Morgunblaðið - 23.04.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.04.1961, Blaðsíða 13
MORGVTSBIAÐIÐ 13 Laugard. apríl Samúð eða íhlutun ^ Ósennilegt er, að orðið hefði úr innrásinni í Kúbu, ef frelsisvinir hefðu ekki notið iþeirrar „samúðar" Bandaríkja- imanna, sem Kennedy forseti 'lýsti strax eftir að innrásin var hafin. Oft er erfitt að greina mörkin á milli „sam- úðar“, einkum ef hún birtist 4 verki, og „íhlutunar". Báðar geta ráðið úrslitum um gang mála. „Samúðin", sem lýsti sér í lánum Bandaríkjastjórnar til V-stjómarinnar hér á landi 1956—1958 hafði t.d. mikla þýðingu fyrir framvindu mála iiérlendis þau árin. Öruggt má telja, að kommúnistar hefðu ekki fengizt til að fallast á framlengingu varnarsamnings- ins í nóvember 1956, ef Bánda- ríkjastjóm hefði ekki samtímis gefið heitorð um ríflegar lán- veitingar, sem björguðu V- stjóminni úr miklum vanda. Og lánveitingin úr öryggissjóði ' Bandaríkjanna í árslok 1957 fékkst ekki fyrr en Hermann Jónasson hafði verið teygður suð ur til Parisar og lýst þar í á- heyrn æðstu valdamanna Atl- antshafsbandalagsins hollustu sinni við það, — án þess að minnast þar á það einu orði, að betra væri að vanta brauð en hafa her í landi, eins og hann hafði fullyrt fyrir kosningar 1956 hér uppi á íslandi '* * Ódulbúin íhlutun ■' Engum getum skal að því leitt, hvað V-stjórnin hefði tek- ið til bragðs, ef hún hefði ekki orðið aðnjótandi „samúðar“ á svo áþreifanlegan hátt. Víst er, að mjög hefðu orðið skiptar skoðanir á meðal þáverandi ráða manna um hvað gera skyldi. — Þetta er ekki rifjað upp nú til að troða illsakir út af því, sem þá gerðist, heldur til að minna á, hver áhrií „samúð“ Banda- ríkjanna hafði á kommúnista og bandamienn þeirra hér á landi. Á Kúbu hafa kommúnistar og Castro bandamaður þeirra hins vegar ekki gugnað fyrir „sam úð“ Bandaríkjastjórnar, þó að enginn efist um, að bein „í- hlutun" Bandaríkjamanna hefði leitt tii sigurs frelsisvina. Slík „íhlutun" stórvelda er gömul og ný saga, ef þau telja lífshags- muni sína í veði. Er þar Bkemmst að minnast atburð- anna í Ungverjalandi 1956. Þá létu Rússar hersveitir sínar sker ast í leikinn gegn lögmætri Btjórn Ungverja, eftir að sýnt var, að hún naut stuðnings yfirgnæfandi meirihluta þjóðar- innar. Rússar beittu valdi sínu grímulaust og hafa ekki látið mótmæli Sameinuðu þjóðanna á sig fá. Þar var glöggt dæmi þess tvennskonar réttar, sem í heiminum rikir og mjög ein- kennir allt starf Sameinuðu þjóðanna. Stórtíðindi í vændum? Ræða Kennedys á sumar- daginn fyrsta sýnir, að honum eru ljósar hætturnar, sem þessu eru samfara. Hann telur og, að rússneskir skriðdrekar hafi nú ráðið sigri Castros, sem svikið hefur loforð sín um almennar kosningar í landinu. Hin vopnum styrkta „samúð“ Rússa hefur óneitanlega orðið yfirsterkari „samúð“ Banda- ríkjamanna, sem veitt var með hangandi hendi og orðið hef- ur þeim til álitshnekkis. En hér er um miklu meira að tefla en álitshnekki eða metn að stórvelda. Ein af ástæðunum til þess, að Ungverjum var ekki komið til hjálpar 1956 var sú, að land þeirra var talið á •áhrifasvæði Rússa, svo