átti nú svo bágt með að vera sæmilega kurteis við. Philip horfði á hana kæru- leysislega og hugsaði með sér, að líklega væri það ekki nema gott, að þau neyddust nú til að leggja spilin á borðið. — Væri ekki betra fyrir þig að koma hérna inn? sagði hann og hélt skrifstofuhurðinni opinni. Margot riðaði og hélt sér dauðahaldi í handriðið. Skyldi hún komast þennan spöl yfir stofugólfið? Hún fann sig allt í einu veika og máttlausa. Hvað yrði nú? Mundi Philip leggja spilin á borðið? Skyldi hann segja: „Heyrðu mig, ég hef lengi ætlað að segja þér það, Margot, að ég er að hugsa um að fara frá þér. Mesta vitleysan hjá okkur var sú að vera ekki skilin fyrir ævalöngu. Því hefði ég líka stungið upp á, ef ekki hefði verið vegna hennar Janet. En nú, þeg- ar hún er sama sem gift...." Hann lokaði dyrunum á eftir þeim og herti sig upp gegn ó- veðrinu, sem hann vissi vefa í aðsigi. Og þar skjátlaðist honum heldur ekki. Margot hafði nú varpað frá sér rólega kuldahjúpn um, og snerist gegn honum með allri þeirri samansöfnuðu reiði, sem hún átti yfir að ráða og röddin var argandi hvell. — Svo að það er vegna þess ama, sem ég hef aidrei séð glað- an dag með þér öll þessi ár? — Hvað áttu við? — Ég á við þennan kvenmann. Ég hefði • mátt vita, að einhver önnur væri í spilinu. Og svo ger- ist hún svo ósvífin að koma hér á heimilið okkar og hitta vina- fólk mitt, undir því yfirskini, að hún sé vinkona Janets! Philip seildist eftir pípunni sinni. Það var nóg, að annað þeirra sleppti sér. Ef hann gæti með nokkm móti stillt sig, ætl- aði hann að gera það. En Margot væri bara ráðlegra að athuga hvað hún segði um Cynthiu. — Cynthia er vinkona Janets. — Mér þætti gaman að vita, hvað Janet segir þegar hún fær sannar fregnir af sambandi föður síns og vinkonunnar. Philip dró hart að sér andann og höndin, sem hann var að kveikja í pípunni með, skalf. — Það er ekkert í sambandi okkar, sem Janet mætti ekki vita. Margot fann til einhvers snögg legs léttis. Hún vissi að hún gat trúað honum. En þessi léttir varð skammvinnur. Gerði þetta svo mjög mikinn mismun? Fyrir mörgum árum hafði hann verið ástfanginn af Cynthiu Langland. Það var greinilegt af því, sem hún hafði heyrt hann segja við hana. V3g það nægði. Það var þessvegna sem hjónabandið þeirra háfði verið slík kvöl — og var enn. Af því, að hann elskaði hana ennþá. — Nú skil ég betur, hvers- vegna þú ert svona áfram um, að láta Janet giftast Nigel. Það er til þess að geta yfirgefið mig, þegar hún er farin af heimilinu. Philip horfði beint í augu henn ar. Hann vissi ekki hvað fram- tíðin kynni að bera í skauti sér. Hann gat enga hugsanlega von eygt um sættir. Og honum hafði verið það ljóst í gærkvöldi, þeg- ar Cynthia hafði lagt að honum að reyna að koma sáttum á, að Margot myndi aldrei stuðla að þeim fyrir sitt leyti. En nú í kvöld, er hann horfði á hana fyrir framan sig eins og hefni- girnina, uppmálaða, gat hann ekki fundið til neinnar iðrunar. Já, það var bezt að ganga hreinlega að verki. Cynthia hafði haft rétt að mæla, er hún hafði sagt að það væri leiðinlegt, að hann yrði að játa sig sigraðan. Hann hugsaði til þess, með hryggð hvernig hann hafði spillt lífi sínu, og eins Margot, enda þótt það hefði kannske ekki allt verið henni að kenna, og loks Janets, ef þau stuðluðu að því. Atvikin höfðu flækt þau öll í neti sínu. En héðan af skyldi Margot að minnsta kosti vita fyrir víst, hvernig málum væri háttað þeirra í milli. — Ég bað Cynthiu í gærkvöldi að fara á brott með mér. Margot, sem var föl fyrir, varð nú enn