Morgunblaðið - 18.05.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.05.1961, Blaðsíða 1
24 síður 48. árgangur 109. tbl. — Fimmtudagur 18. maí 1961 Frentsmiðja Morgunblaðsina í gærkvöldi Island nauðsynlegur hlekkur í vörnum NATO í GÆRKVÖLDI kl. 10 Ienti uíanríkisráðherra ísraels, frú Golda Meir, á Reykjavíkur- flugvelli með flugvél Loft- leiða. Kom hún hingað frá Jafnskjótt og frúin hafði verið boðin velkomin, var hún leidd í bíl utanríkisráð- herra og ekið til ráðherra- bústaðarins við Tjarnargötu. Á flugvellinum hafði safn- azt allstór hópur fólks auk fjölmenns lögregluliðs, frétta manna og ljósmyndara, en ekki fengu fréttamenn tæki- færi til að hafa tal af frúnni í gærkvöldi. Golda Melr stigur út úr flugvél- inni í gærkvöldi. O'-Ió. Á flugvellinum tóku á móti frúnni Guðmundur í. Guðmundsson utanríkisráð- herra, Arie Aroch sendi- herra ísraels á íslandi (með aðsetur í Stokkhólmi), Agn- ar Kl. Jónsson ráðuneytis- stjóri og Sigurgeir Sigur- jónsson ræðismaður ísraels á íslandi. — sagði Dennison, aðmíráll, á fundi með blaðamonnum „FRAMLAG íslands til At- lantshafsbandalagsins er at- hyglisvert og mikilvægt. ís- land er eitt af stofnríkjum bandalagsins. Það er her- fræðilega mikilvægt, hér á þessu mjóa sundi í Atlants- hafinu. ísland er bandalag- inu lífsnauðsynlegt,“ sagði Robert L. Dennison, aðmír- áll, yfirmaður Atlantshafs- flota NATO, á blaðamanna- fundi, sem Samtök um vest- ræna samvinnu efndu til með honum í gær. Aðmíráll- inn hefur haft skamma við- dvöl hér á leið sinni til Par- ísar og rætt við íslenzk stjórnarvöld. fsland styrk stoð Pétur Benediktsson, formaður Samtaka um vestræna samvinnu, bauð aðmírálinn veikominn í upp bafi fundarins. Dennison aðmíráll gaf út yfir- lýsingu og sagðist meta mikils hina góðu samvinnu við íslenzku ríkisstjórnina Og þjóðina. Hann sagði að viðraeður við Ásgeir Ás- geirsson, forseta íslands, utanrík- Varðskipið Ægir kom með færeyska línuveiðarann Skarvanes í togi til Reykja- víkur um miðjan dag í gær. Hafði skrúfuöxull færeyska skipsins brotnað, er það var að nálgast fiskimiðin við Grænland. Hafnsögubátur fór til móts við skipin á ytri höfoínni og dró línu- veiðarann inn um hafnar- mynnið, en Ægir fylgdi í kjölfarið. Sjá frétt á bls. 17. (Ljósm. Mbl. Markúsj. isráðherrann Guðmund f Guð- mundsson og dómsmálaráðherr- ann, Bjarna Benediktsson, hefðu fullvissað sig um, að ísland væri Atlantshafsbandalaginu styrk stoð gegn hvers konar árás, sem gæti verið beint að þessum hluta norðurhvels. Dennison sagði, að framfarir væru stöðugar hjá bandalaginu og kvaðst hann ánæður með það, sem hann hefði séð í hinni stuttu heimsókn hing- að. Til að tryggja okkur frelsi Það væri samvinnan, sem flýtti framförunum og Atlantshafs- bandalagið væri ekki einni þjóð til hagsbóta, heldur öllum þjóð- um bandalagsins. Enda þótt þess- ar þjóðir væru misjafnlega stórar, þá gegndu þær allar stóru hlut- verki í vörnium bandalagsins Sér hver þeirra væri sterkur Og nauð synlegur hlekkur í varnarkeðju Atiantshafsbandalagsins og til þess að tryggja okkur frelsi um framtíð yrðum við að gæta þess, að þessi keðja bresti ekki ísland getur ekki flúið átök Loks sagði aðmírállinn, að uenmson aomiraii hann væri sannfærður um, að At~ ÍEntshafsbdnoalagið, stutt af fs- lendingum, yrði áfram sterkt. En við verðum líka að trúa á mátt bandalagsins og á Okkur sjálf. Dennissón aðmíráll svaraði spurningum blaðamanná varð- andi varnarstöðvarnar á íslandL Kætt var um hlutleysið og sagði aðmírállinn, að hann vildi minna menn á það, sem gerzt hefði 1941. Tímarnir hefðu breytzt, en samt sem áður væri landfræðileg lega Islands þannig, að það gæti eng- an veginn flúið átök, ef þau yrðu í þessum heimshluta, hvort sem laiidið væri hlutlaust eða ekki. Engin kafbátahöfn í svari við spurningu sagði hann, að það væru alls engar ráðagerðir um að koma hér upp kafbátahöfn, varnarliðið á Keflavíkurflugvelli yrði svipað að styrkleika og það er nú, — eftir að sjóherinn hefði tekið við — og könnunarflugið frá flugvellinum væri aðeins í viðvörunarskyni. Það væri víðs Framh. á bls. 17. Guðmundur t. Guffmundsson tekur á móti Goldu Meir á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. I baksýn er Sigurgeir Sigurjónsson ræffismaffur. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Golda Meir kom

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.