að Rússar sögðu sjálfum sér ógnað ef aðrir skærust í leikinn. Bandaríkjamenn hafa hinsvegar í nær eina og hálfa öld haldið fram Monroe-kenningunni, sem bannar „íhlutun" annarra ríkja í málefni Ameríku-þjóða. Þeir skoða og kommúnískt hreiður í næsta nágrenni við sig, svo sem á Kúbu, sem beina ógnun við öryggi Bandaríkjanna. Orð Kennedys verða trauðla skilin öðru vísi en svo, að við þá ógnun muni hann ekki una. Því er svo að sjá sem stórtíð- indi séu í vændum. Efling Atlantsliafs- bandalagsins Á meðan Sameinuðu þjóðirn- ar eru ekki þess megnugar að hamla á móti mætti hins sterk ara, sem gerir ofbeldi að rétti í miklum hluta heims, verða frjálsar þjóðir að tryggja sam tök sín og varnir, svo að þær verði ekki ofbeldinu að bráð. Framtíð og efling Atlantshafs- bandalagsins hafa verið eitt að- alumræðuefni Kennedys Banda ríkjaforseta og þeirra vest- rænna stjómmálamanna, sem heimsótt hafa hann að undan- förnu og eru þar fremstir í flokki Macmillan og Adenauer. Sá kvittur kom upp fyrst eft ir valdatöku Kennedys, að hon um væri síður hugað um At- lantshafsbandalagið en fyrirrenn urum hans. Uggur um þetta mun hafa átt þátt í, að dráttur varð á að ráða nýjan fram- kvæmdastjóra bandalagsins eftir að Spaak hvarf úr því starfi til þátttöku í belgískum stjórn- málum á ný. Bollaleggningar í þessa átt eru nú úr sögunni. Kennedy valdi Acheson, fyrr verandi utanríkisráðherra, aðal stofnanda Atlantshafsbandalags- ins, fyrir ráðunaut sinn í mál- efnum þess. Með því sýndi hinn nýi forseti, að hann vildi láta bandalagið halda áfram að vera hyrningarstein í utanríkismál- um Bandaríkjamanna, enda hef- ur hann nú marglýst yfir, að sú sé ætlun sín. Nýr framkvæmda- stjóri Atlantshafs- bandalagsins Þetta varð til þess, að sumir hreyfðu því, að æskilegt væri, að Acheson yrði framkvæmda- stjóri bandalagsins. Vissulega hefði það verið vel ráðið að því leyti, að ekki er til hæfari maður í þá stöðu en Acheson, sem tví- rnælalaust er einn mikilhæfasti Og aðsópsmesti núlifandi stjórn- málamaður. En hvorttveggja er, að Acheson mun hafa verið ófáanlegur til að takast starfið á hendur og að ekki þótti heppi- legt, að Bandaríkjamenn skipuðu samtímis stöður yfirhershöfð- ingja bandalagsins og fram- kvæmdastjóra þess. Samkomulag hefur þess vegna orðið um að Stikker, fyrrverandi utanríkisráðherra Hollands, yrði framkvæmdastjóri. Að Acheson frágengnum mun vandfundinn hæfari maður til þessa en Stikk- er. Hann var utanríkisráðherra Hollands, þegar bandalagið var stofnað óg skrifaði þess vegna undir stofnskrá þess. Síðustu ár- in hefur hann verið fulltrúi lands síns í' fastaráði bandalagsins og gjörþekkir því starfsemi þess. í heimalandi sínu átti hann eftir ófriðarlok frumkvæði að því að koma á samkomulagi milli verka manna Og vinnuveitenda, sem tryggt hefur betri vinnufrið 1 Hol landi en flestum öðrum lýfrjáls- um löndum. Það samkomulag varð undirstaða ótrúlega skjótra framfara og uppbyggingar, sem rétt hefur Holland við, ekki að- eins eftir eyðileggingu stríðsár- anna heldur og missi nýlendna þeirra í Austurlöndum. Hér birtist mynd af einni kúbönsku