fölvari. — Ég skil. Og hvenær ætlarðu svo að yfirgefa mig? Philip hikaði. Hversvegna átti hann að vera að kæra sig um að segja henni, að Cynthia hefði veitt honum afsvar. Margot hafði spurt hvenær hann ætlaði að yfir gefa hana. En það var bara þetta að þrátt fyrir undirtektir Cynt- hiu var hann alls ekki viss um að hann léti þær gott heita. Hann hafði látið sér lynda af- svar einu sinni og verið óþarf- lega fljótur að því. Og nú skýldi hann ekki brenna sig á sama soðinu. Auk þess var trúlegt, að ef hann væri skilinn við Margot hvort sem væri, myndi Cynthia ef til vill sjá sig um hönd. Núna hafði hún neitað að taka hann frá konunni sinni. En ef hann væri þegar búinn að yfirgefa konuna .... — Janet, ungfrú Langland vill tala við þig, heyrði hún föour sinn kalla upp stigann. Og þegar hún svaraði þessu engu, heyrði húrr hann endurtaka skilaboðin við hurðina hjá henni uppi. _ Ég er að hátta, pabbi. Þú mátt ekki koma inn. — Farðu í slopp og komdu niður. Ungfrú Langland er í sím- anum. Janet sneri sér við og að hurðinni og sá í huganum föður sinn úti fyrir og Cynthiu hinu- megin við símann. — Segðu henni, að ég sé háttuð, sagði hún og ætlaði varla -að koma upp orð unum. — Segðu henni hvað sem þú vilt. Ég vil ekki tala við hana í kvöld. „Og aldrei fram- ar“, hafði hún næstum bætt við. Margot heyrði símann hringja og síðan Philip kalla á Janet. Hvað gekk nú á? Hafði Cynthia Langland verið að hringja Janet upp .... eða kannske bara notað hana sem skálkaskjól og erindið hefði verið við Philip? Hún sett- ist framan á og seildist eftir rósrauða sloppnum sínum. Síðan opnaði hún hurðina ofurlítið og hlustaði á það, sem fram fór gegn um rifuna, með hverja taug spennta og allar grunsemdir end- urvaknaðar. Hún hataði Philip og Cynthiu Langland — já, næst- um Janet líka. Hún heyrði Philip fara niður stigann affur, og andartaki síðar var hann kominn í símann. — Því miður, góða. Hún er komin í rúmið. „Góða“..! Manneskja, sem hann hafði séð tvisvar á ævinni^ að því er hún bezt vissi! Eða var það kannske misskilningur? Höfðu þau verið að hittast leyni- Smurstöðin Sœtúni 4 Seljum aJlar tegundir af sumrolíu. Fljót og góða afgreiðsla. — Sími 16-2-27. VES, ANO CAMP Tneee IN PCONT VOU KNOW WHERE VO LIKE TO GO FISHING? r OF SUNBUR3T FALLS...TO ME THAT'6 ONE OF NATURE'S FINEST ‘ l >\ BEAUTY SPOTS / „ MARK 5HOULO BE HOME 500N. PERHAPS HE'LL TAKE US ON A LITTLE TRIP/ , 5URÉ, OAÞ... ^ TO THE UPPER , SILVERSTREAM f Já Ég býst xnig. Sirrí, ég er þreyttur .... við að éa bu*-fi að hvíla — Markús ætti að fara að koma heim bráðum .... Ef til vill fer hanr með okkur í smá veiðiferð! — Veiztu hvert mig langar í veiðiferð? — Auðvitað pabbi .... Að efri hluta Silfurfljóts! — Já, og tjalda þar við Sól- skinsfossa .... Það finnst mér einhver faUegasti staður, sem ég hef séð! lega alla vikuna? Hafði þetta til- viljunarkennda mót þeirra á mánudaginn var ofðið ást við ailltvarpiö’ Sunnudagur 23. apríl 8:30 Fjörleg músík fyrsta hálftíma vikunnar. 9:00 Fréttir. — 9:10 Vikan framundan. 9:25 Morguntónleikar: — (10:10 veður ■fregnir). a) ,,Góði hirðirinn**, svíta eftir Hándel (Konungl. fílharmonfir T sveitin 1 Lundúnum; Beechanx stjórnar). b) Sónötur eftir Scarlatti (Ge* orge Malcolm leikur á sembal) c) Lög eftir Richard Strauss — (Elisabeth Schumann syngur) d) ..Sviðsmyndir", ballettmúsik i eftir Strawinsky (Fílharmon- ‘ íusveitin í New York leikur; höfundur stjórnfcr). 11:00 Fermingarguðsþjónusta í Hall- grímskirkju — (Prestur: Séra Jakob Jónsson. — Organleikari: Páll Halldórsson). .. 