orrustiuflugvélinni sem nauðlcnti á Florida í Bandaríkjunum eftir loftárás- irnar á bækistöðvar Castro- stjórnarinnar á laugardaginn. Fyrrum sendiherra á Islandi Sjálfur átti Stikker sem utan- ríkisráðherra manna mestan þátt í að Hollendingar létu nýlendu- lýðveldi sitt af hendi með frið- samlegum hætti. Efast nú fáir eða engir um framsýni hans í þeim efnum, þótt hann hlyti slík- ar óvinsældir af í bili, að hann hvarf úr sessi utanríkisráðherra. Síðan varð hann nokkur ár sendi herra Hollands í Bretlandi og lengst af einnig á íslandi. Auð- vitað voru sendiherrastörf Stikk- ers á íslandi einungis lítll hluti af verki hans í London. En á þeim árum kom hann nokkrum sinnum til íslands og setti sig mjög vel inn í íslenzk málefnL Vafalaust hefur enginn af meiri- háttar valdamönnum í heimin- um meiri kynni af högum íslend inga en Stikker. Er vissulega mikilsvert fyrir okkur að hafa mann með hans hug í okkar garð Og þekkingu á málefnum okkar í þeirri þýðingarmiklu stöðu, sem hann hefur nú verið valinn tu. Eitthvað annað en móðuharðindi Lengi mun í minnum haft, þeg ar hinn orðhagi Framsóknarþing maður, Karl Kristjánsson, líkti því ástandi, sem skapazt hafði í landinu vegna viðreisnar- ráðstafananna við móðuharðind- in, þau ósköp, sem nær höfðu gengið af íslenzku þjóðinni dauðri. Þessi lýsing, sem senni- lega mun halda nafni Karls leng- ur á lofti en allt annað, var gef- in á s.l. ári. Á miðvikudaginn var, hinn 19» apríl, skýrði Tím- inn frá aðalfundi Mjólkurbús Flóamanna, „eins stærsta sam- vinnufyrirtækis bænda á landi hér“. í frásögn sinni segir Tím- inn svo frá ástandinu á þessu ný- móðins móuharðindaári: „Séra Sveinbjörn sagði, að hækkanir hefðu örðið allmiklar á rekstri vegna verðbreytinga á rekstrarvörum og þjónustu og yfirleitt drýgri en áætlað var í viðreisnaráætlunum. Árið mætti þó teljast hagstætt, og væri það einkum að þakka ár ferðinu, og á þessu ári hefði fram leiðslan mjög tekið að rétta við eftir áföllin 1959. Sala afurða hefði gengið vel. Þótt árferði væri gott og hagur batnandi af þeim sökum, leyndi það sér ekki, að mikil þörf væri örðin ráðstafana tii þess að létta undir 1 vaxta- og lánamálum landbúnaðarins, bæði hjá stofn- unum bænda og einstaklingum. Landbúnaðurinn þyrfti mikið stofn- og rekstrarfé, og honum er þungbært, ef vaxtakjör eru erfið. En ef allir legðust á eitt, ætti að vera hægt að ná leiðréttingu þessara mála. — Ef hlutur okkar er þar rétt ur, a. m. k. til jafns við aðrar atvinnugreinar, sem í þessum efnum hafa þegar hlotið aðstoð, trúi ég ekki, að bóndinn verði fyrstur til að bogna, þótt nokkuð él geti jafnan gengið yfir, sagði séra Sveinbjörn að lokum“. Minni hækkun en áætlað var Af síðari frásögn Tímans er ljóst, að taka verður með nokkr- um fyrirvara þá fullyrðingu séra Sveinbj árnar að hækkanir hafa yfirleitt orðið drýgri en áætlað var í viðreisnaráætlunum, því að eftir Grétari SímonarsynL mjólk urbússtjóra, hefur Tíminn þetta: „Aksturskostnaður á mjólk tii búsins nam 10,4 millj. kr. eða 37,45 aurum á kg., hefur hækkað um 2,68 aura á lítra. Er þessi hækkun vonum minni og má þakka