12:15 Hádegisútvarp. ll 13:00 Ríkið og einstaklingurinn; flokkur útvarpserinda eftir Bertr and Russell: III: Eftirlit og fram tak og einstaklings- og þjóðfé- lagshyggja (Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur þýðir og flytur). 14:00 Miðdegistónleikar: Úrdráttur úr óperunni „II trovatore'* eftir Verdi (Leontýne Price, Richard Tucker, Leonard Warren, Rosa- lind Elias o. fl. syngja með kór og hljómsveit Rómaróperunnar. Stjórnandi: Arturo Basile. —- Þorsteinn Hannesson skýrir verlc ið)- - 'j 15:30 Kaffitíminn! ^ a) Jan Moravek og félagar han« leika. b) André Previn leikur á píanó, með hljómsveit. 16:30 Veðurfregnir. — Endurtekið efnlj a) Dr. Steingrímur J. Þorsteins- son próf. flytur erindi um ^ Shakespeare og ísl. bókmennt ir (Frá 31. f.m.) b) ítalski drengurinn Robertina syngur (Frá 11. þ.m.) 17:30 Barnatími (Hrefna Tynes kven« skátaforingi)! Frásagnir — viðtöl — sögur —■ söngur. 18:30 Miðaftantónleikar: Fílharmoníu* sveitin í New York leikur tviS tónverk eftir William Schumann. a) Amerískur hátíðaforleikur (Bernstein stj.) b) Þrjár myndir frá Nýja-Eng« landi (Kostelanetz stj.) 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir og íþróttaspj all. 20:00 Einsöngur: Bandaríska söngkon* an Martina Aroyo syngur ' lög eftir Stradella, Gluck, Hándel og Rodrigo,' Harry L. Fuchs leikuff undir á píanó (Hljóðritað á song skemmtun í Austurbæjarbíói 18, þ.m.). 20:35 Eyðimörk og Dauðadalur, ferðaþáttur frá Bandaríkjunum (Þórður Kárason lögregluþjónn). 21:00 Frá tónlistarhátíðinni í Salzburg 1960: Divertimento í F-dúr (K« 138) eftir Mozart (Suðvestur* þýzka kammerhljómsv. leikur; Friedrich Tilegant stj.). 21:10 Á förnum vegi (Jón Sigbjörns* son og Stefán Jónsson sjá ura þáttinn). m 22:00 Fréttir og veðurfregnlr. 22:05 Danslög. (Kl. 23:00 verður felldt þar inn lýsing Sigurðar Sigurðs- sonar á hluta af úrslitakeppnf íslandsmótsins í handknattleik, milli F.H. og Fram). 01:00 Dagskrárlok. \ Mánudagur 24. aprfl 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Garð«* ar Svavarsson. — 8:05 Morgunleik fími: Valdimar Örnólfsson leik- fimikennari og Magnús Pétursson píanóleikari. — 8:15 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. 10:10 Veðurfregnir). f\ 12:00 Hádegisútvarp. — (Tónleikar. —* 12:25 fréttir. 12:35 Tilkynningar. — 12:55 Tónleikar). 13:15 Búnaðarþáttur: Um æðarvarp; síðari hluti (Gísli Vagnsson bóndi á Mýrum í Dýrafirði). , 13:30 „Við vinnuna": Tónleikar, 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:03 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Ve« urf regnir). 18:30 Tónleikar: Lög úr kvikmyndum, 18:50 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Um daginn og veginn (PáH Sveinsson, sandgræðslusjj.). 20:20 Einsöngur: SigurSur P. Jónsson frá Sauðárkróki syngur. Við píanóið: Fritz Weisshappel. a) Tvö lög eftir Sigvalda Kalda- lóns: „Brúnaljós þín blíðu** og „Þó þú langförull legðir*% b) Tvö lög eftir Eyþór Stefáns- son: — „Dimmuborgir" og „Mánaskin". c) ,j rökkurró'* eftir Björgvin Guðmundsson. 20:40 Leikhúspistill (Sveinn Einarsson fil. kand.). 21:00 íslenzk tónlist „Vita et mors" (Líf og dauði), strengjakvartett eftir Jón Leifs (Björn Ölafsson, Jósef Felzmann Rúdólfsson, Jón Sen og Einar Vigfússon leika). 21:30 Utvarpssagan: „Litli-Brúnn og Bjössi" eftir Stefán Jónsson; !• (Gísli Halldórsson leikari). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Hljómplötusafnið (Gunnar Guð- mundsson). 23:00 Dagskrárloi*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.