snjóléttum vetrum o. fL því að gert var ráð fyrir, að aksturskostnaður hækkaði um 21% vegna ráðstafana ríkis- stjórnarinnar, en hækkaði ekki nema um 7,7% hjá búinu“. Að vísu leynir sér ekki, að hér tala eindregnir Framsóknar- menn, en þeir viðurkenna þó, að árið megi teljast hagstætt, fram- leiðslan hafi mjög tekið að rétta við eftir fyrri áföll, sala afurða hafi yfirleitt gengið vel og sú hækkun, sem þeir hafi vegna ráð stafana ríkisstjórnarinnar áætlað 21%, hafi ekki reynzt nema 7,7%. Þegir um þakkirn- ar til Ingólfs Tímanum finnst auðsjáanlega, að séra Sveinbjöm og Grétar hefðu átt að halla réttu máU, því að þótt blaðið reki ræður beggja allítarlega, þá minnist það ekki á, að þeir báru báðir fram þakkir til Ingólfs Jónssonar, landbún- aðóu-ráðherra, fyrir forgöngu hans í að útvega mjólkurbúinu margra milljón króna lán, er forðaði því úr bráðum vanda, tryggði hagkvæmari lánkjör og gerðu því mögulegt að standa í skilum við bændur. Úr því að Tíminn þegir um þess ar þakkir flokksbræðra sinna, sem áreiðanlega hafa ekki of mælt, í þökkum til Ingólfs, er ekki að búast við því, að blaðið rifji upp, að góður hagur bænda á s.l. ári á ekki sízt rætur sínar að rekja til hinna nýju afurða- sölulaga, sem Ingólfur beitti sér fyrir, að sett voru seint á árinu 1959. Sú skipan, sem þá var tek- in upp með samkomulagi beggja, fulltrúa bænda og neytenda, hef- ur reynzt báðum til hags. Allir muna, hvílík ósköp gengu á af hálfu Framsóknarmanna á með- an unnið var að því samkomu- lagi. Flokksbroddarnir gerðu allt, sem í þeirra valdi stóð, til að spilla sáttum. Sem betur fer tókst það ekki með þeim afleið- ingum, að nú verður Tíminn að bíta í það súra epli að hafa eftir forstöðumönnum eins stærsta samvinnufyrirtækis bændci, að árið, þegar hinnar nýju löggjaf- ar naut fyrst við, hafi verið hag- stætt og bændur rétt við eftir fyrri áföll og sala afurða gengið vel! 350-400 millj. tekjumissir Auðvitað er það rétt hjá séra Sveinbirni, að gott árferði 1960 átti sinn hlut í hinni góðu af- komu bænda og að bændur eiga við ýmsa örðugleika að etja í lánamálum. Þeir örðugleikar eru óhjákvæmileg afleiðing öngþveit isins, sem orðið var áður en við- reisnin hófst. Veðurfar og árferði eru hins vegar þær ytri aðstæð- ur, sem seint verður við ráðið. Bn þá tekst vel, eins og á sL ári, þegar gott árferði og vitur- leg stjórn leggjast á eitt um að rétta við eftir fyrri áföll. Reynsl- an nú varð önnur en 1958, þegar V-stjórnin gafst upp og flúði af hólnú, þrátt fyrir, að það ár væri meira framleitt en nokkru sinni fyrr 1 sögu landsins. Harðindi og aflabrestur eru aftur á móti löguð til þess að magna örðugleika, ekki sízt á meðan verið er að vinna sig upp úr þeim ófarnaði, sem telja má sjálfskaparvíti. Aflabresturinn á yfirstandandi vetrarvertíð á því miður eftir að segja til sín með margháttuðum erfiðleikum. Afli í apríl hefur verið svo rýr, að sízt hefur Sótt í betra horf en var um mánaðamótin. Davíð Ólafs- son hefur nú skýrt frá því, að minni afli til marzloka nú en í fyrra muni hafa í för með sér Framh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.